Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 14
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stefán Ólafsson, prófessor í félags- fræði við Háskóla Íslands og starfs- maður Eflingar, segir almennt litið svo á að með batnandi afkomu styttist vinnutími launafólks. Tilefnið er umfjöllun Morgun- blaðsins á þriðjudaginn var um meðalvinnutíma á Íslandi, í ESB og á öðrum Norðurlöndum. Umfjöllun- in byggðist á tölum Eurostat, hag- stofu ESB, og benti til að vinnuvikan á Íslandi hefði verið að styttast. Þær tölur eru endurbirtar í grafi hér fyr- ir ofan. Grafið hefur verið leiðrétt en tölur um vinnutíma í ESB árið 2017 voru rangar í fyrri útgáfu. Þá víxluð- ust tölur um samdrátt á tímabilinu. Færri muni vilja yfirvinnu „Almennt má ætla að með batn- andi afkomu styttist vinnutíminn, a.m.k. hjá þeim hópum sem eru að sækja í yfirvinnu til þess að bæta af- komuna fyrir venjulega neyslu og fjölskyldurekstur. Það má ætla að öðru óbreyttu og ef við höldum þokkalegum hagvexti á næstu árum, og erum ekki að fara í nein stór áföll, að batnandi afkoma heimila muni skila sér í styttri vinnuviku og eins ef markmið kjarasamninga sem fyrir liggja nást að einhverju leyti. Þá myndi ég telja nokkuð ljóst að vinnuvikan myndi styttast að jafnaði í kjölfarið,“ segir hann. Má geta þess að Efling hefur hafnað tillögum Samtaka atvinnu- lífsins um breyt- ingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær hafi gengið út á að víkka ramma dagvinnutímans úr 10 klst. í 13, að taka kaffitíma út úr launuðum vinnutíma og að lengja uppgjörstímabil yfirvinnu. Gæti átt við yngra fólkið Spurður hvort ekki megi ætla að fólk nýti tækifærið og vinni meira þegar framboð af störfum er gott og launin há segir Stefán þá ályktun ganga gegn algengustu kenningum í þessu efni. Þó megi heimfæra þetta upp á ungt fólk og innflytjendur sem eru að koma undir sig fótunum. Hann rifjar upp að skattfrjálsa árið 1987, sem svo var kallað, hafi yngra fólk nýtt sér umframeftir- spurn eftir vinnuafli. „Skattfrjálsa árið fólst í því að árið 1988 var tekin upp staðgreiðsla skatta, sem þýddi að árið 1988 voru greiddir skattar af tekjum þess árs. Árið á undan, 1987, voru hins vegar greiddir skattar af tekjum ársins 1986, sem þýddi að í reynd var aldrei greiddur skattur af tekjum ársins 1987. Sumir hættu í skóla og nýttu sér að árið 1987 kom vel út skattalega séð gagnvart auka- tekjum umfram tekjur ársins 1986. Það þýddi hins vegar náttúrulega ekki að árið væri skattlaust.“ Stefán telur aðspurður að Ísland sé að færast frá þeirri yfirvinnu- menningu sem hafi tíðkast hér. „Já, ég held að viðhorfin séu að breytast í þá áttina að ef fólki er gert það kleift kjaralega, með viðunandi dagvinnulaunum, vilji það vinna minni yfirvinnu. Það á sérstaklega við um yngri kynslóðina sem er komin út á vinnumarkaðinn. Ef fólki verður gert þetta auðveldara mun- um við sjá markverða styttingu vinnutíma í framhaldinu. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er á bak við kröfur í núverandi kjarasamn- ingum. Sem er að gera þetta kleift með því að bæta sérstaklega hag fólks sem er á lægri tekjum og hag unga fólksins sem er að byrja á vinnumarkaði og er á lægri tekjum en þeir eldri,“ segir Stefán og bendir á að kröfur um skattalækkanir á lægri tekjur og millitekjur hjálpi einnig til í þessu efni. Í fleiri en einu starfi „Til dæmis má nefna Eflingar- fólkið, verkafólk á höfuðborgar- svæðinu, en þar eru menn að bæta við sig á annað hundrað þúsund krónum í mánaðarlaun með yfir- vinnu og starfi númer 2 og 3 ef svo ber undir. Það er reyndar kannski ekki svo algengt að menn séu í þremur störfum. Hlutfallslega margir í þessum hópum hafa þó tekjur úr tveimur störfum.“ Spurður um ástæður langs vinnu- tíma á Íslandi rifjar Stefán upp að á fyrri áratugum hafi kaup á Íslandi fyrir dagvinnu verið óvenjulágt mið- að við hagsæld og nágrannalöndin. „Íslendingar bættu sér það upp með mikilli vinnu … Rótin að þessu öllu var metnaður Íslendinga í lífs- gæðakapphlaupinu. Við höfum verið heldur mikið efnishyggjufólk og með djarfa neyslu á köflum og helsta leið- in til þess að fullnægja því hefur í gegnum tíðina verið að vinna hrika- lega mikið, leggja hart að sér.“ Spurður hvort ein skýringin á lengri vinnuviku sé að Ísland hafi verið komið skemmra á þróunar- brautinni en hin Norðurlöndin segir Stefán að um 1970 hafi þjóðar- framleiðslan á mann verið komin á svipað ról og í þessum löndum. Hann hafi í bókinni Lífskjör og lífshættir á Norðurlöndum (1990) borið saman lífskjörin á Norðurlöndunum. „Þá vorum við klárlega komin upp á sama hagsældarstig. Við vorum með svipaða þjóðarframleiðslu á mann og einkaneyslu og frændþjóð- irnar á hinum Norðurlöndunum en með lægra grunnkaup, lengri vinnu- tíma og lægri skatta. Samhliða vorum við hins vegar með minni stuðning frá velferðarkerfinu en hin- ar Norðurlandaþjóðirnar, en með þessu aukna vinnuálagi náðum við að trekkja einkaneyslu upp á svipað stig og á hinum Norðurlöndum.“ Fylgifiskur hnattvæðingar Spurður um það fyrirkomulag sem er til dæmis í Noregi að borga út yfirvinnu með frítökurétti, í stað hærri launa, segir Stefán slíkt fyrir- komulag hafa orðið algengara á Vesturlöndum á síðustu tveimur áratugum, eftir því sem verkalýðs- hreyfingin hafi veikst og hnattvæð- ing markaðshátta aukist. Þetta sé oft í raun rýrnun starfskjara. Á Ís- landi hafi yfirvinnutíminn til dæmis verið um 80% dýrari en dagvinnu- tíminn. Yfirvinnutekjur hafi gegnt stóru hlutverki í að gera láglauna- fólki kleift að láta enda ná saman. Getur grafið undan réttindum „Ef þessi svokallaði sveigjanleiki gengur mjög langt getur hann gefið atvinnurekendum aukið svigrúm til þess að vera með fólk í vinnu langt fram á kvöld og um helgar en alltaf á dagvinnukaupi einu, sem taki það svo út í dagvinnufríi einhvern tím- ann miklu síðar. Þá er í raun verið að misnota starfsfólkið og rýra kjörin. Vinnuveitandinn er með slíku að fá aukið svigrúm til að vera með fólk í vinnu á ókristilegum tíma og jafn- vel undir miklu álagi, sem kemur niður á fjölskyldulífi, en alltaf aðeins á dagvinnukaupi. Þótt ég telji að skoða megi ein- hverjar útfærslur á sveigjanleika verða að vera mjög afgerandi og stíf mörk gagnvart því að ekki sé verið að auka álag og kröfur og rýra um leið kjör fyrir hverja vinnustund hjá vinnandi fólki með svona leiðum … Þetta er vandmeðfarið og margt að varast. Að auki mætti alls ekki færa at- vinnurekendum sjálfdæmi í slíku. Við þurfum að vernda það sem áunn- ist hefur í verkalýðsbaráttu síðustu aldar og byggja ofaná það, en ekki gefa réttindi og starfskjör frá okkur. Annars verðum við komin niður á kjarastig þróunarlandanna fyrr en síðar. Slíka stefnu geta menn séð í framkvæmd víða í Bandaríkjunum, svo dæmi sé tekið,“ segir Stefán. Minni yfirvinna með betri afkomu  Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, telur útlit fyrir enn meiri styttingu vinnuvikunnar 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Stefán segir ýmsar skýr- ingar á því að starfsævin sé töluvert lengri á Ís- landi en á hinum Norður- löndunum. Þótt Íslendingar lifi lengur en flestar vest- rænar þjóðir að meðal- tali þá verji þeir færri ár- um á ellilífeyri en allar hagsælu vestrænu þjóð- irnar. Fari seinna á lífeyri. „Lengi var lífeyrir lágur og raun- ar ófullnægjandi fyrir marga, eink- um þá sem unnu í einkageira at- vinnulífsins á lægri launum eða millilaunum. Þetta skapaði hvata til að vinna lengur til að bæta neyslu- kjörin, hvata sem var sterkur í sam- félagsumhverfi mikillar efnishyggju eða neysluhyggju, sem hér hefur ríkt og gerir enn. Þótt lífeyrir hafi batnað á síðustu áratugum hefur skattlagning lífeyristekna á hinn bóginn aukist. Það á þátt í að viðhalda hvata til að vinna lengur og jafnvel lengur en fólk helst vildi, miðað við það sem fram hefur komið í könnunum með- al eldri borgara. Seink- un lífeyristöku hefur að auki verið leið til að auka lífeyrisréttindin hjá almannatryggingum og einnig hækkað mán- aðarlegar greiðslur úr lífeyrissjóðum,“ segir Stefán og bendir á að Ísland hafi ekki haft sérstakan „snemm- tökulífeyri“ [e. early retirement pension]. Það hafi einnig þýtt að eina leiðin til að fara á ellilífeyri fyrr en við 67 ára aldur hafi verið í gegn- um örorkulífeyriskerfið, sem skapi hærri þröskuld gegn slíkri notkun lífeyriskerfisins en almennt hafi tíðkast á Vesturlöndum. Þetta hafi sparað mikil útgjöld til lífeyrismála hér á landi. „Þessu til viðbótar hafa Íslend- ingar lengi haft mjög jákvætt við- horf til vinnu og gott atvinnuástand til lengri tíma hefur gert þeim sem vilja kleift að vinna lengur en í flest- um öðrum vestrænum hagsældar- ríkjum, þar sem eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið takmarkaðri.“ Margt skýrir lengri starfsævi ÍSLENDINGAR VINNA LENGST NORÐURLANDABÚA Seinkun lífeyrisaldurs hefur hækkað lífeyri. Stefán Ólafsson 43 42 41 40 39 38 37 36 35 34 33 32 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Klukkustundir á viku 41,0 39,1 37,1 36,3 36,4 33,9 33,2 38,4 38,1 36,2 35,8 34,0 *Ríkjum ESB fjölgaði á tímabilinu. Heimild: Eurostat. Samanburður á vinnutíma á Norðurlöndunum og í ESB 1995-2017 Breyting 1995-2017 Ísland -4,6% ESB lönd -5,5% Finnland -3,7% Noregur -0,3% Svíþjóð +0,6% Danmörk -7,3% Ísland Evrópusambandslönd* Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.