Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 ✝ Guðbjörg Sig-ríður Guð- brandsdóttir fædd- ist 11. júlí 1920 á Jörfa í Haukadal. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 8. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Guð- brandur Árnason bóndi og Ingibjörg Daðadóttir. Syst- kini Guðbjargar voru Jens, f. 1918, Ólöf, f. 1919, Árni, f. 1922, Daði, f. 1924, og Bryn- hildur Svana, f. 1929, en þau eru öll látin. Guðbjörg giftist 20. júní Sigríði Gunnarsdóttur en þau skildu. Börn þeirra eru Elín- borg og Gunnar. Langömmu- börn Guðbjargar eru orðin átta talsins og eitt á leiðinni. Guðbjörg byggði ásamt manni sínum nýbýlið Ás úr landi Saura. Árið 1969 seldu þau Ásinn og fluttu í Eyja- bakka 10 í Reykjavík. Her- mann starfaði við múrverk, jafnframt var sóst eftir vinnu hans til heimabyggðar. Guð- björg vann meðal annars við saumaskap hjá Kjarnabæ eftir að þau hjón fluttu í bæinn, og svo hjá ÁTVR í Borgartúni. Guðbjörg hætti að vinna fyrir tæpum 30 árum og var þá mjög virk í félagsstarfi eldri borgara bæði í Gerðubergi og Gjábakka. Guðbjörg flutti að Hrafnistu í maí síðastliðnum. Útför Guðbjargar verður gerð frá Fossvogsapellu í dag, 17. janúar 2019, klukkan 13. 1943 Hermanni Jó- hannessyni frá Saurum í Laxár- dal, f. 19. júní 1912, d. 28. maí 1989. Synir þeirra voru 1) Guð- brandur Ingi, f. 12. júní 1947, d. 11. apríl 2016. Eft- irlifandi eiginkona Guðbrands er Hjálmfríður Haf- liðadóttir og börn þeirra eru Guðbjörg Sigríður, Hulddís Halldóra, Hermann Ingi og Hafrún Breiðfjörð. 2) Þor- steinn, f. 29. janúar 1952, d. 21. júlí 2017. Þorsteinn giftist Minningarnar streyma fram í hugann er ég hugsa um elsku ömmu sem kvaddi þennan heim í byrjun þessa árs, amma hefði orðið 99 ára í sumar, því eru minningarnar margar og dýr- mætar. Amma var einstök kona, glæsileg umhyggjusöm, ákveð- in en umfram allt var hún mjög hjartahlý og henni var umhug- að um allt sitt fólk. Ég á margar minningar frá því ég var lítil stelpa vestur í Búðardal þar sem fátt var meira spennandi en þegar amma og afi í Reykjavík voru að koma í heimsókn og komu þau oft og dvöldu góðan tíma með okkur, alltaf var spennandi að sjá hvað kæmi upp úr brúnu töskunni. Oft fengum við systkinin ný heimasaumuð föt því á því sviði var amma mjög flink eins með allt sem við kom einhvers kon- ar hannyrðum, hún saumaði, prjónaði, heklaði batt inn heilu bókaflokkana, málaði myndir og postulín og skar út, allt svona lék í höndunum á henni og lagði hún mikið upp úr að kenna okkur t.d. að prjóna og sauma en ekki vorum við þó öll það heppin að erfa eða hafa þolinmæði í að læra þetta allt, en eftir hana standa ótal verk sem hver sem er gæti verið stoltur af og eru þeir hlutir sem ég á eftir hana mér mjög dýrmætir. Henni var líka umhugað um að við þekktum sveitina okkar, vissum hvar ræturnar væru og voru ófáir bíltúrarnir sem við fórum með ömmu og afa t.d. í Haukadalinn þar sem amma fæddist og var hún mjög fróð um landið sitt. Amma og afi höfðu einnig unun af að spila og tefla og vorum við oft tekin með á spila- kvöld í sveitinni þar sem við lærðum vist og það er ömmu og afa að þakka að ég kann eitt- hvað pínu að tefla. Heimili ömmu og afa í Reykjavík stóð okkur öllum op- ið og bjó ég um tíma hjá ömmu fyrst er ég byrjaði í framhalds- skóla og seinna er ég og elsta dóttir mín bjuggum hjá henni, er ég mjög þakklát fyrir þann tíma. Stórt bros og enn stærri faðmur var alltaf til staðar fyrir okkur ömmubörnin hennar og ekki síður langömmubörnin sem hún hafði svo gaman af að fylgjast með og þau heppin að hafa svona manneskju í lífi sínu. Amma hefur upplifað bæði gleði og sorg í sínu lífi og eins ósanngjarnt og það nú er missti hún báða syni sína með mjög stuttu millibili árin 2016 og 2017 og sem eðlilegt er varð sorgin henni erfið og átti hún erfitt með að sætta sig við þetta, en nú hefur hún fengið hvíldina og á móti henni taka allavega þrír heiðursmenn, afi, pabbi og Steini frændi. Hvíl í friði, elsku amma, takk fyrir að auðga líf mitt og gera mig að betri manneskju Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín sonardóttir, Hulddís H. Guðbrandsdóttir. Guðbjörg Sigríður Guðbrandsdóttir Tólf voru þau systkinin öll fædd á Laugum í Súg- andafirði með fegurð fjarðarins og umhverfisins í sinni dýrð, þar sem blíða breyttist í harðan vetur og allir þurftu að berjast fyrir sínu. Kannski var eðlilegt að þú féllir síðust frá, yngst í stóra systkinahópnum 92 ára gömul. Þegar ég fæddist í Hafnar- firði fyrir 72 árum varst þú við hlið mömmu ásamt Sigríði Sæ- land ljósmóður. Við urðum alla tíð elsk hvort að öðru og alla tíð síðan hefur þú verið ein af bestu uppáhaldsfrænkum mín- um. Lífið var þér ekki frekar en öðrum einstök blíða, en þú sýndir fjölskyldu þinni, vinum, ástvinum og umhverfi ekkert nema kærleika og ást og ein- stakt vinarþel sem náði langt út fyrir garðinn þinn. Þú varst einstök perla sem skein af langt út fyrir þitt nánasta umhverfi. Öll árin sem þú bjóst á Akureyri með eiginmanni og sonum undir þú glöð við þitt. Fjölskyldan öll veitti þér gleði í huga og hjarta og þannig var einnig um vini og vandamenn allt um kring. Betri manneskju en þig var varla að finna. Það var dásamlegt fyrir nokkrum árum þegar þú komst inn á heimili mitt á Suðureyri. Þú varst elskuleg, kát og glöð, komin í heimsókn til drengsins sem þú nánast tókst á móti fyr- ir meira en 70 árum og sýndir ástúð og tryggð alla tíð. Alma Lilja dóttir mín og þú voruð alla tíð vinkonur og það góðar. Það samband ykkar þakka ég. Að eiga vin í raun er eitthvað það dýrmætasta sem hægt er að hugsa sér. Og Alma saknar. Sveinbjörg Pétursdóttir ✝ SveinbjörgPétursdóttir fæddist 12. septem- ber 1926. Hún lést 13. desember 2018. Útför Svein- bjargar fór fram 4. janúar 2019. Það veit ég að hún gerir. Systkinin frá Laugum voru ein- stök og sérstök en hvert á sínu sviði. Vel gerð og báru foreldrum sínum gott vitni alla tíð. Eitt áttu þau þó sameiginlegt, ein- lægt og gott hjarta svo einstaklega góð inni í sér og gáfu góð ráð sem gögnuðust í lífinu fyrir hvern sem naut, skyldan og óskyldan, og þannig voru foreldrar þess- ara 12 systkina Kristjönu og Péturs bænda á Laugum. Ég kom nokkuð oft til hennar Sveinu frænku í Hrafnagils- stræti 9, það litla en snyrtilega hús er nú farið og eins á Eiðs- vallagötuna eftir að Sveina flutti þangað. Snyrtimennska og glæsileiki, svo ekki sé minnst á hjartaþelið og mann- gæskuna sem angaði af öllu því fegursta. Og þó að Sveina ætti eins og allir aðrir sínar erfiðu stundir var hlátur hennar og innileiki svo sterkir þættir í minni minningu um hana. Í síð- asta skiptið sem ég heimsótti hana skenkti hún mér kaffið í bollann minn tveimur höndum. En andlega hliðin var heil full kærleika, ástúðar og umhyggju. Manni sínum var hún góð eigin- kona og sonum sínum traust og hlý móðir og öðrum ástvinum, elskuð og dáð sakir blíðu og gæsku. Ég votta sonum hennar Kristjáni Pétri og Birgi mína dýpstu samúð. Í mig hringdi Sveina oft á afmælisdegi mínum og jólakortin til mín bárust ára- tugum saman með fyrirbænum og blessunarorðum. Guð blessi þig og umvefji af kærleika sín- um eins og þú gerðir við sam- ferðafólk þitt alla tíð. Persónu- lega þakka ég alla elsku þína í minn garð og minna allt frá fyrsta degi lífs míns. Guð blessi þig og þína. Kær kveðja frá Súgandafirði. Ævar Harðarson, Suðureyri. Elsku afi, mikið hafði ég kviðið þess- um fréttum sem ég fékk að morgni 1. janúar síðastliðinn. Fyrir mér varstu nærri eins og minn annar faðir enda eyddum við meira og minna mínum fyrstu 16 árum eða svo saman í Bolungarvík. Sem ungur drengur vandi ég komur mínar til þín mörgum sinnum í hverri viku. Það var svo notalegt að líta inn og fá smá hressingu og spjalla um daginn og veginn. Heimsókn- irnar voru eins konar athvarf fyr- ir mann til þess að grúska í göml- um bókum, spjalla og stundum hreinlega bara vera saman og það var ekkert alltaf þörf á því að halda uppi endalausum sam- ræðum. Okkur leið það vel hvor með öðrum að slíkt var óþarft oft þó að margt og mikið hafi auðvitað verið rætt í gegnum tíðina. Alltaf var maður velkominn, sama hvenær dags það var, og ávallt varstu tilbúinn að bjóða manni hressingu. Rúgbrauð með smjöri og vel af rabarbarasultu var vinsælt, smurt af listarinnar kúnst og svo auðvitað skorið nið- ur svo þægilegt væri að narta í það yfir sjónvarpinu. Alltaf var til diet coke enda leyfði pabbi ekki annað þar sem hann var tannlæknir og allt það. Það átti að vísu við um fleira eins og t.d. Cocoa Puffs sem var stranglega bannað af föður mín- um almennt en við sammæltumst um að kaupa það öðru hvoru við sérstök tilefni. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar þú sagðir við mig og Grétar: „Passið bara að ganga frá kassanum svo Halli verði ekki illur.“ Síðast en ekki síst voru það kjötfarsbollurnar og Elías Hólmgeir Guðmundsson ✝ Elías HólmgeirGuðmundsson fæddist 27. febrúar 1927. Hann lést 1. janúar 2019. Útför Elíasar fór fram 12. janúar 2019. saltkjötið sem þú hélst ávallt tryggð við enda ekkert að flækja hlutina um of og varst ávallt tilbú- inn að bjóða manni í mat. Ég lagði í vana minn að heimsækja þig reglulega undanfarin ár og þótti yndislegt að kynna þig fyrir bæði Marit og strákunum okkar, Balt- asar og Elíasi. Það er mér ógleymanlegt þeg- ar ég heimsótti þig óvænt fyrir nokkrum árum ásamt Marit og Baltasar en við áttum þar góða tvo daga saman og fórum meðal annars í bíltúr upp á Bolafjall. Ég var þar með ansi mikið skegg sem ég er ekki vanur að hafa en þú nefndir það strax að ég væri kominn með skegg enda alltaf einstaklega athugull. Þótti mér gaman að heyra pabba segja síðar: „Hann afi þinn er almennt ekki hrifinn af mönn- um með skegg en sagði að þú bærir það alveg sérstaklega vel.“ Við brölluðum ýmislegt og ferðuðumst um heiminn saman en mestu skipti mig þó að vita að þú stóðst ávallt við bakið á mér og hughreystir ef þörf var á. Á mínum yngri árum fór ég oft óhefðbundnar leiðir sem ýmsir fjölskyldumeðlimir skildu ekki alveg og voru iðulega að reyna að beina mér á betri brautir en þú hafðir alltaf trú á mér, alveg sama hvað og því gleymi ég aldrei. Þú vissir ef til vill ekki alltaf al- veg um hvað málið snérist en hvattir mig engu að síður áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Sá stuðningur þótti mér og þykir enn ómetanlegur því stund- um þarf maður einfaldlega að vita að aðrir trúi á mann þó að veg- ferðin sé ef til vill ekki alltaf sú besta. Elsku afi, ég vona innilega að þú hafir rétt fyrir þér um líf eftir þetta líf og því segi ég einfald- lega: bless í bili og sjáumst síðar. Magnús Hafliðason. ✝ Ingvar Ágústs-son fæddist á Bjólu 8. febrúar 1939. Hann lést 19. desember 2018 á hjúkrunarheimil- inu Eir. Foreldrar hans voru Ingveldur Jóna Jónsdóttir, f. 12. júní 1901, d. 5 desember 1999, og Ágúst Kristinn Ein- arsson, f. 6. ágúst 1888, d. 10. júní 1967. Ingvar var sjötti í röð átta systkina, en systkini hans eru Jón Ingi, f. 23. júní 1925, d. 25. ágúst 2011, Einar Óskar, f. 5. desember 1926, d. 6 desember 2013, Arnþór, f. 10. ágúst 1928, d. 22. febrúar 2001, Svava, f. 6. mars 1933, d. 30. ágúst 1999, Guðbjartur, f. 31. október 1936, Sæmundur Birgir, f. 20. febrúar 1941, og Eyjólfur Viðar, f. 4. mars 1943, d. 11. mars 1981. Hinn 3. desember 1960 gekk Ingvar í hjónaband með Elín- borgu Sigurðardóttur, f. 3. ágúst 1942, d. 1. apríl 2004, þau slitu samvistum. Foreldrar Elín- borgar voru Guðný Sigfríður Jóns- dóttir, f. 25. ágúst 1917, d. 26. febrúar 2000, og Sigurður Baldur Guðmunds- son, f. 9. september 1919, d. 3. janúar 2001. Synir Ingvars og Elínborgar eru 1) Sigurður, f. 10. desember 1961, í sambúð með Stein- unni Jóhannsdóttur, f. 23. nóvember 1959. Börn Sigurðar eru: Berglind, f. 19. desember 1980, hún á tvö börn, Ingvar Öl- ver, f. 2. nóvember 1982, Davíð Örn, f. 5. september 1985, í sam- búð með Regínu Sóleyju Vals- dóttur, f. 7. mars 1987, þau eiga þrjú börn, Lilja Rós, f. 14. maí 1988 hún á einn son, Hilma Kristín, f. 5. nóvember 1994, og Sara Diljá, f. 10. júní 1996. 2) Kristinn, f. 19. maí 1977, giftur Guðnýju Oktavíu Arndal, f. 20. apríl 1961, Guðný á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Útför Ingvars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 17. jan- úar 2019, klukkan 13. Ég sofna’ í þínu nafni nú, mér nægir það, að vakir þú. Ei sakar neitt þín blessuð börn, þau blunda rótt í þinni vörn. (Höf. ók.) Í dag kveð ég mág minn Ingvar Ágústsson. Hann var sonur hjónanna Ingveldar Jónu Jóns- dóttur og Ágústar Kristins Ein- arssonar Bjólu, Rang. Börn þeirra hjóna voru átta og ólst Ingvar upp við ástríki góðra for- eldra í stórum systkinahópi. Þá lærðu börnin öll venjuleg störf og fóru að hjálpa til þegar þau stækkuðu. Ingvar var léttur í spori og létt- ur í lund, alltaf stutt í brosið. Hann var vinnusamur og gaman að vinna með honum. Hann fór til náms í Héraðsskólanum á Laugarvatni, síðar fór hann til Reykjavíkur þar sem hann lærði kjötiðnað. Kona Ingvars var Elínborg Sigurðardóttir, ættuð úr Reykja- vík. Þau eignuðust tvo syni, Sig- urð og Kristin. Þau byrjuðu bú- skap í Reykjavík, en fluttu síðar til Hellu, þar sem þau byggðu sér fallegt hús. Þau slitu samvistum. Leiðin lá aftur til Reykjavíkur. Síðustu árin átti Ingvar við erfið veikindi að stríða. Synir, tengda- dætur og barnabörn voru hans sólargeislar og reyndust honum mjög vel, einnig bróðir hans, Guð- bjartur, sem hefur heimsótt hann reglulega og stytt honum stundir. Ég og fjölskylda mín sendum samúðarkveðjur. Um undrageim í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum, á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Hvíl þú í friði. Guðríður Bjarnadóttir. Ingvar Ágústsson Elsku besta amma okkar, nú ert þú farin í annan dal eftir 90 gjöful ár og eftir lifa ótal margar góðar minningar um skógrækt, hest- ana, steinatínslu, spilastundir eða skemmtilega göngutúra og svo margt fleira. Þú varst náttúru- barn af Guðs náð, ofarlega í huga okkar er virðingin sem þú barst fyrir náttúrunni og umhverfi okkar og erum við svo þakklát fyrir allt sem þú kenndir okkur og krökkunum um lífið og náttúr- una. Þið afi skutuð rótum í Kjósinni og sköpuðuð þar paradís sem mun lifa áfram. Stóran part af ævi okkar hefur sú paradís verið eins og okkar annað heimili, þar áttum við okkar bestu stundir með ykkur hvort sem við vorum að horfa inn í dal, vökva gróður- inn, leggja okkur í sófanum, plana næstu framkvæmdir eða að spjalla um veðrið og daginn. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og alla aðra, þú varst útsjónar- söm og mikil kraftakona og sýnd- ir það fram að hinstu stund. Við lítum eftir trjánum fyrir þig á Nanna Guðrún Jónsdóttir ✝ Nanna GuðrúnJónsdóttir fæddist 23. desem- ber 1928. Hún and- aðist 2. janúar 2019. Útför Nönnu Guðrúnar Jóns- dóttur var gerð 15. janúar 2019. meðan við horfum í eilífðina, inn dalinn. Ástarkveðja, Davíð Már og Nanna Guðrún. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Hvíl í friði, elsku langamma. Fanney Rós, Lilja Karen, Kristín Sara, Ísak Már og Viktoría Ellen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.