Morgunblaðið - 19.01.2019, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
✝ Axel GrímurJulian Thor-
steinson fæddist 13.
september 1922 í
Winnipeg í Kanada.
Hann lést 29. desem-
ber 2018.
Axel var næstelst-
ur albræðra, bræður
hans eru Stein-
grímur Harry Thor-
steinson, f. 15. októ-
ber 1920 í Pittsfield,
Bandaríkjunum, lát-
inn 11. ágúst 2002, og Halldór
Thorsteinson, f. 4. febrúar 1930.
Foreldrar þeirra voru Jeanne
Lambertina Thorsteinson, fædd
Fafin, f. 21. maí 1901, látin 24.
júní 1984, og Axel Thorsteinson,
Johnson og Kaaber eða þar til
hann fluttist að Álftárósi um
1950. Halldór bróðir hans var
einnig á Álftárósi á þessum árum
og tóku þeir við búinu og ráku
það ásamt Ólöfu næstu árin. Þeir
eignuðust jörðina um 1960 og
byggðu þar nýtt íbúðarhús og öll
útihús. Axel vann ýmis trún-
aðarstörf fyrir sveit sína, var í
hreppsnefnd og skattanefnd allt
þar til þær voru lagðar niður í
sveitunum. Þeir bjuggu á Álftár-
ósi til ársins 1980 þegar þeir
fluttu til Reykjavíkur. Axel vann
um tíma sem gæslumaður á
Kleppi og vann hjá Póstinum til
ársins 1994 er hann lét af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Útförin fór fram í kyrrþey.
f. 5. mars 1895, lát-
inn 3. desember
1984. Systir sam-
feðra var Sigríður
Sigurðardóttir
Breiðfjörð, f. 30.
ágúst 1928, látin
15. maí 2003. Bræð-
ur samfeðra eru
Birgir, f. 24. ágúst
1941, og Gunnar
Aðalsteinn, f. 27.
apríl 1944.
Axel stundaði
nám við Héraðsskólann í Reyk-
holti og síðar við Bændaskólann
á Hvanneyri 1941. Hann starfaði
um tíma sem túlkur hjá banda-
ríska hernum til stríðsloka 1945.
Hann starfaði einnig hjá O.
Axel, frændi minn með mörgu
nöfnin, lést 29. desember 2018.
Hann notaði þau nú ekki öll nema
svona spari. Grímsnafnið var eftir
Grími Thomsen og Julian var eftir
franska afa hans og svo auðvitað
Axelsnafnið eftir föður hans.
Hann átti nokkuð sérstæða ævi,
kvæntist ekki og átti enga afkom-
endur, en elskaði börn, sem hænd-
ust mjög mikið að honum. Þegar
ég gerðist ráðskona hjá þeim
bræðrum var yngsta dóttir mín
með í för, þær eldri og Palli mað-
urinn minn komu að Álftárósi um
helgar. Þá var oft glatt á hjalla.
Þóra María var eins og frímerki
á honum, fylgdi honum við allar
gegningar og dundaði sér við það
að greiða kúnum á mjaltatímum og
veiða mýsnar úr fóðurtunnunum.
Hann hafði nú gaman af því. Það
var mjög þroskandi að kynnast
þessum afabróður sem alltaf var
tilbúinn að tala við litla frænku.
Eftir að Axel flutti í bæinn og
við að norðan var hann alltaf með
okkur um jól og áramót meðan ég
gat séð um það sjálf, og veit ég að
hann kunni vel að meta það. Axel
var mjög trúaður maður og bað
fyrir fólkinu sínu heitt og innilega.
Það var aðdáunarvert að hann
hélt heimili fyrir þá bræður, eldaði
og sá um aðdrætti nánast fram á
síðasta dag. Ótrúlegt hjá 96 ára
gömlum manni.
Palli minn fór með honum að
versla áður en Bónus kom í næsta
hús og sagðist Axel oft sakna þess
að hitta hann ekki lengur, það hefði
verið svo notalegt að spjalla sam-
an.
Fyrst og síðast var Axel mjög
góður maður sem mátti ekkert
aumt sjá og var góður við alla í
kringum sig, bæði menn og dýr. Að
síðustu þakka ég fyrir allt, Axel
minn, hvað þú varst okkur fjöl-
skyldunni góður.
Kveðja,
Margrét Fafin Thorsteinson.
Núna ertu farinn til Týra þíns,
elsku Axel minn. Það er með mik-
illi hlýju og þakklæti sem ég kveð
hann afabróður minn Axel. Ég var
svo lánsöm að fara með mömmu
minni ung að árum til sumardvalar
á Álftárósi á Mýrum.
Þar fékk ég dýrmætt veganesti
út í lífið frá þeim bræðrum Axel og
Halldóri.
Axel mátti sinna bústörfum
með mig sex ára skottuna í eft-
irdragi allan liðlangan daginn,
sjálfsagt síspyrjandi út í tilveruna
eins og barna er siður. Ekki minn-
ist ég þess að hann hafi nokkurn
tímann kvartað eða beðist undan
því að hafa mig með sér við gegn-
ingarnar. Þess í stað sýndi hann
mér og kenndi svo ótalmargt.
Að fylgjast með honum og Hall-
dóri bróður hans sinna skepnun-
um á bænum af sinni alkunnu
hlýju og virðingu fyrir dýrum og
umhverfi var veganestið sem
fylgdi mér inn í lífið.
Ég eyddi löngum stundum í
fjósinu þeirra að kemba kúnum og
brasa við að bjarga músum úr fóð-
urtunnum. Svo djúpstæð vinátta
myndaðist í fjósinu að kýr ein er
Búkolla hét var ekki felld eins og
eðlilegt hefði talist þegar hún
hætti að gagnast mjólkurbúinu,
nei þeir frændur mínir leyfðu
henni að lifa vegna vináttu okkar
tveggja.
Kindur og kýr áttu sín nöfn,
sögurnar af Týra hundinum sem
Axel átti og var grafinn undir
svefnherbergisglugganum hans,
bæjarferðirnar í Borgarnes þar
sem ég bý í dag.
Minningarnar svo ótal margar
og það sem umvefur mig við að
hugsa um þær allar er kærleikur
og þakklæti.
Þegar ég varð fullorðin og eign-
aðist son minn kom ekkert annað
til greina en að láta skíra hann í
höfuðið á Axel frænda eða Axel afa
eins og börnin mín kölluðu hann
alltaf.
Axel var heilsuhraustur nánast
fram á síðasta dag og þegar hann
fór á eftirlaun rúmlega sjötugur að
aldri bauðst hann til að passa Pál
Axel fyrir minn veturinn 1993-94
vegna þess að ég hafði ekki fengið
leikskólapláss fyrir drenginn.
Hann mátti ekki heyra á það
minnst að verða sóttur á morgn-
ana en gekk þess í stað heilan vet-
ur úr Bústaðahverfinu upp í Ár-
túnsholt til að gæta snáðans litla.
Þar mynduðust dýrmæt tengsl og
vinátta milli þeirra tveggja. Páll
Axel varð fljótt altalandi og var
eftir því tekið hve gott íslenskt mál
hann hafði tileinkað sér. Þarna
hafði sagan endurtekið sig því mér
er sagt að ég hafi verið með orða-
forða að góðum og gildum sveita-
sið eftir dvöl mína á Álftárósi litlu
eldri en Páll Axel minn var þegar
þeir eyddu vetrinum saman.
Það verður skrítið að tala núna
bara um Halldór en iðulega komu
nöfn þeirra bræðra fram í einu og
sömu setningunni enda voru þeir
bræður afar nánir alla tíð.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði, elsku Axel minn, og
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín skotta úr sveitinni,
Bjarnþóra María Pálsdóttir.
Axel G.J. Thorsteinson
✝ María BjörkÞórsdóttir
fæddist 22. maí
1933 á Bakka í
Öxnadal. Hún lést
á Hornbrekku,
dvalarheimili aldr-
aðra á Ólafsfirði,
25. desember 2018.
Foreldrar Bjark-
ar voru Þór Þor-
steinsson, f. 19.
október 1899, d.
26. október 1985, og Guðrún
Björg Jóhannesdóttir, f. 4. apr-
íl 1911, d. 4. september 1984.
Eldri bróðir Bjarkar hét
Símon Beck Þórs-
son, f. 9. sept-
ember 1931, d. 8.
janúar 1981. Eft-
irlifandi þeirra
systkina er Ólöf
Steinunn Þórs-
dóttir, f. 11. mars
1939.
Björk ól allan
sinn aldur heima á
Bakka, utan síð-
ustu tvö ár ævinn-
ar.
Björk var ógift og barnlaus.
Útför Bjarkar fór fram frá
Bakkakirkju 8. janúar 2019.
Það var sumardaginn fyrsta
árið 2000 sem ég kom fyrst á
kirkjustaðinn Bakka í Öxnadal.
Þar bjuggu myndarbúi systurnar
Ólöf og María Björk Þórsdætur
og sonur Ólafar, Helgi Þór.
Samstundis myndaðist með
okkur og systrunum hlý vinátta.
Björk var einstök kona sem hafði
svo ótal margt að gefa. Hún var
afar fróð, víðlesin og einstaklega
minnug.
Hún miðlaði af fróðleik sínum
á svo eftirminnilegan hátt að því
var seint gleymt. Svo átti hún
pennavini sem hún ræktaði sam-
bandið við fram á elliár.
Það er sérstakt hlutverk að
sitja kirkjustað og mikil ábyrgð.
Þó að Ólöf og Helgi sinntu hinum
ytri málum kirkjunnar var hlut-
verk Bjarkar ekki síðra. Þó að
líkamlega væri hún fötluð var
andinn að sönnu reiðubúinn og
því má með sanni segja að hún
hafi hlúð að kirkjunni sinni and-
lega enda afar trúuð kona. Hún
talaði alltaf vel um alla og kímni-
gáfan var á sínum stað.
Í kirkjunni og á heimilinu á
Bakka minnist ég þess að hafa
haldið jólin hátíðleg í 12 ár eða
þann tíma sem ég þjónaði á
Möðruvöllum í Hörgárdal. Það
var ævinlega síðasta verk Ólafar
áður en hún hringdi kirkjuklukk-
unum að leiða systur sína á
fremsta bekk í kirkjunni. Í hinu
veglega messukaffi annan í jólum
var Björk ætíð hrókur alls fagn-
aðar og ljúft var að sjá hve sveit-
ungarnir báru mikla virðingu fyr-
ir henni og sýndu henni
væntumþykju. Dætur mínar
minnast þessara stunda með
hlýju. Oftar milli hátíða var kom-
ið við á Bakka og fyrir þær heim-
sóknir erum við hjónin ævarandi
þakklát. Síðustu misserin hefur
Björk dvalið í Ólafsfirði. Þaðan
eigum við líka góðar minningar
frá heimsóknum okkar til henn-
ar.
Guð blessi allar góðu minning-
arnar um Maríu Björk og styrki
Ólöfu systur hennar og Helga
Þór.
Solveig Lára, Hólum.
María Björk
Þórsdóttir
Elsku afi. Mér
finnst svo óraun-
verulegt að þurfa að
kveðja þig. Ég á svo
ótal margar góðar minningar um
þig. Þú varst dásamlegur afi og
langafi. Þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa og reyndist mér svo vel.
Hvort sem það var að sækja mig,
skutlast eitthvað með mig, stússast
með mér að leita að rétta sund-
bolnum eða finna réttu gjöfina
handa pabba. Alltaf varstu til stað-
ar með bros á vör.
Gleymi ekki þegar ég fékk að
fara með þér í vinnuna og sjá allar
risastóru prentvélarnar og blaða-
rúllurnar og hvað mér fannst
merkilegt hvað þú vissir mikið um
allt.
Og ekki bara í vinnunni. Þú
varst svo uppfullur af fróðleik um
allskonar enda alltaf að lesa.
Kunnir svo margt og vissir svo
margt.
Það er erfitt að missa báða af-
ana sína á sama árinu og enn erf-
iðara að vera ekki á staðnum til að
kveðja. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa kvatt þig vel síðasta sumar og
hugsa um allar góðu stundirnar
sem við áttum, sem voru svo marg-
ar.
Öll jólin í Völvufellinu. En það
voru ekki jól nema afi opnaði skáp-
hurð á hausinn á sér. Eða svona
næstum. Við grínuðumst allavega
mikið með það.
Afi gerði bestu kjötsúpu í heimi.
Afi var mjög fær smiður. Hann
og amma smíðuðu heilt hús á
Ingvar Ágústsson
✝ Ingvar Ágústs-son fæddist 8.
febrúar 1939. Hann
lést 19. desember
2018.
Útför Ingvars
fór fram 17. janúar
2019.
Hellu, hann og pabbi
voru líka alltaf eitt-
hvað að smíða í bú-
staðnum. Svo ekki sé
minnst á stóra kof-
ann sem þeir smíð-
uðu handa mér á sín-
um tíma. Þar var sko
hægt að halda
náttfatapartí í hlýju
veðri.
Og bara allar góðu
samverustundirnar
uppi í bústað bæði þegar ég var lítil
og svo í seinni tíma með Sæmund.
Það var dásamlegt að horfa á þig
keyra hann um í hjólbörunum og
sjá gleðina á meðan þú fylgdist
með honum hlæjandi að leika sér.
Elsku, elsku afi. Við munum
sakna þín svo mikið.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsd.)
Lilja Rós og
Sæmundur Kristinn.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN HELGASON,
Kolbeinsgötu 26, Vopnafirði,
lést á Sundabúð sunnudaginn 13. janúar.
Útförin fer fram frá Hofskirkju
miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.30.
Oddný Jóhannsdóttir
Helgi Stefánsson Hjördís Jónsdóttir
Rafn Stefánsson Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir
Hjördís Valgarðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær dóttir mín og systir okkar,
RANNVEIG PÁLSDÓTTIR,
læknir,
Strandvegi 7, Garðabæ,
lést miðvikudaginn 16. janúar.
Jarðarför auglýst síðar.
Soffía Stefánsdóttir
Svana Pálsdóttir
Guðbjörg Pálsdóttir
Gísli Pálsson
Soffía Pálsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HILDIGUNNUR EYFJÖRÐ JÓNSDÓTTIR
frá Finnastöðum,
lést á Grenilundi Grenivík 14. janúar.
Útför hennar fer fram frá Grenivíkurkirkju
laugardaginn 26. janúar klukkan 14.
Fanney S. Ásmundsdóttir
Elísa Jóna Ásmundsdóttir Grétar Jón Pálmason
Kristinn Hólm Ásmundsson Erna Rún Friðfinnsdóttir
Kristján Þór Ásmundsson Hanna Björg Margrétardóttir
ömmu- og langömmubörn
Ástkær sambýlismaður minn,
VIGNIR JÓNSSON,
Ljósheimum 14a,
Reykjavík,
lést á Kanaríeyjum mánudaginn 14. janúar.
Bálför hefur farið fram.
Útför auglýst síðar.
Guðrún Ólafsdóttir
Ástkær bróðir okkar,
AXEL GRÍMUR JULIAN
THORSTEINSON,
Stúfholti 1,
áður bóndi á Álftárósi
í Mýrasýslu,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
laugardaginn 29. desember 2018.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Halldór Thorsteinson
Birgir Thorsteinson
Gunnar Thorsteinson