Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 43
43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Það var kaldhæðnis-
legt að lesa ummæli
höfð eftir ábúðarfullum
Ólafi Ísleifssyni, fyrr-
verandi þingmanni og
þingflokksformanni
Flokks fólksins, sl.
mánudag í Morgun-
blaðinu. Þar sagði
hann meðal annars að:
„Stjórnmálaflokki og
þeim sem hafa verið
settir til starfa á hans vegum stafar
mikil orðsporshætta af slíkri skipan
mála eins og nú hefur verið staðfest
að er uppi hjá Flokki fólkins.“
Á spjöld sögunnar
Þarna talar maður sem nýverið
hefur fullkomlega að eigin frum-
kvæði og hvötum eyðilagt eigið orð-
spor sem stjórnmálamaður með því
að taka þátt í samsæri sem hefur
kastað rýrð á æru þings og þjóðar.
Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti
Hjaltason félagi hans eru nú farnir í
sögubækurnar sem fyrstu þingmenn
lýðveldissögunnar sem eru látnir
sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar með
því að þeir eru reknir úr sínum eigin
flokki fyrir afbrot sín. Engir nema
þeir sjálfir frömdu þau ótrúlegu af-
glöp að fara til samsærisfundar við
stjórn flokks pólitískra andstæðinga
Flokks fólksins á Klaustur Bar,
steinsnar frá Alþingishúsinu þann
20. nóvember síðastliðinn. Öll heims-
byggðin hefur þegar fengið að frétta
af því í fjölmiðlum hvað gerðist þar.
Þetta var í annað sinn á stuttum
tíma sem Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Miðflokksins,
hefur forgöngu um að leiða smánun
og skömm yfir sína eigin þjóð á al-
þjóða vettvangi. Fyrra skiptið var
hið makalausa Wintris-mál sem
kostaði hann forsætisráðherrastól-
inn. Er þjóðin ekki komin með nóg
af svona stjórnmálamönnum?
Flokkur fólksins var tilefnið
Ég ætla ekki að rekja hér í smáat-
riðum hvað gerðist á þessum fundi.
Það hafa fjölmiðlar gert. Ég vil þó
benda á að þessi drykkjufundur,
sem að stórum hluta fór fram á þing-
fundartíma, hafði skýrt markmið.
Það var að fá Ólaf Ísleifsson, þá
þingflokksformann Flokks fólksins,
og Karl Gauta Hjaltason, þá vara-
formann þingflokks og
stjórnarmann í Flokki
fólksins, til að ganga í
Miðflokkinn. Þess
vegna sat gervöll
stjórn Miðflokksins á
barnum Klaustri með
þeim. Tilefni fundarins
augljóst, þessi „hættu-
legi“ flokkur fátæka
fólksins sem auðmað-
urinn Sigmundur Dav-
íð og félagar hans vildu
fyrir hvern mun koma
fyrir kattarnef.
Þetta er ástæða þess að umræðan
á Klausti þróaðist með þeim hætti
sem við heyrum á upptökum þaðan.
Það var farið markvisst í að svívirða
samstarfsfólk Ólafs og Karls Gauta í
þingflokki Flokks fólksins. Um leið
var þeim sjálfum hælt í hástert. Þeir
létu sér þetta allt vel líka. Svo var
rætt hvernig búið skyldi til pláss
fyrir Ólaf í embætti nýs þingflokks-
formanns Miðflokksins en Gunnar
Bragi Sveinsson taldi sig eiga í
vændum örugga sendiherrastöðu í
bitlingaskiptum við Sjálfstæðis-
flokkinn. Í framhaldinu af um-
ræðunni um Flokk fólksins var svo
byrjað að úthúða öryrkjum og fötl-
uðum. Konur, sem af einhverjum
ástæðum voru taldar ógna þessum
körlum sem þarna voru saman-
komnir, fengu síðan sinn skammt
með ömurlegu orðfæri.
Ekkert annað í stöðunni
Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti
Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á
Klaustur Bar þetta kvöld og vissu
mætavel hvað til stóð. Þeir voru að
svíkja flokkinn sem kom þeim á
þing. Er uppvíst varð hvað þarna
hafði farið fram átti stjórn Flokks
fólksins engan annan kost en að fara
fram á afsögn þessara tveggja þing-
manna. Þegar þeir urðu ekki við því
þá var þeim vikið úr flokknum og
sviptir öllum trúnaðarstöðum á hans
vegum. Þeir höfðu með gjörðum sín-
um báðir fyrirgert öllu trausti.
Enginn stjórnmálaflokkur hefði
látið forystumenn þingflokks síns
komast upp með önnur eins svik án
þess að slíkir stjórnmálmenn hefðu
verið látnir axla ábyrgð. Með þá Ólaf
og Karl Gauta áfram innanborðs
hefði þingflokkur Flokks fólksins
ekki aðeins verið óstarfhæfur heldur
einnig meðsekur í þeirri andstyggð
sem fram fór á Klaustur Bar. Orð-
stír flokksins ónýtur og hann rúinn
öllu trausti.
Var sýnt fyllsta traust
Það kom mjög á óvart að þessir
tveir menn sem félagar í Flokki
fólksins höfðu borið á höndum sér og
sýnt mikið traust, skyldu bregðast
því með þessum hætti. Báðir gengu
þeir til liðs við flokkinn haustið 2017,
eftir að boðað hafði verið til kosn-
inga þá í októberlok. Þeir komu að
krásunum sem aðrir höfðu matreitt
ofan í þá í boði Flokks fólksins og
fengu 1. sæti, hvor í sínu kjördæm-
inu. Eftir að þeir voru kjörnir á þing
var Ólafur gerður að þingflokks-
formanni. Karl Gauti varð varafor-
maður þingflokks. Á landsfundi
Flokks fólksins í september sl. hlaut
Karl Gauti síðan mjög góða kosn-
ingu í stjórn flokksins. Ég, sem for-
maður flokksins, studdi þá báða ein-
dregið í þessar trúnaðarstöður. Ég
studdi líka setu þeirra í nefndum,
bæði innan þings og utan.
Báðir hafa þeir Ólafur og Karl
Gauti haft full tækifæri og málfrelsi
til að koma skoðunum sínum á fram-
færi, bæði innan þingflokks, stjórn-
ar flokksins og á almennum flokks-
fundum. Á þá hefur verið hlustað,
jafnvel gengið til atkvæðagreiðslu í
stjórn um tillögu Karls Gauta varð-
andi fyrirkomulag um það hvernig
staðið skyldi að greiðslu reikninga.
Hann varð undir en þannig er það
bara í lýðræðislegu stjórnmálastarfi.
Fólk fær ekki alltaf vilja sinn. Það
réttlætir þó ekki að menn geri þá
hosur sínar grænar fyrir pólitískum
andstæðingum.
Um fjármál
Víkjum þá að gagnrýni um að ég
hafi verið prókúruhafi og gjaldkeri
Flokks fólksins. Það var ég hvort
tveggja og fyrir því var einföld
ástæða. Flokkur fólksins er rétt
tveggja og hálfs árs gamalt stjórn-
málaafl. Lengst framan af barðist
þessi hreyfing í bökkum fjárhags-
lega enda að upplagi mestan part
stofnuð fyrir mitt frumkvæði af fá-
tæku fólki, öryrkjum og öldruðum til
að berjast gegn örbirgð og misrétti í
okkar ríka landi. Sem formaður hef
ég í fullu samráði við stjórn þurft að
gæta ýtrustu ráðdeildar þar sem
öllu skiptir að hafa fullkomna yfir-
sýn frá degi til dags.
Þetta hefur tekist farsællega.
Flokkurinn býr nú við heilbrigðan
fjárhag. Hann er skuldlaus og slíkt
er afar fátítt meðal íslenskra stjórn-
málaflokka í dag. Reikningar flokks-
ins hafa aldrei hlotið athugasemdir
endurskoðenda og þeim hefur verið
skilað í samræmi við lög og reglur.
Þeir hafa ávallt verið opnir öllum
stjórnarmönnum, líka Karli Gauta
Hjaltasyni. Halldór Gunnarsson sat
í stjórn og þriggja manna fjárhags-
ráði flokksins, var með aðgang og
eftirlitsheimild að heimabanka
flokksins. Hann undirbjó ársreikn-
inga ásamt gjaldkera í hendur lög-
gilts endurskoðanda. Halldór Gunn-
arsson vissi um öll fjármál Flokks
fólksins frá A til Ö. Það er aumt að
horfa upp á Halldór, Karl Gauta og
Ólaf í hefndarleiðangri nú þar sem
þeir reyna að sá fræjum efasemda
og tortryggni um fjármál Flokks
fólksins um leið og þeir vita betur.
Ég er í dag prókúruhafi flokksins
ásamt tveimur öðrum trúnaðar-
mönnum sem bæði njóta óskoraðs
trausts. Jónína Björk Óskarsdóttir
varaþingmaður í Suðvesturkjör-
dæmi er gjaldkeri og einn prókúru-
hafa.
Þeir þremenningar Ólafur Ísleifs-
son, Karl Gauti Hjaltason og Hall-
dór Gunnarsson þrýstu á að ég af-
salaði mér prókúru og aðgangi að
reikningum flokksins og færði þetta
vald þeim í hendur. Stjórn flokksins
tók það ekki í mál enda alla farið að
gruna þessa menn um græsku færi
svo að þeir fengju vald yfir fjár-
munum flokksins. Enda hlýtur öll-
um nú að vera ljóst að þeim var ekki
treystandi. Okkur sem af einlægni
störfum í Flokki fólksins hrýs hugur
við tilhugsuninni um að þeir hefðu
haft sitt fram.
Fólk sem nýtur trausts
Einnig hefur verið gagnrýnt að
sonur minn skuli ráðinn verkefna-
stjóri á skrifstofu flokksins. Hér er
því til að svara að í upphafi kom
hann flokknum til hjálpar sem sjálf-
boðaliði. Þar var hann talinn standa
sig vel og hann ávann sér traust.
Fólk taldi hann hafa sýnt bæði
kunnáttu og dugnað. Annað fólk en
ég í trúnaðarstöðum innan flokksins
vildi að hann yrði ráðinn til verkefna
á borð við dagleg störf á skrifstofu,
gerð nýrrar heimasíðu og fleira. Ég
kom ekki nálægt því og vék af fundi
þegar stjórn flokksins tók þessa
ráðningu til ákvörðunar.
Fyrir ungt stjórnmálaafl eins og
Flokk fólksins er afar mikilvægt að í
trúnaðarstöðum sé fólk sem raun-
verulega er hægt að treysta gegnum
þykkt og þunnt. Okkur er það enn
ljósara í dag heldur en nokkru sinni
fyrr og tölum þar af reynslu.
Þung raun liðinna vikna
Þróun mála síðustu vikur hefur
verið mér mikið umhugsunarefni.
Ég hef lært að ekki eru allir viðhlæj-
endur í stjórnmálum vinir. Sömu-
leiðis hef ég fundið á eigin skinni að
það er gömul saga og ný, bæði í póli-
tík og atvinnulífi, að til eru karlar
sem eiga afar erfitt með að sæta því
að hlíta stjórn sterkrar konu. Þeir
láta engin tækifæri ónotuð til að
freista þess að grafa undan slíkum
konum. Gera þær tortryggilegar
með baknagi, dylgjum, ósannindum
og hreinni illmælgi; – hatri og heift,
er þeir skynja að konan er ekki
reiðubúin að afhenda þeim þau yfir-
ráð sem þeir krefjast. Það var ofan í
þennan forarpytt sem alþjóð fékk að
sjá í umræðunum sem fóru fram á
ölkránni Klaustri. Þar sátu litlir
karlar sem hötuðust út í konur, þar
á meðal hina hræðilegu Ingu Sæ-
land.
Klaustursmálið hefur verið mér
erfitt en skömmin er þeirra, hvorki
mín né Flokks fólksins. Framganga
þeirra Ólafs Ísleifssonar, Karls
Gauta Hjaltasonar og Halldórs
Gunnarssonar í okkar garð hefur
valdið mér miklum vonbrigðum. Nú
er komið á daginn að þessir gömlu
vagnhestar Sjálfstæðisflokksins
hafa síður en svo reynst happafeng-
ur fyrir okkur í Flokki fólksins.
Öll þessi atburðarás og sá lær-
dómur sem af henni er dreginn hef-
ur verið þungbært ferli. En við erum
bjartsýn og brosandi og látum ekki
deigan síga. Við getum verið stolt af
verkum okkar og horfum kinnroða-
laust framan í þjóðina og allt fólkið
sem sýnir okkur velvilja og stuðn-
ing. Við eigum fulltrúa í dag bæði á
þingi og í borgarstjórn. Framtíðin er
björt! Framtíðin er okkar!
Eftir Ingu
Sæland » Ólafur Ísleifsson og
Karl Gauti Hjalta-
son áttu aðeins eitt er-
indi á Klaustur Bar
þetta kvöld ... Þeir voru
að svíkja flokkinn sem
kom þeim á þing.
Inga Sæland
Höfundur er formaður
Flokks fólksins.
Karlar sem hatast við konur
Í frétt í 200 mílum á
mbl.is hinn 14. janúar
sl. er viðtal við Sigur-
geir Brynjar Krist-
geirsson, fram-
kvæmdastjóra
Vinnslustöðvarinnar,
þar sem fjallað er um
rannsóknir og mála-
rekstur Seðlabankans
á hendur Vinnslustöð-
inni og Samherja. Í lok
fréttarinnar greinir
hann einnig frá því að í lok nýliðins
árs hafi hann fengið nýjar upplýs-
ingar um ótrúleg vinnubrögð Ríkis-
útvarpsins í máli Samherja. Hann er
þar trúlega að vísa til vitneskju sinn-
ar um vinnubrögð RÚV í sérstökum
Kastljósþætti að kvöldi þess dags er
húsleit fór fram hjá Samherja.
Ég starfaði sem framkvæmda-
stjóri Samtaka fiskframleiðenda og
útflytjenda framan af ári 2012. Þá í
janúar fór Helgi Seljan, einn umsjón-
armanna Kastljóss, fram á viðtal við
mig þar sem hann væri að vinna
Kastljósþátt um samkeppnislega
mismunun í innlendri fiskvinnslu og
nauðsyn aðskilnaðar veiða og
vinnslu. Ég tók vel í erindi hans og
tók hann um 40 mínútna langt viðtal
við mig um málefnið. Var viðtalið
tekið upp í RÚV við Efstaleiti. Þegar
leið á viðtalið fjallaði ég
einnig lítillega um
möguleika fyrirtækja
sem hefðu alla virðis-
keðjuna á eigin hendi
til að taka arð af auð-
lindinni út í erlendu
fyrirtæki. Tók ég skýrt
fram að slíkt fyrir-
komulag væri löglegt
og ef menn vildu breyta
þessum leikreglum yrði
að breyta löggjöfinni.
Ég gagnrýndi því lög-
gjöfina en ekki eitt ein-
asta fyrirtæki sem nýtti
sér þessa glufu, þrátt fyrir að Helgi
Seljan hefði ítrekað reynt að fá mig
til að nefna eitt eða fleiri af stóru út-
gerðarfyrirtækjunum.
Í lok viðtalsins segir Helgi að þessi
þáttur verði sýndur í næstu eða þar
næstu viku. Hvorki heyrði ég meira
frá Helga né öðrum hjá RÚV og ekki
var þátturinn sýndur og hefur aldrei
verið sýndur. Ég taldi því fullvíst að
hætt hefði verið við þáttinn.
Að kvöldi 27. mars 2012, um tveim-
ur mánuðum síðar, settist ég fyrir
framan sjónvarpið, líkt og fleiri
landsmenn, til að fylgjast með sér-
stökum Kastljósþætti þar sem fjalla
átti um Samherja og húsleit hjá fyr-
irtækinu. Mér brá verulega þegar ég
horfði allt í einu á sjálfa mig á sjón-
varpsskjánum. Valið brot úr þessu
viðtali við mig hafði verið klippt inn í
umfjöllunina og var þetta brot einnig
sýnt í sjónvarpsfréttum kl. 22 sama
kvöld. Í þessu viðtalsbroti er ég að
lýsa því hvernig hægt væri að taka út
arðinn af auðlindinni erlendis en búið
að klippa út þar sem ég lýsi því að
þetta sé í samræmi við lög og leik-
reglur sem settar eru af löggjaf-
anum. Í inngangi og í því sem á eftir
fór er hins vegar ómögulegt annað en
að draga þá ályktun að ég hafi verið
að lýsa meintu ólöglegu athæfi Sam-
herja.
Ég var mjög slegin yfir þessum
vinnubrögðum RÚV og tel það skýrt
brot á siðareglum. Sendi ég því tölvu-
póst til Páls Magnússonar, frétta-
stofu RÚV og Kastljós daginn eftir,
28. mars, þar sem ég lýsti óánægju
minni með misnotkun á viðtalinu og
skrifaði m.a.:
„Í viðtalinu var á engan hátt rætt
um sjófrystingu eða viðskipti með
þær afurðir eins og látið var líta út
fyrir í umfjöllun RÚV. Að klippa út
valinn hluta úr viðtalinu þannig að liti
út fyrir að ég væri að saka fyrirtæki
um ólöglega hluti finnst mér ámælis-
verð vinnubrögð og RÚV til vansa.
Enginn af þessum aðilum sá
ástæðu til að svara tölvupósti mínum.
Aðrar leiðir til að reyna fá leiðrétt-
ingu voru einnig án árangurs. Eng-
inn áhugi var fyrir því hjá RÚV að
ræða þá staðreynd að trúnaður gagn-
vart mér sem viðmælanda var gróf-
lega brotinn hvað þá að koma fram
með afsökun eða leiðréttingu.
Í mars 2012, þegar þessi Kastljós-
þáttur fór í loftið, hafði ég hætt mínu
fyrra starfi og hafið störf sem lög-
fræðingur þar sem ég ætlaði mér að
nýta þekkingu mína úr sjávarútvegi
og sérhæfa mig í lögfræðiaðstoð við
útgerðir og vinnslur. Þessi umfjöllun
hafði því alls ekki góð áhrif á mitt líf
og lífsviðurværi. Ég átti því mikið
undir því að fá þessa umfjöllun leið-
rétta. Þarna misnotaði Kastjós gróf-
lega viðtal við mig, fleygði mér inn í
harkalega samfélagsumræðu án þess
að ég hefði hugmynd um það fyrr en
skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki
að sæta því næstu vikur og mánuði
að heyra glósur um að ég hefði bein-
línis verið upphafsmaður að málinu
með því að koma á framfæri upplýs-
ingum sem leiddu til rannsóknar á
Samherja o.fl.
Ég hafði ýmsum öðrum hnöppum
að hneppa en að standa í stappi við
yfirmenn RÚV sem sýndu erindi
mínu fullkomið tómlæti. Ég þurfti að
komast af þar sem viðskiptavinir
snéru við mér baki og finna mér önn-
ur verkefni. Ég treysti því að með
tímanum myndi fenna yfir þetta mál
og það gleymast. Það er þó ljóst að
svo verður seint og líklega verður
þetta mál eitt að þeim sem verða
skrifuð á spjöld sögunnar.
Á vef RÚV eru birtar reglur um
fréttir og fréttatengt efni og siða-
reglur sömuleiðis. Það er áhugaverð-
ur lestur í ljósi reynslu minnar af
samskiptum við Kastljós/RÚV. Aug-
ljóst er að núgildandi starfs- og siða-
reglur voru þverbrotnar og gildandi
starfsreglur á þeim tíma sömuleiðis
þótt engum á RÚV þætti efni standa
til að svara bréfinu mínu, hvað þá að
iðrast gjörða sinna og biðjast afsök-
unar.
Nú þegar umræðan um þetta mál
kemur aftur upp á yfirborðið og
ítrekað er bent á óeðlilega aðkomu
Kastljóss að því máli þá hefur um-
ræðan um aðkomu mína að því enn
vaknað. Af þeim ástæðum hef ég nú
vísað þessu máli til siðanefndar RÚV
þar sem ég óska eftir síðbúinni leið-
réttingu og að þeir sem að þessari
misnotkun stóðu, og þverbrutu
starfs- og siðareglur, hljóti viðeig-
andi refsingu og biðjist opinberlega
afsökunar.
Tjón mitt vegna þessarar umræðu
er mikið. Svona á „RÚV okkar allra“
ekki að vinna! Ríkisrekinn fjölmiðill
getur ekki stundað vinnubrögð af
þessu tagi. En kannski eru siða-
reglur og aðrar reglur um starfsemi
RÚV bara fögur orð og fyrirheit á
blaði.
Forkastanleg vinnubrögð Kastljóss
Eftir Elínu Björgu
Ragnarsdóttur » Tjón mitt vegna
þessarar umræðu er
mikið. … Ríkisrekinn
fjölmiðill getur ekki
stundað vinnubrögð af
þessu tagi.
Elín Björg
Ragnarsdóttir
Höfundur er lögmaður.