Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Tilbúinn til neyslu, en má hita. Afbragðs vara, holl og næringarík. Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík. Heitreyktur lax SVIÐSLJÓS Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Þjóðskrá vinnur nú að lokaund- irbúningi nýrra vegabréfa. Verða þau jafnvel tilbúin á morgun, 1. febrúar, og í síðasta lagi hinn þriðja. „Þeir sem eru með gild vegabréf þurfa ekkert að óttast, þau eru alveg jafn örugg og nýja útgáfan,“ segir Margrét Hauks- dóttir, forstjóri Þjóðskrár Ís- lands. Margét segir að þeir sem eru með vegabréf í gildi geti fengið nýju útgáfuna en það sé engin þörf á því. Ef fólk hins vegar kjósi að fá sér nýju útgáfuna sæki það um hjá sýslumanni, skili gamla vega- bréfinu og greiði rúmlega 12.000 krónur fyrir það nýja, sem er sama verð og á gömlu vegabréf- unum. Margrét segir afgreiðslu- tíma vegabréfa nú tvo daga og svo hafi verið frá miðju sumri. Mark- viss og mikil vinna hafi verið lögð í það hjá Þjóðskrá að bæta þjónustu og straumlínulaga alls kyns ferla. Árangurinn hafi skilað sér m.a. í tveggja daga afgreiðslufresti á vegabréfum. Margrét segir helstu breyting- arnar í nýja vegabréfinu felast í auknu öryggi í framleiðslukerfi og breyttu útliti vegagerðarbóka. Kápan áfram blá „Helstu útlitsbreytingarnar fel- ast í landslagsmyndum á hverri opnu úr öllum landshlutum. Ekki er eingöngu um hefðbundna ferða- mannastaði að ræða en staðirnir voru valdir í samráði við lands- byggðina. Á blaðsíðunni við hlið landslagsmyndarinnar er Íslands- kort þar sem staðsetning mynd- arinnar er merkt með punkti,“ segir Margrét og bætir við að heiðlóan sé áberandi í nýja vega- bréfinu og það sé mannbætandi að horfa á fallegar landslagsmyndir. Að sögn Margrétar verður kápan áfram í bláa litnum sem einkennt hefur íslensk vegabréf um langa hríð. Þrír þættir voru boðnir út á evr- ópska efnahagssvæðinu; fram- leiðslukerfið, vegabréfabókin og vottorðakerfið. Hagstæðast hafi verið talið að láta framleiða vega- bréfabækurnar í Póllandi hjá fyr- irtæki sem einnig sjái um fram- leiðslu á peningaseðlum, en svipaðir öryggisþættir þurfi að vera fyrir hendi við prentun vega- bréfabóka og peninga. Margrét segir Þjóðskrá Íslands sjá um að gefa út öll vegabréf og persónugera þau með mynd og rit- handarsýnishorni. Að sögn hennar hefur ný útgáfa verið í undirbúningi síðan 2015. Gamla framleiðslukerfið hafi ekki verið nógu öruggt að mati Þjóð- skrár, hvorki uppfyllt öryggis- kröfur Evrópusambandsins né al- þjóðlega staðla. Stolt af verkefninu „Með nýju vegabréfunum er ver- ið að taka skref í átt að auknu ör- yggi bæði hvað varðar fram- leiðsluferlið og vegabréfa- bækurnar. Það var okkar frumkvæði að auka öryggi í fram- leiðslukerfinu og með útboðinu náðum við einnig fram hagræð- ingu. Þetta er flókið og mikilvægt verkefni sem við erum afar stolt af,“ segir Margrét og bendir á að kostnaðurinn við nýju útgáfuna sé um 200 milljónir. Þjóðskrá, dóms- málaráðuneyti og styrkur úr landamærasjóði Evrópusambands- ins standi straum af þeim kostnaði. Vegabréf á 21 stað erlendis „Útgáfa nýrra vegabréfa er hjá sýslumönnum landsins. Við höfum stórbætt þjónustuna við Íslendinga búsetta erlendis og nú er hægt að sækja vegabréf í 19 sendiráðum og hjá fastanefndum í New York og Genf,“ segir Margrét og bendir á að fá megi allar upplýsingar um vegabréf á vegabref.is. Litir Ný útgáfa vegabréfa er litskrúðugri en gömlu vegabréf- in. Í nýju útgáfunni er meira öryggi í framleiðslukerfinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ísland Í nýju vegabréfunum eru myndir af fallegu íslensku landslagi á einni síðu og staðsetning þess á Íslandskorti. Morgunblaðið/Eggert Vegabréf Landslagsmyndir í nýju vegabréfunum sem Þjóðskrá Íslands gefur út og komast í gagnið í byrjun febrúar gætu stytt landanum stundir á flugvöllum um allan heim á meðan beðið er eftir vegabréfaskoðun. Íslensk vegabréf í nýrri útgáfu  Landslagsmyndir í vegabréfum  Aukin þjónusta við Íslendinga erlendis  Öruggara fram- leiðsluferli  Gömlu vegabréfin jafn örugg og nýju  Kostnaður við nýju bréfin 200 milljónir Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra seg- ir Þjóðskrá hafa staðið vel að breyt- ingum á út- gáfu vega- bréfa á Íslandi síð- astliðin fjögur ár. „Breyting- arnar auka öryggi íslenskra vegabréfa en mikilvægt er að við séum ávallt vakandi fyrir nýjum leiðum til að tryggja ör- yggi á þessum vettvangi í takt við alþjóðlegar kröfur og staðla,“ segir Sigríður og bæt- ir við að það hafi verið ánægjulegt að sjá verkinu vinda fram hratt og örugglega en verkefnið hafi klárast innan þeirra áætlana sem lagt var upp með. Hún segir gott að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur við að stytta afgreiðslu- tíma vegabréfa, sem nú er að- eins tveir dagar. Vegabréf á tveimur dögum DÓMSMÁLARÁÐHERRA Sigríður Á. Andersen Margrét Hauksdóttir Öryggi Hagstætt og öruggt er að framleiða nýju vegabréfabæk- urnar í Póllandi hjá fyrirtæki sem framleiðir peningaseðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.