Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 30
30 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Þorgils
Hlynur Þorbergsson guðfræðingur prédikar.
Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Kriszt-
inu Kalló Szklenár. Sunnudagaskóli á sama
tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríð-
ar Helgadóttur og Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í
umsjá Kristnýjar Rósar djákna og séra Sig-
urðar. Brúður, bænir, söngur, sögur.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór
Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths
Reeds. Prestar eru Arnór Bjarki Blomsterberg
og Kjartan Jónsson. Sunnudagaskóli á sama
tíma undir stjórn Bjarka Geirdals Guðfinns-
sonar. Hressing og samfélag á eftir. Fundur
með foreldrum fermingarbarna á eftir
messu.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl.
11 í Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Sigrún
Ósk, Pétur og Þórarinn Kr.
BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir
altari. Kór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng
undir stjórn Steinunnar Árnadóttur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestar eru Magnús Björn Björnsson og Tos-
hiki Toma. Kór Breiðholtskirkju syngur, org-
anisti er Örn Magnússon. Sunnudagaskóli á
sama tíma. Ensk messa kl. 14. Prestur er
Toshiki Toma.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Daníel Ágúst, Sóley Adda og Pálmi leiða
stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr
Kór Bústaðakirkju leiða söng. Organisti er
Antonia Hevesi, prestur Pálmi Matthíasson.
Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir
messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
Gunnar Sigurjónsson. Vinir Digraneskirkju
sjá um tónlist. Skírn. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili að messu lokinni.
DÓMKIRKJA KRISTS konungs, Landa-
koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl.
10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigil-
messa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra El-
ínborg Sturludóttir prédikar. Sunnudagaskóli
á kirkjuloftinu, Dómkórinn og Kári Þormar. At-
hugið lyfta í skrúðhúsi fyrir hjólastóla. Bíla-
stæði gegnt Þrúðvangi. Æðruleysismessa kl.
20. Prestarnir Díana Ósk Óskarsdóttir, El-
ínborg Sturludóttir, Fritz Már Berndsen og
Kristján Hrannar Pálsson.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
10.30. Messa kl. 18 í kirkjunni. Sr. Þorgeir
Arason. Organisti er Torvald Gjerde. Kór Eg-
ilsstaðakirkju. Meðhjálpari er Hulda S. Þrá-
insdóttir. Guðsþjónusta á Dyngju sunnudag
kl. 17. – Kyrrðarbæn (Centering Prayer) er
stunduð í Safnaðarheimili þriðjudaga kl. 17 –
hefst aftur 22. janúar.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar
og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir
stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Bára Dís
Böðvarsdóttir spilar á píanó. Sunnudaga-
skóli á sama tíma í umsjá Mörtu og Ásgeirs.
Kaffi og djús eftir stundina. Meðhjálpari er
Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Hjörtur Magni Jóhannsson safnaðar-
prestur leiðir stundina. Fermingarbörn taka
þátt. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlist-
ina ásamt Erni Arnarssyni gítarleikara.
GLERÁRKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í guðs-
þjónustu. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar.
Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Val-
mars Väljaots oganista. Umsjón með sunnu-
dagaskóla hefur Sunna Kristrún djákni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Grétar Halldór Gunnarsson og sr. Sigurður
Grétar Helgason þjóna. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Ferm-
ingarbörn úr Vætta-, Rima- og Kelduskóla
ásamt fjölskyldum eru boðin velkomin. Eftir
messu verður fundur og farið verður yfir ferm-
inguna. Heitt á könnunni. Sunnudagaskóli á
neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Dans, söngvar
og sögur. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón
og Stefán Birkisson leikur á píanó.
GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng |
Messa kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason
þjónar. Vox Populi syngur og organisti er
Hilmar Örn Agnarsson.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 í
tilefni alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku
fyrir einingu kristninnar sem samstarfsnefnd
kristinna trúfélaga á Íslandi stendur að. Efni
frá kristnum kirkjum í Indónesíu. Ingvi Krist-
inn Skjaldarson frá Hjálpræðisher prédikar.
Lestra og bænir flytur fólk úr ýmsum söfn-
uðum. Prestur er María Ágústsdóttir. Org-
anisti er Ásta Haraldsdóttir og Kirkjukór
Grensáskirkju leiðir söng. Léttar veitingar á
eftir. Guðsþjónustunni er útvarpað á Rás 1.
Sjá dagskrá bænaviku á kirkjan.is.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur er
Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Hrönn
Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur.
Barnastarf í umsjá Bryndísar Böðvarsdóttur
og Böðvars Björgvinssonar. Meðhjálpari er
Guðný Aradóttir og kirkjuvörður er Lovísa
Guðmundsdóttir. Kaffisopi í boði eftir
messuna.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11.
Björgvin Franz og Þorleifur Einarsson leikarar.
Bíbí og Björgvin syngja. Barna- og unglingakór
Hafnarfjarðarkirkju syngur. Stefán Már, Hilmar
Örn og Helga leiða stundina ásamt leiðtogum
sunnudagaskólans. Mánudagskvöldið 21.
janúar kl. 20 verður helgistund á samkirkju-
legri bænaviku. Fulltrúar kristinna kirkna ann-
ast lestra og hugvekjur.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Hópur messu-
þjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór
Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður
Áskelsson. Umsjón barnastarfs hefur Inga
Harðardóttir. Bænastund mánud. kl.
12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl.
10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8.
Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía,
kór Háteigskirkju, syngur. Organisti er Krist-
ján Hrannar Pálsson. Prestur Eiríkur Jó-
hannsson.
HRUNAKIRKJA | Dægurlagamessa kl.
20.30. Kirkjukórinn flytur dægurlög undir
stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.
Hugvekjur, ritningarorð, bæn.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gauta-
borg. Íslensk guðsþjónusta verður í Västra
Frölundakirkju sun. 20. janúar kl. 14. Ís-
lenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og
kórstjórn Lisa Fröberg. Altarisganga. Prest-
ur er Ágúst Einarsson. Barnastund,
smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjón-
ustu.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam-
koma kl. 13 með lofgjörð og fyrirbænum.
Börnin byrja inni á sal en á meðan sam-
koman varir verður sér fræðsla fyrir þau.
Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi að
samverustund lokinni.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Messa kl. 14.
Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn
Kára Allanssonar. Prestur er Kjartan Jóns-
son og meðhjálpari Þórhildur Þórmunds-
dóttir. Kaffi og samfélag á eftir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku
Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudaga-
skóli kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Graduale Nobili syngur við at-
höfnina, stjórnandi er Þorvaldur Örn Dav-
íðsson. Organisti er Magnús Ragnarsson,
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur
þjónar. Sara og Hafdís taka á móti börn-
unum í barnastarfinu. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili að lokinni messu.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Arn-
gerður María Árnadóttir og kór Laugarnes-
kirkju. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir alt-
ari og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan.
Kaffi og samvera í safnaðarheimilinu á eftir.
Fimmtudagur 24.1. Hásalurinn, Hátúni 10,
kl. 16. Helgistund með sr. Hjalta Jóni og sr.
Davíð Þór.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Messa um kvöldið kl. 20. Hljóm-
sveitin Sálmari spilar og leiðir söng. Sr. Dís
Gylfadóttir þjónar fyrir altari.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur
Þórhallsson. Umsjón barnastarfs: Katrín
Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og
Ari Agnarsson. Samfélag og kaffisopi á Torg-
inu eftir messu.
NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík |
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson
þjónar og kirkjukórinn leiðir söng undir
stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista.
Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmundsson.
ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Nemendur úr
Tónsmiðjunni syngja.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar
samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnu-
daga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-
60, 3. hæð. Ræðumaður er sr. Kjartan Jóns-
son. Barnastarf. Túlkað á ensku.
SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Kyrrðarstund
með altarisgöngu (Taize-messa) kl. 20. Org-
anisti er Rögnvaldur Valbergsson. Prestur er
Sigríður Gunnarsdóttir.
SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11, Bibl-
íusaga og brúðuleikhús, nýr límmiði og ávaxta-
hressing í lokin. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Bryn-
dís Malla Elídóttir þjónar, Kór Seljakirkju syngur
og Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgelið,
kaffi að guðsþjónustu lokinni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli kl. 11. Biskup Íslands, frú
Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og vísiterar
Seltjarnarnessöfnuð. Bjarni Þór Bjarnason þjón-
ar fyrir altari ásamt sr. Helgu Soffíu Konráðs-
dóttur prófasti og sr. Þorvaldi Víðissyni bisk-
upsritara. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Félagar úr Kammerkórnun syngja. Leiðtogar sjá
um sunnudagaskólann. Kaffiveitingar og sam-
félag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast
prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarna-
son.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og org-
anisti er Jóhann Baldvinsson. Sunnudaga-
skóli á sama tíma og boðið upp á djús og
kaffi að lokinni messu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa
kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir
stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur.
Prestur Sigurður Kr. Sigurðsson. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Bryndísar.
Hressing í safnaðarsalnum á eftir.
ORÐ DAGSINS: Þegar
huggarinn kemur.
(Jóh. 15)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Svarfaðardalur Vallakirkja.
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288