Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 21

Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 Forseti Alþingis tók greinarhöfund af mæl- endaskrá enda þótt frá- gengið væri við skrif- stofu Alþingis að hann yrði meðal frummæl- enda í almennum stjórnmálaumræðum 21. janúar sl. Úr ræðu- stól sagðist forseti ekki hafa fengið erindi um þátttöku í umræðunni. Ræðan sem þingforsetinn bannaði fer hér á eftir. Bannaða ræðan Ég tala hér fyrir hönd tveggja þing- manna utan flokka sem hafa með sér samstarf, okkar háttvirts þingmanns Karls Gauta Hjaltasonar. Á komandi vikum og mánuðum er mikilvægt að vel takist til um kjara- samninga. Þeir mega ekki vera fallnir til að magna upp verðlagsþróun held- ur þurfa að leggja grunn að nýrri framfarasókn. Verkalýðshreyfingin leggur áherslu á að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin. Þingsályktun- artillaga mín um skattleysi lægstu tekna sýnir fram á að hægt er að létta sköttum af lægstu tekjum upp að 300 þúsund krónum, t.d. með þriggja ára áætlun, en slíkar tekjur duga ekki fyrir framfærslu sam- kvæmt opinberum við- miðum. Bera má tillöguna saman við tillögu sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram fyrir kosning- arnar 2017. Kostnaðar- munur milli leiðanna er minni en ætla mætti og skýrist af flutningi skatt- byrðar milli tekjuhópa. Tíu þúsund fjölskyldur Frá hruni til 2017 hafa hátt í 10 þúsund fjölskyldur misst heimili sín eftir nauðungarsölur vegna gjaldþrota og sölu til kröfuhafa. Þá er ótalinn sá fjöldi sem rekja má til nauða- samninga, sértækrar skuldaaðlögunar og annarra slíkra þátta. Ekki færri en 30 þúsund manns eða 10% þjóðarinnar hafa hrakist af heimilum sínum. Frá hruni hafa þrjú þúsund manns orðið gjaldþrota og árangurslaus fjárnám eru nálægt 117 þúsund talsins. Þeir sem draga árangurslaust fjár- nám á eftir sér fá hvorki lán til íbúðar- kaupa eða eru taldir frambærilegir á leigumarkaði. Þetta fólk er öllum gleymt en býr við að vera nánast allir bjargir bannaðar í fjárhagslegu tilliti. Enn þann dag í dag hefur þetta fólk ekki bitið úr nálinni með stefnu nor- rænu velferðarstjórnarinnar og á kröfu á að hlutur þess verði réttur. Engar varnir hafa verið reistar í þágu heimilanna. Að tilstuðlan Hags- munasamtaka heimilanna hef ég lagt fram lyklafrumvarp til varnar heim- ilum. Því er ætlað að verja fjölskyldur fyrir því að vera krafðar um greiðslur af hálfu fjármálastofnana eftir að hafa misst heimili sín. Tangarsókn gegn verðtryggingu Á liðnu þingi stóð ég fyrir sérstakri umræðu um verðtrygginguna. Við upphaf þings í haust lagði ég fram frumvarp sem felur í sér umfangs- miklar og víðtækar breytingar á verð- tryggingu lána í fjórum þáttum. Fyrst að taka húsnæðisliðinn út úr vísitöl- unni. Í öðru lagi að taka út áhrif óbeinna skatta svo þær hækkanir leiði ekki til hækkunar húsnæðislána og þyngri greiðslubyrði. Í þriðja lagi er eitraði kokkteillinn svonefndi tekinn út, það er að verðtryggð jafngreiðslu- lán megi ekki vera til lengri tíma en 25 ára. Í fjórða lagi að vextir á verð- tryggðum lánum fari ekki upp fyrir 2% og styðst sú tala við viðurkennd viðmið um aukningu á framleiðni og hagvöxt til langs tíma. Hér hef ég rak- ið markvissar tillögur um varnir fyrir heimilin. Hjúkrunarrými fyrir aldraða Þjóðin eldist hratt og þarf raunhæf úrræði til að mæta vaxandi þörf fyrir hjúkrunarrými. Frumvarpi mínu um breytingar á lögum um málefni aldr- aðra er ætlað að tryggja að fé Fram- kvæmdasjóðs aldraðra sé varið til byggingar fyrir aldraða og til að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar og endurbætur á því húsnæði. Verði frumvarpið að lögum myndi fé sjóðs- ins á hverju ári til að byggja heimili fyrir aldraða aukast um 67% frá því sem nú er eða úr um 1,4 milljörðum kr. í um 2,3 milljarða kr. Þetta jafn- gildir árlega um 30 hjúkrunarrýmum. Þingmál Karls Gauta Ég vil, herra forseti, vekja sérstaka athygli á þingmálum háttvirts þing- manns, Karls Gauta Hjaltasonar. Af nógu er að taka en nægir að nefna fyrirspurnir hans um sölu á uppruna- ábyrgðum raforku en stefnumótun í þeim málaflokki hefur afgerandi þýð- ingu og gæti skipt máli fyrir þróun raf- orkuverðs hér á landi. Þá má nefna fyrirspurn hans um viðskipta- þvinganir gagnvart Rússlandi sem hafa haft mikil áhrif í mörgum byggðarlögum úti á landi sem undir- strikar nauðsyn þess að við endur- skoðum stefnu okkar í þeim efnum með reglulegu millibili til að tryggja ís- lenska hagsmuni. Þá vil ég geta sér- stakrar umræðu sem hann stóð fyrir um málefni unga karlkynsins, drengja og pilta sem finna til óyndis í skóla- kerfinu og grípa til örþrifaráða alltof margir sem ungir menn. Þessi mál verðskulda ítarlega umræðu og að- gerðir af hálfu stjórnvalda. Fullveldi þjóðar og lífsréttur ófæddra barna Herra forseti, við óháðir þingmenn utan flokka munum veita ríkisstjórn- inni aðhald sem fyrr en styðja hana til góðra verka. Við munum standa vörð um fullveldi þjóðarinnar yfir auðlind- um sínum og við munum standa vörð um lífsrétt ófæddra barna með áherslu á félagsleg úrræði fyrir mæð- ur í vanda. Fyrirhuguðu fé í þjóðarsjóð ber að verja til uppbyggingar innviða. Framundan bíða á Alþingi mörg úr- lausnarefni í þágu þeirra sem hafa orðið útundan í okkar þjóðfélagi. Við munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri baráttu. Bannaða ræðan á Alþingi Eftir Ólaf Ísleifsson Ólafur Ísleifsson » Við munum standa vörð um fullveldi og auðlindir þjóðarinnar og lífsrétt ófæddra barna með áherslu á félagsleg úrræði fyrir mæður í vanda. Höfundur er alþingismaður utan flokka. olafurisl@althingi.is Stundum slá menn fram fullyrðingu sem andmælandinn veit ekki hvort heldur er spuni eða vanþekking og þagnar því kurteis- lega. Það er slæmt ef ráðuneyti viðhafa slík- an málflutning. Atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið setti nýlega á heima- síðu sína spurningar og svör um þriðja orkupakka ESB. Þar er sett fram spurningin: „Eykur þriðji orkupakkinn líkur á orku- skorti og hærra orkuverði?“ Svarið hefst þannig: „Þessi ályktun hefur verið rökstudd með því að með þriðja orkupakkanum séu innleidd markaðslögmál sem muni auka líkur á skorti og þannig hækka verð. En íslenski orkumarkaðurinn var mark- aðsvæddur með raforkulögum 2003.“ Hér virðist ráðuneytið rugla sam- an annars vegar markaðslögmál- unum, sem gilda í öllum samfélögum og hins vegar lögum og reglum ESB ásamt formi markaðarins sem sam- an afmarka samkeppni svo tækifæri og hvatar verði hagkvæm notendum við þær aðstæður sem þar ríkja. Síðan slær ráðuneytið tunnuna í stafi með orðum sínum um mark- aðsvæðingu með orku- lögum 2003. Að upp- lýsa þetta skipti engu máli varðandi spurn- inguna, en setur text- ann í svo tvístrað sam- hengi, að lesandinn stendur eftir í for- undran. Það er útilokað að sjá hvort hér er á ferðinni spuni eða svo víðtæk vanþekking, að því verður ekki trúað upp á fagráðu- neyti. Svipað sést í fleiri svörum. Ráðuneytið virðist ekki skynja breytinguna frá stefnu fram- kvæmdastjórnar ESB í tilskipuninni sem innleidd var hér með orkulög- unum 2003 til þeirrar stefnu sem boðuð er með þriðja orkupakkanum. Þar er horfið er frá því að láta hvert ríki um að aðlagast stefnu innri markaðarins eftir aðstæðum og hagsmunum hvers og eins, en í stað þess skal veita framkvæmdastjórn- inni síaukið vald til miðstýringar. Þetta er grundvallarbreyting. Þegar orkulögin voru samþykkt 2003 voru rafmarkaðir með allt öðru sniði en nú. Samkvæmt þeim lögum virtist vera svigrúm til að koma á frjálsum uppboðsmarkaði með formi leit hér ef þriðji orkupakkinn hlýtur samþykki. Í greininni er einnig minnt á, að notendur raforku eru bundnir í sitt raforkukerfi hver á sínum stað og annað hvort greiða þeir uppsett verð fyrir orkuna eða flytja burt. Þó samkeppni sé raforkunot- endum í Evrópu hagstæð getur heildarumhverfi geirans verið not- endum óhagstætt. Eitt kjarnaatriðið í stefnu ESB í þessum málum er að tryggja fjárfestum örugglega það sem þeir telja næga arðsemi fjár- festinga. Auknar arðsemiskröfur tákna hærra verð. Tenginet Evrópu sem á að auka virkni markaðarins kostar líka sitt og notendur greiða það. Við komum til með að greiða okkar hlut af tengingu hingað með sæstreng. Álögur á síðasta sölustig rafmagns til að fjármagna niður- greiðslur á umhverfisvænni orku hafa hækkað verðið svo mikið, að orkufátækt er orðin víðtækt vanda- mál innan ESB. Þetta er ekki glæsi- leg umhverfi fyrir okkur að vera í. Landsreglarinn mun taka yfir alla stjórn raforkumála frá ráðuneytinu, en staða hans er sett upp svo fram- kvæmdastjórn ESB hafi auðvelda leið til miðstýringar á öllu er varðar viðskipti með rafmagn á innri mark- aðnum. Hér mun sú miðstýring einnig ná yfir auðlindavinnsluna vegna þess hve nátengd hún er raf- orkuvinnslu. Stefna framkvæmdastjórnar ESB virðist vera sú að hafa náð undir sig allri stjórn orkumála á innri mark- aðnum upp úr 2030 og réttlætir það með baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Þó er önnur enn þyngri ógn á bak við, sem er þurrð orkulinda heimsins og hana þurfum við líka að varast. Fyrir ESB eru þessar ógnir alvarlegri en svo, að sjálfbærni lítils þjóðfélags á afskekktri eyju eins og Ísland er hafi nokkurt sambærilegt vægi. Þess vegna þurfum við að tryggja okkur full yfirráð yfir auð- lindum okkar til frambúðar. Þegar orkulögin voru samþykkt árið 2003 blasti við allt annar veru- leiki en nú á innri orkumarkaði ESB. Þriðji orkupakkinn mun veita ESB raunyfirráð yfir íslenskum auðlind- um sem gera eignarrétt okkar að sýndarrétti þegar fram líða stundir. Við sjáum sívaxandi miðstýr- ingaráráttu ESB í orkumálum, en sjáum engan enda á þeirri þróun. Sú stefna ESB sem kemur fram í þriðja orkupakkanum er sjálfræði okkar hættuleg og því verður að fella pakkann. Að misskilja „rétt“ Eftir Elías Elíasson » Þriðji orkupakkinn mun veita ESB raunyfirráð yfir íslenskum auðlindum sem gera eignarrétt okkar að sýndarrétti þegar fram líða stundir. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is sem gæti gengið upp hér, en svo er ekki lengur. Með þriðja orkupakk- anum kemur landsreglari í öllum ríkjum ESB, sem hvarvetna gegnir því hlutverki að vera reglusetning- ararmur ACER. Ein meginskylda hans hér verður að vinna að upp- setningu á frjálsum markaði með sömu reglum og formi og nú er á raf- mörkuðum ESB, en þeim mörk- uðum er lýst í grein undirritaðs, „Rafmagn til heimila og útflutnings á markaði“, á heimasíðu HHÍ, hhi.hi.is/vinnupappírar. Með fyrir- komulagi núverandi rafmarkaða Evrópu eru markaðslögmál virkjuð í þágu notenda ESB, en ekki okkar. Niðurstaðan greinarinnar er, að vegna sérstöðu íslenska orkukerf- isins þá virkjast þessi sömu mark- aðslögmál ekki í þágu íslenskra not- enda með sama fyrirkomulagi. Innleiðing þess hér yrði skaðleg. Þetta fyrirkomulag verður samt inn- dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.