Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 44

Morgunblaðið - 19.01.2019, Page 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 NÁNAR Á S A L U R I N N . I S 03/02 kl. 20:00 SPÆNSKUR LJÓÐALEIKUR OG ÁSTAR- LJÓÐAVALSAR TÓNLEIKARÖÐ 2 0 1 8–2 0 1 9T Í B r Á Fj öl ni rÓ la fs so n, H an na D ór a St ur lu dó tt ir, H ra fn hi ld ur Á rn ad ót tir ,H rö nn Þr ái ns dó tt ir, M at th ild ur A nn aG ísl ad ót tir og Þo rs te in n Fr ey rS ig ur ðs so n fly tja Á st ar ljó ða va lsa Br ah m s og íS pa ni sc he sL ie de rs pi el ef tir Sc hu m an n flu tt ir. Breska tónskáldið Rebecca Saunders hlýtur svokölluð Ernst von Siemens-tónlistarverðlaun í ár en þau hafa verið kölluð „nóbelsverðlaun tónlistarinnar“ og eru veitt tónskáldi eða klassískum tónlistarmanni fyrir ævilanga þjónustu við listina. Verðlaunaféð nemur 250 þúsund pundum, um 39 milljónum króna. Saunders er fyrsta kventónskáldið sem hlýtur verð- launin en þau voru fyrst veitt tónskádinu Benjamin Britten árið 1974. Í The Guardian er haft eftir Saunders að það sé furðulegt að aðrar konur sem semja tónlist hafi ekki hlotið þessi verðlaun. Og hún er aðeins önnur konan til að taka við verðlaununum en fiðluleikarinn Anne-Sophie Mutter hlaut þau 2008. Á listanum yfir verðlaunahafa eru mörg þekkt nöfn, þar á meðal Pierre Boulez, Yehudi Menuhin, Karlheinz Stockhausen, Harrison Birtwistle og Daniel Barenboim. Saunders er rúmlega fimmtug og býr og starfar í Berlín. Hún segir að það sé ástæða fyrir bjartsýni hvað varðar sókn kventónskálda inn á svið sem karlar hafa lengi einokað, tónlistarlandslagið sé að breytast. „Í dag starfar fjöldi mjög hæfileikaríkra, sterkra og öruggra kventónskálda sem loksins eru að fá þá athygli sem þær eiga skilið og eru orðnar meira áber- andi. Það hefur breyst mikið síðan ég var ung,“ segir hún. Saunders hlaut Von Siemens-verðlaunin Rebecca Saunders Hin sívinsæla sýning Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í sautjánda sinn á Borgarbókasafn- inu í Gerðubergi á morgun, sunnu- dag, kl. 14. Sýningin verður það uppi út marsmánuð og fer þá á flakk milli fleiri sýningarstaða á landsbyggðinni. Á sýningunni má sjá myndlýs- ingar úr íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018. Að þessu sinni taka 19 myndhöfundar þátt og sýna myndirnar vel þá fjöl- breytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu. Eins og þeir sem skoðað hafa sýninguna þegar hún hefur verið sett upp, og þekkja jafnframt út- gáfuna fyrir börn og ungmenni, þá fara teiknararnir ólíkar leiðir við að segja sögur í myndum. Stíl- brögðin er margvísleg og leikið með frásagnarháttinn á fjölbreyti- legan og ævintýralegan hátt. Fyrsti viðkomustaður eftir að sýningunni lýkur í Gerðubergi verður Amtsbókasafnið á Akureyri en sýningin verður opnuð þar í byrjun apríl. Ævintýraheimar Sýningin nýtur ætíð mikilla vinsælda hjá lesendum barnabóka. Þetta vilja börnin sjá í Gerðubergi Harpa Þórs- dóttir, safnstjóri Listasafns Ís- lands, mun á morgun, sunnu- dag, kl. 14 leiða gesti um sýn- inguna Sjónar- horn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Um 130 verk á sýningunni eru í eigu Listasafns Íslands og sjónum er sérstaklega beint að þeim í leið- sögninni. Sýningin Sjónarhorn er sam- starfsverkefni sex stofnana, Þjóð- minjasafns Íslands, Listasafns Ís- lands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Lands- bókasafns – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum. Harpa leiðir gesti um Sjónarhorn Harpa Þórsdóttir Tónlistarkonan Kristín Anna kemur fram í menningarhús- inu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, laugar- dagskvöld, kl. 21. Kristín Anna flytur efni úr eigin smiðju fyrir píanó og rödd en með henni leika Guðmundur Steinn Gunnarsson, Ingi Garðar Erlendsson og Eiríkur Orri Ólafs- son. Kristín Anna hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitinni múm árið 1998 en eftir að hafa sagt skilið við hana kom hún fram undir nafninu Kría Brekkan á árunum 2006 til 2015. Væntanleg plata hennar sem nefnist I Must Be the Devil lítur dagsins ljós í mars næstkomandi. Kristín Anna í Mengi í kvöld Kristín Anna The Room Aðdáendaveisla með Greg Sestero. Metacritic 9/100 IMDb 3,7/10 Bíó Paradís 20.00, 22.00 Underdog Bíó Paradís 17.40 Shoplifters Metacritic 93/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 17.20, 19.40 Roma Morgunblaðið bbbbb Metacritic 95/100 IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 17.10 Suspiria Morgunblaðið bbbbm Metacritic 64/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 21.40 Nár í nærmynd IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 19.40, 22.00 The Upside Metacritic 45/100 IMDb 5,5/10 Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.25 Háskólabíó 18.30, 20.40 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30, 21.30 Green Book 12 Metacritic 70/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 16.40, 19.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 21.45 Escape Room 16 Metacritic 50/100 IMDb 6,4/10 Smárabíó 20.10, 22.30 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 21.50 Holmes og Watson 12 Metacritic 24/100 IMDb 3,4/10 Smárabíó 20.00, 22.10 Ben Is Back Metacritic 68/100 IMDb 6,9/10 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 19.30 Instant Family Metacritic 57/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Kringlunni 19.30 Mary Poppins Ret- urns 12 Metacritic 66/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 14.00 Sambíóin Álfabakka 14.00 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00 Sambíóin Kringlunni 13.40, 16.20 Sambíóin Akureyri 16.40 Háskólabíó 15.50 Second Act IMDb 5,8/10 Laugarásbíó 19.50, 22.00 Bumblebee 12 Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 14.50, 17.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 14.00, 20.00 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 19.30 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.25 Smárabíó 13.00, 16.00 Háskólabíó 15.30, 17.50, 20.30 A Star Is Born 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Kringlunni 16.30, 19.00 Spider-Man: Into the Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm Metacritic 87/100 IMDb 8,8/10 Laugarásbíó 16.30 Sambíóin Keflavík 14.30, 17.00, 19.00 Smárabíó 12.40, 14.20, 14.50, 17.10, 17.30, 19.40, 22.20 Háskólabíó 15.30, 18.10 Ótrúleg saga um risastóra peru IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Smárabíó 13.00, 15.10, 17.20 Háskólabíó 15.40, 18.20 Borgarbíó Akureyri 15.00, 17.30 Halaprúðar hetjur IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.00, 17.45 Sambíóin Akureyri 14.00 Sambíóin Keflavík 14.30 Nonni norðursins 2 Laugarásbíó 14.00 Smárabíó 12.40, 15.20, 17.30 Ralf rústar internetinu Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.30, 18.00 Sambíóin Egilshöll 14.00 Sambíóin Kringlunni 14.00 Sambíóin Akureyri 14.00 Sambíóin Keflavík 16.15 Smáfótur Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 13.00 Kevin Crumb, David Dunn, og Elijah Prince, öðru nafni Hr. Glass, eru allir staddir saman á geðspítala, og eru þar í sérstöku prógrammi fyrir fólk sem heldur að það sé ofurhetjur. Metacritic 41/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 16.30, 16.40, 19.20, 19.30, 22.10, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 13.50, 16.30, 19.20, 22.10 Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20 Smárabíó 19.00, 19.30, 21.50, 22.20 Glass 16 Robin Hood 12 Robin af Loxley, sem hefur marga fjöruna sopið í krossferðum, og Márinn félagi hans, gera uppreisn gegn spilltum enskum yf- irvöldum. Metacritic 32/100 IMDb 5,4/10 Sambíóin Álfabakka 19.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 22.30 Sambíóin Akureyri 22.20 Aquaman 12 Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávarríkisins Atl- antis, og þarf að verða leiðtogi þjóðar sinnar. Metacritic 53/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.30, 22.20 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 22.00 Sambíóin Akureyri 19.30 Sambíóin Keflavík 21.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.