Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Leiðtogar Evrópusambandsins áréttuðu í gær að ekki kæmi til greina að breyta samningnum við bresku ríkisstjórnina um brexit eftir að neðri deild breska þingsins sam- þykkti tillögu um að stjórnin leitaði eftir breytingu á honum. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórn Íhaldsflokksins, undir forystu Ther- esu May forsætisráðherra, að semja við ESB um að fella niður umdeilt samningsákvæði sem á að tryggja að ekki verði tekið upp eftirlit við landa- mæri Írska lýðveldisins og Norður- Írlands. Ákvæðið felur í sér að Norður-Írland verður í tollabanda- lagi Evrópusambandsins ef ekki næst samkomulag um annað í við- ræðum um framtíðartengsl Bret- lands við sambandið eftir brexit. Í tillögunni sem neðri deild þingsins samþykkti í fyrrakvöld er stjórn May veitt umboð til að semja um „annars konar fyrirkomulag“ til að tryggja að ekki þurfi að taka upp eftirlit við landamæri Írska lýðveld- isins og Norður-Írlands. Tillagan er þó óljós og ekki kom fram hvers kon- ar fyrirkomulag gæti komið í stað ákvæðisins umdeilda. Theresa May sagði á þinginu í gær að hún vildi ræða við leiðtoga Evr- ópusambandsins um nokkra mögu- lega kosti sem gætu komið í stað ákvæðisins, meðal annars „gagn- kvæma viðurkenningu“ á reglum og „tæknilegar lausnir“. Hún kvaðst einnig vilja ræða möguleikann á því að takmarka gildistíma ákvæðisins eða gera Bretlandi kleift að ógilda það einhliða, en leiðtogar Evrópu- sambandins hafa hafnað slíkum breytingum á samningnum. May sagði að þingið fengi tækifæri til að greiða atkvæði 14. febrúar um hvað gera ætti ef ekki næst sam- komulag í viðræðunum við ESB um breytingu á samningnum. Hafna breytingu á samningnum  Tillaga Breta um breytingu óljós AFP Brexit Theresa May forsætisráð- herra á breska þinginu í gær. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að verðbólgan í Venesúela hafi numið rúmlega 1,3 milljónum prósenta á liðnu ári og spáir því að hún aukist í tíu milljónir prósenta í ár. Efnahagur Venesúela hefur hrunið í valdatíð Nicolás Maduros sem varð forseti landsins eftir að Hugo Chávez lést ár- ið 2013, fjórtán árum eftir að sósíal- istaleiðtoginn komst til valda. Efna- hagshrunið hefur meðal annars valdið skorti á lífsnauðsynjum og að minnsta kosti 2,3 milljónir manna hafa flúið landið á síðustu árum. Mörg börn eru vannærð, ungbarna- dauði hefur stóraukist og heilbrigðis- kerfið er í lamasessi. Venesúela býr yfir meiri ónýttum olíuforða en nokkurt annað land í heiminum og var eitt sinn auðugasta ríki Suður-Ameríku. Hugo Chávez hugðist gera það að draumalandi sósíalista þegar hann komst til valda árið 1999, meðal annars með þjóðnýt- ingu fyrirtækja. Maduro hélt forsetaembættinu eft- ir kosningar í maí á liðnu ári en Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og Samtök Ameríkuríkja hafa ekki viðurkennt þær og sagt að þær hafi ekki verið lýðræðislegar. Meira en 20 lönd hafa lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó, forseta þings Venesúela, sem lýsti sig forseta landsins eins og stjórnarskráin heimilar ef það er án lögmæts þjóðhöfðingja. Maduro nýtur hins vegar stuðn- ings stjórnvalda í Kína, Rússlandi og nokkrum fleiri ríkjum. Þótt fram hafi komið vísbendingar um vaxandi óánægju meðal hermanna með stjórn sósíalista hefur hún haldið stuðningi yfirmanna hersins. Óttast fangelsisdóma Chávez var sjálfur herforingi og stofnaði byltingarhreyfingu innan hersins áður en hann komst til valda árið 1999. Eftir að hann varð forseti stóð hann fyrir pólitískri hreinsun í hernum og skipaði bandamenn sína í yfirstjórn hans til að tryggja að hann styddi sósíalistastjórnina. Hann laun- aði herforingjum hollustuna með því að skipa þá í valdastöður, meðal ann- ars í ríkisstjórninni, stofnunum, bönkum og ríkisfyrirtækjum á borð við olíu- og gasfyrirtækið PDVSA. Þessu hefur fylgt mikil spilling því að herforingjarnir hafa notað valdastöð- ur sínar til að skara eld að sinni köku og draga sér opinbert fé. Maduro kom ekki úr hernum en fór að dæmi forvera síns og skipaði herforingja í valdastöður til að tryggja sér hollustu hersins. Til að mynda koma níu af 32 ráðherrum í stjórn hans úr hernum. „Maduro reiðir sig á herinn og her- foringjarnir reiða sig á forsetann, til að auðgast og komast hjá saksókn,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Luis Sal- amanca, prófessor í stjórnmálafræði í Venesúela. Talið er að herforingjarnir séu tregir til að snúa baki við Maduro af ótta við að þeir verði sóttir til saka fyrir spillingu eða þátttöku í pólitísku kúguninni í landinu ef stjórn sósíal- ista fellur. Embættismenn Samein- uðu þjóðanna hafa sakað öryggis- sveitir í Venesúela um alvarleg mannréttindabrot og segja þær hafa tekið hundruð manna af lífi án dóms og laga undir því yfirskini að þær séu að berjast gegn glæpum. „Þeir óttast að ef stjórnin fellur dúsi þeir það sem eftir er ævinnar í fangelsi,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Phil Gunson, sérfræðingi í stjórnmálum Venesúela við hugveit- una International Crisis Group í Brussel. Vill ekki forsetakosningar Maduro sagðist í gær vera tilbúinn til viðræðna við stjórnarandstöðuna en sagði ekki koma til greina að efna til forsetakosninga. Hann kvaðst hins vegar vera hlynntur því að efnt yrði til þingkosninga. Sósíalistar misstu meirihluta á þinginu í síðustu kosn- ingum árið 2016 en bandamenn þeirra í hæstarétti landsins hafa gert löggjafarvald þess óvirkt. Stefnir í tíu milljón % verðbólgu  Nicolás Maduro reiðir sig á hollustu spilltra herforingja sem óttast saksókn KÓLUMBÍA 1,1 milljón EKVADOR 220.000 PERÚ 500.000 BRASILÍA 85.000 Fjöldaflótti frá Venesúela Heimildir: UNHCR/AGS/OPEC VENESÚELA MEXÍKÓ 500 km 3 milljónir 393.985 958.965 Venesúelamanna búa í öðrum löndum hafa óskað eftir hæli sem flóttamenn hafa fengið dvalarleyfi í öðrum löndum ARGENTÍNA 130.000 PANAMA 94.000 CHILE 100.000 Venesúela undir stjórn Maduros Heimildir: Ecoanalitica, AGS, Cepal 5,6 21 2,4 1,1 29,9 66 2012 2018 -18 1.370.000 -5 Hagvöxtur, samdráttur % Spá 2019 Verðbólga % Gjaldeyrisforði í milljörðum $ Olíuframleiðsla, milljónir fata á dag Innflutningur í milljörðum $ 10.000.000 2,7 0,5 7,8 8,4 9,2 Ljósmynd AFP/ Maxim Shemetov lítilL tími? Verslaðu í matinn á netinu og fáðu hann sendan heim!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.