Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Veður víða um heim 16.1., kl. 18.00
Reykjavík -6 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -8 skýjað
Akureyri -2 skýjað
Egilsstaðir -3 skýjað
Vatnsskarðshólar -3 heiðskírt
Nuuk -8 snjókoma
Þórshöfn 0 skúrir
Ósló -3 þoka
Kaupmannahöfn 6 súld
Stokkhólmur -2 snjókoma
Helsinki -11 heiðskírt
Lúxemborg 2 heiðskírt
Brussel 5 skýjað
Dublin 5 skýjað
Glasgow 4 skúrir
London 6 skúrir
París 6 alskýjað
Amsterdam 6 rigning
Hamborg 6 súld
Berlín 6 skýjað
Vín 4 heiðskírt
Moskva -8 snjókoma
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 10 heiðskírt
Barcelona 13 skýjað
Mallorca 14 alskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 9 léttskýjað
Winnipeg -25 skýjað
Montreal 0 snjókoma
New York 0 þoka
Chicago 0 alskýjað
Orlando 12 heiðskírt
17. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:51 16:26
ÍSAFJÖRÐUR 11:21 16:05
SIGLUFJÖRÐUR 11:05 15:47
DJÚPIVOGUR 10:26 15:49
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag Austlæg átt, 3-8 m/s og dálítil él á víð
og dreif, en skúrir með suðurströndinni.
Á laugardag Suðaustan 13-18 m/s, rigning eða
slydda og hiti 0 til 5 stig, en þurrt NA-til.
Austlæg átt 5-10 og úrkomulítið norðvestantil, annars snjókoma með köflum, en suðlægari vind-
ur og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig syðst, en frost annars 1 til 8 stig.
595 1000
Dubrovnik
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
f
25. apríl í 3 nætur
Ein fegursta höfnin við DalmatíuströndKróatíu
Verð frá kr.
124.495
Flugsæti frá kr.
89.900
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Fundurinn var ágætur og þetta
voru efnisleg skoðanaskipti,“ sagði
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, að loknum sáttafundi í
gær með verkalýðsfélögunum fjór-
um Eflingu, VR, Verkalýðsfélagi
Akraness (VLFA) og Verkalýðs-
félagi Grindavíkur, sem vísað hafa
kjaradeilunni við SA til ríkissátta-
semjara. Á fundinum var rætt kostn-
aðarmat vegna kröfugerðanna sem
fyrir liggja og fulltrúar SA lýstu mati
sínu á því hvert væri svigrúm at-
vinnulífsins til launahækkana til
lengri tíma litið.
Boðað er til næsta sáttafundar á
mánudaginn og í millitíðinni ætla fé-
lögin að meta afstöðu SA í baklandi
sínu. Vilhjálmur Birgisson, formaður
VLFA, segir að nú liggi fyrir skýrari
sviðsmynd sem SA hafi kynnt og það
gefi félögunum tækifæri til að skoða
málin fram að næsta fundi en enn
beri töluvert mikið í milli. Vilhjálmur
leggur áherslu á að aðkoma stjórn-
valda að kjaradeilunni geti skipt
gríðarlega miklu máli. „Það er hægt
að auka ráðstöfunartekjur heimil-
anna og þeirra sem höllustum fæti
standa með margvíslegum kerfis-
breytingum þessum hópum til
heilla,“ segir Vilhjálmur.
Á meðan þessi umræða og skoðun
stendur yfir og sáttaumleitanir halda
áfram er ekki til umræðu í verkalýðs-
félögunum að slíta viðræðum og und-
irbúa aðgerðir en staðan er viðkvæm
þó línur hafi skýrst. ,,Vissulega hefur
sviðsmyndin skýrst betur þannig að
við vitum núna hvað samtökin eru að
hugsa og það er alla vega jákvætt að
því leytinu til. Hins vegar leggja þeir
ofuráherslu á miklar breytingar á ís-
lenskum vinnumarkaði í gegnum
vinnutímann o.fl. slíkt sem okkur
hugnast alls ekki og við höfum alfarið
hafnað og erum ekki til viðræðu um
slíkt,“ segir Vilhjálmur.
,,Ábyrgð okkar allra er gríðarlega
mikil, ekki bara okkar í verkalýðs-
hreyfingunni heldur líka Samtaka at-
vinnulífsins og síðast en ekki síst
liggur ábyrgðin líka hjá stjórnvöld-
um því það er til mikils að vinna að
reyna að koma hér á friði á íslenskum
vinnumarkaði til langs tíma.“
Morgunblaðið/Hari
Kjaramál Samningafundurinn í gær stóð í rúma tvo tíma og næsti er boðaður á mánudaginn kl 10.
Aðkoma stjórnvalda
sögð geta skipt sköpum
Skýrari línur eftir sáttafund og viðræður halda áfram
Sáttafundurinn í gær stóð í ríf-
lega tvær klukkustundir. Deil-
endur verjast allra frétta af
innihaldi þeirra en þeim er
bannað að greina frá efnis-
atriðum sem fram koma á
sáttafundum og eru bundnir
trúnaði um allt sem fram fer
hjá ríkissáttasemjara.
Næsti sáttafundur er boð-
aður á mánudaginn en þann
sama dag á starfshópur um
húsnæðismál sem ríkisstjórnin
skipaði að skila tillögum sín-
um.
Vilhjálmur Birgisson segir að
þeir þættir séu veigamiklir eins
og skattamálin, vaxtamál og
verðtryggingin. Gangi viðræð-
urnar ekki upp stefni í verk-
fallsátök. ,,Ef okkur tekst ekki
að taka höndum saman allir
sem einn og vinna að verkefn-
inu þá mun þetta fara illa.“
Tillögur eftir
næstu helgi
HÚSNÆÐISMÁLIN
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja
fram tillögu í borgarráði í dag um að
innri endurskoðun Reykjavíkurborg-
ar fái óháða matsmennn til að sann-
reyna reikninga sem tilheyra bragg-
anum við Nauthólsveg 100.
„Tillagan snýr að því að innri end-
urskoðandi fái matsmenn til að fara
yfir reikningana og hvort þeir eru til-
hæfulausir eða ekki. Það er nokkuð
sem við teljum að þurfi að gera og
það hefur ekki verið gert,“ segir Ey-
þór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
„Við erum líka með tillögu um að
það verði hætt að eyða tölvupóstum
starfsmanna þegar þeir ljúka störf-
um því það er mikil starfsmannavelta
hjá borginni. Það hafa verið þrír
stjórnendur á skrifstofu eigna og at-
vinnuþróunar núna síðustu átta mán-
uði. Það er vísað í skýrslu innri end-
urskoðanda í að lög um opinber
skjalasöfn hafi verið brotin. Það má
eyða tölvupósti ef það er búið að
skjala og taka allt úr honum sem á að
vista en það hefur heldur ekki verið
gert. Á meðan þetta er í ólagi leggj-
um við til að það verði hætt að eyða
tölvupóstum.“
Aðspurður segist hann eiga von á
undirtektum við þessum tveimur til-
lögum: „Af umræðunni [í fyrradag]
fannst mér flestir borgarfulltrúar
sem tóku til máls vera sammála um
að það þyrfti að skoða málin betur.
Það lýtur að reikningunum og skjöl-
unum. Það blasir við að það beri að
taka skjalamálið föstum tökum. Það
kæmi mér á óvart ef meirihlutinn
vildi ekki fara þessa leið. Það er bara
búið að útkljá það og ef allt er í góðu
þá er það bara niðurstaðan. Þetta eru
bara mjög eðlilegar tillögur og á rétt-
um vettvangi. Ef menn eru viðkvæm-
ir fyrir því þá er borgarráð eftirlits-
aðili og framkvæmdastjórn og hefur
eftirlit með því að hlutirnir séu í lagi.“
Grasrót Pírata kemur saman í dag
til að ræða skýrslu innri endurskoð-
anda um braggann.
Tölvupóstum Hrólfs var eytt
Í grein sinni „Um staðreyndir“
sem birtist í Fréttablaðinu á þriðju-
daginn ritaði Dóra Björt Guðjóns-
dóttir, forseti borgarstjórnar og odd-
viti Pírata í Reykjavík, að rangt væri
að tölvupósti Hrólfs Jónssonar, fyrr-
verandi skrifstofustjóra eigna og at-
vinnuþróunar, hefði verið eytt. Spurð
um þessi skrif og hvort hún viti til
þess að tölvupóstum hafi veri eytt
segir Dóra nýjar upplýsingar hafa
komið fram í málinu.
„Eftir að hafa óskað eftir frekari
upplýsingum barst [í gær] tölvupóst-
ur frá innri endurskoðanda þess efnis
að í úthólfi, bæði fyrrverandi skrif-
stofustjóra og verkefnastjórans,
hefði vantað tölvupósta frá fyrri
hluta verktímabilsins. Af þessu til-
efni talaði ég við oddvita meirihlut-
ans og við sendum sameiginlega
tölvupóst til innri endurskoðanda og
báðum hann að halda utan um end-
urheimt tölvupóstanna,“ segir Dóra.
Spurð hvort það sé þá ekki rétt að
tölvupóstum Hrólfs hafi verið eytt
segir Dóra það rangt að öllum tölvu-
póstum hafi verið eytt. „Það er ekki
rétt eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum að öllum tölvupóstum hafi
verið eytt en í nýjum upplýsingum
sem bárust [í gær] kemur fram að
hluta af tölvupóstum hans hefur verið
eytt. Það er ekki hægt að segja til um
hvort það hafi verið vísvitandi eða
ekki.“
Morgunblaðið/Hari
Braggamálið Borgarráð mun ræða braggamálið á fundi sínum í dag.
Reikningar
verði skoðaðir
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram
tvær tillögur í borgarráði vegna braggans