Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er ótrúlegt tækifæri,“ segir Silja Elsabet Brynjarsdóttir messó- sópran sem er ein fjögurra sem fram koma á tónleikunum Ungir einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn brasilíska hljómsveitarstjórans Ligiu Amadio. Auk Silju koma fram þau Guð- bjartur Hákonarson fiðluleikari, Harpa Ósk Björnsdóttir sópran og Hjörtur Páll Eggertsson sellóleik- ari. Þau báru öll sigur úr býtum í keppni ungra einleikara sem Sinfón- íuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands, en að þessu sinni fór keppnin fram í október á síðasta ári. Þar tóku alls 15 ungir einleikarar eða söngvarar þátt. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja. Aðspurð segist Silja munu syngja Must the Winter Come so Soon úr Vanessu eftir Samuel Barber, Smanie implacabili úr Cosi fan tutte eftir W.A. Mozart, Urlicht eftir Gustav Mahler, Var det en dröm úr Fimm söngvum op. 37 eftir Jean Sibelius og loks Habanera úr Car- men eftir Georges Bizet. „Þetta eru allt mikil uppáhaldsverk og verk sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég heyrði þau fyrst. Ég kom svolítið seint inn í klassíska heiminn þannig að ég man mjög vel hvernig var að heyra þessi verk í fyrsta skipti,“ segir Silja og tekur fram að hún hafi ekki farið að hlusta á klassíska tón- list af alvöru fyrr en hún flutti frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þegar hún var tvítug og hóf söng- nám í Söngskólanum í Reykjavík. Leiklistin togar enn Áður en Silja flutti á mölina hafði hún starfað með leikfélaginu í Vest- mannaeyjum um tíu ára skeið og því hlotið góða sviðsreynslu sem nú nýt- ist henni í tónlistarbransanum. „Í Vestmannaeyjum var ég mikið í söngleikjum og hafði hugsað mér að halda áfram að syngja slíka tónlist þegar ég fór í nám, en leiddist óvart inn á klassísku braut skólans og fann mig betur þar,“ segir Silja sem lýkur bachelor-námi í söng frá Royal Academy of Music í London og hyggur á framhaldsnám í óperu- „Þetta er ótrú- legt tækifæri“  Ungir einleikarar í kvöld kl. 19.30 þeim í gegn,“ svarar Elísabet. Blaða- maður telur líklegt að fólk taki frekar eftir slæmri klippingu en góðri og El- ísabet virðist vera á sama máli. „En það er mjög fyndið að þá er það alltaf klipparanum að kenna en ef myndin er góð er það alltaf einhverjum öðr- um að þakka,“ segir hún sposk og bætir við að ef fólk eigi erfitt með að fylgja ákveðnum takti í frásögninni þýði það ekki endilega að myndin sé illa klippt. Fólk geti til dæmis verið illa fyrir kallað þá stundina eða mis- móttækilegt fyrir því sem fyrir augu ber. Vörumerkið skekkir myndina Elísabet segir aðsókn að kvik- myndum sýna að sagan þurfi ekki endilega að vera áhugaverð eða góð til að fólk kaupi sér bíómiða. Oft snú- ist hún einfaldlega um vörumerki, „brand“ eins og það heitir á ensku og VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Elísabet Ronaldsdóttir hefur klippt á fimmta tug kvikmynda, stuttmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og -mynda á ferli sínum sem spannar nú yfir 20 ár. Á undanförnum sex til sjö árum hefur hún klippt Hollywood- myndir í dýrari kantinum, kvikmynd- ir með þekktum kvikmyndastjörnum og má þar nefna John Wick, Atomic Blonde og nú síðast Deadpool 2 en fyrir þá síðastnefndu hlaut hún ný- verið tilnefningu til Eddie, verðlauna samtaka kvikmyndaklippara í Banda- ríkjunum, auk þeirra Dirk Wester- velt og Craig Alpert sem tóku við verkefninu eftir að Elísabet veiktist alvarlega af krabbameini. Hún er nú blessunarlega laus við meinið og sneri aftur í klippiherbergið til að ljúka við Deadpool 2, hasargaman- mynd sem segir af ódrepandi ofur- hetju, hinum kjaftfora Deadpool. Blaðamaður hitti Elísabetu í Vest- urbænum fyrr í þessum mánuði en hún býr að mestu erlendis starfs síns vegna. Aðeins meiri lúxus Elísabet hefur klippt bæði hér á landi og erlendis og blaðamanni leikur forvitni á því hvort mikill munur sé á því að klippa íslenskar kvikmyndir og erlendar og þá sérstaklega Holly- wood-myndir, líkt og hún hefur nú gert nokkrum sinnum. „Nei, vinnan er sú sama en það er alls konar lúxus í kringum að klippa úti sem er ekki hérna heima; það eru betri laun og betri aðstæður að mörgu leyti en ég nota sama forritið og allt þetta fólk sem ég vinn með vill segja sögu,“ seg- ir Elísabet. Hún segist reyna að fylgja ákveð- inni áætlun þegar kemur að klipp- ingu og tímaplani. „Ef við sjáum að við erum ekki að ná henni þarf að breyta einhverju eða gera eitthvað til að það sé hægt. En myndir hérna heima eru fjármagnaðar á annan hátt en úti, hér eru þetta skattpen- ingar sem koma úr Kvikmyndasjóði en úti eru þetta prívat peningar. Og þegar þetta eru prívat peningar, hvort heldur þeir koma frá stúdíói eða einstaklingum, vill fólkið sem leggur til fjármagnið hafa meira að segja um verkið. Að því leyti er þetta öðruvísi, valdapíramídinn er annar.“ Góð hrynjandi mikilvæg – Einn leikstjóri vill taka hvert at- riði upp 50 sinnum en annar vill gera það tíu sinnum. Það hlýtur að bitna á þér? „Já, auðvitað er þetta alla vega. Sumir leikstjórar eru skipulagðari en aðrir og allt hefur sína kosti og galla og maður tekur því bara eins og það er,“ svarar Elísabet og segist hafa átt í góðu samstarfi við alla þá leikstjóra sem hún hefur unnið með. „En auðvit- að hefur maður lent í bæði erfiðum aðstæðum og auðveldum og það getur ýmislegt gert vinnuna erfiða en í mínu tilfelli hefur það aldrei verið leikstjór- inn,“ bætir hún við. En hver er galdurinn við góða klippingu? „Það er mjög persónu- bundið en það sem skiptir mig máli er góð hrynjandi í frásögn, að fá sög- una til að fljóta vel þannig að allir skilji, án þess að maður sé að mata fólk, og fá karakterana sterka, ná ofurhetjumyndir gott dæmi um slíkt. Fólk fari í bíó út af aðdáun sinni á til- tekinni persónu og söguheimi henn- ar, t.d. Deadpool. Elísabet segir þetta ákveðið vandamál þegar komi að prufusýn- ingum á kvikmyndum, t.d. þeirri sem haldin var á Deadpool 2. Fólk hafi fengið að vita hvaða kvikmynd ætti að sýna þegar það var búið að koma sér fyrir í bíósalnum og fagnað myndinni ógurlega. Þannig hafi allir verið ofboðslega glaðir og í miklu stuði áður en sýningin hófst. „Fólk var í adrenalínvímu að horfa á tveggja klukkustunda langa mynd og svakalega ánægt á eftir. Stúdíóið hafði aldrei séð svona tölur áður og það er svo erfitt að eiga við þetta því allir urðu rosalega glaðir, héldu að myndin væri bara tilbúin en mér fannst við ekki hálfnuð,“ segir Elísa- bet. Lítið sé því að marka viðbrögð gesta á slíkum prufusýningum og varasamt að treysta á þau. Mjög hröð vinnsla „Það er mjög flókið að eiga við þessa stóru „blockbustera“,“ segir Elísabet og á þar við kvikmyndir sem líklegar eru til að mala gull í miða- sölu, kvikmyndir á borð við Deadpool 2, „og ég er búin að gefa þá upp á bát- inn.“ Hún segir annan galla á slíkum kvikmyndum vera hversu hratt þær séu unnar. Þá séu framleiðendur laf- hræddir um að þær leki á netið og vilji koma þeim sem fyrst í bíó. „Þú sérð að myndin var tekin upp sumarið 2016 og við frumsýndum hana um páskana 2017. Þetta er geggjuð keyrsla á mynd sem er með svona mörgum tæknibrellum,“ segir Elísabet og nefnir sem dæmi að and- litinu á Deadpool hafi til að mynda verið breytt með tölvutækni. „Þannig að þetta var mikið álag og stress,“ segir hún. – Er erfiðara að klippa kvikmyndir með svo mörgum tæknibrellum? „Það er öðruvísi. Það þarf að gera allt í góðri samvinnu við „visual eff- ects“ gæjana,“ svarar Elísabet og bætir við að vinnslan sé afar lagskipt og lögin ótalmörg. Betur sjá augu en auga Elísabet hefur kynnst nokkrum kvikmyndastjörnum í starfi sínu og þremur mjög vel, þeim Ryan Reyn- olds sem leikur Deadpool, Charlize Theron sem lék í aðalhlutverkið í Atomic Blonde og Keanu Reeves sem lék í John Wick en öll komu þau að framleiðslu kvikmyndanna og fylgd- ust því með vinnslu þeirra eftir að tökum lauk. Síðastnefnda kvikmyndin, hefnd- artryllir með miklum blóðsúthell- lingum og hasar, sló óvænt í gegn. „Við fengum alveg að vera í friði með þá mynd því enginn átti von á því,“ segir Elísabet um hinar óvæntu vinsældar og það sama megi segja um Atomic Blonde en í henni má finna magnað slagsmálaatriði, margra mínútna langt, sem lítur út fyrir að vera ein löng taka. Svo er þó ekki, að sögn Elísabetar, og kemur þar til list klipparans. Elísabet segir að þar sem Theron sé stórstjarna og verðmæt eftir því hafi hún alls ekki mátt rúlla niður tröppur eða leggja sig í hættu yfirleitt. „Trygginga- félagið sagði bara nei,“ segir Elísabet og því hafi áhættuleikkona tekið mesta hasarinn að sér. Elísabet var viðstödd tökur á þessu tiltekna atriði og segir hún það hafa Gott sjálfs- traust það mikilvægasta  Elísabet Ronaldsdóttir er tilnefnd til Eddie-verðlaunanna fyrir Deadpool 2 Morgunblaðið/Eggert Eftirsótt Elísabet Ronaldsdóttir hefur klippt fjöldann allan af kvikmyndum og hin síðustu ár hefur hún vakið athygli fyrir klippingu á hasarmyndum. WWW.S IGN . I S Fornubúðum 12 · Hafnar f i rð i · s ign@s ign . i s · S : 555 0800 G U LL O G D EM A N TA R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.