Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Glæsilegt nýlegt 3ja herbergja parhús ásamt bílskúr. Vandaðar
innréttingar og gólfefni. Stór sólpallur með heitum potti.
Stærð 130,9 m2
Verð kr. 42.500.000
Breiðhóll 23, 245 Sandgerði
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Hluti af ofurskattheimtuReykjavíkurborgar var
ræddur í borgarráði á fimmtudag.
Borgarráðs-fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins
bókuðu meðal ann-
ars: „Í fyrradag
fengu húseigendur
álagningarseðil
sem er 15% hærri
að jafnaði en sá síð-
asti. Þetta er mikið
högg. Sjálfstæðisflokkurinn lagði
fram tillögu í borgarstjórn hinn
18.10. 2018 og aftur 4.12. 2018
þess efnis að fasteignaskattar á
atvinnuhúsnæði lækkuðu úr 1,65%
í 1,60% enda fyrirséð að fasteigna-
mat myndi hækka, sem leiðir til
hærri fasteignaskatta. Tillagan
var felld tvívegis á fundi borgar-
stjórnar. Í lögum um tekjustofna
sveitarfélaga segir að skatthlut-
fall fasteignaskatts af atvinnu-
húsnæði skuli vera að hámarki
1,32% af fasteignamati ásamt
lóðaréttindum. Lögin veita þó
heimild til að innheimta 25% álag.
Reykjavíkurborg beitir þessu
álagi og innheimtir því 1,65% af
fasteignamati, sem er það hámark
sem lög leyfa.“
Þá er í bókuninni bent á að lík-legt megi telja að aukaálagið
sem lögin leyfa hafi verið ætlað
þeim sveitarfélögum þar sem fast-
eignamat sé lágt. Það eigi ekki við
um Reykjavík þar sem fast-
eignamat sé með því sem hæst
gerist.
Það er með miklum ólíkindumað í Reykjavík skuli vera nýtt
sérstök undanþáguheimild til að
leggja aukinn skatt á fasteigna-
eigendur. Og ekki má gleyma því
að Reykjavík nýtir sér einnig lög-
bundið hámarksútsvar, öfugt við
það sem var þegar vinstri menn
tóku yfir stjórn borgarinnar.
Dagur B.
Eggertsson
Ofurskattar
Reykjavíkur
STAKSTEINAR
Staða miðlunarlóna Landsvirkjunar
er nú mun betri en á sama tíma í
fyrra. Úrkoma í lok ársins 2018 og
upphafi þessa árs bætti stöðu miðl-
unarlóna og bætti fyrir frekar úr-
komulítinn október. Ekki er algengt
að það bæti í lónin um hávetur.
Á móti kemur að lítill snjór hefur
safnast fyrir á hálendinu, að því er
fram kemur á heimasíðu Lands-
virkjunar. Útlitið fyrir raforku-
afhendingu á árinu er gott, segir þar
ennfremur.
Í byrjun desember var vatnshæð í
Þórisvatni 576 metrar yfir sjávar-
máli. Um miðjan janúar hafði vatns-
hæðin aukist um einn metra og hef-
ur aldrei verið meiri á þessum
árstíma.
Vatnshæð Hálslóns er nú 617,6
metrar yfir sjávarmáli og er hún
þremur metrum meiri en á sama
tíma í fyrra. Vatnshæð í Blöndulóni
er nú 475,7 metrar yfir sjávarmáli,
tæpum 50 sentimetrum meiri en á
sama tíma í fyrra. sisi@mbl.is
Ljósmynd/Landsvirkjun
Búrfellsstöð Útlitið fyrir raforkuafhendingu á árinu er gott eftir hlýindin.
Hækkar um hávetur
í lónum á hálendinu
Hæstarétti bárust á árinu 2018
alls 64 beiðnir um áfrýjunar- og
kæruleyfi. Um áramót höfðu 54
beiðnir verið afgreiddar og fallist á
að veita leyfi í 10 tilvikum sem er
18,5% hlutfall. Til samanburðar
má geta þess að Hæstarétti Nor-
egs bárust 800 beiðnir á árinu
2017 um leyfi til áfrýjunar dóma
og var leyfi veitt í 114 tilvikum
sem er 14,25% hlutfall. Dómarar í
Hæstarétti Íslands eru 8 en 20 í
Hæstarétti Noregs.
Þessar upplýsingar komu fram
þegar Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra heimsótti Hæstarétt
á fimmtudag ásamt fylgdarliði og
kynnti sér starfsemi réttarins. Er
þetta í fyrsta skipti sem forsætis-
ráðherra heimsækir réttinn í þess-
um tilgangi í 99 ára sögu hans, að
því er fram kemur í frétt á heima-
síðu Hæstaréttar.
Í heimsókninni var rætt um
starfsemi réttarins allt frá stofnun
hans árið 1920 og þá sérstaklega
hvaða breytingum ný dómstóla-
skipan, sem tók gildi 1. janúar
2018, veldur í starfsemi Hæsta-
réttar. Með þeim breytingum tók
Landsréttur við hlutverki Hæsta-
réttar sem áfrýjunardómstóll en
Hæstiréttur dæmir einungis í for-
dæmisgefandi málum. sisi@mbl.is
Hæstiréttur veitti 10 áfrýjunarleyfi
Fyrsta heimsókn forsætisráðherra
landsins í réttinn í 99 ára sögu hans
Heimsókn Forsætisráðherra ritar
nafn sitt í gestabók Hæstaréttar.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/