Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 53
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
✝ ZophoníasPálmason
fæddist á Bjarna-
stöðum í Vatnsdal
28. apríl 1931.
Hann lést 29.
desember 2018 á
Landspítalanum í
Fossvogi.
Foreldrar hans
voru hjónin Pálmi
Zophoníasson, f.
28. janúar 1904, d.
28. ágúst 1971, og Guðrún Jóns-
dóttir, f. 25. nóvember 1900, d.
1. desember 1995.
Zophonías átti tvo bræður,
Másstöðum nokkra vetur og bú-
stjóri í Hnausum 2 eitt sumar.
Árið 1955 hóf hann búskap á
Hjallalandi ásamt Jóni bróður
sínum, en árið 1980 fluttu þeir í
Hnausa 2 þar sem þeir hafa bú-
ið síðan.
Um heimilisstörfin hjá þeim
bræðrum sá Oddný móðursystir
þeirra þar til hún lést árið 1989.
Eftir að hún lést kom til þeirra
sem ráðskona Sigríður Rut og
með henni tvö börn hennar.
Bjuggu þeir bræður með kýr,
kindur og hross þar til á síðari
árum að þeir hættu með
kýrnar.
Zophonías fór í sínar fyrstu
göngur 17 ára og fór síðan á
hverju ári fram yfir sjötugt.
Gangnaforingi var hann í mörg
ár.
Útför Zophoníasar fór fram í
kyrrþey.
þá Jón Pálma, f. 2.
maí 1930, og Ell-
ert, f. 16. apríl
1938.
Hann ólst upp á
Bjarnastöðum og
lauk barnaskóla-
námi. Sem ungur
maður sinnti hann
verkum heima á
búinu ásamt því að
vinna ýmis störf á
öðrum bæjum og
kom meðal annars að steypu-
vinnu á mörgum útihúsum í
sveitinni.
Hann var vetrarmaður á
Elsku hjartans Hóbbi minn,
þín er sárt saknað og hjörtu okkar
eru í molum. Börnin mín tala um
þig á hverjum degi og það líður
ekki sú stund að ég hugsi ekki til
þín.
Mannsins sem ól mig upp. Ég á
mjög erfitt með að kveðja. Það er
sárt að hugsa til þess að ekki fæ
ég að stríða þér „skittlessinn
minn“. Við áttum margar góðar
stundir saman og ég leit mjög upp
til þín, þú varst ein af mínum fyr-
irmyndum og ég þurfti alltaf að fá
viðurkenningu hjá þér á því sem
ég gerði.
Traustari mann er erfitt að
finna, þú varst blíður og góður en
gast verið mjög alvarlegur og al-
gjör fýlupúki inn á milli og áttir
mjög erfitt með að tapa í spilum.
En alltaf varstu nú til í eitt spil í
viðbót.
Þú hafðir mikla þolinmæði fyr-
ir litlu frekjudósinni þinni og það
mátti enginn fara á hestbak nema
litla stelpan þín kæmi með. Bestu
stundirnar voru þegar við fórum í
reiðtúra og þóttumst vera útlend-
ingar og bulluðum eitthvað út í
loftið því við kunnum ekki stakt
orð í öðru tungumáli en góðu ís-
lenskunni okkar. Þú hafðir ein-
stakt lag á dýrunum og alltaf
tókst þér að gera öðlinga úr uppá-
halds dýrunum þínum, sama
hvort það var hundur, hestur eða
kind, enda varstu alltaf montinn
af þeim.
Þú passaðir alltaf upp á stelp-
una þína og alveg fram að sein-
asta degi. Þú vissir alveg upp á
hár hvenær þurfti að stappa í mig
stálinu eða ég þurfti bara að láta
spjalla við mig um heima og
geima. Þú áttir fullt af góðum og
flottum fróðleiksmolum sem ég
geymi vel. Elna amma bauð alltaf
Jóni í skötu en þú fussaðir og
sveiaðir alltaf yfir þessari vitleysu
að borða þennan skemmda mat
og ekki varst þú nú fyrir hákarl-
inn! Oj! Nei það var nú hinn versti
óþverri.
Einu sinni sá ég þig stökkva
niður af loftinu þegar mamma
plataði þig með hákarli og þú hef-
ur aldrei verið eins fljótur niður
stigann til að spýta þessari vit-
leysu út úr þér.
Það var margt sem við gátum
brallað saman og ég tala nú ekki
um alla ísbíltúrana sem við fórum
í með mömmu og skruppum á
Akureyri, enduðum svo í Reykja-
vík og vorum næstum búin að fara
hringinn á tveim sólahringum því
þú þoldir nú ekki að staldra við of
lengi í borg óttans og sérstaklega
ekki á sumrin þegar þurfti að sjá
um heyskapinn og alla vinnuna
heima í sveitinni, því ekki gerðist
það nú af sjálfu sér.
Þú passaðir svo vel upp á stelp-
una þína að þegar ég var að fara í
skólann á morgnana sast þú á
kistlinum í ganginum með kíkinn
og fylgdist með skólabílnum fara
á milli bæja, kallaðir inn á hvaða
bæ bíllinn væri í hvert skipti og
þegar hann var kominn í Steinnes
þá komstu til mín og sagðir: Jæja
Íris mín, nú ættir þú að klæða þig
og gera þig klára. Aldrei varstu
reiður við mig eða lést mig heyra
það, en ég heyrði það alltaf á
röddinni þegar þú varst ekki sátt-
ur. Ég fann það alltaf frá þér að
þú varst stoltur af mér án þess að
þú segðir það. Þegar ég átti mjög
erfitt með að sofna á kvöldin sótt-
ir þú bók og last fyrir mig og á ör-
skotsstundu sofnaði ég. Ég á
trilljón góðar minningar um þig,
elsku öðlingurinn minn, ef ég ætti
að skrifa þær allar þyrfti ég að
skrifa heila bók og ekki myndi þér
nú finnast leiðinlegt að lesa hana
og hlæja mikið og benda mér á
góða punkta sem mættu nú betur
fara.
Elsku Hóbbi minn, hvíldu í
friði og reyndu nú að temja ein-
hverja gæðinga með honum
Gunna.
Íris Dögg Ásmundsdóttir
og fjölskylda.
Sæl frænka, ert þú bara með
þeim? Með þessum orðum og
þéttu, hlýju handtaki heilsaði
Hóbbi mér oft og iðulega ef ég
mætti með systkinum mínum í
fjárhúsin.
Þegar ég var barn og ungling-
ur var Gunni bróðir duglegur að
taka mig með á hestbak og alltaf
passaði Hóbbi upp á að ég fengi
þægan og góðan hest. Lengi vel
tók hann ekki annað í mál en að
Gunni færi fyrst á hestinn áður en
ég færi, vildi vera viss um að
hesturinn væri vel stemmdur fyr-
ir frænku sína. Nú eru þeir sam-
einaðir á ný Hóbbi og Gunni í
Sumarlandinu og sjá um í samein-
ingu býlið Himnakot, ásamt
mörgum öðrum, mamma ræktar
garðinn, amma Nína bakar tígla
og langa saumar út svo fátt eitt sé
nefnt.
Á gamlárskvöld koma alltaf
þeir bræður í mat og þar sem ég á
afmæli 30. desember færði Hóbbi
mér í mörg herrans ár alltaf einn
pakka af stjörnuljósum í afmæl-
isgjöf. Þetta þótti mér sem barni
alltaf skemmtilegt og er ein af
þessum hlýju minningum, það er
ekki alltaf umfang gjafanna sem
gleður heldur hugurinn á bak við.
Sumrin í sveitinni eru
skemmtileg, ein af minningum
sumranna í æsku er þegar verið
var úti á túni nálægt veginum að
Hóbbi í tíma og ótíma veifaði bíl-
um sem keyrðu hjá, sumir veifuðu
til baka, aðrir ekki. Ég man að
fyrst fannst mér þetta undarleg
hegðun en áður en langt var liðið
var ég farin að taka þátt í þessu
og veifaði hinum og þessum
bílum. Síðustu árin vorum við lítið
á sama tíma á túni en ég á það enn
til að veifa þegar bíll ekur hjá.
Hóbbi var mikill og sterkur
karakter, bóndi inn að rótum. Ég
kveð góðan, hjartahlýjan, sér-
lundaðan, ósérhlífinn, glettinn
frænda.
Góða ferð og takk fyrir að gera
mitt líf litríkara.
Kærleikskveðja,
þín frænka
Oddný Rún.
„Sjá dagar koma, ár og aldir
líða.“ Þessar ágætu ljóðlínur Dav-
íðs Stefánssonar komu í huga mér
þegar fregnin um andlát Zophoní-
asar í Hnausum barst. Ungur að
árum fór Zophonías, alltaf kallað-
ur Zóffi, að búa á Hjallalandi í
Sveinsstaðahreppi ásamt bróður
sínum Jóni. Þeir bræður voru frá
Bjarnastöðum í næsta nágrenni.
Hjá þeim var bústýra Oddný
Jónsdóttir frá Másstöðum, systir
Guðrúnar móður þeirra bræðra.
Það var gott að koma að Hjalla-
landi, mikill og góður viðurgjörn-
ingur hjá Oddnýju og þeir bræður
jafnan hressir og kátir. Zóffi átti
til að stríða okkur strákunum.
Það var græskulaust, hann lagði
sjálfur til línur en meiddi ekki.
Þeir bræður bjuggu á Hjallalandi
fram undir 1980 en fluttu þá að
Hnausum í sömu sveit. Margir
strákar voru í kaupavinnu á
Hjallalandi. Má þar nefna Sigurð
og Gunnar Dagbjartssyni úr
Reykjavík og einnig Þröst Líndal
svo einhverjir séu nefndir. Þeir
voru sannkallaðir heimilisvinir,
þetta var sko þeirra heimili. Þeg-
ar ég var ungur að árum fór ég
oftar en ekki að Hjallalandi til að
kvabba í Zóffa að járna hestana
fyrir mig. Alltaf var það sjálfsagt
þó sauðburður væri ný afstaðinn
og menn þyrftu kannski aðeins að
hvíla sig svona á sunnudegi eftir
matinn. Þegar Zóffi var ungur fór
hann að fara í göngur á Gríms-
tunguheiði. Eitt skipti á hans
fyrstu árum var hann frammi í
Forsæludalskvíslum og hvarf allt
í einu úr gangnaröð. Hann mætti
ekki á tilskildum stað og tíma. En
það er frá honum að segja að hann
var allt í einu orðið áttavilltur,
reið í suður og hafði hraðann á.
Hann var með röska brúkunar-
hesta, lenti í myrkri en af slembi-
lukku lenti hann á hliðinu á
varnargirðingunni skammt norð-
an Hveravalla og lét þar fyrirber-
ast um nóttina. Loksins vék nótt-
in fyrir deginum. Hann áttaði sig
á hvar hann var, náði áttum þó
hann hefði aldrei á þennan stað
komið. Hlustaði á drunurnar úr
neðra og reið sömu leið til baka og
hefur farið mikinn ef ég hef þekkt
hann rétt. Nærri má geta að ung-
lingur einn í myrkri, áttavilltur
með hveradrunur í fjarska hafi á
einhverjum tíma ákallað Guð sinn
um liðveislu. En Zóffi reið norður
í kvíslar þar sem hann týndist
daginn áður og þar fann faðir
hans drenginn sinn. Zóffi var
lengi fastur maður í göngum á
Grímstunguheiði alveg fram und-
ir áttrætt. Fór ævinlega varlega
og var traustur og góður smali. Á
Þorláksmessu árið 2010 lést
Gunnar Ellertsson bróðursonur
hans aðeins 44 ára. Þeir voru
miklir og traustir vinir. Gunnar
hafði frá barnæsku farið með
Zóffa í smalamennskur, hesta-
stúss og leitir á heiðum uppi.
Þetta var Zophoníasi mikið áfall
og var hann lengi að ná sér og
læra að lifa með sorginni. Ég fór í
sjötugsafmæli Zophoníasar í
Hnausum. Hann var glaður og
hógvær að vanda og þegar heim
kom skrifaði ég í dagbókina:
„Zóffi orðinn 70 ára svo hver
skyldi taka við af honum að hjálpa
til á bæjum við erfiðustu verkin.“
Hann var allra manna hjálpsam-
astur og leið engum slugs.
Þakklæti er okkur efst í huga
þegar við kveðjum góðan vin.
Samúðarkveðjur sendum við Jóni
bróður hans, Siggu ráðskonu og
allri fjölskyldunni.
Magnús Pétursson,
Miðhúsum.
Zophonías
Pálmason
✝ Sigríður Þór-arinsdóttir
fæddist á Bifröst á
Reyðarfirði 17.
mars 1939. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans 9.
janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Þórarinn
Stefánsson og Elín
María Guðjóns-
dóttir. Sigríður var
næstelst þrettán systkina.
Sigríður giftist Sigurði Guð-
leifssyni, f. 1941, d. 2008, en
leiðir þeirra skildu. Sonur
þeirra er Þórarinn Már Sigurðs-
son, f. 1960. Kona hans er Inge-
björg Sigurbjörnsdóttir, f. 1962.
Börn þeirra og eru 1) Ragnhild-
ur Egholm Þórarinsdóttir f.
1982, 2) Sigríður
Þyrí Þórarins-
dóttir, f. 1987, unn-
usti hennar er Þór-
ir Már Ólafsson og
synir þeirra eru Ár-
mann Þorri, f.
2001, Þórarinn
Breki, f. 2013, og
Björn Halldór, f.
2017, 3) Atli Már
Þórarinsson, f.
1993, unnusta hans
er Dýrleif Sveinsdóttir og dóttir
þeirra er Móeiður Selja, f. 2018.
Sigríður flutti til Reykjavíkur
1961 og bjó þar til æviloka. Hún
vann lengst í mötuneyti Pósts og
síma ásamt fleiru.
Útför hennar fer fram frá
Seljakirkju í dag, 17. janúar
2019, klukkan 13.
Kær mágkona og systir er
kvödd í dag, Sigga frænka, eins
og hún var oftast kölluð hér á
heimilinu. Hún var börnunum
mínum svo einstaklega skemmti-
leg frænka, sem við öll eigum svo
margar skemmtilegar minningar
um. Hún var alltaf aufúsugestur
hér í lengri eða skemmri heim-
sóknir, þær vildu oft dragast á
langinn, sagðist hún oft ekki ætla
að stoppa lengi en maður var ekki
ánægður ef hún var ekki að
minnsta kosti í kvöldmat og helst
vildum við að hún gisti hjá okkur.
Þessum heimsóknum fækkaði
seinni árin, leiðin smá lengdist í
Hafnarfjörð eftir því sem heils-
unni hrakaði hjá Siggu okkar en
við gleðjumst yfir að hafa verið
nýbúin að heimsækja hana hinn
3. janúar og þó að hún væri sár-
lasin áttum við samt gott spjall
saman og ekki áttum við þá von á
að svo stutt væri eftir af hennar
lífsgöngu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl þú í friði, elsku Sigga
okkar.
Elsku Tóti, Ingibjörg, Ragn-
hildur, Sigga Þyrí og Atli, við
Guðmundur vottum ykkur og
fjölskyldum ykkar okkar dýpstu
samúð.
Dagný og Guðmundur.
Sigríður
Þórarinsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RAFN E. SIGURÐSSON,
fv. forstjóri Hrafnistu,
Hólabraut 17, Hafnarfirði,
sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði 6. janúar,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
18. janúar klukkan 13.
Rannveig Erna Þóroddsdóttir
Sigþór Rafnsson
Elísabet Rafnsdóttir
Gerður Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS BJARNASON,
Klapparholti 12, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 9. janúar á
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. janúar
klukkan 13.
Ólöf Haraldsdóttir
Júlía Magnúsdóttir Ingibergur Gunnar Jónsson
Sæunn Magnúsdóttir Haraldur Sigurðsson
Bjarni Magnússon Ólína Helgadóttir
Sigurborg Skjaldberg Baldur Snæhólm Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri bróðir og föðurbróðir,
KONRÁÐ STEFÁN KONRÁÐSSON,
lést á gjörgæsludeild LSH 11. janúar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
föstudaginn 18. janúar klukkan 15.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim
sem vildu minnast hans er bent á að láta Ás Styrktarfélag njóta
þess, s. 414-0500.
Linda Louise Konráðsdóttir
Páll Dalmar
Hans Christian Dalmar
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
JÓHANNA JÓNSDÓTTIR,
Skeiðháholti,
lést 14. janúar sl.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju
laugardaginn 2. febrúar klukkan 14.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Lundi
á Hellu fyrir umönnun og hlýju.
Jóhanna Sigríður Ólafsdóttir
Margrét Jóna Ólafsdóttir Gestur Þórðarson
Áslaug Birna Ólafsdóttir
Auður Harpa Ólafsdóttir Ingi Heiðmar Jónsson
Jón Bragi Ólafsson Kristín Gunnarsdóttir
Gunnar Þór Ólafsson Álfheiður Ingimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
EDDA MÁRUSDÓTTIR,
Hlíðarhúsum 7,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri þriðjudaginn
1. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Márus Jóhannesson Sigurleif K. Sigurþórsdóttir
Jónas Jóhannesson Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir
Ólafur Jóhannesson Halldóra Ólöf Ágústsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir og frændi okkar,
ÞÓRARINN BRANDUR ÞÓRARINSSON,
lést þriðjudaginn 8. janúar.
Útför fer fram í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 24. janúar klukkan 15.
Stefán Þórarinsson
Sæunn Stefánsdóttir
Svava Lóa Stefánsdóttir
Pétur Helgason
Helena Helgadóttir
Helga Björk Helgadóttir
Gunnar Þór Helgason