Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is „Enginn matur í heiminum hlýjar og huggar eins og gott, safaríkt las- anja. Þarna er ítalskt hugvit upp á sitt besta, lasanja hentar öllum til- efnum og árstíðum og er alltaf best daginn eftir,“ segir Guðrún Sóley um þessa uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Að mínu mati á lasanja að vera mikil bragðveisla þar sem hvert lag færir þér eitthvað nýtt og spenn- andi. Þessa uppskrift tók mörg ár að stilla til og betrumbæta en ég get með sannfæringu sagt að hér sé á ferðinni gómsætt og einfalt lasanja við allra hæfi.“ Vegan lasanja 5 tómatar, ferskir eða úr dós 8-10 sveppir að eigin vali, niður- sneiddir 2 msk. ólífuolía Skvetta af tamari- eða sojasósu Spínat, um 140-150 g Bechamel-sósa (sjá uppskrift neðar) 1/2 brokkolíhaus 1½ dós baunablanda, til dæmis svart- ar baunir og nýrnabaunir, um 500 g ½ búnt fersk basilíka 1 tsk. cayennepipar 1-2 hvítlauksrif, marin Hvítlaukskrydd 1/2 kúrbítur 5-6 lasanjaplötur Vegan rjómaostur (keyptur eða heimatilbúinn, uppskrift má finna í bókinni) salt pipar næringarger eftir smekk (fæst í öllum stærri matvöruverslunum) vegan ostur að eigin vali söxuð basilíka til skreytingar Aðferð: Hitið ofninn í 190°C. Hitið ólífu- olíu á pönnu við meðalháan hita og brúnið hvítlaukinn. Bætið niður- sneiddum sveppum út á og steikið í nokkrar mínútur þar til sveppirnir mýkjast. Bætið tamarisósu út á sveppina og veltið þeim vel upp úr sósu og hvítlauk þar til þeir eru mjúkir í gegn. Komið sveppum fyrir í skál og leggið til hliðar. Hitið aftur ólífuolíu á pönnu og steikið brokkolí, kúrbít og baunir. Bætið tómötum saman við. Kryddið með cayenne- pipar og hvítlaukskryddi. Saltið og piprið duglega, blandið og steikið. Útbúið bechamel-sósuna á meðan. Þegar grænmetið er byrjað að brúnast lítið eitt er pannan tekin af hellunni og hafist handa við sam- setningu. Þekið botninn á eldföstu móti með grænmetisblöndunni, hylj- ið hana með góðum skammti af spí- nati, komið góðum skammti af sveppum fyrir þar ofan á og skammtið doppur af rjómaosti eftir smekk. Hrúgið góðu magni af nær- ingargeri ofan á. Setjið lasanja- plötur þar ofan á og hellið bechamel- sósu ofan á plöturnar þar til hún rétt svo hylur þær. Þar ofan á koma svo næstu lög: Grænmeti, spínat, svepp- ir, rjómaostur, næringarger, plötur, bechamel-sósa og svo koll af kolli þar til formið er vel fullt. Stráið þá góðu magni af vegan osti ofan á og kryddið vel með næringargeri. Bak- ið í ofni í um 35 mínútur. Takið út, leyfið að kólna örlítið og skreytið með saxaðri basilíku. Bechamel-sósa í vegan útgáfu: 3 msk. ólífuolía 2 msk. hveiti 4 dl ósæt jurtamjólk ½ tsk. múskat 2 tsk. dijonsinnep salt og pipar Hitið ólífuolíu í litlum potti við meðalhita. Bætið smátt og smátt hveiti út í olíuna og hrærið kröftug- lega. Haldið áfram að hræra og gæt- ið þess að blandan brenni ekki, ef allt stefnir í það lækkið þá hitann lít- ið eitt. Bætið síðan jurtamjólkinni út í, haldið áfram að hræra og leyfið sósunni að þykkna smátt og smátt, það gerist yfirleitt þegar hún hefur soðin í nokkrar mínútur. Blandið di- jonsinnepinu út í. Þegar réttri þykkt er náð, takið þá pottinn af hellunni og hrærið múskati, salti og pipar saman við. Hið eina sanna vegan lasanja Hráefnið þarf að vera gott. Ljósmyndir/Rut Sigurðardóttir Guðrún Sóley Gestsdóttir veganstjarna með meiru! Heimagerð huggulegheit eru ávallt best. Lasanja er herramannsmatur. Veganúar stendur nú sem hæst og í tilefni þess deilum við uppskrift úr bókinni Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar: vegan uppskriftir fyrir mann- úðleg matargöt sem sló í gegn fyrir jólin enda fyrsta bók sinnar tegundar sem gefin er út af ís- lenskum höfundi. synlegur hluti finnska sumarsins, en flest sum- arfrí snúast að miklu leyti um vatn, svo sem sundferðir, gufuböð, veiði, kanósiglingar, róður og fleira. Liturinn Sea blue vísar í sólríkan dag í fallegum eyjaklasa og kvöldsund eftir notalegt gufubað. Einstaklega afslappandi! Liturinn Sea blue er litur ársins 2019 hjá Iittala. Í Finnlandi eru þúsundir vatna ásamt því sem það hefur langar strendur sem snúa að Eystra- saltinu. Finnar finna því ákveðna tenginu við vatnið ásamt því sem það er lífsviðurværi margra. Vatn eða sumarhús við sjóinn er nauð- Róandi en jafnframt frískandi litir sem stuðla að aukinni vellíðan einkenna árið 2019. Blár er þekktur víða um heim sem vinsælasti liturinn, en liturinn er sérstaklega vinsæll í glösum, kar- öflum og vösum vegna tengingarinnar við vatn. Liturinn Sea blue hefur verið í framleiðslu frá því í byrjun ársins 2000 en í ár verða fjölmargar nýjar vörur framleiddar í þessum frísklega lit. Þar má helst nefna Kastehelmi-glas, disk skál og krukku, Aino Aalto-glös, Kartio-karöflu, Aalto-vasa í nokkrum stærðum og Kaasa- kertastjakann. Sea Blue liturinn er fagur. Sea Blue er litur ársins hjá Iittala
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.