Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Leggingsbuxur,
Langermabolur,
Rúllukragabolur
Stærðir: S-XL
Verð 6.850kr
Fallegur hlýr fatnaður sem hefur frábæra endingu.
Hægt að nota bæði sem insta lag eða eitt og sér.
Warm Wear
frá Elita
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stefnt er að því að sementsflutningaskipið Fjord-
vik yfirgefi Hafnarfjarðarhöfn í síðasta lagi um
miðjan febrúar. Skipinu verður þó ekki siglt héð-
an heldur verður því fleytt inn í siglandi flotkví
(Roll-Dock) og flutt til niðurrifs í Belgíu.
Giftusamleg björgun
Fjordvik strandaði við hafnargarðinn í Helgu-
vík aðfaranótt 3. nóvember. Áhöfn á þyrlu Land-
helgisgæslunnar, TF-GNA, tókst að bjarga fimm-
tán manns frá borði við erfiðar aðstæður, en
skipið lamdist við stórgrýttan hafnargarðinn
meðan á aðgerðum stóð.
Tæpri viku síðar tókst að draga skipið af
strandstað og inn til Keflavíkur. Þaðan var það
síðan dregið yfir til Hafnarfjarðar 15. nóvember.
Allar þessar aðgerðir tókust giftusamlega. Fjord-
vik var tekin upp í þurrkví Orms og Víglundar þar
sem meðal annars var soðið upp í gat á síðunni og
skipið gert flothelt.
Samkvæmt upplýsingum Lúðvíks Geirssonar,
hafnarstjóra í Hafnarfirði, er búið að semja um að
skipið fari í brotajárn í Belgíu, en það var smíðað
árið 1976 og er því rúmlega 40 ára gamalt. Útgerð
skipsins og tryggingafyrirtæki, sem fer með
ábyrgð gagnvart höfninni, vinna að því að ganga
frá pappírum og afla tilskilinna leyfa. Lúðvík segir
að skipið sé illa farið og ljóst að það fengi hvorki
tryggingaleyfi né önnur leyfi til að verða dregið
yfir hafið.
Svokallað Roll-Dock skip frá Hollandi er
væntanlegt og á að sigla með Fjordvik til Belgíu
þar sem skipið fer í brotajárn. Það er 99 metra
langt, en siglandi flotkvíar sem oft eru kallaðar til
þegar fjarlægja eða flytja þarf skip, eru af ýmsum
stærðum og gerðum. Lúðvík segir að sements-
farmurinn um borð sé að mestu óskemmdur og
aðeins sé hörð skel efst í farminum. Hann verði
væntanlega losaður úr skipinu í Belgíu.
Gleypti dýpkunarskipið
Undir lok síðasta árs voru þrír öflugir dráttar-
bátar fyrirtækisins Icetug fluttir til landsins með
sams konar flutningaskipi. Þeir bera nöfnin
Herkúles, Grettir og Kolbeinn grön. Flutninga-
skipið kom við á Reyðarfirði á útleiðinni þar sem
dýpkunarskipinu Galilei 2000 var fleytt um borð,
en skipið hefur unnið við dýpkun í Landeyjahöfn
síðustu misseri.
„Það var dálítið mögnuð sjón að sjá bláa skipið,
Rolldock Sun, bókstaflega gleypa dýpkunarskipið
Galilei 2000 inn í sig,“ mátti lesa á Austurfrétt um
þá flutninga.
Fjordvik í brotajárn í Belgíu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Björgun Fjordvik á strandstað við Helguvík í byrjun nóvember. 15 manns var bjargað frá borði.
Skipið, sem er 99 metrar á lengd, verður sett um borð í „siglandi flotkví“
Fengi hvorki tryggingaleyfi né önnur leyfi til að verða dregið yfir hafið
Vöruflutningar um hafnirnar í Hafnarfirði og
Straumsvík hafa aukist síðustu ár. Yfir milljón
tonn fóru um hafnirnar árið 2017 og á nýliðnu
ári var vöruflæðið enn meira er 1.150 þúsund
tonn fóru um hafnirnar. Það er meira en nokkru
sinni áður að sögn Lúðvíks Geirssonar hafnar-
stjóra.
Hann segir að aukning hafi verið á flutning-
um til og frá álverinu í Straumsvík, sem vegi
þungt. Einnig hafi aukning í flutningum á möl
og sandi til malbikunar verið áberandi, en sá
innflutningur fór úr 80 þúsund tonnum 2017 í
um 130 þúsund tonn í fyrra.
Landanir á innlendum afla hafa dregist sam-
an í Hafnarfirði frá því sem áður var og námu
um tíu þúsund tonnum í
fyrra og hittifyrra. Enginn
togari er nú gerður út frá
Hafnarfirði, en Baldvin
Njálsson úr Garði landar þar
reglulega. Þá er nokkuð um
að skip sem eru að veiðum
undan Suður- og Vestur-
landi landi í Hafnarfirði og
er aflinn síðan keyrður til
vinnslu annars staðar.
Uppistaðan í löndunum á fiski í Hafnarfirði
er úr frystiskipum frá Grænlandi og Rússlandi.
Þessi afli hefur verið yfir 50 þúsund tonn sam-
tals tvö síðustu ár.
Auknir flutningar
HAFNIRNAR Í HAFNARFIRÐI OG STRAUMSVÍK
Lúðvík Geirsson
Birgir Guðjóns-
son, formaður
Kjarafélags við-
skiptafræðinga
og hagfræðinga
(KVH), mótmæl-
ir þeim ummæl-
um Ragnars
Þórs Ingólfs-
sonar, formanns
VR, í Morgun-
blaðinu í gær að
KVH sé farþegi í yfirstandandi
kjaraviðræðum.
„Slík staðhæfing lýsir vanþekk-
ingu á umhverfi kjara- og réttinda-
mála háskólamenntaðra starfs-
manna sem starfa undir hatti
BHM. Félagsmenn KVH, viðskipta-
fræðingar og hagfræðingar, starfa
á öllum vinnumarkaðnum óháð
starfsvettvangi, vinnuveitanda og
ráðningarformi og eru 55% fé-
lagsmanna starfandi á almennum
vinnumarkaði,“ segir Birgir.
Með samning við SA
Birgir rifjar svo upp að KVH sé,
ásamt 14 öðrum BHM-félögum,
með kjarasamning við Samtök at-
vinnulífsins sem tók gildi 1. október
2017.
„KVH hefur í undanförnum
kjarasamningum barist fyrir bætt-
um kjörum og réttindum sinna fé-
lagsmanna og einnig lagt sínar hug-
myndir á vogarskálarnar í hags-
muna- og kjarabaráttu innan BHM,
en KVH er þriðja stærsta félag
innan þeirra samtaka.
Þess má einnig geta að BHM var
aðili að skýrslu forsætisráðherra
sem birtist í vikunni vegna átaks-
verkefna í húsnæðismálum. Hafa
flestir tekið undir þá niðurstöðu
skýrslunnar að umbætur í húsnæð-
ismálefnum séu til mikilla hagsbóta
fyrir launþega og allt samfélagið í
núverandi og komandi kjara-
viðræðum,“ segir Birgir um hús-
næðistillögurnar. baldura@mbl.is
Afhjúpi
vanþekk-
ingu sína
Formaður KVH
svarar formanni VR
Birgir
Guðjónsson
Logi Einarsson þingmaður er ásamt
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur,
formanni utanríkismálanefndar, og
fleiri norrænum þingmönnum í
heimsókn í Malaví. Heimsóknin er
skipulögð af UNICEF og fleiri að-
ilum í þróunarsamvinnu.
„Við höfum fundað með fulltrúum
stjórnvalda í Malaví og kynnt okkur
þróunarstarf í landinu, einkum á
heilbrigðis- og menntasviði. Meðal
þess er átak í bólusetningu barna,
aðgerðir til að koma í veg fyrir HIV-
smit og meðhöndlun smitaðra, bar-
átta gegn berklum og malaríu, og
mæðravernd og umönnun barna í
heilbrigðiskerfinu,“ segir Logi, sem
nýtir seinni hluta heimsóknarinnar
til að skoða íslenskt þróunarsam-
vinnuverkefni í Mangochi-héraði,
m.a. skóla, heilsugæslustöðvar, fæð-
ingardeildir og vatnsveitur.
„Um leið og ég er ánægður með
gott framlag Íslands finnst mér aug-
ljóst að við ríkari þjóðir þurfum, ætt-
um og getum gert miklu betur til að
skapa öllum íbúum jarðar betra líf,“
segir Logi, sem telur að það sé hægt
með því að standa við markmið SÞ
um 0,7% af vergum þjóðartekjum.
Dans Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingar, sýnir tilþrif í
dansi með íbúum Malaví í heimsókn á vegum UNICEF og fleiri aðila.
„Getum gert betur“
Kynna sér skipulagða þróunarsam-
vinnu í Malaví Framlag Íslands gott