Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
595 1000
Vestur Karíbahaf
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
ánn
fyr
ir
14. nóvember í 10 nætur
Láttu drauminn rætast og farðu í siglingu um
Verð frá kr.
298.995
Veður víða um heim 30.1., kl. 18.00
Reykjavík -6 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -5 skýjað
Akureyri -8 snjókoma
Egilsstaðir -5 snjókoma
Vatnsskarðshólar -2 léttskýjað
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn -1 rigning
Ósló -9 snjókoma
Kaupmannahöfn 1 léttskýjað
Stokkhólmur -5 snjókoma
Helsinki 0 snjókoma
Lúxemborg 0 snjókoma
Brussel 1 skúrir
Dublin 1 léttskýjað
Glasgow 1 heiðskírt
London 3 skúrir
París 2 skúrir
Amsterdam 1 skúrir
Hamborg 2 heiðskírt
Berlín 1 heiðskírt
Vín 0 léttskýjað
Moskva -2 snjóél
Algarve 15 skýjað
Madríd 9 léttskýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 14 léttskýjað
Róm 8 rigning
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -37 heiðskírt
Montreal -11 alskýjað
New York -4 léttskýjað
Chicago -29 þoka
Orlando 11 alskýjað
31. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:12 17:11
ÍSAFJÖRÐUR 10:34 16:59
SIGLUFJÖRÐUR 10:17 16:42
DJÚPIVOGUR 9:46 16:37
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag Norðlæg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað
en norðvestan 5-13 og snjókoma eða él á austanverðu
landinu. Léttir til og lægir austantil eftir hádegi. Frost
víða 4 til 15 stig, en kólnar meira síðdegis.
Norðlæg átt, víða 5-13 m/s en 10-15 á Austfjörðum. Él en yfirleitt léttskýjað S-til á landinu. Frost
2 til 15 stig, kaldast í innsveitum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Neytendasamtökin hafa undanfarið
fengið töluvert margar fyrirspurn-
ing vegna hækkana á gjaldskrám
tryggingafélaga, að sögn Breka
Karlssonar, formanns samtakanna.
Neytendasamtökin hafa ekki enn
sem komið er kannað hækkun á
tryggingum eða sent fyrirspurnir til
tryggingafélaganna, en það er í
skoðun að gera það.
„Við hvetjum okkar félagsmenn til
að leita tilboða í tryggingar hjá öll-
um félögunum og reyna þannig að fá
bestu kjör. Fólk ætti að gera þetta
reglulega, helst á hverju ári,“ sagði
Breki. Hann sagði að árið 2015 hefði
lögum verið breytt og nú gæti fólk
skipt um tryggingafélag hvenær
sem er ársins.
Launaþróun vegur þungt
Morgnblaðið leitaði svara hjá
þremur tryggingafélögum. Kjartan
Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri
einstaklingsráðgjafar og markaðs-
mála hjá TM, sagði að verðlags- og
vísitöluþróun vægi þungt við verð-
lagningu trygginga. Hækki tjóna-
kostnaður hækka iðgjöld. Trygg-
ingar endurnýjast almennt á 12
mánaða fresti og kemur vísitölu-
hækkun fram í iðgjöldunum.
Kjartan benti á að tjónakostnaður
fylgi í mörgum tilfellum launa-
vísitölu, þar sem árshækkun 2018
var 6%, ekki síður en þróun vísitölu
neysluverðs eða gengisþróun. Hann
sagði einnig að verðlagning á trygg-
ingum færi eftir vátryggingagrein-
um og áhættuflokkum. Kjartan
nefndi til dæmis að TM hefði þurft
að hækka ákveðna þætti í heim-
ilistryggingu vegna slæmrar af-
komu. Þeir sem eru með þá tilteknu
liði fá meiri hækkun en þeir sem eru
með þá að hluta eða alls ekki. Auk
þess eru margar einstaklings-
bundnar breytur sem hafa áhrif á
hvernig iðgjöld breytast frá ári til
árs. „Þess vegna hvetjum við við-
skiptavini okkar við endurnýjun til
að hafa samband við okkur og fara
yfir sínar forsendur og fá skýringar
ef spurningar vakna.“
Iðgjaldaskrá lögboðinna ábyrgð-
artrygginga einkabíla hjá VÍS hefur
hækkað að meðaltali um 3,5% um
fram vísitölubreytingar á síðustu 12
mánuðum. VÍS hefur verið að inn-
leiða breytta iðgjaldaskrá sem getur
haft áhrif til hækkunar eða lækk-
unar á iðgjöldum núverandi við-
skiptavina, að sögn Sigrúnar A. Þor-
steinsdóttur, sérfræðings hjá VÍS.
Ekki hefur orðið heildarhækkun á
fjölskyldutryggingum lengi hjá VÍS
en hefðbundnar vísitöluhækkanir
hafa orðið.
Sigurjón Andrésson, markaðs-
stjóri Sjóvár, sagði að breytingar
sem orðið hafa á iðgjöldum upp á
síðkastið væru að langmestu leyti
vegna vísitölubreytinga. T.d. hafa
„lögboðnar ökutækjatryggingar
hækkað þar sem bótagreiðslur til
tjónþola taka mið af launaþróun.
Fasteigna- og brunatryggingar
fylgja breytingum á brunabótamati
ásamt því að heimilis og inn-
bústryggingar taka m.a. mið af vísi-
tölu neysluverðs án húsnæðis. Þar
að auki taka iðgjöld mið af tjónasögu
og tryggð viðskiptavina bæði til
hækkunar eða lækkunar.“
Fleiri leita tilboða í tryggingar
Beiðnum um tilboð í tryggingar
hjá TM hefur fjölgað talsvert á und-
anförnum 12 mánuðum. VÍS opnaði
á það í desember sl. að einstaklingar
gætu komið rafrænt í viðskipti á
vis.is. Í kjölfarið hefur þeim fjölgað
sem hafa óskað eftir tilboði í trygg-
ingar hjá VÍS. Sjóvá benti á að mikil
samkeppni ríkti á tryggingamarkaði
hér. Sjóvá finnur ekki fyrir því að
brottfall viðskiptavina sé að aukast
og finnur félagið fyrir meðbyr.
Vísitöluhækk-
anir hafa áhrif
á tryggingar
Neytendasamtökin fá fyrirspurnir
vegna hækkana á iðgjöldum
Morgunblaðið/Ómar
Tryggt Neytendasamtökin hvetja
fólk til að huga að tryggingunum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Veitur hafa fengið góðar viðtökur
við áskorun til íbúa á hitaveitu-
svæði fyrirtækisins á höfuðborg-
arsvæðinu um að fara vel með
heita vatnið. Í gær dró heldur úr
þeirri miklu aukningu sem varð í
notkun. Framleiðsla á heitu vatni í
virkjunum fyrirtækisins annar
ekki þörfum notenda vegna aukn-
ingar umfram áætlanir. Það stend-
ur til bóta síðar á árinu með auk-
inni vinnslu á heitu vatni í
Hellisheiðarvirkjun.
Í kuldakastinu hefur rennsli í
hitaveitukerfi Veitna á höfuðborg-
arsvæðinu aukist mjög. Megin-
ástæðan er aukin kynding húsa og
varmatap úr þeim vegna kuldans.
Spáð er áframhaldandi frosti
næstu daga og að það verði harð-
ast á laugardag. Þótt heldur hafi
dregið úr aukningunni í gær getur
enn komið til þess að skerða þurfi
afhendingu heits vatns til stórnot-
enda sem kaupa orkuna á afslátt-
arkjörum gegn því að geta þurft að
sæta skerðingum. Eiríkur Hjálm-
arsson, upplýsingafulltrúi Veitna,
segir að staðan verði vöktuð
áfram. Ef nauðsynlegt verði talið
að skerða afhendingu verði ákvarð-
anir um það teknar síðdegis í dag.
Þar er um að ræða almennings-
sundlaugar og ýmis fyrirtæki í
fjölbreyttri starfsemi sem nota
mikið heitt vatn í starfsemi sinni.
Vinnsla aukin á Hellisheiði
Ástæðan fyrir því að Veitur geta
ekki með fullu öryggi tryggt öllum
það heita vatn sem þeir þurfa er sú
að heitavatnsframleiðsla fyrirtæk-
isins er að verða fullnýtt. Eiríkur
segir að einnig geti verið að stað-
bundnir flöskuhálsar í dreifikerf-
inu hafi áhrif í einstaka hverfum.
Notkun á heitu vatni hefur auk-
ist meira en áætlanir gerðu ráð
fyrir en áætlanir grundvallast á
þróun íbúafjölda og húsnæðis. Það
varð til þess að ákveðið var að
flýta næsta áfanga í heitavatns-
vinnslu í Hellisheiðarvirkjun. Af-
köstin þar munu aukast um 50%
næsta haust og ætti því að vera
hægt að útvega öllum nægt heitt
vatn næsta vetur.
Morgunblaðið/Eggert
Árbæjarlaug Sundlaugin var opin í gær en í dag skýrist hvort skammta þurfi vatn til sundlauga í Reykjavík.
Heitavatnsvinnsla
aukin næsta haust
Skýrist í dag hvort skrúfa þarf fyrir heitt vatn til sundlauga
Hitaveitan í Hveragerði hefur
þolað álagið í vetur betur en í
fyrravetur. Þá þurfti að loka
sundlauginni í Laugaskarði oft
og í langan tíma. Garðyrkju-
bændur lentu einnig í vandræð-
um þótt ekki hafi þeir orðið fyrir
stórtjóni, að sögn Aldísar Haf-
steinsdóttur bæjarstjóra. Raun-
ar gerðist það í gær að bilun
varð í gufuveitu sundlaugar-
innar en skamman tíma tók að
gera við hana.
Jarðhitageymirinn undir
Hveragerði hefur breyst á síð-
ustu árum og borholurnar ekki
annað þörf. Veitur, sem reka
hitaveituna í Hveragerði, hafa
fengið leyfi til að nýta tvær öfl-
ugar borholur Orkukstofnunar
undir Reykjafjalli. Er verið að
leggja leiðslur í bæinn og von-
ast Aldís til að þær verði tengd-
ar með vorinu.
Tengjast öfl-
ugum holum
HVERAGERÐI