Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
VIÐTAL
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við byrjuðum í þessu verkefni af
alvöru haustið 2017 en háskólinn í
Osló hefur unnið að þessu samstarfi
við Nasa síðustu fjögur ár. Þetta
gekk vel og það er vilji til að halda
þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna
Líf Gunnars-
dóttir, nemi í
geimverkfræði
við háskólann í
Tromsö í Noregi.
Tinna var hluti af
hóp sem fékk það
verkefni að
hanna, smíða og
setja tæki í eld-
flaug í samstarfi
við geimferða-
stofnun Banda-
ríkjanna, Nasa. Eldflauginni var
skotið upp á sunnudaginn var og
gekk verkefnið að óskum. Á næst-
unni verður unnið úr gögnum sem
aflað var með eldflaugarskotinu.
Samstarf Norðmanna og Nasa
„Það var í raun tilviljun að ég
komst inn í þetta eldflaugaverkefni.
Ég fór til Kanada til að gera annað
verkefni og af því ég tók þátt í því
komst ég inn í þetta,“ segir Tinna í
samtali við Morgunblaðið. Hún seg-
ir að um sé að ræða samstarfsverk-
efni háskólans í Osló og Nasa.
Sjálft eldflaugarskotið fór fram í
Andøya Space Center. „Við vorum
með glugga sem hægt var að skjóta
upp innan. Hann byrjaði á fimmtu-
daginn í síðustu viku og var fram á
mánudag. Ef ekki hefði náðst að
skjóta upp á þessum tíma þá hefði
eldflaugin verið send til Bandaríkj-
anna og henni skotið upp þaðan.
Þetta leit ekkert sérstaklega vel út
því það var stormur í Noregi á
fimmtudag og föstudag. Andøya er
lítil eyja og þar er veðrið svipað og
á Íslandi, alltaf rok og brjálað veð-
ur. Það varð að vera undir tíu
metra vindi á sekúndu til að hægt
væri að skjóta upp og þegar við
fengum 8-9 metra á sunnudaginn
var ákveðið að skjóta upp um leið.
Hún fór á loft sunnudaginn 13. jan-
úar klukkan þrettán mínútur yfir
níu.“
Mæla rykagnir í andrúmslofti
Tinna segir að eldflaugin sem
skotið var upp sé lítil og samskonar
flaugar eru mikið notaðar hjá Nasa.
Þær eru gerðar til að ná upp í 100-
200 kílómetra hæð og safna alls-
konar upplýsingum sem eru fengnar
með mismunandi tækjum hverju
sinni. Hlutverk Tinnu og samstarfs-
manna hennar var að hanna og
smíða tæki sem notað var í um-
ræddu skoti.
„Okkar tæki mælir rykagnir í
andrúmsloftinu í 50-80 kílómetra
hæð. Við tókum á móti gögnum í
500 sekúndur meðan eldflaugin var í
loftinu. Svo lenti hún bara í sjónum
og það er ekki náð í hana. Það er oft
náð í stærri eldflaugar en það er of
dýrt að sækja þessar.“
Næst á dagskrá er vinna við að
greina þau gögn sem fengust frá
eldflaugarskotinu. Munu Tinna og
tveir aðrir úr hópnum fylgja því til
enda. „Stærsti hlutinn og sá
skemmtilegasti er eftir, að sjá hvað
við höfum fengið út úr þessu. Nú
sjáum við hvort tækið hefur virkað
og hvort það skilar einhverju af
viti.“
Skíðar í skólann
Tinna er 31 árs og hefur búið í
Noregi í rúmlega átta ár. Hún er á
fimmta og síðasta ári í námi sínu og
útskrifast með meistarapróf í geim-
verkfræði í vor. Aðspurð segist hún
ekki vita hvað taki þá við.
„Ég er að vinna í hlutastarfi hjá
fyrirtæki og það gæti verið að ég
héldi áfram þar eða í háskólanum.
Þetta er góð spurning,“ segir hún.
Tinna á norskan kærasta og sam-
an eiga þau fimm ára stelpu. Þau
eru búsett í Tromsö og hefur hún
aðlagast samfélaginu þar vel. Svo
vel reyndar að þegar Morgunblaðið
ræddi við hana var hún að ganga
inn um dyrnar í háskólanum eftir
að hafa komið þangað á skíðum.
Hún hefur því fest rætur og sér
ekki fram á að það breytist í bráð.
„Ég á reyndar stóra fjölskyldu á
Íslandi og við reynum að heim-
sækja þau reglulega. Við komum til
dæmis síðasta sumar.“
Að endingu hvetur Tinna áhuga-
sama til að kynna sér nám í geim-
verkfræði í Noregi. Hægt sé að
nema í Osló, Tromsö, Bergen og
Þrándheimi. „Þetta er mjög gaman.
Ég mæli með þessu.“
Tinna skaut upp eldflaug með Nasa
Tinna Líf Gunnarsdóttir nemur geimverkfræði í Tromsö Skaut upp eldflaug í samstarfi við
Nasa á sunnudaginn Mælir rykagnir í andrúmsloftinu í 80 kílómetra hæð Fer á skíðum í skólann
Ljósmynd/NASA/C.Perry
Allt klárt Hópurinn sem skaut á loft eldflaug í Andøya í Noregi. Tinna Líf Gunnarsdóttir tók þátt í verkefninu sem var samstarf við Nasa.
Ljósmynd/NASA/C.Perry
Á loft Eldflauginni var skotið á loft á sunnudaginn. Allt gekk að óskum.
Tinna Líf
Gunnarsdóttir
!"# &'
( )*+
, *+ -(* ./(/
0) . ( 1/