Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ SendinefndirBandaríkj-anna og Rússlands hafa átt í viðræðum í Genf um framtíð INF- kjarnorkusáttmál- ans, sem bannar ríkjunum tveimur að þróa meðaldrægar eldflaugar sem borið geta kjarnorkuvopn. Samkomulagið var á sínum tíma lausn á lang- varandi deilu milli Sovétríkj- anna og Atlantshafsbandalags- ins um slíkar eldflaugar, en þær voru taldar sérstök ógn við ör- yggi Evrópu. Þá þótti sam- komulagið undirstrika hversu mikil þíða var orðin í kalda stríðinu í kjölfar leiðtogafunda Reagans Bandaríkjaforseta og Gorbatsjoffs, leiðtoga Sovét- ríkjanna. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, og samskipti Bandaríkjanna og Rússlands kólnað hratt á síðustu árum. Spennan sem nú ríkir á milli þessara helstu kjarnorkuvelda heims hefur meðal annars leitt til þess að Rússar hafa farið að þróa ný kjarnorkuvopn og nýj- ar eldflaugar, og segja Vestur- veldin að í það minnsta ein teg- und þessara eldflauga brjóti gegn ákvæðum INF-sam- komulagsins. Sú staða hefur raunar verið uppi í nokkur ár, en það var fyrst nú í október að Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann hygðist draga Banda- ríkin út úr samkomulaginu, nema Rússar færu aftur að ákvæðum þess. Pútín Rússlands- forseti hótaði fyrir sitt leyti á móti að ef samkomulagið félli úr gildi myndu Rússar einfaldlega þróa enn fleiri eldflaugar sem í dag væru taldar brotlegar við það. Fregnir af fundahöldunum í Genf vekja ekki bjartsýni um að það takist að varðveita INF- samkomulagið. Og víst er að bæði Bandaríkjamenn og Rúss- ar hafa séð ýmsa agnúa á því á síðustu árum. Snúast þær kvartanir ekki síst um þá stað- reynd, að Kínverjar standa ut- an þess, en áætlað er að á bilinu 80-90% af kjarnorkuvígbúnaði Kína byggist á meðaldrægum eldflaugum. Pútín lagði til seint á síðasta ári að rætt yrði um mögu- leikann á því að breyta sam- komulaginu þannig að bæði Bandaríkjamenn og Rússar gætu sætt sig við það, og nefndi hann meðal annars þann mögu- leika að fleiri þjóðir kæmu að borðinu. Þótti ljóst að Pútín ætti þar einkum og sér í lagi við Kínverja. Ólíklegt er hins vegar að Kínverjar vilja binda hendur sínar á þann hátt. Það stefnir því flest í að Bandaríkjamenn dragi sig út úr INF-samkomulaginu 2. febrúar næstkomandi. Slík niðurstaða er ekki sú æskilegasta, en á móti er ljóst samkomulagið er einskis virði ef aðeins annar að- ili þess vill framfylgja því. Samkomulag um meðaldrægar kjarn- orkuflaugar hangir á bláþræði} Nýtt kapphlaup? Mælt hefur ver-ið með því að klukkunni okkar verði seinkað um eina stund. Víða er hringlað með klukkuna eftir því hvort vetrar- eða sumartíð fer í hönd. Það er hálfgert ólán því svefnvenjur fólks ruglast og töluverður kostnaður fylgir hringlinu. Fyrir um hálfri öld hurfu Ís- lendingar frá þessu hringli með lagasetningu. En nú þykir flestum nokkuð ljóst að þótt bót hafi verið að því að festa klukkuna þá hafi þingmenn ekki hitt á réttan tíma með ákvörðun sinni. Nú er hugmyndin að bæta úr því. Með því er ekki lagt til að hringlið verði tekið upp á ný. Hið hálfrar aldar bann við því mun standa áfram eftir að klukkunni hefur verið seinkað. Í greinargerð forsætisráðu- neytisins kemur fram að rann- sóknir sýni að nætursvefn Ís- lendinga sé almennt of stuttur. Slíkt geti verið heilsuspillandi og haft áhrif á náms- árangur og fram- leiðni í atvinnulíf- inu. Þar segir einnig: „Sérstaklega er það áhyggju- efni vegna barna og ung- menna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins.“ Í þessu sambandi hefur ver- ið bent á að lausn gæti falist í því að skólar og fyrirtæki lagi sitt starf að þessum veruleika án þess að klukkunni sé seink- að. Ekki virðist það fýsilegur kostur og myndi rugla þennan hluta tilverunnar fremur en hitt. Enda er að auki ekki æski- legt að hluti fjölskyldu t.d. búi í raun við aðra tímasetningu en aðrir meðlimir hennar. Morgunblaðið hefur áður fjallað um þetta mál í ritstjórn- argreinum sínum og ítrekar stuðning sinn við breytinguna. Það virðist komin bærileg sátt um að seinka klukkunni og er það fagnaðarefni} Eðlileg breyting R íkisstjórn sú sem nú situr að völd- um var ekki sett á fót á grundvelli málefna heldur til að tryggja flokkum sem að henni standa völd og áhrif. Þessi staðreynd hefur verið ljós frá fyrstu dögum hennar. Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar birtist með ýmsum hætti. Þannig eru hvor tveggja fjárlög hennar „emb- ættismannafjárlög“. Þau fyrri að sögn vegna tímaskorts en þau seinni vegna skorts á dug. Embættismenn fjármálaráðuneytis tóku nýsam- þykkt frumvarp af Alþingi og gerðu á því veiga- miklar breytingar sem m.a. fólust í að svíkja ör- yrkja um greiðslur að upphæð 1.100 milljónir. Fátækasta fólk á Íslandi þarf þannig að bíða réttlætis um nokkra hríð í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Það kann að vera að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki treyst sér til að samþykkja fullfjármagnaðar tillögur Miðflokksins við 2. umræðu fjár- laga sem lutu að því að bæta kjör þeirra sem bágast standa, bæta heilbrigðiskerfið og bæta starfsskilyrði lítilla og með- alstórra fyrirtækja vegna ótta við embættismannakerfið. Ríkisstjórnin vildi frekar lækka bankaskatt og auka þar með líkur á að hægt verði að selja bankana í hendur ein- hverra vildarvina fyrir spottprís eins og núverandi stjórnar- flokkar hafa tíðkað áður með slæmum afleiðingum fyrir al- menning. Það sem er þó kannski merkilegast við fjárlaga- afgreiðslu ríkisstjórnarinnar er að ráðstafanir sem stjórnin treysti sér ekki til að standa að við afgreiðslu fjárlaga vegna þess að þær komu fram af hálfu stjórnarandstöðunnar dúkkuðu síðan upp lítt breyttar en nokkru þynnri í jólamánuðinum þegar ráðherrar fóru um eins og jólasveinar og útbýttu peningum í mjög góð verkefni sem þeir ekki höfðu treyst sér til að standa með örfáum dögum áður. Þann- ig lét heilbrigðisráðherra nokkurt fé af hendi rakna til aukinnar heimaþjónustu,sem er gott, en fáum dögum fyrr felldi hún nokkru drýgri til- lögu Miðflokksins sama efnis. Heilbrigðis- ráðherra veitti einnig „aukafjárveitingu“ að upphæð 560 milljónir króna til heilbrigðisstofn- ana á landsbyggðinni þann 27. desember s.l. til „ að bæta rekstrarstöðu og greiða upp halla“. Aðspurð sagði ráðherrann með alkunnum þótta að fjármunir þessir hefðu verið til á fjár- lögum 2018. Þá verður manni á að spyrja hvort fjárþörf þessara stofnana hafi fyrst legið fyrir á síðustu dögum ársins. Hvers vegna fengu stofnanirnar ekki féð í hendur fyrr á árinu ef búið var að gera ráð fyrir þeim á fjárlögum ársins? Félagsmálaráðherra lét ekki sitt eftir liggja og hysjaði upp um heilbrigðisráðherra í málefnum Hugarafls sem var komið langleiðina í rúst. Það er þakkar- vert en hvers vegna var beðið fram í desember til að rétta þessari mikilvægu starfsemi hjálparhönd? Ráðaleysið blasir við á fleiri sviðum og er efni í aðra grein. Það er engin eftir- sjá að því að ráðalausa ríkisstjórnin skreyti sig með láns- fjöðrum Miðflokksins en heiðarlegra hefði verið að standa með breytingartillögum hans í fjárlagaafgreiðslunni. Þorsteinn Sæmundsson Pistill Ráðalaus ríkisstjórn Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sveiflur hafa lengi einkennttekjur Verkefnasjóðssjávarútvegsins og gera enn.Hafrannsóknastofnun hefur fengið stærstan hluta styrkja úr sjóðnum og við samdrátt í tekjum bitnar það á rekstri stofnunarinnar. Á síðustu fjórum árum hefur Hafrannsóknastofnun fengið um 1450 milljónir úr sjóðnum. Reyndar hafa framlög til verk- efna Hafró verið talsvert umfram tekjur sjóðsins síðustu ár og hefur verið gengið á eigið fé hans. Vinna er enn í gangi innan sjávarútvegsráðuneytisins í sam- vinnu við fjármálaráðuneytið við að finna lausnir til frambúðar á fram- lögum ríkissjóðs til Hafrannsókna- stofnunar. Tekjur sjóðsins byggjast á svo- kölluðum VS-afla sem er sá hluti afla sem skipstjóra er heimilt að halda til hliðar og reiknast ekki til aflamarks. Hann má nema allt að 5% af lönd- uðum afla í botnfisktegundum innan þriggja mánaða tímabils og 0,5% í uppsjávartegundum. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir brottkast og að hvetja til þess að með allan afla sé komið að landi, hvort sem um er að ræða afla umfram aflamarksstöðu, undirmálsfisk eða skemmdan fisk. 20% af andvirði aflans fara til útgerð- ar skipsins til að greiða áhöfn laun en 80% í VS-sjóðinn. VS-afli hefur dregist saman og samkvæmt upplýsingum úr sjávar- útvegsráðuneytinu voru tekjurnar 2017 tæplega 245 milljónir og rúm- lega 261 milljón í fyrra. Árið á undan voru þær verulega meiri eins og sést á meðfylgjandi töflu. Fyrir árin 2015 og 2016 fékk Hafrannsóknastofnun 390 milljónir úr sjóðnum hvort ár, 420 milljónir fyrir árið 2017, en framlag til stofnunarinnar dróst verulega saman fyrir árið 2018 og var 250 milljónir. Ekki fastar fjárveitingar Í fjárlögum ársins 2019 voru framlög ríkissjóðs til Hafrannsókna- stofnunar hækkuð um 250 milljónir þar sem gert er ráð fyrir að tekjur Verkefnasjóðs renni í ríkissjóð en í staðinn eru Hafrannsóknastofnun tryggðar fyrrgreindar 250 milljónir. Vandinn sem blasti við Hafrannsóknastofnun var því mis- munurinn á 390 m.kr og 250 m.kr, eða 140 m.kr, auk þeirrar hagræðingar- kröfu sem gerð er til Hafró og ann- arra undirstofnana ráðuneytisins, samkvæmt upplýsingum frá Guðrúnu Gísladóttur formanni sjóðsins. Hún segir að í upphafi hafi styrkir úr Verkefnasjóðnum verið hugsaðir sem styrkir til eins árs í senn, en ekki fastar fjárveitingar, og hafi Hafrannsóknastofnun getað sótt um styrki til ákveðinna verkefna. Forsvarsmenn Hafrannsókna- stofnunar hafa lengi kvartað yfir því að rekstur stofnunarinnar sé að hluta byggður á svo óvissum tekjustofni. Í ársskýrslu Hafró fyrir árið 2014 skrif- ar Jóhann Sigurjónsson, þáverandi forstjóri, meðal annars: „Á síðustu ár- um hefur Hafrannsóknastofnun bent á hve óheppilegt það er að vöktunar- starf og rannsóknir séu svo mjög háð- ar sértekjum úr Verkefnasjóði sjávarútvegsins, sem sveiflast geta verulega milli ára. Hafrannsókna- stofnun hefur þess vegna lagt til að tekjur úr Verkefnasjóði sjávarútvegs- ins renni í ríkissjóð og Hafrannsókna- stofnun fái þess í stað fast framlag á fjárlögum.“ Í síðustu viku var útlit fyrir að gripið yrði til uppsagna á Hafrann- sóknastofnun og öðru rannsókna- skipinu yrði lagt. Lausn fannst og í fréttum hafa þeir Kristján Þór Júlíus- son, sjávarútvegsráðherra, og Sig- urður Guðjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, tekið undir sjónarmið Jóhanns. Fast framlag í stað óvissra sértekna Guðrún Gísladóttir skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneyti er formaður almennrar deildar Verkefnasjóðsins. Spurð um minnkandi tekjur segir hún að búast megi við nokkrum sveiflum í VS-afla einstakra fisktegunda. „Þetta á einkum við um VS-afla nytjastofna sem hafa sveiflukennda og óreglulega nýliðun svo sem ýsu. Þá má búast við að ráðgjöf um heildar- afla frá Hafrannsóknastofnun sé nokkurn tíma að fylgja eftir uppsveifl- um þegar þær koma í stofnstærð. Veiðist slíkir stofnar í blönduðum veið- um líkt og ýsan í botnfiskveiðum má búast við tímabundinni aukningu á þeirri tegund í VS-afla þegar svo háttar til. Þegar slíkir stofnar eru í jafn- vægi eða á niðurleið ætti afli þeirra að minnka að nýju. Að jafnaði væri æskilegt frá fiskveiðistjórnunarsjónarmiði að VS-afli sé sem lægstur, enda þá líklegt að ráðgjöf og veiðar séu í jafnvægi. Til að magna frekar upp sveiflur í upphæðum sem renna til sjóðsins vegna VS-afla er fiskverð einnig háð sveiflum á markaði, en einkum tengt þróun á gengi íslensku krónunnar. Þegar síðan fara saman lækkun í VS- afla og styrking krónunnar með lækkandi fiskverði má búast við tölu- verðum samdrætti milli ára, eins og hefur verið raunin árin 2017/2018, þegar ýsuafli minnkaði umtalsvert og fiskverð lækkaði,“ segir Guðrún. Verð og gengi magna sveiflur NOKKRIR ÞÆTTIR HAFA ÁHRIF Á TEKJUR VS-SJÓÐSINS Tekjur Verkefnasjóðs sjávarútvegsins 2007-2019 700 600 500 400 300 200 100 0 milljónir kr. 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild: sjávarúrtvegs- ráðuneytið 214 464 562 800 516 427 453 511 469 400 244 262 260 Áætlun fyrir 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.