Morgunblaðið - 19.01.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 19.01.2019, Síða 1
Nýfallinn snjór á höfuðborgarsvæðinu hefur ef- laust kætt marga. Þrátt fyrir hlýindi um tíma er spáð frekari snjókomu eða slyddu á næstu dög- um. Í dag verður víða rigning og síðar snjókoma. Veðurstofa Íslands áætlar að hitinn verði við frostmark en gæti náð allt að fimm stigum sunn- an- og vestanlands. Frost gæti hins vegar náð allt að 8 stigum um norðaustanvert landið á sunnudaginn. Bregða sér í snjókast Morgunblaðið/Eggert L A U G A R D A G U R 1 9. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  16. tölublað  107. árgangur  LIST SEM HLUTI AF DAGLEGU UMHVERFI VAXANDI ÁHUGI Á ÍSLANDI OFT Í LEITARVÉL 6SÝNING SIGURÐAR 42 Magnús Heimir Jónasson Baldur Arnarson Efling hafnaði í gær tillögum Sam- taka atvinnulífsins (SA) um breyt- ingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir grunn- hugsunina þá að hafa sama mæli- kvarða á dagvinnutíma í kjarasamn- ingum og innan allra ríkja OECD, m.a. í öðrum norrænum ríkjum. Ísland er undantekning „Ísland er eina landið sem hagar þessu með öðrum hætti. Þetta felur í sér að samið er um að kaffitímar séu ekki hluti af dagvinnutímabilinu. Það þýðir að draga má úr viðveru á vinnustað, u.þ.b. 35 mínútur á dag. Eftir sem áður verður starfsfólk að sjálfsögðu að fá eðlileg hlé. Við erum ekki að útrýma kaffidrykkju á vinnu- stöðum heldur skipulögðum kaffi- tímum þar sem allir fara í kaffi á sama tíma,“ segir Halldór. Sem dæmi gæti starfsmaður í dagvinnu kosið að fara fyrr heim á föstudögum eftir samkomulagi. Stefán Ólafsson, prófessor í fé- lagsfræði og starfsmaður Eflingar, segir yfirvinnutekjur „hafa gegnt stóru hlutverki í að gera láglauna- fólki kleift að láta enda ná saman“. Gjalda þurfi varhug við tillögum um aukinn sveigjanleika í vinnutíma sem aftur geti rýrt starfskjörin. Þá t.d. með auknu og ógreiddu álagi. Ágreiningur um vinnutíma  Efling hafnar tillögum SA um endurskilgreiningu á vinnutíma  SA leggja til að kaffihlé fari úr launuðum vinnutíma  Fulltrúi Eflingar varar við breytingum MMinni yfirvinna … »14 Morgunblaðið/Júlíus Eftirlitsmyndavél Þær er víða að finna og geta veitt upplýsingar. Rafrænt eftirlit og gagnaöflun vegur þungt í ítarlegri greinargerð lög- reglumanna sem rannsökuðu bit- coin-málið svonefnda. Þetta má lesa í dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem atburðarás málsins er rakin. Stuðst var við myndir úr eftirlits- myndavélum, staðsetningar farsíma og ítarlegar upplýsingar um notkun síma og símtækja sakborninganna. Hægt var að sjá staðsetningu síma- númera hverju sinni. Sérstaklega var rannsakað hvort símar sakborn- inga hefðu verið í nágrenni við vett- vang innbrotanna um það leyti sem brotist var inn. Einnig var kannað hvernig símarnir ferðuðust í aðdrag- anda og kjölfar hvers brots. Þá voru úttektir úr hraðbönkum notaðar til að skrásetja ferðir sakborninga í tengslum við innbrotin. „Í stórum málum eru þessar rann- sóknaraðferðir orðnar gríðarlega mikilvægar,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suður- nesjum. Hann minnti á Birnumálið svonefnda árið 2017 þar sem upplýs- ingar úr eftirlitsmyndavélum og far- símakerfinu voru notaðar við rann- sóknina. »4 Rafræn sönnunargögn  Gögn úr eftirlitsmyndavélum og símum í bitcoin-málinu  „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin,“ segir Ísabella Lív Arn- arsdóttir, 14 ára grunnskólanemi, sem tók það nýlega upp hjá sjálfri sér að takmarka skjánotkun þannig að hún slekkur á símanum kl. 20 á kvöldin á virkum dögum og finnur hún mikinn mun á orku og úthaldi. Viðtal við Ísabellu Lív og umfjöllun um skjánotkun er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Ákvað að slökkva á símanum á kvöldin Ísabella Lív Arnarsdóttir  Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Ís- lands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili móðurömmu þeirra og -afa, Huldu Jónsdóttur og Arn- órs Sigurðssonar, en þau bjuggu um langt árabil í Fjarðarstræti 17 á Ísafirði. „Við vorum alltaf dugleg að heimsækja foreldra mína meðan þau voru á lífi og þegar strákarnir voru litlir bjuggum við einn vetur á Ísafirði, í sömu götu. Þeir tengja því báðir við húsið og það er ákaf- lega skemmtilegt að þeir hafi valið að vísa í það með þessum hætti. Arnór byrjaði á þessu, enda eldri, og Aron tók það síðan upp eftir honum,“ segir móðirin, Jóna Emilía Arnórsdóttir, í Sunnudagsblaðinu. AFP Sjóðheitur Arnór Þór Gunnarsson á HM. Númerið til heiðurs ömmu og afa  Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bál- för í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duft- ker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefð- bundnar kistur. Alls létust 2.245 Íslendingar á árinu 2018. Þar af voru 2.168 bú- settir á Íslandi og 77 erlendis. Sam- kvæmt upplýsingum frá Kirkju- garðasambandi Íslands voru líkbrennslur hjá bálstofunni í Foss- vogi í fyrra 813 talsins eða 37,5% af tölu látinna á Íslandi. Er því spáð að líkbrennsla aukist hratt á næstu árum og verði komin í 70% árið 2050. Þá eigum við samt langt í land með að ná grann- þjóðum okkar. Árið 2017 var hlut- fallið í Svíþjóð 81,3%. »6 Fleiri duftker jarðsett en kistur  Engin sérstök ástæða er til að bú- ast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Ís- landsbanka. Hann segir að ef spil- ast sæmilega úr óvissu til skamms tíma í ferðaþjónustu og á vinnu- markaði, og að teknu tilliti til þess að gjaldeyrisvaraforðinn er stór, viðvarandi afgangur sé af utanrík- isviðskiptum, ríkissjóður sé skuld- léttur og mörg stöndug fyrirtæki séu í landinu, þá ætti ekki að vera erfitt að fá erlenda fjárfesta inn í landið til að jafna útflæði gjald- eyris. Því sé engin sérstök ástæða til að búast við meiri veikingu krón- unnar. »22 Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.