Morgunblaðið - 19.01.2019, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir
aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er
mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og
loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að
Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr.
• Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað
hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir.
Velta 100 mkr. og góð afkoma.
• Hádegisverðarþjónusta þar bæði er sent í fyrirtæki og neytt á
staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta
100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna.
• Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og
sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug
undanfarin ár og jákvæð afkoma.
• Litlar heildsölueiningar sem henta sem viðbót við annað. Um er að
ræða snyrtivörur fyrir fagfólk, bætiefni og ýmsa smávöru.
• Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er
lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð
280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum
undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.
• Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og
fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
Árið sem leið var á
heimsvísu eitt það
heitasta sem sögur
fara af. Árleg losun
gróðurhúsaloftteg-
unda vex enn þrátt
fyrir að hörmung-
arnar sem fylgja í
kjölfarið verði sífellt
augljósari; ofsaveður,
eyðilegging vistkerfa
og dauði. Loftslags-
breytingar eru farnar að hafa afar
neikvæð áhrif á lífskjör fjölmargra
jarðarbúa og ef ekki rofar til mun
það sama gerast hér á landi, ekki
hvað síst vegna súrnunar sjávar.
Árið 1997 tók ég þátt í þriðja
aðalfundi rammasamnings samein-
uðu þjóðanna í Kyoto í Japan. Þar
voru tendraðar vonir um að nú
myndi mannkynið hefja vegferð
sem kæmi í veg fyrir alvarlegar
loftlagsbreytingar. Fljótlega kom í
ljós að fá ríki voru reiðbúin, eða
höfðu burði til, að
standa við það sem
þar var lofað. Banda-
ríkin heltust fyrst úr
lestinni og fleiri lykil-
ríki fylgdu í kjölfarið.
Sama virðist vera að
gerast nú í kjölfar
Parísasamkomulagsins
2015. En uppgjöf er
ekki valkostur.
Á 24. ársfundi
rammasamnings sam-
einuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar,
sem haldinn var í Póllandi í des-
ember sl., var því fagnað innilega
að samstaða hafði náðst um 144
blaðsíðna lokaskjal. Fagnaðarlætin
voru slík að halda hefði mátt að
loftslagsvandinn hefði verið leyst-
ur. En það var einungis verið að
fagna ákvörðun um reglur til þess
hægt væri að mæla og bera saman
aðgerðir og losun gróðurhúsa-
lofttegunda þeirra ríkja sem hafa
lofað að fylgja Parísarsamkomu-
laginu. Varla telst það þolanlegur
árangur eftir aldarfjórðungs við-
ræður og samningaumleitanir. Á
sama fundi var lögð fram skýrsla
alþjóðlegu vísindanefndarinnar um
loftslagsbreytingar sem lýsti
hættuástandi ef þjóðir heims taka
ekki við sér, að orðum verði fylgt
eftir með aðgerðum með markmiði
um að takamarka hlýnun við 1,5
til 2 gráður. Skýrslan sýnir að það
er til mikils að vinna, að takmarka
hnattræna hlýnun við 1,5 gráður,
en ef ekki dregur fljótt úr losun
má reikna með að meðalhiti kom-
ist upp í þær hæðir upp úr 2030.
Til að viðhalda athyglinni á mál-
ið hefur aðalritari Sameinuðu
þjóðanna boðað leiðtogafund um
loftslagsbreytingar í september
nk. undir fyrirsögninni að „bar-
áttan við loftslagsbreytingar sé
kapphlaup sem mannkynið geti
unnið, og verði að vinna“.
Umhverfisráðherra segir í ára-
mótagrein sinni í Fréttablaðinu 9.
janúar 2019 að loftslagsbreytingar
séu stærsta sameiginlega áskor-
unin sem við jarðarbúar stöndum
frammi fyrir. Hann fagnar þeim
móttökum sem aðgerðaáætlun í
loftslagsmálum fyrir Ísland hefur
fengið og upplýsir að fram undan
séu stórtækar aðgerðir við að
binda kolefni úr andrúmslofti og
að hætta brennslu innflutts og
mengandi jarðefnaeldsneytis í
samgöngum hér á landi og nota
heldur innlenda og endurnýjan-
lega orkugjafa.
Víðtæk alþjóðleg samstaða er
forsenda árangurs í aðgerðum
gegn alvarlegum loftslagsbreyt-
ingum. Það sem við gerum á Ís-
landi, eða jafnvel allri Evrópu
leysir ekki loftslagsvandann. Ef-
laust eru þeir til sem hugsa að
best sé að bíða og sjá til í stað
þess að innleiða kostnaðarsamar
breytingar sem leysa ekki vand-
ann. En er ekki aðgerðaleysi í
raun glæpur gegn mankyninu;
komandi kynslóðum, börnum og
barnabörnum? Sem betur fer eru
margar tæknilegar og hagkvæmar
lausnir fram komnar sem bíða
þess að verða teknar í notkun af
ríkjum, borgum og bæjum og fyr-
irtækjum sem vilja vera í farar-
broddi. Og svo eru fjölmargar ein-
faldar lausnir eins og að stöðva
landeyðingu og auka gróðurþekju.
Sérhagsmunir, græðgi og skamm-
sýni eru hindranir sem þarf að yf-
irstíga, bæði hér á landi og í öðr-
um ríkjum. Ef vel tekst til hjá
ríkjum sem leggja sig fram um að
leysa vandann er von til þess að
þær þjóðir sem draga lappirnar í
dag hugsi sig um. Þess vegna er
það siðferðileg skylda Íslands að
leggja sig fram. Nýleg aðgerða-
áætlun sem umhverfisráðherra
vitnar til er vísir að því að verið
sé að taka vandan fastari tökum
hér á landi. En hún er aðeins
veikburða upphaf að langri og erf-
iðri vegferð þar sem hyggjuvitið
og úthaldið verða að halda í hönd
réttlætis gagnvart komandi kyn-
slóðum.
Baráttan við loftslagsbreytingar er kapphlaup
sem mannkynið getur unnið og verður að vinna
Eftir Tryggva
Felixson
Tryggvi Felixson
» Aðgerðir á Íslandi,
eða jafnvel allri Evr-
ópu leysa ekki loftslags-
vandann, en má ekki
líkja aðgerðaleysi við
glæp gagnvart komandi
kynslóðum?
Höfundur er auðlindhagfræðingur og
starfar sem ráðgjafi og leiðsögu-
maður.
tryggvifel@gmail.com
Við lifum óvenju-
lega tíma umróts á al-
þjóðasviðinu með til-
heyrandi flóði upp-
lýsinga og sleggju-
dómum fjölmiðla,
okkar eigin og hinna
erlendu. Vænta má að
mikill meirihluti fólks
á Íslandi hafi sæmi-
lega yfirsýn yfir þró-
un mála, íþróttir og
veðrið fjær og nær
fyrir tilstilli prentmiðla, sjónvarps,
útvarps eða af interneti á tölvu-
skjánum. Margvíslegt vinsælt efni
er á norrænu stöðvunum eins og
fréttirnar t.a.m. á CNN, BBC eða
Fox. Þannig mátti í beinni útsend-
ingu fylgjast með slysalendingu
Brexit-viðræðnanna með afdráttar-
lausri höfnun breska þingsins á
samningsniðurstöðum Theresu
May 15. janúar. Verði enginn
samningur um viðskipti við ESB
kallar það á efnahagslegar hamfar-
ir yfir Breta og veldur öðrum
skaða, þar með talið Íslandi. Utan-
ríkisþjónustan vinnur dyggilega að
því að tryggja alla okkar hagsmuni
í sviptingunum í Bretlandi. Þessi
furðulega Evrópuferð þeirra gæti
boðað einskonar Titanic-slys lands-
ins var sagt í Westminster. Ekkert
bendur til upplausnar ESB né
varðar þetta framtíð Evrópska
efnahagssvæðisins enda aðild
Breta að því rædd sem ein lausn
vandans. May stóðst naumlega
vantraust í breska þinginu 17. jan-
úar og boðar nýjar tillögur sem
ræddar eru í London og fluttar í
Brussel innan fárra
daga.
Á öðrum sögulega
grónum sviðum utan-
ríkismála en í Evrópu,
eru góðar fréttir, eink-
um er varðar náið
samstarf við Bandarík-
in og fram kom á fundi
utanríkisráðherranna
Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar og Mike Pompeo
í Washington hinn 7.
janúar sl. Því ber að
fagna með þakklæti. Í
grein í Mbl. 12 þ.m.,
tekur Björn Bjarnason mjög í
þennan streng um fundinn í Wash-
ington en bendir á þörf þess að lit-
ið sé til norðausturhorns landsins
vegna staðsetningar landvarna.
En eins og víðar eru fordómar
eða villandi viðhorf fortíðar yfir-
færð á óskyldar aðstæður, einkum
varðandi NATO og Evrópusam-
band nútímans. Tortryggni ríkir
um Evrópumál vegna stórlega mis-
heppnaðrar fiskveiðistefnu ESB.
Ógn vegna árásarstríðs Rússa með
kjarnavopnum, eins og í Kúbudeil-
unni 1962, er ekki aðsteðjandi
heldur tölvuárásir. Engu að síður
komast nauðsynlegar og auðskilj-
anlegar tölvuvarnir ekki að í fjöl-
miðlum, fullir vandlætingar vegna
skandalamála. En annað og miklu
meira mál, sem hvílir í þögninni, er
stefna Kínverja að byggja upp
efnahagsleg/pólitísk ítök sem víð-
ast um heim og hefur Ísland þar
orðið fyrir valinu.
Ekkert fær breytt því að land-
lega Íslands og náttúrugæði gera
nálæga hátekjumarkaði í Evrópu
og Bandaríkjunum einn eðlilegra
kosta í viðskiptum. Fríverslun á
s.k. „Asíugátt“ er af viðskipta-
ástæðum væntanlega lítils virði
fyrir okkur. Það má hins vegar
vera auðskiljanlegt að Kína sóttist
eftir þeirri viðurkenningu sem hinn
einstaki fríverslunarsamningur við
Ísland veitti sem fyrsta skrefið í
aðstöðu hér vegna nýtingar auðæfa
norðurskautsins. Það var í ringul-
reið hrunsins að Íslendingar, einir
Evrópuþjóða, gerðu slíkan samn-
ing. Ekki minni manni en Wen
Jiabo, forsætisráðherra Kína, var
mjög umhugað um lúkningu samn-
ingsins þegar hann heimsótti Ís-
land 2012 með 100 manna fylgdar-
liði. Og þá hafði stærsti ísbrjótur
heims, Xue Long, komið til
áhersluauka um að Kína væri kom-
ið til að vera sem norðurskautsríki.
Í Grímsstaðamálinu, sem blossaði
upp 2011, kom fram hættuleg aðför
Kínverja að okkur Íslendingum.
Áróðursbrögð þeirra voru býsna
snjöll. Dulin langtíma markmið
Kínverja voru kynnt sem risaátak í
túrisma í Norðurþingi og það á
tímum sem enga erlenda fjárfest-
ingu á Íslandi var að fá. Skáldið
Huang Nubo, einn ríkasti maður
Kína,var reiðubúinn til kaupa á
Grímsstöðum á Fjöllum, jarðnæði
300 fkm, byggingu lúxus hótels og
einbýlishúsa með flugvelli og golf-
velli. En kaup Huangs reyndust
andstæð lögum landsins.
Vinátta landanna var vottuð við
mikla gestrisni í Beijing og lands-
menn máttu ætla af sjónvarpaðri
viðhöfn, m.a. á Torgi hins him-
neska friðar, að nú hefðum við
höndlað ávinninginn í hrakförum
hrunsins. Kínverjar sáu sem var að
léttan tón mátti slá í samskiptum
við Íslendinga með sveitarstjórn-
um í Norðurþingi sem tóku að sér
að reka utanríkispólitík, rétt eins
og um úthýsingu til þeirra hefði
verið að ræða. Óvænt var að þýska
verktakafyrirtækinu Bremenports
var falið að hefja tæknilega athug-
un á byggingu gámahafnar í
Finnafirði á stærð við þá í Amster-
dam árið 2014. Ekki hefur höf-
undur orðið var við að gerð hafi
verið opinberlega grein fyrir þessu
máli og stöðu þess, eins og með
rannsóknarstöðina á Kárhóli
nyrðra. Spyrja mætti hvort fram-
kvæmdaáætlun Kínverja sem
gengur undir heitinu Belti og
braut geri ráð fyrir risahöfninni í
Finnafirði sem þjóni í senn flutn-
ingum yfir norðausturleiðina um
norðurskautið og umsvifum Kín-
verja á svæðinu. En þetta gæti far-
ist fyrir ef það eru þarfir íslenskra
þjóðarhagsmuna, sem ráða ferðinni
í Finnafirði.
Norðausturland
Eftir Einar
Benediktsson
Einar
Benediktsson
» Spyrja mætti hvort
framkvæmdaáætlun
Kínverja sem gengur
undir heitinu Belti og
braut geri ráð fyrir risa-
höfninni í Finnafirði.
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra.
Matur