Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
Afmælisdagurinn verður lúxus. Við hjónakornin ætlum aðskreppa barnalaus austur í Mývatnssveit og vera þar á hótelieina nótt. Njóta þess þar að slappa af, fara í gönguferðir og
gera eitthvað skemmtilegt. Það er nauðsynlegt að komast í nýtt um-
hverfi öðru hvoru,“ segir Indiana Ása Hreinsdóttir á Akureyri, sem er
42 ára í dag.
Indiana ólst upp á Svalbarðseyri og á góðar minningar þaðan og frá
unglingsárunum í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Hún tók stúd-
entspróf frá VMA og fór síðan suður til Reykjavíkur, þar sem hún
nam mann- og fjölmiðlafræði til BA-gráðu við Háskóla Íslands. Fór
svo í meistaranám í blaða- og fréttamennsku og átti síðan eftir að
starfa við fjölmiðla í mörg ár.
„Ég var í mörg ár á DV og Fréttablaðinu, fyrst fyrir sunnan en svo
seinna hér á Akureyri og skrifaði þá efni úr öllum landshlutum. Mest
var ég í viðtölum og lagði mig þá eftir því að spjalla við venjulegt fólk
sem hafði mikilvægar sögur að segja,“ segir Indiana sem 2015-2017
ritstýrði Akureyri vikublaði. Fyrir nokkrum misserum var hún svo
ráðin kynningar- og markaðsstjóri Menningarfélags Akureyrar, en
undir hatti þess eru Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands og Menningarhúsið Hof. „Hér er ýmislegt spennandi að gerast.
Sýningum á Kabarett fer að ljúka og núna standa yfir æfingar á
barna- og fjölskyldusöngleiknum Gallsteinar afa Gissa sem ég trúi að
slái í gegn. Svo verða hér ýmsir tónleikar á næstunni og fleiri áhuga-
verðar samkomur,“ segir Indiana sem er gift Stefáni Frey Jóhanns-
syni. Þau eiga fjórar dætur; tvíburana Marsibil og Ísabel sem eru 11
ára, Hreindís Anna er 8 ára og Sóldögg Jökla er 5 ára. sbs@mbl.is
Akureyri Hér er ýmislegt spennandi að gerast, segir Indiana Ása.
Lúxus við Mývatn
Indiana Ása Hreinsdóttir er 42 ára í dag
J
óhann Rúnar Skúlason
fæddist 25. janúar 1969 á
Sauðárkróki og ólst þar
upp. Hann gekk í grunn-
skóla á Sauðárkróki og út-
skrifaðist sem gagnfræðingur og fór
síðar til Óðinsvéa að læra mjólk-
urfræði. Hann kláraði námið 1993 en
hefur aldrei starfað sem mjólkur-
fræðingur heldur hefur hann alla tíð
unnið við hesta.
„Foreldrar mínir voru ekki hesta-
fólk, en ég kynntist hestum hjá
frændfólki mínu á Flugumýri, Hofs-
ósi, á Kjartansstöðum í Ölfusi og þá
varð ekki aftur snúið.“
Jóhann hefur lengst af verið bú-
settur í Danmörku og keypti sér
bóndabæ rétt hjá Silkiborg á Jót-
landi, sem heitir Slippen, og hóf þar
hestarækt árið 2007. Á síðustu fimm
Jóhann R. Skúlason, hestamaður og -ræktandi – 50 ára
Margfaldur heims-
meistari í hestaíþróttum
Knapi ársins Jóhann ásamt foreldrum sínum á uppskeruhátið hestamanna þegar hann var valinn knapi ársins 2013.
Fjölskyldan Jóhann og Stína ásamt Jóhanni Árna.
Garður Elmar Ingi Eyberg
Jónsson fæddist 13. júní
2018 kl. 21.04. Hann vó
2.326 g og var 43 cm langur.
Foreldrar hans eru Árný Þöll
Ómarsdóttir og Jón Eyberg
Helgason.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775
Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar
til afþreyingar tryggja betri fundarhlé.
Fundarfriður áHótelÖrk
ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr
yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og
félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is