Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 11

Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 11
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Mývatnssveit Íbúar sveitarfélagsins voru kátir þegar heilsugæslustöðin var opnuð fyrir þremur árum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er að láta kanna líðan íbúanna með það fyrir augum að grípa til aðgerða til að auka hamingju þeirra. Sveitar- stjórinn segir að margt sé hægt að gera til þess. „Þjónusta sveitarfélaga er nær- þjónusta við íbúana og á okkur hvílir sú ábyrgð að veita góða þjónustu. Markmiðið hlýtur á endanum alltaf að vera að auka hamingju þeirra. Til þess að geta gert það þurfa ákvarð- anir okkar að byggjast á forsendum sem við þurfum að fá fram og mæla,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps sem nær meðal annars yfir Mývatnssveit. Á næstu dögum verður gerð könnun meðal íbúa þar sem líðan þeirra er könnuð og leitast við að mæla hversu hamingjusamir þeir eru. Notuð eru viðmið sem sett eru í samstarfi við embætti landlæknis og fleiri. „Við munum rýna gögnin sem fást og setja af stað verkefni sem geta stuðlað að því að auka hamingju íbúa Skútustaðahrepps. Við munum síðan mæla áhrifin einu sinni á ári og sjá hvort við erum á réttri leið,“ segir Þorsteinn. Hann segir að niðurstöðurnar ættu að gefa til kynna á hvaða svið- um sveitarfélagið stendur sig vel og hvar veikleikarnir liggja. Það geti snúið að lýðheilsu íbúa, þjónustu sveitarfélagsins, umhverfismálum og mörgu öðru. Ungt fólk með börn Þorsteinn segir að breytingar hafi orðið í Mývatnssveit með fólks- fjölgun og sérstaklega fjölgun ungs fólks með börn. Það hafi breytt mannfjöldapíramídanum, sem sé jafnari en áður. „Mikil uppbygging hefur orðið undanfarin ár og vill sveitarstjórn nýta þann styrk við innviðaupp- byggingu um leið og ákvarðanir eru vandaðar. Sérstaklega þarf að kanna hvernig best er að koma til móts við þann hóp sem hingað hefur flutt,“ segir Þorsteinn. Auka á hamingjuna í Mývatnssveit  Sveitarstjórn Skútustaðahrepps kannar líðan íbúanna og grípur síðan til aðgerða til að auka hamingju þeirra FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 STÓRÚTSALA GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL. á gæðamerkjavöru Dúnúlpur og ullarkápur 40% - 50% ENN MEIRI AFSLÁTTUR BRIDS SKÓLINN Námskeiðin hefast í næstu viku . . . BYRJENDUR stig 1 – grunnurinn ... hefst 21. janúar átta mánudagar frá 20-23 FRAMHALD stig 3 – spilamennska sagnhafa ... hefst 23. janúar átta miðvikudagar frá 20-23 • Ekkert mál að koma stakur/stök • Námskeið skólans eru haldin í Síðumúla 37 í Reykjavík • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna • Sjá nánar á netinu bridge.is • Upplýsingar og innritun í síma 898-5427 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Útsala Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook ÚTSALAN í fullum gangi 40-60% afsláttur Enn er hægt að gera GÓÐ KAUP Str. 36-56 Útsalan í fullum gangi 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heim- ilaði í gær íslenskum stjórnvöldum að setja viðbótartryggingar á inn- flutning matvæla vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti. Með viðbótartryggingunni er þess krafist að tilteknum matvælum fylgi vottorð sem byggist á sérstökum salmonellurannsóknum á viðkom- andi vöru áður en hún er flutt til landsins frá öðrum EES-ríkjum. „Þetta eru virkilega ánægjulegar fréttir. Umræða um mögulega um- sókn Íslands um viðbótartryggingar hefur komið upp reglulega undan- farin ár en við settum mikinn kraft í þessa vinnu á fyrri hluta síðasta árs sem lauk síðan með form-legri um- sókn síðasta sumar. Þetta er ein varðan á þeirri vegferð sem fram undan er [til] að tryggja enn betur öryggi matvæla og vernd búfjár- stofna,“ segir í yfirlýsingu frá Krist- jáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mega setja viðbótar- tryggingu  Vegna salmonellu Fuglakjöt Eftirlitsstofnun EFTA heimilaði viðbótartryggingar í gær. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.