Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 27

Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 27
Fasteignin að Safnatröð 5 á Seltjarnarnesi er alls 1.363 fm og skiptist þannig að aðalhæðin er 937 fm og kjallarinn er 426 fm. Húsið er fokhelt og er að mestu fullklárað að utan, í því er engin starfsemi. Lóðin er komin í rétta hæð og á henni er gert ráð fyrir bílastæðum. Í húsinu er engin starfsemi. Frekari gögn og upplýsingar má fá á skrifstofu Seltjarnarnesbæjar auk þess sem hægt er að nálgast upplýsingar um aðal- og deiliskipulag á www.seltjarnarnes.is Tilboðum skal skilað á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2 fyrir kl. 12.00 þann 31. janúar 2019. Seltjarnarnesbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna öllum tilboðum. Nánari upplýsingar veitir María B. Óskarsdóttir, sviðsstjóri menningar og samskipta hjá Seltjarnarnesbæ í síma 59 59 100. Seltjarnarnesbær auglýsir til sölu fasteignina Safnatröð 5 á Seltjarnarnesi LÆKNINGAMINJASAFNIÐ Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í fasteignina að Safnatröð 5 en langtímaleiga kemur einnig til greina. Innsend tilboð þurfa að innihalda ítarlega greinargerð um þá starfsemi sem tilboðsgjafar hyggjast hafa í húsinu en á svæðinu gildir deiliskipulag sem markar nokkuð hvaða starfsemi má fara fram í því. Fasteignin stendur á svæði sem skilgreint er sem samfélagsþjónustusvæði en þar eru Nesstofa, Lyfjafræði- safnið og Urtagarðurinn einnig staðsett. Í næsta nágrenni er verið að ljúka við byggingu hjúkrunarheimilis og aðeins fjær eru hafnar framkvæmdir á Bygggarðasvæðinu þar sem ný íbúðabyggð mun rísa í stað iðnaðarhúsnæðis. Byggingin er staðsett á friðuðu svæði í sannkallaðri náttúruparadís á Vestursvæðum Seltjarnarness við hlið Nesstofu, á einum fallegasta útsýnisstað höfuðborgarsvæðisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.