Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 8

Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 Páll Vilhjálmsson stingur ágömlu og viðkvæmu kýli:    Þegar launa-maður ræður sig í vinnu er hann ekki spurður hvaða stéttarfélagi hann vilji tilheyra – eða alls engu.    Verkalýðshreyfingin hefurkomið málum svo fyrir að stéttarfélög eiga heilu starfs- greinarnar.    Mannréttindi vinnandi fólkseru brotin þegar stéttar- félag þvingar launamenn í félags- skap og rukkar gjald af hverjum og einum.    Félagsgjöldin eru notuð í pólit-íska starfsemi sem launþegar eru oft hjartanlega ósammála.    Stjórnendur og sérfræðingareiga svigrúm til að færa sig úr einu stéttarfélagi í annað.    En allur þorri launþega er einsog sláturfé, rekið á bás og félagsgjöld hirt af þeim áður en launin eru greidd.    Vitanlega á að koma málum svofyrir að upplýst samþykki launþega liggi fyrir áður en við- komandi er skráður í stéttarfélag.    Jafnframt þarf að tryggja aðlaunamenn eigi fleiri en einn valkost.    Skylduaðild að verkalýðsfélagiog nauðungarinnheimta á fé- lagsgjöldum er arfur liðins tíma sem við ættum að losa okkur við. Páll Vilhjálmsson Úrelt og gallað STAKSTEINAR Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Allt á 2.000- 5.000 kr. VERÐ- HRUN Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar tekur jákvætt í að stærð og lögun fyrirhugaðrar kirkju Rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar Mýrargötu 21 verði breytt samkvæmt svonefndri tillögu A. Mælt er með því að kirkjan verði staðsett sem næst innan núver- andi byggingarreits deiliskipulags- ins. Unnið hefur verið með tvær hug- myndir að kirkjuhúsinu. Einar Ólafs- son arkitekt hjá Arkiteo, sem lagði fyrirspurn fyrir skipulagsfulltrúa vegna kirkjunnar, sagði að nú væri unnið samkvæmt tillögu A. Hún gerir ráð fyrir minni kirkju, færri fermetr- um og lægra kirkjuskipi með tveimur turnum en ráð var fyrir gert í tillögu B. Tillaga A þykir falla betur að um- hverfinu. Heildar brúttó flatarmál kirkjunnar er 583 m2, stærð grunn- flatar 304 m2, hæð kirkjuskips 10,8 metrar og hæsti turn 17,7 metrar. Í greinargerð segir að samkvæmt tillögu A fari kirkjan út fyrir bygg- ingarreit gildandi deiliskipulags. Þá hafi Einar arkitekt lagt fram hug- mynd að tilfærslu þannig að kirkjan myndi aðeins fara lítils háttar út fyrir byggingarreit að austanverðu. Einn- ig mætti hugsa sér staðsetningu byggingarinnar mitt á milli inn- sendrar tillögu og tillögu Arkiteo. Breytingin væri því óveruleg en þó þyrfti að vinna deiliskipulagsbreyt- ingu vegna frávika frá byggingarreit, sem kynnt yrði skipulags- og sam- gönguráði. Ráðið tæki þá afstöðu til breytingarinnar og einnig tæki það ákvörðun um í hvernig kynningar- ferli breytingartillagan færi. gudni@mbl.is Rússneska rétttrúnaðarkirkjan Tillaga A gerir ráð fyrir minni kirkju. Minna kirkjuhús  Ný tillaga að kirkju við Mýrargötu Klamydíusýkingum fækkaði um- talsvert á síðasta ári frá því sem var árin á undan, samkvæmt embætti sóttvarnalæknis. Þá dró einnig úr tilfellum af sárasótt á árinu. Hins vegar fjölgaði lekand- tilfellum og HIV-smitum á árinu 2018. Í Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis, segir að samtals hafi 1.634 tilfelli af klamydíu greinst á árinu 2018 en 2.197 til- felli árið 2017, en það er um 26% fækkun. Þá er tekið sérstaklega fram að konur hafi verið 54% þeirra sem greindust á árinu, en karlmenn eru í meirihluta þeirra sem greinast með sárasótt, lek- anda eða HIV-smit. Dregið úr kynjamun Þrjátíu ný tilfelli af sárasótt greindust á árinu, sem er nokkur fækkun frá árinu 2017 en svipað og árið þar á undan. Segir í far- sóttafréttum að það sé há tíðni og að verulega hafi dregið úr kynja- mun frá árinu 2015. Það ár voru 90% þeirra sem smituðust af sára- sótt karlmenn, en karlar voru ein- ungis um 60% þeirra sem smit- uðust árið 2018. Þá segir að flestir þeirra sem hafi greinst með sára- sótt hafa verið íslenskir ríkis- borgarar en að á síðasta ári hafi skipting sárasóttartilfella verið jöfn milli fólks með erlent og inn- lent ríkisfang. Annað árið í röð greindust fleiri en hundrað manns með lekanda og segir í fréttabréfi sóttvarna- læknis að það sé fyrst og fremst fólk með innlent ríkisfang sem greinist með lekanda. Þá eru karl- menn í miklum meirihluta þeirra sem greindust á árinu, eða 84%. Þá fjölgaði þeim mikið sem greindust með HIV á síðasta ári, en 39 greindust árið 2018 miðað við 28 árið áður. Sérstaklega er tekið fram í fréttabréfinu að 30 af þeim 39 voru af erlendu bergi brotnir. Talið er að fimm ein- staklingar hafi smitast á Íslandi og tveir af þeim vegna fíkniefna- neyslu. Færri greindust með klamydíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.