Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 10

Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 10
Eignir lífeyrissjóða 1997 til 2018 Milljarðar króna Áætlun fyrir 2018: 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1997 2000 2003 2006 2009 2012 2015 2018 4.300 Heimildir: 1997-2017: ársreikn- ingar lífeyrissjóða. 2018: áætlun Almenna lífeyrissjóðsins. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Almenna lífeyrissjóðsins, kveðst opinn fyrir hugmyndum um að endurskoða ið- gjöld á almennum markaði. Tilefnið er sam- tal við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, í Morgunblaðinu í gær en hann kvaðst reiðubúinn að skoða lækkun iðgjalda gegn hækkun launa. Slíkt gæti orðið liður í kjaraviðræð- unum. Átti að jafna réttindin Gunnar rifjar upp rökin fyrir því að hækka iðgjaldið. Var það hluti af Salek-samkomulaginu. „Ég var hugsi þegar samið var um að hækka iðgjaldið á almennum vinnumarkaði úr 12% af launum í 15,5%. Rökin voru fyrst og fremst þau að jafna lífeyrisréttindi [á al- menna markaðnum og hjá hinu opin- bera]. Ég hef bent á það í ræðu og riti að með því móti væru lífeyrisréttindi orðin mjög rífleg. Sem dæmi má nefna að einstaklingur sem fær laun í takt við almenna launaþróun, eins og lesa má úr skattframtölum, og greiðir 15,5% lífeyrisiðgjald á aldrinum 25 til 66 ára, eða í 42 ár, ávinnur sér rétt á ævilöngum lífeyri sem nemur um 91% af lokalaunum og um 89% af meðallaunum. Með viðbótarlífeyris- sparnaði alla starfsævina geta eftir- launin farið yfir 120% sem er mjög ríflegt,“ segir Gunnar. Hefði orðið launahækkun Spurður um það sjónarmið Ragn- ars Þórs að iðgjöldin séu orðin íþyngjandi fyrir fyrirtækin bendir Gunnar á að ef umrædd hækkun hefði ekki verið innfærð sem iðgjald í lífeyrissjóð hefði hún væntanlega farið inn sem launahækkun. Því sé ekki hægt að ganga út frá því að hækkun iðgjalda ein og sér hafi leitt til aukins kostnaðar fyrirtækja. Gunnar víkur svo að ábyrgð ein- staklinga á eigin fjármálum. „Ég tel líka æskilegt fyrir alla að einstaklingar spari sjálfviljugir hluta af eftirlaunasparnaði með viðbótarlíf- eyrissparnaði og öðrum sparnaði til að tryggja sér góð eftirlaun. Það er öllum hollt að þurfa að setja sig inn í mál og skipuleggja eigin fjármál, þ.á m. eftirlaunasparnað,“ segir Gunnar sem kveðst jafnframt opinn fyrir því að skoða ráðstöfun séreignarsparnaðar. „Mér finnst koma til greina að skoða að heimila fólki að nýta kjara- samningsbundna hækkun skyldu- iðgjalds úr 12% í 15,5% af launum til eignamyndunar í húsnæði, auk þess að auka heimildir til að nýta viðbótar- lífeyrissparnað í sama tilgangi. Það er síðan pólitísk spurning hvort út- tekt á að vera skattfrjáls að einhverju leyti eða ekki. Persónulega finnst mér að aðstoð ríkisins ætti eingöngu að vera við þá sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn,“ segir Gunnar. Ekki rétt að miða við 48,8 ár Ragnar Þór hélt því fram í viðtal- inu að íslenskt launafólk væri lengur en 40 ár á vinnumarkaði, eða 48,8 ár að jafnaði. „Miðað við 15,5% framlag og inngreiðslur frá 16 til 67 ára aldurs vinnur sjóðfélagi í Lífeyrissjóði versl- unarmanna sér inn 105,1% lífeyris- réttindi af meðalævitekjum. Að við- bættri 6% séreign er ávinnslan 160,6% af meðalævitekjum,“ sagði Ragnar Þór sem telur að færa megi rök fyrir því að lífeyrissjóðakerfið sé á þennan hátt orðið „offjármagnað“. Spurður um þessa útreikninga segir Gunnar réttara að miða við 40- 42 ára starfsævi. „Ég held að það væri mjög óvar- legt að miða lífeyriskerfið við lengri greiðslutíma en 40 til 42 ár,“ segir Gunnar og bendir á að sumir vinni stutta starfsævi en aðrir langa. Jafn- framt fari margir tímabundið af vinnumarkaði vegna barneigna, náms, veikinda og annarra áfalla. Ekki krafa um raunávöxtun Gunnar telur að ummæli Ragnars Þórs um ávöxtunarviðmið lífeyris- sjóða byggist á misskilningi. „Núvirðingarprósenta lífeyris- sjóða, 3,5%, sem notuð er til að nú- virða eignir og skuldir í trygginga- fræðilegum uppgjörum, er ekki krafa um raunávöxtun. Núvirðingar- prósentan er tilgáta um hvaða raun- ávöxtun er líklegast að sjóðirnir nái um langa framtíð, byggt á sögulegri ávöxtun á alþjóðlegum verðbréfa- mörkuðum,“ segir Gunnar. Hann er ósammála þeim orðum Ragnars að ávöxtunarkrafan eigi þátt í að halda uppi vaxtakostnaði íslensks almennings af íbúðalánum. Ræðst af eignum sjóðanna „Ávöxtun lífeyrissjóða hverju sinni ræðst af eignum sjóðanna svo sem skuldabréfum, hlutabréfum og inn- lánum. Sjóðirnir kaupa skuldabréf á markaði og ræðst kaupkrafa af fram- boði og eftirspurn. Ávöxtunarkrafa á löngum ríkisskuldabréfum hefur á liðnum árum lækkað töluvert og er nú 1,3%-1,6%, eða töluvert lægri en núvirðingarstuðull lífeyrissjóða. Skýringin er fyrst og fremst sú að eftirspurn hefur verið meiri en fram- boð og því hafa vextir á markaði lækkað. Ekkert er fjær sannleik- anum en að lífeyrissjóðir haldi uppi vöxtum vegna núvirðingarstuðuls í tryggingafræðilegum uppgjörum. Þvert á móti hafa sjóðirnir gegnt lykilhlutverki í að efla sparnað og leitt lækkun langtímavaxta á markaði með kaupum á markaðsskulda- bréfum og lánum til sjóðfélaga,“ segir Gunnar. Hefur ekki áhrif á álagningu Þá sé heldur ekki rétt hjá Ragnari Þór að ávöxtunarkrafa lífeyrissjóð- anna haldi uppi álagningu í smásölu- fyrirtækjum og þrýsti niður launum. „Núvirðingarprósenta lífeyrissjóða hefur ekki áhrif á álagningu í smá- sölufyrirtækjum eða laun. Sjóðirnir fjárfesta í hlutafélögum með lang- tímasjónarmið í huga. Hlutabréf eru í eðli sínu áhættusamari en skuldabréf, og lífeyrissjóðir, eins og aðrir fjár- festar, sækjast eftir ásættanlegri ávöxtun með fjárfestingum í vel rekn- um fyrirtækjum,“ segir Gunnar Baldvinsson. Opinn fyrir að endurskoða iðgjöldin  Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, segir rök fyrir lægra iðgjaldi  Hann andmælir hins vegar mörgu í greiningu formanns VR á íslenska lífeyrissjóðakerfinu Gunnar Baldvinsson Hækkað í skrefum » Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði hækkaði 1. júlí 2017 um 1,5% í 10%. » Við það bættist 4% iðgjald launamanns. » Mótframlag atvinnurekenda hækkaði aftur 1. júlí 2018, eða um 1,5%, og varð alls 11,5% og varð iðgjaldið því alls 15,5% með 4% framlagi launamanns. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Hvítbókarfundur Bjarni Benediktsson á fundi um Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið Opinn fundur íValhöll umnýútgefna Hvítbók fyrir fjármálakerfið verður haldinn laugar- daginn 19. janúar og hefst kl. 11.00. Helstu niðurstöður Hvítbókarinnar verða kynntar af Lárusi Blöndal, formanni starfs- hópsins að baki gerð hennar, en í framhaldinu fjallarBjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og fjármálaráðherra, um áhersl- ur og áform, sem af henni leiða. EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTANEFND OG FJÁRLAGANEFND SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 112.425 Verð áður 149.900 Útsalan er byrjuð 25-50% afsláttur af flestum vörum Sjá nánar á grillbudin.is GrillbúðinOpið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.