Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 rauðlauk og chili, kórónaður með kókós- eftir hátíðarmatinn. gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og snjallsímanum. Hollustan hefst á gottimatinn.is ferskur fiskréttur Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ýmis tormerki eru á ræktun hárra pálma af suðrænum uppruna í gler- hólkum í Vogabyggð, að mati Guð- ríðar Helgadóttur, garðyrkjufræð- ings við Garð- yrkjuskóla LbhÍ á Reykjum. Há- vaxnir pálmar séu hitakærir og það geti verið snúið að halda hita- og rakastigi réttu inni í svona litlu rými allt árið, við íslenskar veður- aðstæður. Guðríður segir að samkvæmt myndum af verðlauna- tillögunni á útilistaverki í Vogabyggð sýnist sér að miðað sé við kókos- eða döðlupálma í turnlaga gróðurhúsum eða hólkum. Tré með háum stofni og laufblöðum efst á stofninum, sem verði 5-7 metra há, jafnvel hærri. Þá veltir maður fyrir sér kostnaði „Þarna þyrfti að setja mikinn hita inn í tiltölulega lítið loftrými til að vega á móti vindáhrifum, kulda og frosti fyrir utan. Mikill hiti kallar jafnframt á að plönturnar hafi greið- an aðgang að vatni og við hátt raka- stig myndast móða inni á glerinu og nauðsynlegt að bregðast við því. Af myndum að dæma eru turnarn- ir líka það háir að það er spurning hvernig þeir standast veðurhaminn í Vogahverfinu. Svo þarf að huga að lýsingu fyrir plönturnar því mikið myrkur yfir háveturinn er ekki draumastaða fyrir plönturnar,“ segir Guðríður. -En er þetta hægt? „Ég er bjartsýn að eðlisfari, en mér finnst þetta geta orðið ansi flók- ið í framkvæmd. Þetta þyrfti alla vega mjög góða tæknilega úfærslu og vöktun til að geta gengið upp. Þá veltir maður fyrir sér kostnaði. Ef ætlunin er að hafa svona turna mætti kannski velja kuldaþolnari tegundir pálma, sem þurfa ekki eins mikinn hita yfir veturinn,“ segir Guðríður. Rækta minni pálmatré Hún segir að í Garðyrkjuskóla LbhÍ hafi minni pálmatré lengi verið ræktuð. Þau verði ekki nema rúmir tveir metrar á hæð og húsrýmið leyfi ekki mikið hærri pálma. Nú séu döðlupálmar í uppeldi, en þeir verði felldir þegar þeir hafi náð þeirri hæð sem húsið leyfi. Ekki sé óalgengt að fólk sé með lágvaxnari pálmategundir, eins og drekakylfurót, Cordyline australis, í görðum sínum, en þá þurfi yfirleitt að flytja í hús yfir vetrartímann og halda í 5-6 gráðum og frostlausri jörð. Á heimasíðu borgarinnar er sagt frá verðlaunasamkeppninni og til- lögu þýska listamannsins Karin Sander, sem bar sigur úr býtum. Þar segir að í deiliskipulagi Vogabyggðar komi fram að listaverk skuli vera hluti af heildarhönnun almennings- rýma í hverfinu. Fjárhæð sem verja eigi til kaupa á listaverki eða lista- verkum nemi 140 milljónum króna og sé verkefnið kostað sameiginlega af Reykjavíkurborg og lóðaeigend- um í Vogabyggð. Skjóta rótum í köldu og hrjóstrugu landi Í umsögn dómnefndar segir: „Tillagan er óvænt, skemmtileg og djörf. Pálmatrjám er komið fyrir í tveimur sívölum, turnlaga gróður- húsum sem sett eru niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketilbjarn- arsíkis. Frá þeim stafar hlýja og ljós. Pálmatré bera með sér andblæ suð- rænna landa, eins og höfundur tillög- unnar bendir á. Þau eru tákn heitra og framandi staða og menningar og fela um leið í sér minni um útópíu þar sem paradísarástand ríkir. Hér skjóta þau rótum í köldu og hrjóstr- ugu landi – rétt eins og fólk frá fram- andi slóðum sem hefur sest hér að.“ Í gróðurhúsunum megi lesa tíma því íbúarnir geti fylgst með trjánum vaxa frá því að vera lítil og þar til þau verði stór og beri ávexti. Tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að skipta pálmatrjánum út fyrir önnur tré, til að mynda japönsk kirsu- berjatré, eftir 10 til 15 ár óski íbú- arnir þess. Það er kostur að íbúarnir öðlist þannig beina hlutdeild í þróun verksins, segir í umsögninni. „Flókið í framkvæmd“  Ýmis tormerki eru á ræktun hárra pálma af suðrænum uppruna í glerhólkum í Vogabyggð, að mati garðyrkjufræðings  140 milljónir króna í listaverk Ljósmynd/Bandaríkjaher Við braggana Járngerðir pálmarnir hafa eflaust yljað bandarískum hermönnum í Nauthólsvík á stríðsárunum. Drekakylfurót Plöntuna er allvíða að finna hér og hefur m.a. blómstr- að í Grasagarðinum í Reykjavík. Guðríður Helgadóttir Tekjur Reykjavíkurborgar af upp- byggingunni í Vogahverfi munu greiða kostnað við innviði, segir í til- kynningu frá borginni, þar með talin valin útilistaverk sem eru um 1% af heildarkostnaðinum. Í kostnaðar- áætlun fyrir pálmatrén er gert ráð fyrir að tvö tré kosti um 1,5 milljón en hvort gróðurhús utan um þau um 43 milljónir króna. „Alls er áætlað að Reykjavíkur- borg fái tæpa sex milljarða í bygging- arréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar og verða þær tekjur notaðar til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagn- ir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leik- skóla – og listaverk sem lóðarhafar greiða að jöfnum hluta á móti Reykjavíkurborg samkvæmt samn- ingum,“ segir í fréttatilkynningu borgarinnar. Þar segir einnig að í samþykktum samningsmarkmiðum borgarinnar á nýbyggingarsvæðum sé ákvæði um að list í almenningsrýmum skuli fjár- mögnuð af lóðarhöfum. „Er samið við hvern og einn lóðar- hafa um hversu hátt hlutfall þeir greiði til slíkra verka, aldrei minna en 50% og er fjármagnið eyrnamerkt listaverkum á svæðinu.“ mhj@mbl.is Greitt með tekjum af uppbyggingu  Valin útilistaverk 1% af heildarkostnaði Pálmar Áætlað er pálmatrén muni líta svona út í Vogabyggðinni í Reykjavík. Fulltrúar minnihlutans í borgar- stjórn hafa gagnrýnt pálmatrén og kostnaðinn við þau. „Dönsk strá og pálmatré. Allt fyrir borgarfé,“ ritaði Eyþór Arnalds, Sjálfstæðisflokki, á Facebook-síðu sína. „Ég held að margir efnaminni borgarbúar þrái að búa á hlýjum, öruggum stað, í stað þess að sjá rán- dýrar áminningar um suðræna og hlýja stemningu. Stemningu sem þeir geta svo aldrei komist í því þeir hafa aldrei efni á því að komast til sólarlanda,“ skrifaði Sanna Magda- lena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki, m.a. á sinni Facebook-síðu. Gagnrýna kostnaðinn Áður hafa myndarleg pálmatré verið sett upp hérlendis, til að gleðja heimamenn, gesti og gangandi. Þannig voru tveir járngerðir pálmar settir upp við búðir Bandaríkjamanna í Nauthólsvík á stríðsárunum eins og sjá má á myndinni að ofan, en myndina, sem tekin var haustið 1942, er m.a. að finna á heimasíðu um hernám Íslands í síðari heimsstyrjöldinni, fbi.is. Frá pálmunum er sagt í bókinni Ísland í hers höndum. Myndir úr stríði 1940-1945 eftir Þór Whitehead. Þar segir: „Á „pálmaströnd“ bandarísku flotaflugstöðvarinnar við Nauthólsvík, Camp Kwitcherbelliakin (Ekkert væl). Járngerðir pálmar og heiti stöðvarinnar voru dæmi um kímnigáfu stöðvarstjórans, Daniels V. Gallerys, sem stjórnaði af hörku, en bjó vel að mönnum sínum. Frægir gestir voru áfjáðir í myndatökur við pálmana úti fyrir foringjaklúbbnum.“ Kímnigáfa stöðvarstjórans JÁRNGERÐIR PÁLMAR VIÐ BRAGGANA Í NAUTHÓLSVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.