Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
GABOR
14.997
VERÐ ÁÐUR 24.995
11.997
VERÐ ÁÐUR 19.995
40%
AFSLÁTTUR
LHG.IS
Kynning á
skipulagslýsingu
Nýtt deiliskipulag öryggissvæðisins
á Keflavíkurflugvelli
Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að
vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Í
samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga er unnin lýsing fyrir
deiliskipulagið.
Deiliskipulagið fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir
hættulegan farm, svæði fyrir skammtíma gistiaðstöðu, efnis-
vinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og
starfsemi, svo sem þyrlupall og girðingar.
Skilalýsingin verður aðgengileg á samráðsgátt stjórnvalda
(samradsgatt.is) og á vefsíðum utanríkisráðuneytisins og
Landhelgisgæslu Íslands.
Ábendingar og athugasemdir skulu berast skriflega og má skila
þeim til Landhelgisgæslu Íslands, b.t. Sveinn Valdimarsson,
skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða
í tölvupósti á skipulagsfulltrui@lhg.is. Frestur til að skila
athugasemdum er til 6. febrúar 2019.
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Skoðið úrvalið á facebook
DimmalimmReykjavik
ÚTSALA - ÚTSALA
Enn meiri verðlækkun!
útigallar
og úlpur
30%
afsláttur
50%afslátturaf útsöluvörum
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Orkustofnun telur að útmörk á
fyrirhuguðu friðlýstu svæði á
Reykjatorfunni fyrir ofan Hvera-
gerði séu algerlega óraunhæf og
svæðið of víðtækt í og kringum
Reykjadal, að teknu tilliti til varma-
orkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og
Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja
því sérstaka friðlýsingarskilmála er
leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra
orkuvinnslu innan þess svæðis.
Jarðhitanýting í áratugi
Þetta kemur meðal annars fram í
umsögn Orkustofnunar um áform
um friðlýsingu Reykjatorfunnar í
Ölfusi. Bent er á að á því svæði sem
fyrirhugað er að friðlýsa hafi verið
jarðhitanýting í áratugi.
Í umsögninni segir: „Reykjatorf-
an ásamt Hveragerði og nágrenni er
á miklu jarðskjáftasvæði og er jarð-
hitinn á svæðinu undir áhrifum frá
því. Meðal þeirra áhrifa er möguleg
tilfærsla á jarðhita í kjölfar jarð-
skjálftahrina.
Orkustofnun lýsir hér með
áhyggjum sínum af því að gætt hef-
ur erfiðleika að undanförnu í rekstri
Veitna ohf. vegna hitaveitu fyrir
Hveragerðisbæ og þarfa Landbún-
aðarháskóla íslands, eftir jarð-
skjálftana 2008, vegna breytinga í
jarðhitavirkni. Ljóst er að slíkar
jarðskjálftahrinur munu halda
áfram að eiga sér stað á svæðinu.
Stofnunin leggur áherslu á að
hafa þarf borð fyrir báru vegna
þessa, ekki aðeins í framtíð heldur
einnig í nútíð, varðandi möguleg ný
vinnslusvæði jarðhita til húshitunar,
gróðurhúsaræktunar, iðnaðar og
annarrar atvinnusköpunar í Hvera-
gerði.“
Þrjár stoðir sjálfbærni
Orkustofnun telur það mjög já-
kvætt að áformum um friðlýsingu sé
lýst og færi gefið á athugasemdum
og ábendingum, áður en að sjálfu
friðlýsingarferlinu kemur. Bent er á
að gera þurfi fullnægjandi úttekt
sem nái til allra þriggja stoða sjálf-
bærni, þ.e. umhverfislegra, efna-
hagslegra og samfélagslegra þátta
áður en að friðlýsingu Reykjatorf-
unnar kemur.
Of víðtæk friðlýsing
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jarðhiti og útivist Unnið við gerð göngustíga í Reykjadal, en straumur ferðamanna hefur síðustu ár legið um svæðið.
Orkustofnun gerir athugasemdir við fyrirhugaða friðlýsingu
í Reykjadal Vandamál í rekstri vegna hitaveitu í Hveragerði
Sala á þorrabjór hefst fimmtudag-
inn 24. janúar en upphaf þorrans er
á Bóndadaginn, föstudaginn 25.
janúar. Í ár er áætlað að 14 teg-
undir af þorrabjór verði í boði, að
því er fram kemur á heimasíðu Vín-
búðanna. Af tegundum má nefna
Þorrakalda, Hval 2 þorraöl frá
Steðja, þrjár tegundir af Surti,
Bónda, Víkings-þorra, þorrabjór
frá Ölvisholti, Segul 67 og Þorra-
gull.
Árstíðabundinn bjór verður sí-
fellt fyrirferðarmeiri hérlendis og
sérstakur bjór er seldur fyrir jól,
páska og þorra. Vörur sem tengjast
tiltekinni hátíð eða tímabili eru ein-
ungis til sölu í ákveðinn tíma. Þann-
ig lýkur sölutímabili þorrabjórs 23.
febrúar.
Fjórtán tegundir af þorrabjór
Atvinna