Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
✝ Árdís JónaFreymóðsdóttir
fæddist á Akureyri
25. júlí 1922. Hún
lést á heimili sínu í
Santa Barbara í
Kaliforníu 27.
september 2018.
Foreldrar hennar
voru Freymóður Jó-
hannsson, f. 12.
september 1895 í
Stærra-Árskógi,
Árskógsströnd, d. 6. mars 1973,
og Steinunn M. Jónsdóttir, f.
31. janúar 1894 á Stóru-Há-
mundarstöðum, Árskógsströnd,
d. 9. september 1982.
Systkini Árdísar: Jóhann
vann m.a. við barnapössun og
heimilisstörf bæði á Akureyri
og Siglufirði. Nítján ára flutti
Árdís til Reykjavíkur og hóf að
læra hárgreiðslu í Iðnskól-
anum. Hún vann á nokkrum
hárgreiðslustofum áður en hún
stofnaði sína eigin, hár-
greiðslustofuna Lorelei á
Laugaveginum. Árið 1958 fór
Árdís í eitt ár til Chicago bæði
til að vinna og á námskeið
varðandi sína iðn. Árið 1960
ákvað Árdís að fara til Los
Angeles og reyna fyrir sér þar
og fór það svo að hún seldi hár-
greiðslustofuna Lorelei og
flutti alfarið út. Árdís vann síð-
an í Los Angeles við hár-
greiðslu og bjó lengstum í Re-
dondo Beach í LA. Árið 2000
flutti Árdís til Santa Barbara,
þar sem hún bjó til æviloka.
Bálför Árdísar hefur farið
fram í Kaliforníu og jarðarför
á Íslandi fór fram í kyrrþey.
Bragi Freymóðs-
son, f. 27. febrúar
1920, d. 12. janúar
2013, Fríða Frey-
móðsdóttir, f. 23.
janúar 1925, d. 1.
október 2010, og
Stefán Heimir
Freymóðsson, f.
30. nóvember
1928, d. 25.
nóvember 1930,
og samfeðra
Heimir Freymóðsson, f. 1. mars
1948, d. 31. ágúst 1968, og
Berglind Freymóðsdóttir, f. 17.
október 1951.
Árdís ólst upp á Akureyri,
lauk þar barnaskólaprófi og
Elsku móðursystir mín, Jonna,
hefur kvatt þennan heim og fengið
þá hvíld sem hún var búin að óska
eftir í töluverðan tíma. Þessi ynd-
islega kona bjó mestalla ævi sína í
Kaliforníu en var alltaf mikill Ís-
lendingur í sér og fylgdist ávallt
vel með því sem gerðist hér heima.
Hún var einnig dugleg að vera í
sambandi við ættingja og vini á Ís-
landi.
Ég og mín fjölskylda vorum svo
lánsöm að fá að koma nokkrum
sinnum í heimsókn til hennar og
áttum með henni ómetanlegar
stundir bæði á ferðalögum sem og
heima hjá henni í Redondo Beach
og svo seinna í Santa Barbara.
Jonna var dugleg að koma til
Íslands og kom síðast sumarið
2016 og var dásamlegt að fá að
hafa hana hér heima. Við fórum
m.a. og skoðuðum okkur um á
Þingvöllum, keyrðum um Reykja-
vík og skelltum okkur á gott kaffi-
hús í kaffi og íslenskar pönnukök-
ur.
Ég lít þakklát til baka og ylja
mér við allar þær yndislegu minn-
ingar sem ég á um Jonnu bæði í
Kaliforníu og hér heima á Íslandi
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Jonna, minningin um þig
er ljúf og mun ávallt lifa í hjarta
mínu.
Bestu þakkir fyrir allt og allt.
Erla Helgadóttir.
Elskuleg nafna mín og frænka
er fallin frá.
Ég hef orðið þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að fylgja þessari
hlýlegu, sterku og hjálpsömu
konu í lífinu, þrátt fyrir búsetu
hennar svo langt í burtu. Við hitt-
umst kannski ekki svo oft en
strengurinn var sterkur og Jonna
frændrækin og félagslynd. Ég
naut þó þeirrar gæfu að fá að búa
meira og minna hjá Jonnu á náms-
árum mínum í LA og tengdumst
við þá nánum böndum. Ég minnist
með þakklæti allra skemmtilegu
stundanna okkar og allrar um-
hyggjunnar og kærleikans. Það
var mér ómetanlegt. Hversu hlý
og yndisleg hún var við Sögu, dótt-
ur mína, og hve vel við fundum
alltaf fyrir væntumþykju hennar.
Hún átti svo sannarlega stað í
hjarta okkar og fátt skemmtilegra
en að spjalla við hana á Skype og
hlæja með henni, enda var hún
einstaklega hláturmild og
skemmtileg. Heimsóknir okkar til
hennar lifa allar í minningunni og
ylja okkur og veita gleði. Mikið á
ég eftir að sakna yndislegu nöfnu
minnar en á sama tíma minnist ég
yndislegrar konu sem voru for-
réttindi að fá að heita í höfuðið á.
Hvíl í friði, elsku nafna mín, og
takk fyrir allt.
Þín nafna
Árdís (Dísa).
Við kynntumst Jonnu frænku
seint, hún bjó í Ameríku þegar við
vorum að alast upp og foreldrar
okkar voru á lífi. Við heyrðum af
henni því hún og faðir okkar voru
jafnaldrar og systkinabörn sem
höfðu í bernsku haft mikið sam-
band á Akureyri þar sem þau ól-
ust upp. Menn fóru ekki á hverju
ári heim frá útlöndum á þessum
tíma sökum kostnaðar og ferða-
tíma.
Jonna var eins og goðsögn sem
foreldrar okkar heimsóttu. Þegar
við síðan kynntumst Jonnu árið
1979 í fjölskylduferð til Kaliforníu,
var hún miðaldra ákveðin kona
sem tók frábærlega vel á móti
okkur. Hún átti fallega íbúð í Los
Angeles, hafði saumað áhugaverð-
ar myndir sem voru á veggjum og
heimili hennar var frumlegt og allt
öðruvísi en við áttum að venjast.
Hún virkaði frekar hörð, var
kraftmikil og ákveðin, ók rauðri
Mustang-glæsikerru og vann sem
hárgreiðslukona í Bullocks. Móðir
hennar, Steinunn, bjó með henni
og Bragi bróðir hennar bjó með
sinni fjölskyldu rétt handan við
hornið. Þessi kynni urðu byrjunin
á langri vináttu.
Jonna var eldklár og vel að sér í
öllu sem snerti Ísland enda stoltur
Íslendingur alla ævi. Hún hefði
getað orðið hvað sem var en tæki-
færin gáfust konum ekki á sama
hátt og körlum á hennar uppvaxt-
arárum. Bragi bróðir hennar var
afburða námsmaður og menntaði
sig í Ameríku sem leiddi síðar til
þess að bæði Jonna og Steinunn,
móðir þeirra, fluttust þangað þeg-
ar hann var endanlega sestur að
þar. Þá var Jonna um fertugt. Þar
tókst hún á við ný verkefni og
lærði meðal annars hárkvillafræði
(thycology) og starfaði að hluta til
við meðferð hárkvilla allt til
starfsloka sem urðu þó ekki fyrr
en hún var 76 ára enda var hún
alla ævi kraftmikil og ötul. Þegar
hún var hálfníræð og hafði að
mestu jafnað sig eftir heilablóðfall
gat hún auðveldlega farið í beygju
og snert gólfið með höndunum.
Þetta varð hluti af hennar æf-
ingaprógrammi sem hún sýndi
okkur yfir hafið í gegnum skype.
Hún giftist aldrei, hvers vegna
vitum við ekki en hún átti kærasta
sem ung. Síðar á ævinni sagðist
hún ævinlega vera til í allt nema
giftingu eða sjálfsmorð. Börn
systkina hennar urðu að mörgu
leyti hennar börn. Hún átti marga
trygga vini og ættingja enda var
hún fordómalaus og hress og hafði
góða nærveru. Við vorum svo
heppnar að ferðast með henni á
Íslandi sumarið 2016 í hennar síð-
ustu ferð heim. Þá heimsótti hún
meðal annars gamla vinkonu í
Skagafirði sem var um nírætt eins
og Jonna. Þegar þær kvöddumst
sagði önnur: Og hittumst svo næst
hinum megin! Þá sagði hin: Já, og
þá skröllum við!
Þegar við síðast sóttum hana
heim bjó hún með Matthíasi Joch-
umssyni, norskum skógarketti,
sem hún tók miklu ástfóstri við.
Hún var þá orðin líkamlega hrum-
ari en áður en hélt ávallt reisn og
vantaði ekkert á vitræna starf-
semi fram á síðasta dag. Bróður-
dóttir hennar, Steinunn, sá til þess
að vel var um hana hugsað í ell-
inni. Við kveðjum Jonnu frænku
með söknuði og þökkum henni
samfylgdina, heimur okkar var
betri með hana innanborðs.
Guðný, Sigurlaug og Anna
Dís Sveinbjarnardætur.
Látin er í Santa Barbara á
Kaliforníuströnd Árdís Jóna
Freymóðsdóttir sem aldrei var
kölluð annað en Jonna. Jonna átti
langt, litríkt og viðburðaríkt líf.
Að skyldunámi loknu fór hún að
vinna fyrir sér, vann til dæmis um
tíma sem vinnukona hjá Sesselíu
Eldjárn, sem leigði út herbergi í
húsi sínu einkum námsmönnum
við Menntaskólann á Akureyri.
Þar kynntist Jonna mörgum
mönnum, sem síðar settu svip sinn
á íslenskt samfélag, þar á meðal
Kristjáni Eldjárn. Seinna flutti
Jonna til Reykjavíkur. Þar vann
hún í eitt ár sem vinnukona á
heldri manna heimili. Í síðasta
samtali okkar við Jonnu fagnaði
hún mjög tilkomu #MeToo-hreyf-
ingarinnar, en hún hafði orðið fyr-
ir kynferðislegri áreitni af hendi
húsbónda síns, en aldrei haft hug-
rekki til að segja frá því.
Jonna var glæsileg kona, há og
grönn, lipur og liðug og hafði unun
af því að dansa. Hún átti enga ósk
heitari en að læra dans. En faðir
hennar tók það ekki í mál, svo
Jonna lærði hárgreiðslu. Eins og
hún sagði sjálf, þá tók það hana
mörg ár að sætta sig við það hlut-
skipti að vera hárgreiðslukona en
ekki danskennari. En hún varð
mjög góð hárgreiðslukona og opn-
aði síðar glæsilega hárgreiðslu-
stofu, Lorelei, við Laugaveginn og
innréttaði stofuna af mikilli
smekkvísi. Jonna var metnaðar-
full og eftir að haf rekið hág-
reiðslustofuna um árabil seldi hún
hana og hélt til Kaliforníu til frek-
ara náms, en bróðir hennar Bragi
bjó þar ásamt fjölskyldu sinni.
Jonna ílengdist í Kaliforníu og
vann á einni fínustu hárgreiðslu-
stofu Los Angeles í Bullock-stór-
versluninni.
Móðir Jonnu, Steinunn, flutti
síðar til Kaliforníu og bjuggu þær
mæðgurnar þar saman um tíma
og áttu mjög fallegt heimili í Re-
dondo Beach.
Jonna fékk heilablóðfall árið
1999. Hún náði sér vel eftir það
áfall, en gat þó ekki lengur starfað
sem hárgreiðslukona og flutti inn
á heimili Braga bróður síns, sem
þá bjó í Santa Barbara ásamt Sig-
ríði konu sinni. Sigríður átti við
veikindi að stríða og veitti Jonna
bróður sínum aðstoð við aðhlynn-
ingu hennar. Eftir að Sigríður dó
bjuggu þau systkinin saman í 13
ár og áttu mjög ánægjulega sam-
búð.
Við kynntumst Jonnu eftir hún
flutti til Santa Barbara og var það
okkur mikil unun að heimsækja
þessi bráðskemmtilegu og bráð-
gáfuðu systkini, sem komu úr
litlum efnum og ólust upp við erf-
iðar aðstæður, en komu sér bæði
mjög vel áfram í Bandaríkjunum.
Nú eru þau bæði farin yfir móð-
una miklu og er þeirra sárt sakn-
að, en um leið erum við full þakk-
lætis yfir að hafa fengið tækifæri
til að kynnast þessum einstöku
systkinum.
Inga Dóra Björnsdóttir og
Björn Birnir Bullock.
Um leið og við fjölskyldan
kveðjum Jonnu „frænku“ hinstu
kveðju með sönnum söknuði,
þökkum við henni einnig fyrir ein-
staklega ánægjulegar og gefandi
samverustundir í gegnum áratug-
ina. Oftar en ekki voru þessar
stundir bæði skondnar, skemmti-
legar og gefandi, hvort sem þær
voru í eigin persónu, bréflega eða
á Skype. Látum því kveðjunni
fylgja tvö vísukorn sem frændi
hennar og góður vinur, Þ.E., sendi
henni við tækifæri. Sú seinni lýsir
þessari kjarnakonu Krossaættar-
innar býsna vel og þannig munum
við minnast hennar ætíð með
þakklæti og hlýju í huga.
Mig undrar þetta með árin
en undrun mín nær hæst:
Að færa fólk í hárin
er furðuverki næst.
Þetta með hundinn og hárin –
– Hvar er nú lögmálið?
– Eins er farið með árin
– Öllu snýrðu við!
(Þorsteinn Egilsson)
Ástvinum öllum sendum við
einlægar samúðarkveðjur.
Helga, Ásgeir (Geiri), Alda
og fjölskylda.
Árdís Jóna
Freymóðsdóttir
Ég skrifa fáein
orð til minningar
um hana Diddu.
Margt fer í gegn-
um hugann þegar kemur að
þeirri stund að ástvinir og vinir
fari í ferðalagið langa sem við
sem eftir stöndum þekkjum
ekki. Mín kynni af Diddu verða
fyrst þegar ég var að koma til
að vera á Eskifirði hjá afa og
ömmu á Sigurhæð.
Eins og sagt var þá stóð
Hlíðarendafólkið alltaf saman.
Svo liðu árin og mín kynni af
Diddu urðu mjög góð.
Þegar ég flutti í prestshúsið
urðum við móðir hennar, hún
Aðalbjörg mín, góðir nágrann-
ar. Didda var mjög félagslynd, í
alls konar stjórnum og ráðum.
Hún stóð sterk við hlið hans
Árna síns, frænda míns, í þeirra
lífi og gerði allt það sem gera
þurfti. Hún gerði öllum gott.
Móðir hennar, hún Aðalbjörg
mín, sagði einu sinni við mig að
Ragnhildur
Kristjánsdóttir
✝ RagnhildurKristjánsdóttir
fæddist 24. mars
1934. Hún lést 21.
desember 2018.
Útför Ragnhild-
ar fór fram 4. jan-
úar 2019.
hún hefði margt til
brunns að bera „og
að ég segi þér nú
ekki hvað dóttir
mín er góður bíl-
stjóri“, sagði hún.
Ja hérna, hugsaði
ég, hún er nú
kannski öllu heldur
fyrir að aka full-
greitt. Einnig
minnist ég þess
þegar Didda bón-
aði græna bílinn með þykku
nýju bóni sem ansi tímafrekt
var að pússa, enda gafst henni
ekki tími til að klára verkið svo
hún brunaði um bæinn á flekk-
óttum bílnum.
En ég ætla nú að enda þessi
skrif á jákvæðum nótum og
kveð hana Diddu að leiðarlok-
um og þakka fyrir djúpa vin-
áttu. Kær kveðja til þín Didda
mín og munið þið það sem eftir
standið að lífið heldur áfram.
Ég votta öllum aðstandend-
um Diddu, sérstaklega Árna
frænda mínum, dýpstu samúð.
Hve árin breyta hug og hjarta
manns,
en helgi ljúfra stunda gleymist þó.
Er sálu veitir grið og vermir lund
og vekur aftur löngu dáin blóm.
Kristrún Arnarsdóttir.
Mig langaði að
kveðja góðan koll-
ega til margra ára
með nokkrum orðum. Ég kynnt-
ist Sigurði fyrst þegar ég var
læknakandídat á gamla Borgar-
spítalanum.
Hann starfaði þar sem lyf-
læknir og meltingarsérfræðing-
ur. Í þá tíð var ekki búið að sam-
eina stóru sjúkrahúsin á
höfuðborgarsvæðinu. Ég vann
með honum hefðbundin deildar-
vinnustörf og stóð með honum
margar vaktir, og síðar einnig
sem deildarlæknir. Ég minnist
þess hve fróður hann var um sín
fræði og ávallt vinnusamur en
samt svo hógvær, vildi öllum vel,
prúður og orðvar mjög. Sjúkling-
Sigurður Björnsson
✝ SigurðurBjörnsson
fæddist 22. nóv-
ember 1938. Hann
lést 29. desember
2018.
Útför Sigurðar
fór fram 9. janúar
2019.
um sínum sinnti
hann af samvisku-
semi, mjög vel.
Sigurður var sá
sem vissi manna
mest á Íslandi um
bólgusjúkdóma i
görnum, sérstaklega
sáraristilsjúkdóm-
inn. Hann hélt til
haga ítarlegum
gögnum um þann
sjúkdóm hérlendis
og birti faraldsfræðilegar niður-
stöður í virtum fagtímaritum.
Sigurður var einnig mjög fróður
um Ísland og mikill útivistarmað-
ur.
Síðar áttum við eftir að starfa
náið saman sem sérfræðilæknar
á Landspítala. Þá var sameining
stóru sjúkrahúsanna yfirstaðin
og ég farin að starfa sem melting-
arsérfræðingur þar líka. Vinnu-
semin var ávallt söm við sig.
Borðið hans var þó alltaf áber-
andi snyrtilegt. Þetta voru góð
kynni, hans verður sárt saknað í
okkar hópi. Hvíl í friði.
Sunna Guðlaugsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi,
ÁRNI V. SIGURÐSSON,
Kjarrhólma 28,
lést á líknardeild Landspítala að kvöldi
13. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju,
Kópavogi, föstudaginn 25. janúar klukkan 13.
Sólrún Ósk Sigurðardóttir
Árný Árnadóttir Jens Jóhannsson
Þorgeir Lárus Árnason
Arnbjörg Sigurðardóttir Ástgeir Þorsteinsson
Ásthildur Bára Jensdóttir
Árni Björn Jensson
Gunnar Alex Jensson
Þökkum alla aðstoð, vináttu og samúð
vegna veikinda og fráfalls eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
EVU ÖRNÓLFSDÓTTUR.
Margréti, Sóleyju og Ólöfu, systrum Evu,
starfsfólki kvenlækningadeildar,
göngudeildar krabbameinslækninga og líknardeildar
Landspítalans færum við sérstakar þakkir. Einnig þökkum við
þá fræðslu og afþreyingu sem Eva naut í Ljósinu og hjá
Krabbameinsfélaginu sem var henni mikils virði.
Ragnar Jónasson
Jónas Ingi og Guðný
Sigrún og Björn Lúðvík
Stefa og Rúnar
og barnabörn
Ástkær konan mín, systir, mágkona,
föðursystir, móðursystir og afasystir,
ELSA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vesturgötu 73, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 10. janúar.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 25. janúar
klukkan 15.
Björgólfur Thorsteinsson
Guðjón Ingi Guðmundsson Ruth Guðmundsdóttir
Daníel Guðjónsson Hulda Margrét Birkisdóttir
Rakel Hanna Guðjónsdóttir Sigmar Atli Guðmundsson
Rebekka Guðjónsdóttir
Guðmundur Steinar Jónsson
Magnús Ari Jónsson Ina-Terese Lundring
Freyja Sóley Daníelsdóttir