Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 8
Leikskólinn dýr- astur í Garðabæ Lægstu leikskólagjöldin á landinu fyrir átta tíma dvöl á dag með fæði eru í Reykjavík þar sem þau eru 25.963 kr. Hæstu gjöldin eru í Garðabæ, 39.618 kr. Munurinn á gjöldunum í þessum tveimur sveit- arfélögum er 150.205 kr. á ári eða 53%. Þetta kemur fram í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ þar sem breyt- ingar á gjaldskrám fyrir vistun og fæði í leikskólum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2018 til 1. janúar ’19 voru kannaðar. 13 af þessum 16 sveitarfélögum hækkuðu leikskólagjöldin á milli ára og nam hækkunin á átta tímum með fæði oftast á bilinu 2-3%. Mest var hækkunin á Seltjarnarnesi, 5%. Eitt sveitarfélag lækkaði almenn leik- skólagjöld, það var Fjarðabyggð og nam lækkunin 4,1%. Þá lækkaði Sveitarfélagið Skagafjörður gjöld fyrir börn í forgangshópum um 5,3% Næsthæsta gjaldið fyrir átta tíma dvöl með fæði er í Fljótsdalshéraði og þriðju hæstu á Akranesi. Þegar gjöld fyrir níu tíma eru skoðuð er það hæst á Fljótsdalshér- aði og lægst á Seltjarnarnesi og er munurinn 58%. Í könnuninni kemur fram að níundi tíminn geti verið mjög dýr og geti hækkað leikskóla- gjöldin umtalsvert. Dýrasti níundi tíminn er í Kópavogi þar sem gjöldin hækka um 44% við það að vera með barn í vistun í átta tíma í stað níu. Átta tíma dvöl fyrir barn í for- gangshópi er ódýrust í Reykjavík þar sem hún kostar 17.259 og dýrust í Sveitarfélaginu Árborg, 29.241. Munurinn er 65%. Þau börn sem til- heyra þessum hópi eru m.a. börn ein- stæðra foreldra, námsmanna og ör- yrkja. Einnig kemur fram í könnuninni að systkinaafsláttur er mishár eftir sveitarfélögum, 25-75% fyrir annað barn og 75-100% fyrir þriðja barn.  Allt að 53% munur á leikskólagjöldum Morgunblaðið/Eggert Á leikskóla Talsverður munur er á gjöldum eftir sveitarfélögum. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Styrmir Gunnarsson segir rétti-lega:    Það hefur verið ótrúlegt aðfylgjast með tilraunum Breta til þess að komast út úr Evrópusam- bandinu með sæmilegum friði.    Það er ekkieinungis að ESB hafi gert allt, sem í þess valdi hefur staðið til þess að koma í veg fyrir að út- gangan gæti orðið með skikkan- legum hætti, heldur er ljóst að forráðamenn þess hafa af ráðnum hug spilað á pólitísk átök í Bret- landi og jafnvel gengið svo langt að spila á átök innan Íhalds- flokksins.    Sennilega er eina leið Breta súað ganga út án samninga. Brezk pólitík er í sjálfheldu. Eins og ljóst hefur verið um langt skeið og staðfest í gær hef- ur lítill stuðningur verið við samningsdrög Theresu May í hennar eigin flokki.    En um leið er styrkur forsætis-ráðherrans sá, að enginn einn áskorandi innan flokks á hana hefur staðið upp úr og jafn- framt að þingmenn Íhaldsflokks- ins og bandamenn þeirra vilja ekki kosningar.    Það hefur verið sagt hér áðurog skal endurtekið: Hörm- ungar Breta við að komast út úr Evrópusambandinu eru lexía fyrir okkur Íslendinga, aðvörun um að ganga ekki lengra en gert hefur verið í tengingu við ESB og um að láta ekki draga okkur lengra inn í þetta kerfi í gegnum EES.“ Styrmir Gunnarsson Víti til varnaðar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Erlendum ríkisborgurum sem bú- settir eru hér á landi hefur fjölgað um 67,6% á þremur árum. Fram kemur á nýju yfirliti Þjóðskrár að frá 1. desember 2015 til 1. desember á nýliðnu ári fjölgaði erlendum ríkis- borgurum sem eru skráðir til heimil- is hér á landi úr 26.387 í 44.156 manns. Á sama tímabili hefur hlut- fall landsmanna með erlent ríkisfang aukist úr 7,9% í 12,4%. „Alls voru 44.276 erlendir ríkis- borgarar búsettir hér á landi 1. jan- úar sl. og hefur þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017 og 120 frá 1. desember sl.,“ segir í um- fjöllun Þjóðskrár. Tölurnar eru byggðar á skráningu úr þjóðskrá á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir skráðu ríkisfangi. Flestir erlendu ríkisborgararnir sem hér eru búsettir eru frá Póllandi eða alls 19.269 og næstflestir eða 4.093 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang. Alls voru 1.862 íbúar hér á landi frá Lettlandi um seinustu ára- mót og 1.529 frá Rúmeníu en þeim hefur fjölgað um 49,4% á seinustu tveimur árum. Af einstökum löndum má m.a. sjá að 311 eru með kín- verskt ríkisfang, 201 með grískt rík- isfang, 142 með finnskt ríkisfang og 129 með indverskt ríkisfang skv. yf- irliti Þjóðskrár yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi. omfr@mbl.is Fjölgaði um 67,6% á þremur árum  44.276 erlendir ríkisborgarar voru búsettir á Íslandi um nýliðin áramót Morgunblaðið/Eggert Mannlíf 44.276 erlendir ríkisborg- arar voru búsettir hér 1. janúar. 20-70% afsláttur Vínylmottur Púðar Lampar Sófaborð Gjafavörur Borðrenningur 100x35 cm Verð 4.000 kr. Borðrenningur 150x35 cm Verð 5.000 kr. Útsalan heldur áfram U Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.