Morgunblaðið - 17.01.2019, Page 58
58 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Ég er að fara að keppa á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþrótt-um,“ segir Sigurður Haraldsson sem á 90 ára afmæli í dag.„Mótið fer fram í Póllandi í marsmánuði og ég keppi í kast-
greinunum, en þær eru fimm: kúla, sleggja, kringla, spjót og lóð.“
Sigurður keppti á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir fimm ár-
um og gerði sér lítið fyrir og vann gull í þremur greinum, lóð, kringlu
og sleggju og vann silfur í hinum tveimur greinunum. Þá keppti hann
í 85 ára flokki en núna verður hann í 90 ára flokknum. „Flokkarnir
skiptast milli fimm ára, en hann er orðinn þunnskipaður flokkurinn
sem ég keppi núna í, en það eru nokkur þúsund manns sem keppa á
mótinu í heildina.“
Sigurður fór aftur að æfa frjálsar fyrir 20 árum og keppir fyrir sitt
uppeldisfélag, Leikni frá Fáskrúðsfirði, og sendir verðlaunapening-
ana þangað. „Ég er að þakka fyrir gott starf sem var unnið þarna þeg-
ar ég ólst upp. Þá var ég aðallega í stökkgreinum og hlaupum og spil-
aði líka fótbolta jöfnum höndum. Var alæta á þær íþróttir sem voru í
boði.“
Eftir útskrift úr Samvinnuskólanum árið 1950, sem þá var í Reykja-
vík fór Sigurður aftur heim til Fáskrúðsfjarðar, var gjaldkeri þar í
frystihúsinu og kaupfélaginu. Síðan var hann bæjargjaldkeri á Akra-
nesi, kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi og fór svo í útgerð og var í því í
27 ár, lengst í Ólafsvík.
„Það er helst að fela sig,“ segir Sigurður spurður hvað hann ætli að
gera í tilefni dagsins. „Ég er voða lítið fyrir samkvæmislífið núorðið.
Sá tími er liðinn og ég vil hafa það rólegt.“
Börn Sigurðar eru Birna, Guðný María, Haraldur, Hrafn og Tómas.
Morgunblaðið/Ásdís
Í kúluvarpi Sigurður mundar kúluna en hann keppir í kastgreinum á
heimsmeistaramótinu og á heimsmeistaratitla að verja.
Á leiðinni á heims-
meistaramót í frjálsum
Sigurður Haraldsson er níræður í dag
K
olbrún Ósk Skaftadótt-
ir fæddist 17. janúar
1979 í Reykjavík.
Hún ólst upp í Vest-
urbænum, gekk í
Grandaskóla og fór svo þaðan í
Hagaskóla. „Sem krakki æfði ég
þónokkuð af íþróttum enda komin
af miklum KR-ingum í föðurættina.
Mest var ég í fótboltanum en æfði
líka handbolta og körfubolta eitt-
hvað.
Ég byrjaði í Kvennaskólanum en
hætti svo í skóla og fór snemma að
vinna, var að vinna við að passa
börn mikið og svo í Pennanum/
Eymundsson í fjöldamörg ár enda
bækur eitthvað sem ég hafði
snemma mikla ástríðu fyrir.“
Kolbrún hefur líka skrifað mikið
fyrir hina ýmsu netmiðla varðandi
íslenskar bækur, eins og til dæmis
í Kvennablaðið. Hún hefur skrifað
bókagagnrýni í fjöldamörg ár. „Nú
Kolbrún Ósk Skaftadóttir, vörustjóri hjá Heimkaup.is – 40
Ljósmynd/Saga Sig.
Fjölskyldan Áslaug og Kolbrún ásamt Róbert Mána og Felix Skafta.
Fékk snemma mikla
ástríðu fyrir bókum
Á jólum Kolbrún ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og bróður.
Eskifjörður Ylfa Berg-
mann Andradóttir
fæddist 5. febrúar
2018. Hún vó 3.640 g
og var 53 cm að lengd.
Foreldrar hennar eru
Andri Bergmann Þór-
hallsson og Sæunn
Skúladóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isFæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is
Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með
sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað
við aldursbundinni augnbotnahrörnun.
Nú er vítamínið með endurbættri formúlu
sem gerir það enn betra en áður.
AUGNVÍTAMÍN
Augnheilbrigði
Við aldursbundinni
augnbotnahrörnun