Morgunblaðið - 25.01.2019, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Að búa við sálarfrið er mesta ham-
ingjan. Taktu eftir litlu hlutunum í lífinu og
þakkaðu fyrir allt sem þú hefur og átt.
20. apríl - 20. maí
Naut Brjóttu odd af oflæti þínu og þiggðu
aðstoð. Rómantíkin mun blómstra hjá þér
næstu vikurnar. Þú færð fréttir sem munu
fá þig til að breyta um skoðun.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Helsta ástæðan fyrir því að fólk
nær ekki markmiðum sínum er sú að það
hefur engin markmið. Skrifaðu þín markmið
niður og sjáðu hvað gerist.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Mundu að kapp er best með forsjá.
Breytingar standa fyrir dyrum og samræður
við fjölskyldumeðlimi varpa ljósi á ýmislegt
sem þú vissir ekki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Viljirðu leita í einveruna skaltu láta
það eftir þér og vertu ekkert að afsaka þig
fyrir öðrum. Ef einhver lætur þér líða illa er
viðkomandi sennilega ekki réttur félags-
skapur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhver hjálpar þér við að víkka sjón-
deildarhring þinn. Taktu lífinu með ró, þér
liggur ekkert á. Kappkostaðu að kenna
börnum þínum að bera ábyrgð.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú svífur um á sæluskýi ástarinnar.
Ekki kasta höndunum til verkefnis sem þú
þarft að sinna, þú færð það bara í hausinn
aftur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ástamálin kunna að ganga
brösuglega um þessar mundir. Gerðu þér
far um að hlusta með athygli og smám
saman rennur upp fyrir þér hvað þú þarft
að gera.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert önnum kafinn þessa dag-
ana, þótt einhverjum finnist ef til vill ekki
mikið ganga undan þér. Sníddu þér stakk
eftir vexti.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Heppnin er með þér í dag og því
ekki úr vegi að taka áhættu, sama hversu
langsóttur árangurinn virðist. Oft veltir lítil
þúfa þungu hlassi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Einhvern spenna virðist einkenna
samskipti þín við makann í dag. Sambandið
er byggt á ást og mun standa þó það
hvessi lítillega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert svoddan bjartsýnismanneskja,
að þú sérð lífið í framtíðinni innihalda það
sem þig langar í. Reyndu að nálgast aðra á
jafnréttisgrundvelli.
Nú hefur blessaður snjórinn komiðsér vel fyrir á flestum stöðum
landsins. Sumum til ama og öðrum
til mikillar gleði.
x x x
Víkverji telur að snjórinn laði framþað besta og versta í mann-
skepnunni og snjórinn geti verið
mikill skaðvaldur en líka gleðigjafi.
Sérstaklega fyrir yngri kynslóðina
sem elskar að renna sér á snjóþotu
eða dekki, fara á skauta og skíði, búa
til snjókarla og fara í saklaust snjó-
boltastríð. Eldri einstaklingar hafa
líka gaman af leikjum í snjó og verða
gjarnan börn á ný ef þeim tekst að
sleppa fram af sér beislinu.
x x x
Þegar snjórinn sest kemur í ljóshverjir bera umhyggju fyrir
náunganum. Hverjir það eru sem
moka frá ruslageymslunni til að auð-
velda sorptæknum vinnu sína.
Hverjir moka gönguleið til þess að
létta póstburðarfólki og blaðberum
lífið. Hverjir moka fyrir nágrannana
eða hlaupa til á næsta götuhorni til
þess að ýta föstum bíl.
x x x
Vissulega er það svo að ekki getaallir mokað snjó eða ýtt bílum
og ekkert við því að segja. Enginn er
skyldugur að moka snjó og létta öðr-
um lífið og hver og einn hefur val um
hvað hann gerir. En að mati Vík-
verja hafa ökumenn ekki val um
hvort þeir skafi af bílum sínum eða
ekki, það er að segja ætli þeir að fara
út í umferðina.
x x x
Víkverja finnst það alveg með ólík-indum hvernig sumum öku-
mönnum dettur í hug að fara út í
umferðina með mjög svo takmarkað
útsýni út úr bílnum. Það er óhugnan-
legt að sjá ökumenn rýna út um
framrúðuna í allri umferðarkösinni
og sjá hvorki aftur fyrir bílinn né til
hliðar.
x x x
Að mati Víkverja eiga slíkir öku-menn frekar að sitja heima eða
nýta sér almenningssamgöngur til
öyggis fyrir sjálfa sig og aðra veg-
farendur. vikverji@mbl.is
Víkverji
Allir vegir Drottins eru elska og trú-
festi fyrir þá sem halda sáttmála hans
og boð.
(Sálm: 25.10)
Á miðvikudaginn birtist hérþorralimra eftir Guðmund
Arnfinnsson. Hún olli því, að Ing-
ólfur Ómar gaukaði að mér tveim
vísum – og sagðist fá vatn í munn-
inn af að hugsa um þorramat en í
dag er fyrsti dagur í þorra:
Nú er best að kýla kvið,
kjamsa vel og lengi.
Hangikjöt og söltuð svið,
súran pung og rengi.
Svo má ekki gleyma hákarlinum:
Bragðið kæsta bætir geð,
bros ég set á trýnið.
Hákarlsbita í trantinn treð
og teyga brennivínið.
Í bók Árna Björnssonar „Sögu
daganna“ segir frá því, að á fyrstu
árum síðustu aldar hafi maður
heyrt getið um „hrútaveislur“ við
norðanverðan Breiðafjörð á þess-
um degi. Á mannmörgu heimili var
þá soðið mikið reykt kjöt af vænum
hrútum. Um það kunni hann þessa
saknaðarvísu:
Nú eru úti allstaðar
allar hrútaveislurnar,
þá í kútinn kveðið var
og kindahnútur nagaðar.
Eins og við er að búast er marg-
víslegur skáldskapur og misjafn að
gæðum tekinn upp í bókinni og tek
ég þetta erindi sem sýnishorn:
Hér er átveisla stór.
Hér er ólgandi bjór.
Drukkinn ákaft í skrautlegum sal.
Hér er hangikjöt heitt.
Hér er hnakkaspik feitt.
Hér er hákarl og magála val.
Eftir eitt þorrablótið á Egils-
stöðum varð þessi vísa til:
Á Egilsstöðum enn er mót
sem ýmsra léttir buddu.
Þar var haldið þorrablót
og þar fékk Stebbi Guddu.
Eftir miðja síðustu öld tók Hall-
dór Gröndal veitingamaður í
Naustinu upp þá nýbreytni að bjóða
upp á þorramat og naut það mikilla
vinsælda. Helgi Sæmundsson orti:
Inni á Nausti aldrei þver
ánægjunnar sjóður.
Þorramaturinn þykir mér
þjóðlegur og góður.
Ég tók „brennivínsbókina“ fram
úr bókaskápnum og rifjaði upp
brag, sem var mjög vinsæll á mín-
um menntaskóla- og stúdentsárum
og er eflaust enn. Þetta er fyrsta
erindið:
Þegar hnígur húm að Þorra,
oft ég hygg til feðra vorra
og þá fyrst og fremst til Snorra
sem framdi Háttatal.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á fyrsta degi þorra
og af þorrablóti
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„þetta er BESTA ÞJÓFAVÖRNIN SEM
VIÐ BJÓÐUM. SETTU BARA PAR AF ÞESSUM
UPP VIÐ ÚTIDYRNAR.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... fyrsta skrefið.
HELDURÐU AÐ ALLIR EIGI
SÉR TILGANG?
ALGERLEGA! MINN TILGANGUR ER AÐ HALDA
FJÖLDA KLEINUHRINGJA Í SKEFJUM
HELGA FÓR
MEÐ BÖRNIN Í
HELGARHEIMSÓKN
TIL FRÆNKU SINNAR
Í SVÍÞJÓÐ!
BORÐARÐU
ÞÁ BARA
OSTABRAUÐ Í
KVÖLDMATINN
Í FJARVERU
HENNAR?
ÉG HEF BORÐAÐ
HEIMA HJÁ MÖMMU
HELGA ER EKKI SÚ EINA
Í FJÖLSKYLDUNNI SEM
GETUR ELDAÐ!
Útivist &
ferðalög
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir mánudaginn 28. janúar.
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Útivist og ferðalög
föstudaginn 1. febrúar
Meira fyrir lesendur