Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 27

Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð- velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Sigurbjörn Björnsson er efst-ur með fullt hús vinningaeftir fjórar umferðir áSkákþingi Reykjavíkur. Hann vann Lenku Ptacnikovu sl. miðvikudagskvöld. Í 2.-5. sæti koma Hjörvar Steinn Grétarsson, Jóhann Ingvason, Davíð Kjartansson og Vignir Vatnar Stefánsson, allir með 3½ vinning. Í annarri umferð MótX-mótsins í Stúkunni bar helst til tíðinda að Guðmundur Kjartansson vann Jó- hann Hjartarson og er efstur ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni og Jóni L. Árnasyni. Þeir eru með tvo vinn- inga. Hjörvar og Jón L. tefla saman í 3. umferð og Guðmundur mætir Braga Þorfinnssyni. Jóhanni Hjartarsyni hefur gengið illa í viðureignum sínum við Guð- mund Kjarrtansson undanfarið en í skákum þeirra fer oft af stað sama atburðarásin, þ.e.a.s. Guðmundur situr í viðsjárverðri stöðu í miðtafli en tekst einhverveginn að klóra sig fram úr erfðleikunum. Dæmi um þetta kom fram á þriðjudagskvöldið: Jóhann – Guðmundur Hvítur er skiptamun og peði yfir en þyrfti að bæta kóngsstöðu sína. Lítill tími var aflögu en vinnings- leiðin sem „vélarnar“ bentu á er: 34. Kf1! b4 35. Ba1! Rxa5 36. Db2! f6 37. Be6+ – og síðan – Kg2 og vinnur. En Jóhann lék ... 34. Bf1? b4 35. Bb2 Hann varð að reyna 35. Bxg7 Kxg7 36. Dg5+ Dxg5 37. hxg5 þó svartur eigi betri færi eftir 37. ... Rxa5. 35. ... Re5! Ótrúlegt en satt, svarta staðan er unnin! 36. Bxe5 dxe5 37. Db4 Dxg3+ 38. Kd1 Dxf3+ 39. Kd2 Be3+ – og hvítur gafst upp. 20 jafntefli – 20 sigrar Jafnteflisdauðinn virtist hafa hel- tekið Magnús Carlsen í kappskákum hans með venjulegum umhugsunar- tíma. Í 4. umferð stórmótsins í Wijk aan Zee gerði hann sitt fjórða jafn- tefli þegar hann tefldi við Vladimir Kramnik sl. þriðjudag og jafnaði þá met Hollendingsins Giri sem fyrir einhverjum misserum síðan gerði 20 jafntefli í röð. Þess metjöfnun Magnúsar er rakin til síðustu fjög- urra jafntefla á EM taflfélaga í Porto Carras sl. haust, 12 jafntefla í heimsmeistaraeinvíginu í London, að viðbættum þessum skákum í „Víkinni“. Gamlir aðdáendur Bobby Fischer gátu rifjað upp annað met – 20 sigurskákir í röð! Á tíu mánaða tímabili 1970 –́71 vann Bobby sjö sinnum á lokaspretti millisvæða- mótsins í Palma á Mallorca og þar á eftir 13 skákir í röð í einvígjunum við Taimanov, Larsen og Petrosjan. En Magnús lauk runu jafntefla með því að sigra heimamanninn Jor- den Van Foreest í fimmtu umferð og er ½ vinningi á eftir Liren Ding og Jan Nepomniachtchi þegar átta um- ferðir eru eftir: Wijk aan Zee 2019; 5. umferð: Jorden Van Foreest – Magnús Carlsen Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Re7 9. c4 Rg6 10. Da4 Bd7 11. Db4 Db8 12. h4 h5 13. Be3 a6 14. Rc3 f5 Hann lék 14. ... a5 í at-skák nr. 2 gegn Caruana – og vann! 15. O-O-O Be7 16. g3 O-O 17. Be2 e4 18. Bd4? Hann hefði átt að taka peðið, 18. bxh5 Re5 19. Be2 b5 gefur svartur vissulega bætur en hugsanlega ekki nægjanlegar. 18. ... Bf6 19. Bxf6 Hxf6 20. Db6 Re5 21. Kb1 Be8 22. Hd2 Rd7 23. Dd4 Dc7 24. Rd1 Re5 25. Re3 f4 26. gxf4 Hxf4 27. Hg1 Bg6! Eftir þenn- an leik teflir svarta staðan sig sjálf. Hvítur getur ekki varið peðin á f2 og h4. 28. Ka1 Haf8 29. c5 Hxf2 30. Dc3 Dxc5 31. Dxc5 dxc5 32. d6 Kh7 33. d7 Rf3 – og hvítur gafst upp. Situr í viðsjárverðri stöðu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Pálmi Pétursson Kóngspeðið komið af stað Jón L. Árnason og Kristján Eðvarðsson við taflið í Stúkunni á Kópavogsvelli. Það mun vera á stefnuskrá Flokks fólksins að skattleysis- mörk miðist við 300.000 á mánuði, þ.e. að þeir sem eru með 300.000 krónur eða minna á mánuði greiði ekki tekjuskatt og út- svar, sem þýðir 56.930 hækkun persónu- afsláttar. Fjármála- ráðherra bregst fljótt við og segir að þetta yrði alltof dýrt, það þýddi 149.000.000.000 króna tekjutap hjá hinu opinbera á ári. Þessi útreikningur hans virðist mér miðast við að hækkun persónu- afsláttar, 56.930 á mánuði, sé látin ganga upp í gegnum allan tekjustig- ann. Önnur aðferð og líklegri til að skapa samfélagslega sátt væri að breyta skattkerfinu með þeim hætti að laun neðan við 300.000 á mánuði yrðu skattlaus, laun á milli 300.000 og 390.000 yrðu skattlögð þannig að einstaklingar á þessu bili væru með 300.000 í ráðstöfunartekjur og þeir sem væru með meira en 390.000 í tekjur á mánuði skattlegðust með óbreyttum hætti, þ.e. óbreyttum persónuafslætti (53.895), skatt- þrepum og prósentum. Þetta þýddi að þeir sem eru með laun ofan við 390.000 á mánuði greiddu sömu skatta og þeir gera í núverandi kerfi. Miðað við ofangreinda tilhögun og tekjudreifingu einstaklinga árið 2017 þýddi þessi tillaga Flokks fólksins gróft reiknað 23.543.748.000 tekjutap hins opinbera en ekki 149.000.000.000. Gróft reiknað væru 71.000 einstaklingar undir skattleys- ismörkum, 20.800 með tekjur milli 300.000 og 390.000 og 97.000 yfir 390.00 og greiddu óbreytta skatta. Skattalækkunin í fyrsta hópnum yrði um 22 milljarðar, 1,5 milljarðar í öðrum hópnum og engin lækkun í þeim þriðja. Það kann að vera áhugavert að unnt væri að bæta tekjutap hins opinbera með því að bæta við 4,8% tekjuskatti á tekjur yfir milljón á mánuði. Væru öllum undir 300 þús- undum í yfirliti um dreifingu at- vinnutekna 2017 greidd 300 þúsund á mánuði en laun annarra óbreytt þýddi það að beinn launakostnaður launagreiðenda ykist um 7% á ári. Þessi tala felur í sér ofmat á hækkuninni þar sem margir þeir sem taldir eru með minna en 300 þúsund á mánuði eru annaðhvort í hlutastarfi eða námsfólk sem er með tekjur aðeins hluta úr ári. Svona til gamans má bæta við eftirfarandi dæmi. 7% launahækkun á 500.00 króna mánaðarlaun er 35.000 kr., af hækk- uninni greiðir launþegi 12.411 í skatt og heldur eftir 22.589 krónum. Af 35.000 króna launahækkuninni sem launagreiðandi greiðir fær hann 7.000 til baka í formi lægri skatt- greiðslu, það er nettókostnaðarauki hans er 28.000 krónur á mánuði. Að síðustu þá yrði útkoma hins opin- bera vegna 7% launahækkunar 5.411 krónur í plús, þ.e. hærri skatt- greiðsla frá launþega 12.411 og lægri skattgreiðsla frá launagreið- enda 7.000. Hér hefur verið litið fram hjá orðlofsframlagi og trygg- ingagjaldi greiddum af atvinnurek- anda til að einfalda útlistun og æra ekki óstöðugan. Það er vel athugandi með hverjum hætti bæta megi hag þeirra lægra launuðu án þess að það gangi upp allan tekjustigann með tilheyrandi verðbólgu og sé sú leiðin valin að fara í gegnum tekjuskattskerfið hvernig bæta megi tekjutap hins opinbera. Ósagt skal látið hvort nokkur vilji sé til að taka á þessum málum með ofangreindum hætti, sem útheimtir hóflegar aukaálögur á þá sem betra hafa það. Viljinn einn er allt sem þarf en oft vill verða að menn þrýtur hugrekkið til góðra verka. Flokkur fólksins og skattleysi lægri launa Eftir Þorbjörn Guðjónsson Þorbjörn Guðjónsson » Það er vel athugandi með hverjum hætti bæta megi hag þeirra lægra launuðu án þess að það gangi upp allan tekjustigann með til- heyrandi verðbólgu. Höfundur er cand. oecon. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.