Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 Stjórnendur Borgarleikhúss-ins hafa á umliðnum árumsinnt ungum íslenskumleikskáldum af virðingar- verðum metnaði. Má í því samhengi nefna sýninguna Núna í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur sem sett var upp árið 2013 þar sem sýndir voru einþáttungar eftir Kristínu Eiríksdóttur, Sölku Guðmunds- dóttur og Tyrfing Tyrfingsson sem í framhaldinu hafa öll samið leikrit í fullri lengd sem sýnd hafa verið á fjölum leikhússins, en bæði Salka og Tyrfingur störfuðu um tíma sem hússkáld Borgarleikhússins. Í fram- haldinu skrifaði Tyrfingur síðan Kartöfluæturnar sem Borgarleik- húsið frumsýndi 2017 og þar sýndi hann hversu meistaraleg tök hann hefur á miðlinum. Það er nefnilega mikil kúnst að skrifa texta sem lifnað getur við á leiksviðinu, texta sem býr yfir góðri persónusköpun og nauðsynlegri dramatískri spennu. Það er því ómetanlegt fyrir unga og upprenn- andi höfunda að fá tækifæri til að þróa texta sína í samvinnu við dramatúrga leikhússins og leik- stjóra ásamt því að öðlast reynslu af því að vinna í nánu samstarfi við leikræna stjórnendur og leikara. Undir yfirskriftinni Núna 2019 voru á Litla sviði Borgarleikhússins nýverið frumsýndir þrír nýir ein- þáttungar eftir jafnmarga höfunda í leikstjórn reynsluboltans Kristínar Jóhannesdóttur. Þetta voru verkin Sumó eftir Hildi Selmu Sigberts- dóttur, Þensla eftir Þórdísi Helga- dóttur og Stóri Björn og kakkalakk- arnir eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Hver þáttur var rúmur hálftími í flutningi og gerð voru tvö tuttugu mínútna hlé milli þátta til að skipta um leikmynd, búninga og leikgervi. Umgjörð Stígs Steinþórssonar var afar vel heppnuð. Leikið var á sexköntuðu hringsviði á tveimur hæðum í miðjum salnum sem sner- ist nær látlaust alla sýninguna – vafalítið til að tryggja sem bestar sjónlínur áhorfenda sem gekk að mestu eftir. Í fyrsta þætti kvöldsins tróndi heitur pottur efst á pallinum, í mið- þættinum vék potturinn fyrir dular- fullum lokuðum kassa og í lokaþætt- inum voru sængur og seríóspakkar áberandi í leikmyndinni. Í ljósi þess að leikrýmið fyrir miðjum salnum var ekki ýkja mikið var gaman að sjá það stækkað á hæðina þar sem órói hékk niður úr loftinu í fyrsta þætti sem leyst var af með flottri ljósakrónu úr hitalömpum í mið- þættinum og loks krók sem kom að góðum notum í lokaþættinum. Kvöldið fór afar vel af stað með Sumó þar sem áhorfendur fengu að fylgjast með tilraunum parsins Rannveigar (Þuríður Blær Jóhanns- dóttir) og Axels (Haraldur Ari Stef- ánsson) til að slaka á í sumarbústað í Ölfusborgum og eiga stund fyrir sig meðan ungt barn þeirra er í næturpössun. Plön þeirra raskast þegar Edda (Kristín Vala Eiríks- dóttir), sem dvalið hefur í næsta bú- stað, ryðst óvænt inn á þau eftir að Einar (Hannes Óli Ágústsson), kær- astinn hennar, stakk hana af eftir rifrildi og fór einn í bæinn. Þuríður Blær og Haraldur Ari voru afar trúverðug í hlutverki parsins. Samstilling þeirra í upphafi verksins var undirstrikuð með skemmtilegum hætti með líkum klæðnaði sem skipt var út fyrir svarta og hvíta sloppa sem undir- strikuðu brestina þegar á leið. Hannes Óli og Kristín Vala voru orkumikil í sínum innkomum, en búningar hjálpuðu persónusköpun- inni ekki mikið. Góður húmor ein- kenndi textann framan af og spenn- an í samskiptum persóna var áhugaverð, ekki síst þegar höfundur fór að leika sér með ólíka skynjun persóna á tímanum og kringum- stæðum. Botninn datt hins vegar óvænt úr verkinu þegar áhugaverð- ur absúrdblær vék fyrir sjúkdóms- væðingu sem rændi textann því miður allri dramatískri spennu. Þensla eftir Þórdísi Helgadóttur var næst í röðinni og reyndist vera heilsteyptasta verk kvöldsins. Höf- undur vísaði með skemmtilegum hætti í eitt frægasta hjónauppgjör leikbókmenntanna, Hver er hrædd- ur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee. Ungu tvíeyki (Ebba Katrín Finnsdóttir og Haraldur Ari Stef- ánsson) er boðið í eftirpartí á heimili eldra pars (Hannes Óli Ágústsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir) sem á sín mál óuppgerð. Sektar- kennd, sjálfsvorkunn og reiði eru áberandi leiðarstef þegar eldra par- ið velur að útkljá gömul deiluefni sín í votta viðurvist. Skýr rammi verksins rúmaði ein- staklega vel framvinduna sem dans- aði með framúrskarandi hætti á brún fáránleikans í draumórum Agnesar sem Katla Margrét túlkaði með sannfærandi hætti. Búningur hennar og frábær hárgreiðsla undir- strikuðu með fínum hætti þrá- hyggju hennar og skinn rándýra kölluðust á við undirliggjandi hættu. Hannes Óli í hlutverki eiginmanns- ins veitti konu sinni gott mótspil. Haraldur Ari og Ebba Katrín höfðu fína nærveru, en fengu eðli málsins ekki úr jafnmiklu að moða í hlut- verki áhorfenda. Lokaverk kvöldsins var Stóri Björn og kakkalakkarnir eftir Matt- hías Tryggva Haraldsson. Útskrift- arverkefni hans af sviðshöfunda- braut Listaháskóla Íslands, Griða- staður, sem tekið var til sýninga í Tjarnarbíói í haust vakti eðlilega mikla athygli enda spennandi og vel formað leikrit. Bæði verk einkenn- ast af miklum orðaflaumi sem naut sín vel í skýrri umgerð Griðastaðar, en gengur ekki fyllilega upp Stóra Birni og kakkalökkunum sem er mun lausbeislaðra verk. Fjarvera skýrs ramma veldur skorti á drama- tískri spennu. Einþáttungurinn miðlar martrað- arkenndum upplifunum titilpersón- unnar sem er gegnsýrð af lotuglápi í tölvunni sinni og klámnotkun með tilheyrandi félagsfælni og rang- hugmyndum um hitt kynið þar sem konur eru ýmist gyðjur eða hórur. Hannes Óli var orkumikill sem hinn aumingjalegi Björn, en hefði þurft að taka betur utan um textann til að yfirgnæfa tónlistina sem hljómaði undir stórum hluta verks- ins. Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson áttu ágæta spretti í hlutverkum kakkalakk- anna, en rýni var dulið hvernig lesa ætti í tilvist meindýranna. Var hér um að ræða niðurbældan ótta titil- persónunnar eða ógeð á eigin klám- notkun í ljósi þess að kakkalakk- arnir báru höfuðbúnað með áföstum gervityppum. Ebba Katrín Finns- dóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir voru ábúðarmiklar í hlutverkum tveggja kvenna sem virtust útlits- lega þjóna hugarórum titil- persónunnar, en sýndu styrk og úrræðasemi í anda ásynja. Þrátt fyrir ólíkan efnivið tókst með útpældri sviðsumgjörð og öguðum leikstíl undir styrkri stjórn Kristínar Jóhannesdóttur að skapa heildstæða kvöldstund þar sem ljósi var varpað á unga og efnilega höf- unda sem vafalítið eiga eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni. Reynsla þeirra af samstarfinu við Borgarleikhúsið verður þeim von- andi mikilvægt veganesti á skálda- brautinni. Veganesti á skáldabraut Ljósmynd/Grímur Bjarnason Spenna „Þensla […] reyndist vera heilsteyptasta verk kvöldins,“ segir í rýni um Núna 2019 sem samanstóð af þremur nýjum einþáttungum. Hannes er í forgrunni í Þenslu, en að baki honum eru Katla, Ebba og Haraldur. Borgarleikhúsið Núna 2019 bbbnn Sumó eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur. Þensla eftir Þórdísi Helgadóttur. Stóri Björn og kakkalakkarnir eftir Matthías Tryggva Haraldsson. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Tónlist: Garðar Borg- þórsson. Hjóð: Ólafur Örn Thoroddsen og Garðar Borgþórsson. Leikgervi: Guð- björg Ívarsdóttir. Leikarar: Ebba Katrín Finnsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Frum- sýning á Litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 11. janúar 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Snorri Sigfús Birgisson kemur fram á tónleikum í Hannesarholti í dag kl. 16. Um er að ræða þriðju og síðustu tón- leika vetrarins þar sem Snorri flytur drjúgan hluta þeirra tón- verka sem hann hefur samið fyrir píanó á árunum 1975 til 2018. Á efnisskránni í dag eru Portrett nr. 5 frá 1998, Æfing- ar (Tarot) samin 1980-81 og Port- rett nr. 7 frá 1998. Snorri lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1974. Hann hefur starf- að sem tónskáld, píanóleikari, tón- listarkennari og stjórnandi síðan hann kom heim að loknu fram- haldsnámi. Hann hefur samið ein- leiksverk, kammertónlist, raf- tónlist, kórtónlist og sinfónísk verk. Snorri leikur í Hannesarholti Snorri Sigfús Birgisson Guðmundur Oddur Magnús- son spjallar við gesti á sýning- unni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini í Hönnunarsafni Íslands í dag kl. 13. „Goddur tók fjölda viðtala við Einar á meðan hann var á lífi og fá- ir sem þekkja líf hans og störf bet- ur. Sýningin er skráningarverkefni sem staðið hefur yfir í Hönnunar- safninu undanfarna mánuði og fer nú brátt að ljúka. Einar var arki- tekt og 2014 færði hann Hönnunar- safninu allt innvols vinnustofu sinn- ar að gjöf,“ segir í tilkynningu. Goddur spjallar um Einar Þorstein Goddur Hvort sem þig vantar að selja, kaupa, leigja eða láta gera verðmat, erum við reiðubúin að liðsinna þér. Við leggjum áherslu á traust og heiðarleg vinnubrögð, yfir 20 ára reynsla. Hafðu samband og við aðstoðum þig. HB FASTEIGNIR Hrafnhildur Bridde Löggiltur fasteignasali hrafnhildur@hbfasteignir.is s: 821-4400 Ármúli 4-6, 108 Reykjavík – Sími 821 4400 – www.hbfasteignir.is ÞEKKING - ÞJÓNUSTA - ÞINN HAGUR ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.