Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Framleiðum allar gerðir
límmiða af mismunandi
stærðum og gerðum
Thermal
Hvítir miðar
Litamiðar
Forprentaðir
Athyglismiðar
Tilboðsmiðar
Vogamiðar
Lyfsölumiðar
Varúðarmiðar
Endurskinsmiðar
Flöskumiðar
Verðmer
Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is
kimiðar
Límmiðar
„Samkvæmt auglýstri starfsáætlun
Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir
veturinn 2018-19 stóð til að ég
myndi koma til Íslands og frum-
flytja flautukonsert Jóns Ásgeirs-
sonar með SÍ á tónleikum sveitar-
innar 24. janúar nk. Því miður
getur ekki orðið af því. Ástæðan er
sú að ég greindist nýverið með
krabbamein og er þessa dagana í
mjög strangri lyfja- og geisla-
meðferð,“ segir í fréttatilkynningu
sem Freyr Sigurjónsson flautuleik-
ari hefur sent frá sér.
„Mér þykir þetta þyngra en tár-
um taki, því þessi konsert hefur
verið hluti af lífi mínu í rúm 18 ár
og ferlið við að fá hann fluttan með
SÍ bæði langt og strangt. Það var
mér mikið tilhlökkunarefni að fá
loks tækifæri til að flytja fyrir
landa mína þetta verk sem Jón
samdi handa mér og vonbrigðin
eðlilega þeim mun meiri að þær
áætlanir gangi ekki eftir.
Ég er kollegum mínum hér í
Bilbao Sinfóníuhljómsveitinni ákaf-
lega þakklátur, því þeir gáfu vinnu
sína þegar konsertinn var hljóðrit-
aður í konserthúsinu í Bilbao föstu-
daginn 14. desember sl. undir
stjórn Eriks Nielsen aðalhljóm-
sveitarstjóra sveitarinnar.“
Freyr lauk framhaldsnámi frá
Royal Northern College of Music í
Manchester 1982. Það sama ár réð
hann sig sem fyrsti flautuleikari
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao
á Spáni og hefur gegnt þeirri stöðu
síðan. Hann hefur leikið einleik
með hljómsveitum og kammer-
sveitum víða um Evrópu, til dæmis
með Útvarpshljómsveitinni í Mad-
rid og kammersveitinni Moscow
Virtuosi. Hann frumflutti flautu-
konsert Carls Nielsen á Spáni með
Sinfóníuhljómsveitinni í Bilbao.
Jón Ásgeirsson, tónskáld og pró-
fessor emeritus, samdi flautu-
konsertinn árið 2000. Samkvæmt
upplýsingum frá SÍ er um hrífandi
tónsmíð að ræða í þjóðlegum stíl.
Jón fagnaði sem kunnugt er níræð-
isafmæli sínu 11. október á síðasta
ári.
„Þyngra en tárum taki“
Freyr Sigur-
jónsson forfallast
vegna veikinda
Flautuleikari Freyr Sigurjónsson.
Bandaríski tónlistamaður-inn John Grant er fyrirlöngu orðinn þjóðþekkturá Íslandi og heilmikil al-
menningseign hérlendis. Hann
fluttist til landsins fyrir nokkrum
árum, eftir að hafa komið fram á ís-
lensku tónlistarhátíðinni Iceland
Airwaves og hefur kunnað ljómandi
vel við sig. Hann kynntist íslensk-
um tónlistar-
mönnum og hef-
ur allar götur
síðan starfað að
tónlist í sam-
starfi við ís-
lenska tónlistar-
senu. Hann
hefur jafnframt ráðið íslenska tón-
listarmenn í hljómsveit sína sem
ferðast um heiminn og kynnir plöt-
urnar með tónleikahaldi. Það er því
jafnan viðburður þegar ný John
Grant-plata kemur út og lærdóms-
ríkt að velta fyrir sér þeim íslensku
áhrifum sem erlendir listamenn
verða fyrir hér á landi. Glöggt er
gests augað og allt það og því var
það með töluverðri eftirvæntingu
sem ég hóf markvissa hlustun á
nýjasta grip hans, Love is magic.
Grant leikur það sem kalla mætti
melódíska rafpopptónlist og á fyrri
plötum hans mátti greinilega heyra
ást hans á laglínusmiðum á borð við
Elton John. Þann innblástur klæddi
Grant í splunkunýjan búning með
viðeigandi svuntuþeysum og tölvu-
trommum. Ballöður og angurværð
voru á sínum stað en tölvuvinnsla
og tækni nútímans settu sinn svip á
allt saman.
Á nýju plötunni erum við hins
vegar komin yfir á annan áratug,
þann níunda. Það fyrsta sem mér
„Smug Cunt“ sem blandar saman
hinu dularfulla og seiðandi erindi
við æðislega grípandi viðlag og text-
inn er sjálfsgagnrýni og efasemdir
par excellence. Einnig er „The
Common Snipe“ einstakt, með sín-
um margslungnu kaflaskiptingum
og flókinni útsetningu.
Það lag sem hefur fengið mestu
umfjöllunina er „He’s got his moth-
er’s hips“, sem er auðvitað
skemmtilegur titill, en mér þykir
það samt sísta lagasmíðin, og þar
hljómar Grant mun meira eins og
Huey Lewis and the News heldur
en Prince, sem sé meira froðupopp
og minni listrænn metnaður. Nokk-
ur lög á plötunni eru svo lítt eftir-
minnileg eða eldast einfaldlega ekki
eins vel og það besta á plötunni.
Fyrsta og síðasta laginu mætti eig-
inlega alveg sleppa að mínu mati,
og þau bæta engu raunverulegu við
heildina. Fyrir vikið fær þessi plata
ekki fullt hús stiga, en með því að
sleppa nokkrum lögum á plötunni
væri um nokkuð fullkominn grip að
ræða. Að sjálfsögðu spilar minn
smekkur hér inn í og annar hlust-
andi við aðrar aðstæður mun óneit-
anlega komast að annarri niður-
stöðu.
Vert er að geta þess að hljómur
plötunnar er með því besta sem
John Grant hefur sent frá sér og
það er mér með öllu óskiljanlegt að
hann skuli burðast með alla þessa
sjálfsgagnrýni í stað þess að njóta
þess bara að skapa tónlist sína sem
á mikið erindi og gleður fólk um all-
an heim. Þessi plata er mjög eigu-
legur gripur, hvort sem er fyrir
eldri aðdáendur Grants eða fólk
sem á eftir að kynna sér hann.
Fagurlega rödduð sjálfsgagnrýni
Morgunblaðið/Eggert
Eiguleg „Þessi plata er mjög eigulegur gripur, hvort sem er fyrir eldri aðdáendur Grants eða fólk sem á eftir að kynna sér hann,“ segir rýnir m.a. Love is
Magic, nýjustu breiðskífu John Grant sem kom út í fyrra. Hér sést Grant á vel heppnuðum tónleikum sem hann hélt á Faktorý í júlí árið 2013.
Geisladiskur
John Grant – Love is magic
bbbmn
Bandaríski tónlistarmaðurinn John
Grant sendir frá sér sína fjórðu breið-
skífu, Love is magic og inniheldur hún 10
lög. Breska útgáfufyrirtækið Bella Union
gaf út hinn 18. október síðastliðinn.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
datt í hug voru hljómsveitir á borð
við Soft Cell eða jafnvel fyrri hluti
ferils Prince og það er náttúrlega
ekki leiðum að líkjast enda um dul-
arfulla og afar skapandi listamenn
að ræða. Enn meiri áhersla er lögð
á fyrrnefnda svuntuþeyta og hljóð-
gervla og í flestum lögum er
ríkjandi taktur sem gæti gripið
mann og hent í dansstuð ef þannig
bæri undir.
Þrátt fyrir takt og dansvæna
kafla er þó langt því frá að platan
grípi mann undir eins. Það tekur
margar hlustanir að greina, flokka
og skilja þessa plötu og hluti af
hinu torræða eru hve textarnir eru
miskunnlausir og harðir og á stund-
um næstum grimmir. Grant er þó
ekkert endilega að ráðast á og
gagnrýna alla í kringum sig, að
minnsta kosti ekkert meira en hann
gagnrýnir sig sjálfan. Platan er
nefnilega troðfull af efasemdum,
sjálfsgagnrýni og biturð. Það eru
þessir textar sem ýta manni upp að
vegg og hrista mann til og það er
vegna þeirra sem aldrei væri hægt
að lýsa tónlistinni sem tónlist sem
lætur manni líða vel, þrátt fyrir
fagrar raddanir og ljúfar laglínur.
Sökum þessara hörðu texta hljóma
ósungnir kaflar í lögum plötunnar
ótrúlega vel og þeir eru jafnframt
mikilvægar pásur frá dramanu og
uppgjörinu sem oft virðist vera í
gangi. Til dæmis gætu lokakaflar
„Preppy boy“ og „Diet Gum“ hæg-
lega verið hluti af einhverri skap-
andi samvinnu David Bowie öðrum
hvorum megin við 1980 og þar næ
ég að gleyma mér og njóta tónlist-
arinnar til fullnustu.
Besta lag plötunnar er án efa