Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 37

Morgunblaðið - 31.01.2019, Page 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Reykjavíkurhöfn Veður hamlar stundum sjósókn og stundum eiga sjómenn, einkum á smábátum, í erfiðleikum á hafi úti, en ekki er algengt að sjá fleyin frosin inni eins og í logninu í gær. Eggert Hvernig er Ísland statt í upphafi árs? Hvernig er Ísland statt miðað við önnur ríki veraldar? Öfundsverð staða, segja útlending- arnir og allar hagtölur. Afrek hvernig eitt verst stadda ríki Evr- ópu í hruninu hefur bjargað sér. Nú er lag til að bæta enn lífskjör landsmanna, sem eru talin góð. Þó liggur fyrir að við eig- um okkar „huldubörn“ sem sér- staklega þurfa leiðréttingu kjara sinna. Hér í landi er friður, hér er kraft- ur og bjartsýni, ekki til atvinnuleysi, bara tækifæri, sé vel róið á bæði borð. Ég tek samt eftir því að ýmsir „spekingar“, hér telja eins og venju- lega að allt sé verst hér heima og sér- staklega í eldhúsi ríkisstjórnarinnar. Telja að nokkuð sterk orð nýrrar for- ystu verkalýðsins boði ragnarök, verkföll og gul vesti. En hvernig er staðan í samanburði við stóru lýðræðisríkin? Förum fyrst til Bandaríkjanna. Þar er forsetinn, Trump, í vandræðum, kemur ekki fjárlögum í gegnum þingið. Eldar loga á götum Parísar og forseti Frakklands í frjálsu falli. Theresa May stödd í skelfilegu ölduróti í sínu þingi. Merkel að stíga sinn síðasta dans í pólitíkinni í Þýskalandi og hnútar byrjaðir að rakna upp. Ekki hægt að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Á Ítalíu slást þingmennirnir í þing- salnum. Og ESB orðið ógnvænlegt ofvaxið apparat sem lifir sjálfstæðu lífi utan aðildarlandanna og fleiri og fleiri vilja hverfa burt úr þessu gisti- húsi vaxandi vandræða. Kjarasamningar sem höggva burt hnúta og fátækt Og hver er svo raunveruleg staða Íslands í þessum samanburði? Sterk og breið ríkisstjórn, sem fer mátu- lega mikið eða lítið fyrir, er að standa sig vel á alla mælikvarða. Fjárlög voru afgreidd hér löngu fyrir jól með afgangi og einni bestu stöðu Ís- lands í hundrað ár. Hvað kjaramálin varð- ar eru allir sammála: ríkisstjórnin, Alþingi, verkalýðsforystan, at- vinnulífið. Hver er þá þessi eini vilji? Allir vilja eitt og það sama: bæta kjör þeirra á vinnumarkaðnum sem verst eru settir, koma húsnæðismálum unga fólksins og þeirra sem borga ok- urleigu í lag. Draga fólk úr fátækt- argildrunni, sem er og hefur verið eins og snara um háls þeirra lægst launuðu og aldraðra og öryrkja. Um leið og kjarabætur, kauphækkanir, hafa komið í hús hjá þessu fólki, oft einstæðum mæðrum, en þá hefur ríkið dregið að sér höndina og minnkar húsnæðisbætur og bótarétt þessa fólks. Hægri höndin virðist alltaf vilja taka það góða sem vinstri höndin gaf. Verkalýðshreyfingin er í dag með nýtt forystufólk, þetta fólk veit hvar hnífurinn stendur í „kúnni,“ eða launþeganum. Ég hygg að það séu áratugir síðan verkalýðs- hreyfingin hefur staðið jafn nærri þeim fátæka. Það er því mjög líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnu- lífið með ríkisstjórnina í aftursætinu leysi kjarasamninga svona eins og gert var í Þjóðarsáttinni 1991. Verkalýðshreyfingin á sinn stærsta séns að ávinningurinn fari til okkar verst setta fólks í samfélaginu, sú er óskin ein. Eftir Guðna Ágústsson »Hvernig er Ísland statt miðað við önn- ur ríki veraldar? Öf- undsverð staða, segja útlendingarnir og allar hagtölur. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Verkalýðshreyf- ingin á nú sinn stærsta séns? Skógrækt er góður fjárfestingakostur og tækifæri til skógrækt- ar á Íslandi miklir þar sem landkostir á Ís- landi eru góðir. Mik- ilvægt er að efla skóg- rækt sem mótvægisaðferð gegn loftslagsbreytingum en talið er að 12% skógarþekja geti bundið sem samsvarar næst losun allri losun CO2 á Ís- landi. Skógrækt dregur úr söfnun CO2 í andrúmsloftinu með bindingu kolefnis. Aðlögun að loftlagsbreyt- ingum felst í að færa sér í nyt vaxtarmöguleika skóga á Íslandi. Náttúruskógar voru meðal höf- uðvistkerfa Íslands en þekja þeirra hefur rýrnað um 95% frá landnámi. Ósjálfbær nýting þeirra fram yfir miðja 20. öld eyddi þeim að miklu leyti. Ísland er því háð innflutningi á nær öllum skógarafurðum. Mikil verðmætasköpun gæti átt sér stað ef markmið um að fimmfalda þekju skóga á næstu 40 árum og fara úr tæplega 1% í 6,0% af flatarmáli Ís- lands og ná þannig að standa undir atvinnusköpun og sjálfbærri byggðaþróun. Verðmæti lands eykst verulega með aukinni skóg- rækt en öll ræktun í skjóli skóga verður hagkvæmari og verðmætari. Stefna þarf á sjálfbæra þróun sem hefur að leiðarljósi að byggja upp og varðveita skógarauðlind sem þjónar hagrænum og um- hverfistengdum markmiðum sem auka lífsgæði og velferð Íslendinga horft til langrar framtíðar. Nú þarf að hefjast handa strax í þessu mikilvæga umhverfismáli 21. aldarinnar. Góð ræktarsvæði eru á Suðurlandi, Vesturlandi, Norður- landi og Austurlandi. Mikil tæki- færi felast í að gera skógrækt að sjálfbærum atvinnuvegi á Íslandi á næstu 15-20 árum sem skilar veru- legum gæðum til samfélagsins. Ný hugsun í umhverfismálum og nátt- úruvernd gera þetta mögulegt en ljóst er að auka þarf fjárveitingar til skógræktarmála þannig að fjár- magn frá lífeyr- issjóðum og fagfjár- festum laðist að fjárfestingum í ný- skógrækt. Þegar skóg- ar komast á nýting- araldur má vænta áhuga á skógar- kaupum til fjárfest- ingar. Á Íslandi á Skógrækt ríkisins t.a.m. helming af þeim skógi sem er kominn á nýtingu en annað er í eigu skógræktarfélaga en mestur hluti rækt- aðra skóga er frekar ungur. Fjárfesting í skógrækt eykur áhættudreifingu og sveiflujöfnun Skógrækt er langtíma fjárfest- ingavalkostur fyrir langtíma- fjárfesta sem vilja áhættudreifingu og litla fylgni við sveiflur á verð- bréfamörkuðum. Fjárfesting í skógrækt er langtímafjárfesting þar sem tekjur af skógræktinni byrja að skila tekjum eftir 15-20 ár. Mikil þekking á skógrækt hefur byggst upp hjá skógræktarfélögum landsins og mörgum bændum sem eru vörslumenn landsins. Markmið íslenskra lífeyrissjóða er að greiða lífeyri og ávaxta eignir á sem best- an hátt. Ef skógræktarverkefni þar sem horft er til 15-20 ára og ávöxt- un með tilliti til áhættu er innan þeirra marka sem lífeyrissjóðir gera væri hægt að hefjast handa við stórfellda skógrækt á Íslandi í samstarfi íslenskra lífeyrissjóða, ís- lenskra stjórnvalda, skógrækt- arfélaga og bænda um allt land. Verðmæti lands, hreinna landbún- aðarafurða og stórkostlegrar nátt- úru og náttúruauðlinda Íslands fá nýtt vægi í heimi þar sem nátt- úruvernd og umhverfismál verða stærstu og mikilvægustu mál 21. aldarinnar. Landsbyggðin á Íslandi er sannkallaður óslípaður demantur og það er ljóst að skógrækt með skipulögðum hætti hefur mikil áhrif til styrkingar byggðar um allt land og ekki er ólíklegt að störfum við skógrækt myndi fjölga verulega á landsbyggðinni sem fjölgar þeim mikilvægu vörslumönnum sem gæta ómetanlegra verðmæta sem eru í náttúru og náttúruauðlindum Íslands. Fjárfesting í skógrækt er lang- tímafjárfesting sem þarf þolinmæði fjárfesta og gæti hentað lífeyr- issjóðum og fellur vel að fjárfest- ingastefnu sem horfir til sjálfbærni, umhverfisverndar, náttúruverndar, áhættudreifingar og sveiflujöfn- unar. Auk þess munu fjárfestingar stærstu fjárfesta heims til fram- tíðar horfa meira til gildismats og náttúrulögmála sem gilda um líf á jörðinni. Verndun á viðkvæmri náttúru, auðæfum hafsins og nátt- úrulögmálum lífsins munu fá aukið vægi við fjárfestingar hjá stærstu og öflugustu fjárfestum heimsins en þar munu lífeyrissjóðir um allan heim vera í forystu. Ávinningur af stórfelldri skógrækt á Íslandi horft til framtíðar er augljós en leiða þarf saman helstu hagsmunaðila sem geta hrint hugmyndinni í framkvæmd þannig að fjárfestingin skili nægilegri ávöxtun með tilliti til áhættu fyrir þá langtíma- fjárfesta sem koma að fjárfesting- unni. Hagsmunir Íslands og Íslend- inga eru miklir í að skógrækt á Íslandi sem hafi umhverfisvernd og verðmætasköpun að leiðarljósi komist í framkvæmd með afgerandi hætti en nú þarf að láta verkin tala. Eftir Albert Þór Jónsson » Stefna þarf á sjálf- bæra þróun sem hef- ur að leiðarljósi að byggja upp og varðveita skógarauðlind sem þjónar hagrænum og umhverfistengdum markmiðum sem auka lífsgæði og velferð Ís- lendinga horft til langr- ar framtíðar. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðngur, MCF í fjármálum fyrirtækja og með 30 ára starfsreynslu á fjármálamark- aði. albertj@simnet.is Skógrækt á Íslandi er umhverf- isvernd og verðmætasköpun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.