Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 20

Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 Á árunum kringum 1990 var ég heillaður af þeirri hugsun að fá tækifæri til að taka þátt í atvinnurekstri. Með því að kaupa hlutabréf í ýmsum landsþekktum fyrir- tækjum var mjög gott tækifæri að setja sig inn í atvinnurekstur fyrirtækja. Meðal þeirra voru Íslandsbanki sem þá var eini einkabankinn á Íslandi, en hann varð til við sameiningu þriggja góðra banka; Alþýðubankans, Iðn- aðarbankans og Útvegsbankans, fyrir nær þremur áratugum. Þá bættist Olíufélagið við, en það hafði skilað rekstrarhagnaði hátt í hálfa öld, eða öll árin sem það hafði starf- að, stofnað 1946. Árið 1993 var hafin einkavæðing Jarðborana, sem höfðu verið starfræktar um nálægt jafn langan tíma og í sam- eiginlegri eigu íslenska ríkisins og Reykja- víkurborgar. Þá var Búnaðarbankinn einkavæddur og varð hann strax mjög vin- sæll og skrifuðu um 10% þjóðarinnar sig fyrir hlutafé en það stóð ekki lengi, margir hluthafar heltust úr lestinni þegar stór- fjárfestar keyptu upp hluti hvers smáhlut- hafa á fætur annars og ætluðu sér að gleypa himin og haf. Það var mjög áhugavert að sækja hluthafafundi í þessum fyrirtækjum og fá dálitla nasasjón af rekstri fyrirtækja á Íslandi. Nær alltaf var greiddur út hóflegur arður sem mið- aðist af skynsamlegri stjórnun þess- ara fyrirtækja. En það átti brátt eft- ir að breytast. Fjárfestingar smárra hluthafa sem og lífeyrissjóða byggjast á lang- tímasjónarmiðum. Það skiptir meginmáli hvernig fyrirtækinu gengur eftir áratug, aldarfjórðung, kannski eftir lengra tímabil. Þegar komið var fram yfir alda- mótin 2000 var hafið að greiða mjög háan arð úr þessum fyrirtækjum. Um nokkurra ára skeið hafði ég meiri arð af hlutabréfunum en laun- aðri vinnu. Þetta þótti mér ein- kennilegt en auðvitað var ég, sem svo margir aðrir, gjörsamlega grun- laus um hvernig þetta endaði. Því miður keypti ég fleiri hlutabréf fyrir arðgreiðslurnar og hugðist eiga góð- an „varasjóð“ í ellinni. Öll þessi fyrirtæki urðu n.k. „fórnarlömb“ athafnamanna þeirra sem útrásarvíkingar hafa verið nefndir en á misjafnan hátt. Það kallar á aðra grein mína. Ég tapaði nær öllu mínu hlutafé í öllum fyrirtækjunum sem ég hafði fjárfest í! En mér er minnisstæður aðdrag- andi bankahrunsins haustið 2008. Í ágúst 2008 stóðu Ólympíuleikarnir í Kína. Íslenskir ráðherrar kepptust hver um annan þveran að fljúga þangað austur til að hvetja silfurliðið okkar í handbolta til dáða. Þann 14. ágúst kom út einkennileg yfirlýsing Fjármálaeftirlitsins: Allir íslensku bankarnir höfðu staðist svonefnt álagspróf. En að 6-7 vikum síðar voru þeir allir fallnir og fall þeirra varð mikið! Og svo kom þessi dæmalausa yfir- lýsing Geirs Haarde þegar bönk- unum varð ekki bjargað í byrjun október 2008: „Guð blessi Ísland“! Ekki hefur komið fram nein af- sökun frá Sjálfstæðisflokki um að á þeim bæ hafi verið tekið á þessu máli né neinum öðrum. Núverandi fjármálaráðherra er nú í dag að forminu til æðsti yfir- maður skattrannsókna á Íslandi. Hann er nátengdur ýmsu misjöfnu í hruninu, hefur tekið þátt í að koma á fót aflandsfélögum og leynireikn- ingum ýmist sjálfur eða í samvinnu við ýmsa nána í fjölskyldu sinni. Og fyrir nokkrum árum bættist Borgun við þegar mikil verðmæti voru af- hent á niðursettu verði til fjölskyld- unnar! Síðan 2008 hefi ég ekki varið einni einustu krónu til að taka þátt í at- vinnurekstri. Ég hef ekki minnstu trú á þessu þjóðfélagi braskara. Við verðum að breyta þessu! Að áratug liðnum – hvað varð um sparnaðinn? Eftir Guðjón Jensson »Um nokkurra ára skeið hafði ég meiri arð af hlutabréfunum en launaðri vinnu. Þetta þótti mér einkennilegt en auðvitað var ég, sem svo margir aðrir, gjör- samlega grunlaus um hvernig þetta endaði. Guðjón Jensson Höfundur er eldri borgari í Mosfellsbæ og leiðsögumaður. arnartangi43@gmail.com Stjórnmálafólk og menntaelítan eru upp- tekin af bókum og að varðveita tungumálið okkar, enginn að tala fyrir því að landið skuli ekki selt eða gefið. Já gefið, því að við hvern veittan ríkisborgara- rétt til handa farand- og flóttafólki, sem ætti að aðstoða heima fyrir og á þeirra slóðum, er verið að gefa af landi okkar. 10. desember 2018 verður í fram- tíðinni svartur dagur, þar sem ís- lensk stjórnvöld skrifuðu undir í Marokkó um frjálst flæði farand- fólks, það er frelsi til handa fólki, sem kýs að flakka um heiminn í leit að betra lífi. Á ég að sjá til þess að þetta fólk finni sér betra líf? Nei, það skal það gera sjálft og það í sínum heimalöndum. Því eru stærstu hóp- arnir karlmenn? Auðvitað kemur þessi samningur frá mannréttinda- ráði Sameinuðu þjóðanna. Séu Sádi- Arabar í forsvari fyrir mannrétt- indaráðinu, hver segir þá að þeir nýti sér ekki pólitíska leið ásamt Merkel til opnunar inn í önnur ríki. Það er þegar búið að eyðileggja Evr- ópu. Allmargar, og þar á meðal stór- þjóðir, hafa neitað undirskrift á þessum ömurlega samningi. En ör- þjóðin íslenska skrifaði undir. Þetta mál var ekki rætt á Alþingi og þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi vera skjól farandfólks. Hvar er lýðræðið og hvar eru mannréttindi þjóðar? Það er ansi oft brotið á mannrétt- indum vesturvelda í þágu annarra þjóða. Enginn þingmaður eða þing- kona sögðu nei við þessari undir- skrift, með það í huga að vera kosin til að varðveita land og þjóð. Við erum örþjóð, „stormur í vatnsglasi“ segir ung þingkona við fyrirspurn um þetta mál. Hún gerir sér ekki grein fyrir því að hún og hennar niðjar verði minnihlutahópur í eigin landi, þar til hún missir það svo alveg. Þegar hún verður á mín- um aldri eftir um 45 ár verður Ísland ekki frjálst land. Því kunnið þið ekki að meta og varðveita það sem við eigum? Þið byggið allt á rangri hug- mynd um að þið séuð heimsborg- arar. Annar þingmaður er orðinn þreyttur á því hversu fólk sé hrætt við útlendinga – hvaðan kemur svona bull? Þessum þingmanni er heldur ekki ljós ábyrgð sín og það að hafa efann að leiðarljósi til verndar landi og þjóð. Ég endurtek: við erum örþjóð. Í fimmtíu ár hef ég verið meðal útlendinga og er enn; ég hef lært mikið því að ég horfi, hlusta og spyr, því að ég tala nokkur tungumál. Reynslan er að varast beri of mikla fjölmenn- ingu, hana upplifði ég á Balkanskaga, þar sem hver togar í sína siði og einkenni. Það vill nefni- lega svo til að ekki eru öll dýrin í skóginum vinir, mennsk erum við öll, en langt í frá bræður og systur. Stjórnvöld, hafið það í huga og farið milliveg, gleypið ekki svona við öllu. Þið munuð ekki ráða við fjöl- menningarmálin þegar fram í sækir. Við sitjum uppi með forseta lands- ins, forsætisráðherra og mennta- elítu, sem segir okkur það nýjasta, sem er: „Við verðum að deila full- veldinu með öðrum þjóðum og al- þjóðastofnunum – það er að vera frjálst ríki.“ Hver fann upp þennan ömurlega frasa? Eitt er vitað: landamæralaus þjóð tapar landi sínu og einkennum – og það mun verða því að börnum okkar er ekki kennt eða innrætt í uppeld- inu að þau eigi sér land og haf til að elska og varðveita. Auðvitað má ekki innræta föðurlandsást því að þá gargar hin ofurmenntaða elíta „popúlismi“. Því fer sem fer og það má bæta við að það henti stjórnvöld- um að stjórnast yfir þjóð sem alin er upp á stofnunum – ekki satt Svandís Svavars og VG? Og sé einhver ósam- mála eða óþekkur þá beitið þið bara einelti, það kunnið þið svo sannar- lega á hinu háa, óhæfa Alþingi Ís- lendinga. Sjáið þið ekkert athuga- vert við það að samfylkingarkona er sett fyrir nefnd sem á að taka fyrir siðferði pólitískra andstæðinga sinna? Og hún byrjar á að tilkynna okkur að þetta mál muni nú taka tímann sinn, auðvitað þarf að ná sér í laun, hvað annað! Ó, já, þið kunnið þetta. Alþingi fær ekki mitt traust. Svartur dagur og fleira Eftir Stefaníu Jónasdóttur » Landamæralaus þjóð tapar landi sínu og einkennum – og það mun verða því að börn- um okkar er ekki kennt eða innrætt í uppeldinu að þau eigi sér land og haf til að elska og varð- veita. Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. Grunnþarfir okkar eru ekki mjög flóknar, en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hverjar þær eru. Abra- ham Maslov greindi þarfir mannsins í svo- kallaðan þarfa- píramída (e. Maslov’s hierarchy of needs). Greiningin gerir ráð fyrir að grunnþarfir okkar, þær sem liggja neðst í píra- mídanum og eru líkamlegar, um mat, vatn, svefn o.s.frv., þurfi að uppfylla áður en við uppfyllum aðrar þarfir s.s. um félagslega viðurkenningu o.fl. Ég verð hugsi þegar fólk sem leit- ast við að hafa áhrif á samfélagið (eins og stjórnmálamenn), og er þar með samkvæmt þessari greiningu að uppfylla eigin þarfir sem liggja efst í þarfapíramídanum, virðist ekki skilja samhengi hlutana þegar kemur að fæðuörygggi og sjálfbærni okkar sem þjóðar. Bændur og landbúnaður eru grunnstoð samfélagsins. Þeir fram- leiða matvæli. Tilvera bænda og framleiðsla þeirra eru grundvöllur þess að við getum einbeitt okkur að öðrum hlutum sem skipta máli eins og húsaskjóli, fjölskyldu og tilfinn- ingum. Sumir bera lítið skynbragð á hvað þarf til að framleiða matvæli. Matur- inn á bara að vera til í búðunum! Kosta sem minnst! Flestar þjóðir líta svo á að með neytendastyrkjum megi halda niðri matvælaverði og minnka margföld- unaráhrif prósentuálagningar milli- liða og smásala. Þannig megi bjóða þegnunum matvæli á viðráðanlegu verði, óháð stöðu og tekjum. Þannig stuðlum við einnig að bættri lýð- heilsu. Það er nefnilega svo að mat- væli teljast til frumþarfa, þau eru neðst í píramídanum. Það er því hverri þjóð mikilvægt að tryggja sínu fólki aðgang að góðum og heil- næmum matvælum eins og fremst er kostur. En hvað kosta þessir neytendastyrkir? Sam- kvæmt tölum Bænda- samtaka Íslands voru heildarútgjöld hins op- inbera 14,9 ma króna ár- ið 2016, eða 1,49% af út- gjöldum ríkisins. Heildarframleiðsluvirði landbúnaðar á Íslandi var 65,9 ma króna á sama tíma. Tekið er fram að framleiðsluverð er það verð sem framleiðandi fær í sinn hlut frá kaupanda og innifelur ekki vöru- tengda styrki s.s beingreiðslur. Bú sem framleiða vörur á Íslandi eru um 3150. Á þessum búum er einnig í sumum tilfellum stunduð ferðaþjón- usta, skógrækt, landgræðsla og hlunnindanýting. Tæplega 3800 manns hafa atvinnu beint af landbún- aði og um 10.000 manns hafa atvinnu af landbúnaði og afleiddum eða tengdum greinum. Af þessum tölum má draga þá ályktun að framlag ríkis- ins uppá um 149 þús. kr á starf skili sér í 10.000 störfum sem annars væru ekki fyrir hendi og tæplega 6,6 millj- óna framleiðsluverðmæti á hvert starf. Það er mín skoðun að því skattfé sé vel varið. Þegar fólk á bíl, snjallsíma, tölvu, húsnæði, aðgang að góðu heilbigðis- og menntakerfi og stöðugan aðgang að hollum matvælum og hreinu vatni, má segja að fólk hafi það líklega betra en 70-80% jarðarbúa, það hlutfall gæti þó verið hærra. Slíkt fólk á það til að gleyma að þakka fyrir það „sjálfsagða“. Þegar sumir líkja bú- vörusamningum við „glæpsamlegan gjörning“, „ríkisstyrkt dýraníð“ eða „sambærilegan kostnað“ og Icesave reikninginn sem átti að senda þjóð- inni, mætti segja að fólk sé orðið virkilega veruleikafirrt. Þessir sömu telja sig svo sjáfskipaða hagsmuna- gæsluaðila þjóðarinnar. Þeir vilja flytja inn matvæli án takmarkana og skila þannig ódýrari matvöru í versl- anir. Þau matvæli eru að vísu niður- greidd af þegnum annarra ríkja, en það skiptir þá ekki máli. Þessir sömu aðlilar myndu síðan hagnast lítið sem ekkert á þessum innflutningi og við- skiptum vegna góðmennsku sinnar eða hvað? Hver ætli raunkosnaður þessara matvæla sé þegar allt er tekið inn í myndina? Flutningur á vöru, álag á náttúru vegna þeirra flutninga, nátt- úruvernd yfir höfuð, sýklalyf sem notuð voru til framleiðslu, skordýra- eitur o.s.frv? Hverjar eru aðstæður, kaup og kjör fólksins sem vinnur á þessum búum, tyggingar og réttindi þeirra? Breytir það kannski engu? Hvernig og hver á að skapa gjald- eyrinn til að kaupa þessar vörur sem við getum þó framleitt sjálf. Staðreyndin er sú að landbúnaður á Íslandi skilar 10.000 störfum og er lykilatriði í að halda byggð í landinu, sem aftur er ein lykilforsenda fyrir þeirri uppbyggingu á ferðaþjónustu sem malar nú gull fyrir okkur. Hon- um yrði a.m.k. hampað, stjórnmála- manninum sem gæti barið sér á brjóst fyrir að skapa þennan fjölda starfa. Einnig má hafa í huga að það eru ekki öll útgjöld ríkisins sem skila sér ríflega fjórfalt til baka. Fólksfjöldaspár gera ráð fyrir að jarðarbúar verði um 9 milljarðar árið 2050 sem er á næsta leiti. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) spáði árið 2012 að matvælaframleiðsla þyrfti að aukast um 70% frá árinu 2012 til ársins 2050 í ljósi vaxandi mannfjölda. Á Íslandi er mikið ræktarland, hreint vatn og verkþekking til að nýta þessa fram- tíðarauðlind. Munum að óvíða er að finna hreinni og heilnæmari afurðir en þær sem íslenskir bændur fram- leiða og eftirspurn eftir slíkum vörum fer vaxandi sem skapar tækifæri fyrir bændurna okkar til framtíðar. Í ljósi þessa vil ég sjá íslenskan landbúnað vaxa og blómstra. Ég vil sjá þjóðina standa vörð um íslenskan landbúnað. Íslenski bóndinn og framleiðsla hans tryggir grunnþarfir okkar. Í þessum skrifum studdist ég að hluta til við pistilinn „Vegna glæpsamlegra búvörusamninga“ eftir Helga Eyleif Þorvaldsson, sem birtist 16.9. 2016, með góðfúslegu leyfi höfundar. Bændur, hver þarf þá? Eftir Jón Þór Þorvaldsson » Tilvera bænda og framleiðsla þeirra eru grundvöllur þess að við getum einbeitt okkur að öðrum hlutum sem skipta máli eins og húsaskjóli, fjölskyldu og tilfinningum. Jón Þór Þorvaldsson Höfundur er fyrsti varaþingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningar- ferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar í síma 569-1100 frá kl. 8-18 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.