Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 27
í mörg ár erlendis, bæði vestan
og austan ála og í Suður-
Ameríku.
Skarpur greinandi og vel les-
in enda fær í mörgum tungu-
málum: Íslensku, ensku,
spænsku og sænsku og í tungu-
máli hagfræðinnar, þróunar-
fræðinnar og sjálfbærninnar
enda áherslurnar í doktorsnám-
inu á þeim nótum. Hún gerði
kröfur til sjálfrar sín og til ann-
arra og þoldi ekki fúsk en
kunni að njóta stundarinnar,
dansaði listilega salsa, elskaði
falleg föt, menningu og listir og
síðast en ekki síst fræðin.
Elsu kynntumst við árið 2005
og myndaðist skjótt góð og
djúp vinátta á milli okkar og
þeirra Björgólfs.
Við hittumst oft enda stutt á
milli okkar í Vesturbæ Reykja-
víkur og þau héldu eftirminni-
leg matarboð fyrir nána vini
sína. Þau voru góð í því að
stefna fólki saman til að spjalla
og gleðjast. Elsa og Friðbjörg
unnu saman eitt ár og voru síð-
ar saman í nokkur ár í stjórn
UNIFEM með öflugum konum
sem stóðu meðal annars fyrir
umfangsmikilli fjáröflun fyrir
félagið árið 2007, þar sem Frí-
múrarahúsið var tekið undir
kvennagyðjukvöldverð sællar
minningar.
Elsa fylgdi eftir draumum
sínum og bjó yfir forvitnilegum
töfrum og andstæðum. Hún var
mikill Íslendingur og unni land-
inu en það féll henni betur að
búa erlendis. Henni fannst Ís-
land hvað fallegast um hávetur
og alltof kalt hér á landi á
sumrin.
Hún var í ásatrúarsöfnuðin-
um og sótti gjarna listileg blót
þeirra á Þingvöllum en fór með
Maríubænir þegar hún þurfti
liðsinnis við.
Elsa sýndi oft fádæma styrk
og viljafestu en vegna viðvar-
andi veikinda og verkja þurfti
hún oft að draga sig í hlé og
jafnvel svo vikum skipti. Það
má ætla að þjáningarnar hafi
aukið enn frekar á innsæi henn-
ar og næmi, því hún sá meira
en margur.
Það var alltaf tilhlökkunar-
efni að hitta Elsu og ræða við
hana um heims- og þróunarmál.
Hún var svo greind og henni
var svo lagið að finna ný
sjónarhorn. Við ræddum til
dæmis um náttúrusýn frá ýms-
um hliðum og henni tókst ævin-
lega að bæta við óvæntum en
mikilvægum atriðum sem köll-
uðu á endurskoðun eða mat.
Það var með öðrum orðum allt-
af gefandi að hitta hana, þegar
hún sagði frá náminu í London,
rannsóknum sínum í Kosta
Ríka, fyrra lífi í New York og í
Hollandi, starfinu á Ísafirði, af
móðurfólkinu sínu í Vest-
mannaeyjum og föðurfólkinu í
Skjaldabjarnarvík. Hún sagði
einstaklega vel frá – var sagna-
meistari.
Hún tók veikindum af ein-
stakri skapfestu og sagði:
Kæru vinir, ég vil lifa sem best
og skála sem oftast í kampavíni
með ykkur og Björgólfi mínum.
Já, „Þökk sé þessu lífi, hve það
var mér örlátt,“ eins og Violeta
Parra syngur svo fallega.
Við þökkum vináttuna og
kærleikann, viðmótið og góðan
hug. Við gleymum aldrei þess-
ari dýrmætu vinkonu og send-
um innilegar samúðarkveðjur
til Björgólfs, Guðjóns Inga,
fjölskyldunnar og vina.
Friðbjörg Ingimarsdóttir
og Gunnar Hersveinn.
Lífsþráður þinn, elsku Elsa,
er skreyttur fögrum og blæ-
brigðaríkum perlum. Ég hitti
þig fyrst árið 1993 á Ísafirði og
okkur var sagt að við yrðum að
hittast og kynnast. Það var góð
sögn og gæfurík.
Þú varst ferskur blær, for-
dómalaus heimskona og bóhem,
þú fórst óhefðbundnar leiðir,
sjálfstæð, brautryðjandi, falleg,
fáguð og glæsileg, álfkona sem
skynjaðir og sást það sem okk-
ur flestum er hulið. Fórst þínar
eigin leiðir. Engri lík, elsku
vinkona.
Hvað segir þú, Elsa, ætlar
þú að mæta myrkrinu í Þernu-
vík alein um jólin? Alveg viss?
Já, alveg viss, enda ein af
mörgum leiðum þínum.
Þú færðir landamæri og
varst bjargvættur hals úr hafi.
Heyrðir ákall úr öðrum heimi.
Fórst með þínar Maríubænir.
Vináttan spannaði ekki at-
burði heldur skynjun og virð-
ingu. Þú varst Elsa beib, fersk-
ur andblær, brosandi, klár.
Þú trúðir á okkur, fannst til
okkar koma, hvetjandi brosið,
hið smáa var hið stóra ...
kenndir okkur að halda áfram
veginn, kenndir okkur.
Okkar spor voru auðnuspor,
þú dansaðir salsa, varst sólin
sem umvafði mig snemmsum-
ars þitt síðasta sumar, með
þéttu faðmlagi. Þá grét ég lífið
og þig og það sem koma skyldi.
Þú huggarinn minn.
Hvað er skrifað í skýin? Dýr-
mætar minningar og myndir
um þig, kæra vinkona, heims-
borgari, hagfræðingur, hugsuð-
ur, bóhem, drottning, dansari,
ljósálfur, konan hans Björgólfs.
Um stund í kosmótískum
tíma vorum við á sporbaug
hvor um aðra, í nálægð og fjar-
lægð líkt og sólin, tunglið og
stjörnurnar.
Það var gott, lærdómsríkt,
stundum krefjandi en nærandi
... Það var lífið sem ber að
þakka, þetta var okkar salsa-
músík og okkar salsaspor.
Guðrún Guðmundsdóttir.
Kveðja frá At-konum á
Vestfjörðum
Það var mikill fengur fyrir
rúmum tuttugu og fimm árum
þegar við At-konur fengum
Elsu Guðmundsdóttur hagfræð-
ing til liðs við okkur sem verk-
efnastjóra við átaksverkefni í
atvinnumálum kvenna. Verk-
efnið hlaut nafnið Snerpa sem
merkir forystuær en At-konur
stóðu fyrir verkefninu á Vest-
fjörðum 1993-1995 í samstarfi
við Byggðastofnun. Elsa kom
með ferskan vind með sér eftir
nám og störf erlendis og nýja
hugsun um hvernig mætti val-
defla konur með því að hugleiða
eigin atvinnurekstur og afla sér
þekkingar og menntunar.
Elsa hélt ótrauð um alla
Vestfirði og hélt hugarflug-
sfundi með konum og fékk þær
til að skoða drauma og mögu-
leika til að efla sig og sam-
félagið. Veitti ráðgjöf til frum-
kvöðlakvenna og sáði fræjum
til framtíðar. Ávöxturinn varð
að atvinnusköpun kvenna á
Vestfjörðum, bæði fyrirtækjum
og samvinnuverkefnum í formi
handverkshúsa sem spruttu
upp um alla Vestfirði sem er
ákveðið form reksturs þar sem
konur skapa sér hlutastarf af
handiðnaði. Við lok átaksverk-
efnisins leiddi hún undirbúning
ráðstefnu en niðurstaða hennar
var að það þyrfti að stofna At-
vinnuþróunarfélag á Vestfjörð-
um. Góð ráð frá Elsu voru
ómetanleg þegar við At-konur
lögðum af stað í næsta verkefni
að stofna Atvinnuþróunarfélag
Vestfjarða sem hefur verið með
starfsemi hér á Vestfjörðum og
sinnt frumkvöðlum og fyrir-
tækjum um tveggja áratuga
skeið.
Það brautryðjandastarf sem
Elsa vann í atvinnuþróunarmál-
um og ráðgjöf var afar dýr-
mætt og viljum við hér við
hinstu kveðju þakka fyrir sam-
starfið, framsýnina og hvatn-
inguna og votta fjölskyldu og
ástvinum hennar okkar dýpstu
samúð.
F.h. At-kvenna,
Guðrún Stella Gissurar-
dóttir og Sigurborg
Þorkelsdóttir.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
✝ Signý Gunnars-dóttir fæddist á
Bangastöðum í
Kelduhverfi í
Norður-Þingeyjar-
sýslu 17. janúar
1939. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 18. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Jónatansson, f. 5.
maí 1877, d. 25. júní 1958, og
Vilfríður Guðrún Davíðsdóttir,
f. 20. nóvember 1897, d. 25. maí
1973.
Signý giftist 12. desember
1970 Ragnari Þór Magnússyni,
f. 5. apríl 1937, d. 8. febrúar
2013. Foreldrar hans voru
Magnús Þorsteinsson, f. 4.
september 1891, d. 25. maí
1969, og Magnea Ingibjörg
Sigurðardóttir, f. 2. maí 1901, d.
20. júní 1995. Systkini Signýjar
eru: Óli Jónatan, samfeðra, f.
19. júlí 1911, d. 1. ágúst 1986,
Jónína Guðný, f. 13. maí 1927, d.
8. september 1988, Kristjana
Elínborg, f. 7. desember 1928, d.
12. nóvember 2013, Anna Sig-
ríður, f. 11. september 1930, d.
11. janúar 2011, Aðalheiður, f.
4. október 1932, Davíð, f. 15.
mars 1935, Sigurbjörg, f. 27.
september 1940 og Soffía Björk,
f. 27. september 1940, d. 2. júní
1996. Börn Signýjar og Ragnars
eru: 1) Svanhildur, f. 31. janúar
1964, gift Ragnari Páli Aðal-
steinssyni, f. 30.
mars 1964, eiga
þau þrjú börn a)
Signý Hrund, f. 12.
apríl 1982 og á hún
synina Gunnar
Nökkva, f. 17.
nóvember 2001, og
Myrkva Þór, f. 12.
febrúar 2011. b)
Almar Freyr, f. 19.
desember 1987, í
sambúð með Hlín
Pálsdóttur, f. 18. nóvember
1989, og eiga þau soninn Hlyn
Frey, f. 14. janúar 2019. c) Gígja
Dröfn, f. 15. janúar 1990, í sam-
búð með Eiríki Hjartarsyni, f. 8.
janúar 1983, og á hún börnin
Amelíu Carmen, f. 25. júní 2008,
og Christopher Darra, f. 30. jan-
úar 2010, Agnarsbörn og Rögnu
Caritas Kúld Eiríksdóttur, f. 17.
desember 2015. 2) Gunnar, f. 16.
ágúst 1970.
Signý ólst upp á Bangastöð-
um til ársins 1953 þegar fjöl-
skyldan fluttist í Voladal á Tjör-
nesi. Eftir að Signý lauk skyldu-
námi árið 1954 fór hún í vist til
Húsavíkur og starfaði þar við
ýmis störf þar til hún fluttist til
Reykjavíkur árið 1960. Í
Reykjavík starfaði hún sem
saumakona hjá Últíma þar til
hún gerðist dagmamma árið
1967 og starfaði sem slík í 50 ár.
Signý verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag, 25. janúar
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
Elsku mamma.
Það er svo erfitt að takast á við
andlát þitt. Við eigum engin orð
til að lýsa tilfinningum okkar og
söknuði. Þú varst okkur allt. Það
er ekki hægt að hugsa sér já-
kvæðari og bjartsýnni mann-
eskju en þig. Þú mættir öllum
áskorunum í lífinu með einstakra
jákvæðni, bjartsýni og trú á hið
góða eins og sást best í þau þrjú
skipti sem þú greindist með
krabbamein. Það var aldrei bil-
bug á þér að finna. Bænir áttu
stóran þátt í þínu lífi og mætti
segja að bænirnar Nú er ég
klæddur og Láttu nú ljósið þitt
hafi skipað sérstakan sess. Allt
sem þú upplifðir var svo yndis-
legt. Þú sást fegurð í öllu og öll-
um enda var fegurð þín einstök
bæði að utan sem innan.
Að hafa sig til og líta vel út var
þér mikils virði og þrátt fyrir að
veikindin höfðu gengið mjög
nærri þér kom aldrei til greina að
hafa sig ekki til þó þú lægir í
sjúkrarúmi og gætir þig vart
hreyft.
Þú varst baráttujaxl og komst
því í verk sem þú ætlaðir. Tvennt
var það umfram annað sem þú
ætlaðir þér áður en yfir lyki en
það var að sjá nýjasta barna-
barnabarnið og halda upp á átt-
ræðisafmælið.
Hugurinn er uppfullur af
minningum og erfitt að festa
hendur á einni umfram aðra, þær
eru allar svo dýrmætar og góðar.
Áttræðisafmælisdagurinn mun
aldrei líða okkur úr minni og vit-
um við að þú upplifðir hann jafn
dásamlegan og við þrátt fyrir að
þú svæfir djúpum svefni.
Sérstaklega minnisstæðar eru
utanlandsferðirnar sem við
systkinin fórum með þér til
London, Kaupmannahafnar og
Parísar á fullorðinsárum.
Einnig eru ferðalögin innan-
lands þegar við vorum krakkar
dýrmætar minningar.
Okkar „verstu“ minningar frá
æsku okkar eru þegar við fórum
með þér í sjoppu að kaupa sæl-
gæti og við báðum um kúlur eða
litla súkkulaðikarla, þá var keypt
ein kúla eða einn lítinn súkku-
laðikarl. Þetta þótti okkur ferlegt
og kunnum við betur við „óhófið“
í pabba, eins og þú kallaðir það,
því hann keypti alltaf nokkrar
kúlur eða súkkulaðikarla og jafn-
vel hvort tveggja.
Okkar elsku besta mamma, við
biðjum góðan Guð að blessa þig
og varðveita og vitum að þú munt
lifa með okkur um alla tíð.
Svanhildur og Gunnar.
Elsku amma okkar, að sitja
hér og skrifa minningargrein um
þig er ekki eitthvað sem við vor-
um tilbúin til að gera strax. Að
hafa alist upp með þig í okkar lífi
hefur kennt okkur svo margt, all-
ar minningarnar um þig og með
þér eru svo dýrmætar.
Allar sumarbústaðaferðirnar
sem dæmi. Skínandi sól, þú í
stuttermabolnum, gallastuttbux-
unum og grænu stígvélunum, úti
í miðju blómabeði að sinna blóm-
unum þínum og reyta arfa. Afi í
sólbaði á veröndinni og við að
leika okkur, að sippa, í körfubolta
eða bara hvað sem er.
Að spila óþokka við ykkur afa,
allir páskarnir þegar þú eyddir
löngum tíma í að fela eggin og við
að leita. Þú syngjandi og dans-
andi inni í eldhúsi.
Aldrei munum við gleyma
hversu gott það var að vera í
kringum þig. Þú varst alltaf svo
glöð og brosandi. Það var alveg
sama hvað gekk á, það var alltaf
svo stutt í brosið.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
(Páll Jónsson)
Elsku amma, takk fyrir allt.
Við vitum að þú og afi vakið yfir
okkur öllum.
Gígja, Almar og Signý.
Nú er hún Signý okkar dáin
eftir harða baráttu við þennan ill-
víga sjúkdóm sem svo margir
þurfa að berjast við og bíða lægri
hlut. Hún Signý var yndisleg
manneskja.
Í yfir 30 ár var hún félagi í
vinahópnum okkar og alltaf mætt
fyrst af öllum og tilbúin að taka
til hendinni þar sem þurfti.
Signý hafði yndi af söng og
hafði bjarta og fallega rödd og
kunni alla texta sem sungnir voru
og miklu fleiri. Og Signý var allt-
af glöð og kát og ósjaldan bauð
hún okkur heim til sín og þá var
talað um landsins gagn og nauð-
synjar, spjallað og mikið hlegið
og ekki voru veitingarnar af verri
endanum. Signýjar verður sárt
saknað af hópnum og hennar
skarð vandfyllt.
Við kveðjum þig vina, hér og nú.
Ert kölluð til æðri starfa.
Þakklát fyrir að það varst þú.
Þér Rósirnar kveðju bera.
Og við sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Blandaðra Rósa,
Guðbjörg Ellertsdóttir.
Okkar yndislega Signý er fall-
in frá. Það er undarleg tilfinning.
Hún háði snarpa og erfiða bar-
áttu við veikindi síðasta árið og
gerði það af svo miklu æðruleysi
að ekki var annað hægt en að
fylgjast fullur aðdáunar með.
Tíminn var vel nýttur og góðu
dagarnir notaðir til að gera eitt-
hvað skemmtilegt.
Signý var hrífandi persónu-
leiki, glaðvær, jákvæð, falleg og
elskaði lífið.
Börn skipuðu stóran sess í
hennar lífi en hún starfaði sem
dagmóðir nánast allan sinn
starfsaldur og lét ekki af störfum
fyrr en á sjötugasta og níunda
aldursári og nutu mörg börn í
fjölskyldunni góðs af.
Hún elskaði börnin og þau
hana enda var hún afar eftirsótt
og vinsæl dagmóðir.
Lífsvilji hennar var svo mikill
og sterkur að hún var staðráðin í
að halda upp á áttræðisafmælið
sitt og sjá litla langömmubarnið
sem von var á þrátt fyrir að vera
orðin afar veikburða og komin á
líknardeildina.
Hvort tveggja tókst og áttum
við fjölskyldan og nánustu vinir
Signýjar þar afar dýrmæta og
fallega stund á afmælisdaginn.
Signý var mikil fjölskyldu-
manneskja og naut samvista við
sína nánustu og átti hún afar fal-
legt samband við ömmu- og lang-
ömmubörnin sín sem sóttu í fé-
lagsskap hennar og hún í þeirra.
Gott er að geta minnst ferðar-
innar til Kaupmannahafnar fyrir
rétt rúmlega ári þar sem þær
mágkonur Signý og Stella léku á
als oddi.
Þar var mikið hlegið og margt
skemmtilegt gert, farið í smur-
brauð til Idu Davidsen, í Tívolí í
jólabúningi, búðaráp og lífsins
notið til hins ýtrasta.
Til stóð að endurtaka gleðina
en ekki gafst færi á því, því mið-
ur. En við erum afar þakklátar
fyrir að eiga þessar skemmtilegu
minningar.
Aldrei var komið að tómum
kofunum hjá Signýju hvort held-
ur var heima í Hörðalandi eða í
sumarbústaðnum þeirra Ragga í
Grímsnesinu. Borðin svignuðu
undan ómótstæðilegum kræsing-
um. En í sumarbústaðnum naut
hún sín í náttúrunni innan um
blómin og gróðurinn.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Signýju samfylgdina, til-
veran verður fátæklegri án henn-
ar en fallegar minningar um
þessa einstöku konu verma
hjartað.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Svanhildi, Gunnari og öðrum
ástvinum Signýjar vottum við
okkar dýpstu samúð. Minningin
lifir.
Jórunn, Alma og fjölskyldur.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Eins láttu ljósið þitt
lýsa í hjarta mitt,
skína í sál og sinni,
sjálfur vaktu þar inni.
Lát húmið milt og hljótt
hlúa að mér í nótt
og mig að nýju minna
á mildi arma þinna.
Ég fel minn allan hag
einum þér nótt og dag,
ljósið af ljósi þínu
lifi í hjarta mínu.
(Sigurbjörn Einarsson)
Elsku amma, takk fyrir að
vera þú fyrir okkur.
Gunnar Nökkvi, Amelía
Carmen, Christopher Darri,
Myrkvi Þór, Ragna Caritas
og Hlynur Freyr.
Signý Gunnarsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
LÁRA BERNDSEN,
Úthlíð 13,
lést á líknardeild Landspítalans 17. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Jón Karl Scheving
Kristjana S. Jónsdóttir Jón Arnórsson
Lilja Guðrún Jónsdóttir Hjörleifur F. Þórarinsson
Hanna Lára Scheving
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN LÁRUS SIGURÐSSON,
fyrrverandi yfirlæknir,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
21. janúar. Útförin fer fram frá Neskirkju
miðvikudaginn 30. janúar klukkan 13. Sérstakar þakkir færum
við starfsfólki á Eir fyrir hlýju og góða umönnun.
Sif Sigurvinsdóttir
Jóhanna H. Jónsdóttir Halldór Páll Ragnarsson
Ágústa Ragna Jónsdóttir Elín Margrét Hjelm
Sigrún Edda Jónsdóttir Egill Þór Sigurðsson
Sigurvin Lárus Jónsson Rakel Brynjólfsdóttir
og barnabörn