Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 Enn meiri afsláttur 50-70% af útsöluvörum Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755 • Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verð á minkaskinnum heldur áfram niður öldudalinn, ef marka má söluna á fyrsta uppboði ársins hjá Kopenhagen Fur í Kaup- mannahöfn þar sem íslenskir minkabændur selja sína fram- leiðslu. Fáir kaupendur mæta til uppboðsins og þau skinn sem selj- ast fara fyrir lágt verð. Uppboðið stendur fram á mánudag. Vegna offramboðs á minka- skinnum og lágs verðs síðustu ár hefur orðið hrun í minkaræktinni. Í Danmörku, sem er umsvifamikið minkaræktarland, hefur pöruðum læðum fækkað um 25% og meira í Finnlandi. Þá hefur orðið mikill samdráttur í Kína. „Það þarf að finna botn á heimsmarkaðsverðinu. Vonandi er hann að finnast núna. Það telst já- kvætt að mjög hefur dregið úr heimsframleiðslunni, stefnir í að hún verði innan við 40 milljónir skinna í ár. Eitthvað er að losna um stífluna og birgðir að minnka þótt það sjáist ekki á upphafi þessa uppboðs,“ segir Einar Eð- vald Einarsson, formaður Sam- bands íslenskra loðdýrabænda. Tveimur stórum búum lokað Bændur hættu rekstri sex loð- dýrabúa hér á landi á síðasta ári og slátruðu öllum dýrunum. Þar af voru tvö af þremur stærstu minkabúum landsins, búin Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og búið í Héraðsdal í Skagafirði. Tólf bú eru enn starfrækt. Á síðasta framleiðsluári voru 29 þúsund læður paraðar en 17.500 nú og nemur samdrátturinn 40%. Ríkisstjórnin samþykkti fyrr í vetur að verja 30 milljónum á fjár- lögum til að styðja við atvinnu- greinina. Það er aðeins brot af þeim stuðningi sem bændur höfðu óskað eftir til að hjálpa þeim og fóðurstöðvunum yfir versta hjall- ann. Byggðastofnun leggur fram 70 milljónir til viðbótar þannig að ríkið styður greinina um 100 millj- ónir. Stuðningurinn verður veittur sem lán með sértækum skilmálum, það er að segja að afborganir verða tengdar verði á minka- skinnum. Bændur þurfa að fara í rekstrargreiningu og skila rekstraráætlun og sækja síðan um. Tilgangurinn er að hjálpa þeim sem hægt er og er því ekki víst að allir fái stuðning. Skinnaverð áfram niður öldudalinn  Stór minkabú hætt framleiðslu  Læðum hefur fækkað um 40% Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skinnauppboð Kaupandi skoðar skinn í danska uppboðshúsinu. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég þakka samvinnu foreldrafélags- ins Breiðra brosa og Félags lang- veikra barna og þrautseigju okkar foreldra að stjórnvöld hafa nú breytt reglugerð til hagsbóta fyrir börn með skarð í gómi,“ segir Ragnheiður Sveinþórsdóttir. Hún er móðir drengs á níunda ári sem fæddist með skarð í harða gómi og hefur þurft að fara í nokkrar að- gerðir. Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað neitað að taka þátt í fyrirbyggjandi aðgerðum vegna frá- viks í biti milli efri og neðri góms barnsins, þrátt fyrir að sérfræðingur í tannlækningum hafi vottað að ekki sé viðunandi að bíða lengur eftir því að bregðast við. Lítill hópur beittur órétti Ragnheiður segir að það hafi ekki verið í boði að gefast upp í barátt- unni. „Þarna er um lítinn hóp barna með fæðingargalla að ræða sem er beittur órétti sem í sumum tilfellum hefur orðið til þess að foreldar hafi neyðst til þess að sleppa nauðsyn- legum meðferðum fyrir börn sín vegna of mikils kostnaðar,“ segir Ragnheiður. Hún segir að kostnaður við meðferðir á syni hennar sem Sjúkratryggingar hafi hingað til ekki tekið þátt í hlaupi á nokkrum millj- ónum króna. „Það var ekki fyrr en í sumar þeg- ar foreldrar skarðabarna stigu fram að rödd þessa litla hóps fékk loksins áheyrn og þingmenn og ráðherra tóku við sér,“ segir Ragnheiður og bætir við að vinna löfræðings Um- hyggju hafi skipt miklu máli í barátt- unni. Ragnheiður fagnar áfanganum en þorir ekki af fyrri reynslu af samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands að hrósa sigri fyrr en eftir fund fagnefndar tannlæknadeildar Sjúkratrygginga 6. febrúar. Alvarlegt brot á börnunum Rakel Theodórsdóttir, foreldri fimm ára drengs með skarð í mjúka gómi og fyrrverandi stjórnarmaður í Breiðum brosum sem eru samtök foreldra barna sem fædd eru með skarð í vör og/eða góm, segir að ákveðin þáttaskil hafi orðið þegar Ragnheiður Sveinþórsdóttir kom fram í fjölmiðlum með málefni sonar síns og Sigurður Oddsson með mál- efni dóttur sinnar. „Breið bros hafa unnið að því frá 2014 að fá leiðréttingu vegna kostn- aðarþátttöku í aðgerðum barna með skarð í vör og gómi. Við eigum Ragn- heiði og Sigurði mikið að þakka fyrir að hafa stigið fram og dregið vagninn fyrir okkur hin. Stuðningur Um- hyggju skipti miklu máli en samtökin töldu brotið það alvarlega á börnum með skarð í vör og mjúk- og harð- gómi að þeir létu lögfræðing félags- ins í málið,“ segir Rakel. Hún bendir á að Svandís Svavarsdóttir sé þriðji heilbrigðisráðherrann sem komið hafi að málinu og loksins höggvið á hnútinn en ráðuneytið hefur haft það til umfjöllunar í tvö og hálft ár. Rakel segir að hennar drengur hafi farið í sex eða sjö aðgerðir á fimm árum. Hún segir álagið nóg á fjölskyldur skarðabarna þó að fjár- hagsáhyggjur vegna nauðsynlegra fyrirbyggjandi aðgerða bætist ekki ofan á. Milljóna útgjöld bitni á öllum fjölskyldumeðlimum. Rakel segir að baráttan við Sjúkratryggingar taki á og iðulega þurfi að sækja oftar en einu sinni um aðstoð. Meira að segja þurfi að sækja oftar en einu sinni um umönnunar- bætur þrátt fyrir að um langveik börn sé að ræða. „Ekki í boði að gefast upp í baráttunni“  Reglugerð til hagsbóta börnum með skarð í vör og gómi  Foreldrafélagið Breið bros hefur unnið að málinu frá 2014 Þrautseigja Ragnheiður Sveinþórsdóttir hefur barist við kerfið fyrir rétt- indum sonar síns, Ægis Guðna Sigurðssonar, sem fæddist með skarð í vör. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samgönguráðherra líst ágætlega á hugmyndir KEA sem býðst til að byggja viðbyggingu við flugstöðina á Akureyrarflugvelli fyrir farþega í millilandaflugi og leigja ríkinu. Tek- ur fram að sér þyki þær spennandi. Framkvæmdastjóri og stjórnar- formaður KEA kynntu ráðherra hugmyndirnar í fyrradag en þær höfðu áður verið kynntar óformlega í ráðuneytinu og hjá Isavia. „Mér líkar sú hugmyndafræði að samfélagslega þenkjandi fyrirtæki takist á við verkefni sem skipta miklu máli fyrir samfélagið. Þau vilja grípa inn í aðstæður sem eru ekki nógu góðar og hraða uppbygg- ingu aðstöðunnar svo hún verði boðleg fyrir þá starfsemi sem þar fer fram,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson samgönguráðherra. Áhyggjur af lélegri aðstöðu Núverandi aðstaða í flugstöðinni á Akureyri annar ekki vaxandi beinu flugi frá Bretlandi, með inn- anlandsfluginu, og síðar bætist við flug frá Hollandi. Fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu, KEA, Höld- ur og SBA, óttast afleiðingar þess fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og vilja hraða uppbyggingunni. Telja þau unnt að koma í gagnið nauð- synlegri viðbót við flugstöðina fyrir mun lægri fjárhæðir en hingað til hefur verið rætt um. Þá lýsir KEA sig reiðubúið til að byggja aðstöð- una og leigja hana ríkinu. Spurður að því hvers vegna ríkið byggi ekki sjálft viðurkennir ráð- herra að það sé algengast enda hafi ríkið aðgang að ódýrasta fjár- magninu á markaðnum. Það taki hins vegar oft langan tíma að und- irbúa og skipuleggja framkvæmdir. Hugmyndir norðlensku fyrirtækj- anna séu annars eðlis, að stytta biðtímann eftir aðstöðunni. Þau sýni samfélagslega ábyrgð og geri minni kröfur um ávöxtun fjárfest- ingar en oft sé við einkafram- kvæmd. Sigurður Ingi segir að ræða þurfi málið hjá ríkinu, meðal annars við fjármálaráðuneytið og Isavia. Minnir hann á að ætlunin sé að Isavia taki yfir rekstur flugvall- arins en telur að það ætti ekki að trufla hugmyndir um uppbyggingu. Segir hugmyndir KEA spennandi Akureyrarflugvöllur Flugvél frá Titan Airways á Akureyrarflugvelli með breska farþega á vegum Super Break.  Samgönguráðherra áhugasamur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.