Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Ferminga- myndatökur Baldvin Ómar Magnússon Lögg. Fasteignasali Sími: 585 0101 – Gsm: 898 1177 baldvin@huseign.is Suðurlandsbraut 20, 2 hæð, Reykjavík | Sími: 585 0100 | www.huseign.is Við getum boðið margar gerðir stálgrindarhúsa með fullmáluðum einangruðum samlokueining- um, gluggum, glerveggjum og fleira en þetta er líklegasti ódýrasti byggingarmátinn í dag. Nú getum við boðið stálgrindarhús frá ýmsum fyrirtækjum í Evrópu og Asíu á mjög hagstæðu verði sem uppfylla öll evrópsk skilyrði. Við vinnum með kaupanda/arkitekti eða yfir- verktaka frá fyrstu hugmynd til verkloka. Þannig verður ódýrasti byggingarmátinn staðreynd. Hugmyndir af stálgrindarhúsum: Íþróttahús, verslunarmiðstöðvar, knattspyrnuhús, skrifstofubyggingar, verksmiðjuhús, gripahús, íþróttastúkur, brýr og ýmislegt fleira. Nánari upplýsingar veitir Helgi Snorrason í síma 615 2426. Stálgrindarhús Í dag greinast sí- fellt yngri ein- staklingar með heila- bilunarsjúkdóma. Ástæðan er ekki sú að algengi sé að aukast heldur að fólk leitar fyrr til læknis þegar grunur vaknar og greining fæst fyrr. Þá er umræðan að opn- ast og fordómar og mýtur að eyðast. Það er því miður of oft svo að vinnuveitandi telji að starfsmaður sem greinist með heilabil- unarsjúkdóm verði óvinnufær dag- inn eftir. Svo er alls ekki. Samt sem áður heyrum við allt of oft af því að fólk er látið hætta störfum og kennum við þar um vanþekk- ingu vinnuveitandans og almenn- ingsálitinu. Á Íslandi eru sem betur fer til skilningsríkir vinnuveitendur sem skynja verðmæti þess að halda í góða starfsmenn þrátt fyrir sjúk- dóminn. Við þekkjum dæmi þess og sjáum áþreifanlega hversu mikilvægt þetta er fyrir starfs- manninn og framvindu sjúkdóms- ins. Stundum er það starfsmað- urinn sjálfur sem vill hætta en vinnuveitandinn hvetur hann til að halda áfram. Það er vel. Við þekkjum líka dæmi um að starfs- manni er boðið að starfa áfram og er honum þá veitt sú aðstoð sem hann kann að þurfa. Enn aðrir bjóða starfsmanninn velkominn á vinnustaðinn að vild þrátt fyrir að vera ekki lengur á launaskrá. Þá virðist það vera algengara í smærri samfélögum að stutt sé við hinn veika og hann hvattur til að halda áfram sínum störfum. Talað er um snemmkomna heilabilun þegar fólk greinist yngra en 65 ára. Flestir á þeim aldri eru ennþá í vinnu. Það að sýna slíkum starfsmanni skilning og hvetja til að starfa áfram getur bæði verið gagnlegt fyrir vinnu- veitandann og starfsmanninn. Ein- staklingar í þessum sporum eru oft mjög virkir og hafa næga hæfi- leika til að nýta þekkingu sem fengist hefur eftir áralanga starfs- reynslu. Algengt er að á fyrstu stigum hafi sjúkdómurinn áhrif á skamm- tímaminni fremur en minningar frá fyrri tíð. Og þó að starfsmað- urinn geti átt erfitt með að muna nýja hluti eða gæti þurft smá aðstoð við að fylgjast með tíma og verkefnum, þá hefur hann áfram getu til að taka góðar ákvarðanir. Vinnuveitandi get- ur aðstoðað starfs- mann með heilabilun á margan hátt og alltaf er hægt að leita til Alzheimersamtak- anna eftir ráðgjöf. Í þessu samhengi geta lítil atriði skipt miklu máli til að aðstoða starfsmanninn. Eitt mik- ilvægasta verkfæri þeirra sem glíma við gleymsku er til dæmis notkun dagbóka og minnismiða en hver gerir það ekki? Vissulega eru störf mismunandi og sama á við um ábyrgð. Í flest- um störfum er engin ástæða til að ætla annað en að sá sem greinist með heilabilunarsjúkdóm á byrj- unarstigi geti haldið áfram að vinna. Og í flestum fyrirtækjum er möguleiki á að nýta krafta starfsmannsins á öðrum vettvangi ef svo ber undir, hægt er að minnka starfshlutfall og fleira þess háttar. Það er alltaf tjón fyrir fyrirtæki að missa frá sér starfsmann með mikla þekkingu og reynslu. Þótt starfsmaður greinist með heilabil- unarsjúkdóm getur hann áfram verið verðmætur og góður starfs- maður ef vinnuveitandinn aðstoðar hann og samstarfsmenn með opinni umræðu, fræðslu og já- kvæðni. Niðurstaðan verður ávinn- ingur fyrir báða. Því miður er það þó oft að fólk er látið hætta störfum. Við viljum breyta þeirri þróun með aukinni umræðu og upplýsingum. Heilabilun – þarf að segja starfs- manninum upp? Eftir Vilborgu Gunnarsdóttur » Þótt starfsmaður greinist með heilabilunarsjúkdóm getur hann áfram verið verðmætur og góður starfsmaður ef vinnuveitandinn aðstoðar hann og samstarfsmenn með opinni umræðu. Vilborg Gunnarsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Í hluta af elsta kirkjugarði Reykvík- inga, Víkurgarði, er fyrirhugað að byggja lúxushótel, en nýta vesturendann sem nokkurs konar and- dyri fyrir hótelgest- ina. Fyrirtækið, sem ætlar að byggja hót- elið, segist á heima- síðu sinni leggja mikla áherslu á „her- itage“ (arfleifð) og menningar- tengda ferðaþjónustu. Út á við veifar borgarstjórnin í Reykjavík titlum á borð við „menningar- og bókmenntaborg“, ekki ósvipað og hótelkeðjan. Yfirvöld í Reykjavík hafa hins vegar lengi sýnt sögu- legum minjum í Kvosinni og „gamla“ bænum lítinn sóma, þótt niðurrifið hafi verið nánast hömlu- laust nú í byrjun þessarar aldar. Hervirkin í gamla kirkjugarðinum eru í samræmi við þessa auðn- arstefnu. Hér skal hugað lítillega að örfáum brotum af þeim „menn- ingararfi og minjum“ sem pen- ingaöflin og borgarstjórn Reykja- víkur eru að skófla burtu þessa dagana. Frá fyrstu tíð stóð kirkjan í garðinum nálægt því sem styttan af Skúla fógeta trónir nú og íbúar í sókninni voru sungnir hér til mold- ar um aldir. Þegar þéttbýli mynd- aðist á síðari hluta 18. aldar eftir stofnun Innréttinganna fjölgaði fólki og þar með greftrunum, urðu 10-20 ár hvert, þannig að brátt fór að þrengjast í kirkjugarðinum. Snemma á 19. öld var garðurinn stækkaður til austurs í átt að Austurvelli, einmitt inn á þá spildu þar sem kjallari lúxushótelsins á að vera. Við úttekt árið 1825 mældist garðurinn 50 álnir á breidd en 82 álnir á lengd með- fram Kirkjustræti en þar var ný- lega komin 12 álna löng viðbót. Mældist þannig 57-58 metra frá vestri til austurs. Nú brá hins vegar svo við að sumir töldu að þessi viðbót hefði ekki verið vígð og vildu ekki láta sína nánustu hvíla í óvígðri mold. Þá var stiftamtmaður hér Pétur F. Hoppe. Hann var við jarðarför í lok maí 1828 og blöskraði umgengnin um garðinn, skrifaði Steingrími Jónssyni biskupi og benti m.a. á að lítið eða ekkert væri grafið í viðbót- inni. Upp úr því var viðbótin vígð og mikið notuð enda er strax árið 1831 sagt að garðurinn sé nánast fullsetinn, ef svo má taka til orða. Hoppe stiftamtmaður þótti ekki atkvæðamikill, en góðviljaður og hafa fáir háembættismenn, að minnsta kosti á síðari tímum, feng- ið jafn góð eftirmæli og þegar Jón- as Hallgrímsson kvaddi hann við brottför árið eftir: „Þökk sér þér vinur, velgjörari … Heill far þú, Hoppe.“ Og nær lokum færist þjóðskáldið í aukana: „Líttu mót vestri, yfir ljósum tind Snæfells- stjörnu blika! Það er orðstír þinn, hvers aðalskin, bíður betri daga.“ Eitt síðasta verk stiftamtmanns- hjónanna áður en þau stigu á skipsfjöl var að fylgja til grafar ungum syni sínum, sem dó sjö vikna gamall og var jarðsettur 13. júlí 1829. Árið áður var grafinn hér maður sem kemur líka nokkuð við ís- lenska bókmenntasögu þótt með óbeinum hætti sé, Lauritz Knud- sen kaupmaður, en hann var faðir Knudsensystra, þar á meðal Krist- jönu þeirrar sem varð skáldmær Jónasar Hallgrímssonar. Sumarið 1831 varð sá voðaat- burður að danskur kaupmaður skaut sig um borð í skipi sínu á höfninni. Áhöld voru um hvort hann ætti að hljóta leg í vígðum reit, en að fornu voru sjálfsmorð- ingjar urðaðir utangarðs. En nú bjarmaði af nýjum tímum og bisk- up og stiftamtmaður veittu leyfi til þess að maðurinn fengi kristilega útför. Hann hét Christian Bergum og má segja að legstaður hans gæti verið til minningar um vax- andi umburðarlyndi og víðsýni í samfélaginu, þ.e.a.s. ef þessum reit hefði ekki verið mokað burtu. Árið 1836 lést merkur „ættfaðir“ margra Reykvíkinga, Guðmundur Bjarnason, sem átti heima í svo- nefndum Borgarabæ við Götuhúsa- stíg í Grjótaþorpi, sonarsonur hans var Guðmundur Þórðarson, einn fyrsti bæjarfulltrúinn úr alþýðu- stétt, en allt var þetta „ómengað Reykjavíkurfólk“, segir Klemens Jónsson í Sögu Reykjavíkur (I, bls. 175). Snemma sumars 1834 barst hingað skæð kvefsótt og síðar hettusótt, segir í Árbókum Reykja- víkur, bls. 98. Þessa sá stað í kirkjugarðinum, því þetta ár voru 72 skráðir látnir í Reykjavík en yf- ir hásumarið létust um 50 manns. Hér hnigu saman til foldar ríkir og fátækir, fyrirmenn og flækingar, ungir og gamlir því dauðinn reikn- ar „það allt jafn fánýtt“, eins og séra Hallgrímur orðaði það. Suma daga voru jarðaðir 5-8 í einu og hugsanlegt að stundum hafi fleiri en einn farið í sömu kistuna. Árið 1835 er jarðsett í þessum garði Sólveig Thorarensen, eigin- kona Odds þess sem reisti apótek- ið austan við kirkjugarðinn, aðeins 34 ára að aldri. Síðar sama ár hlaut hinsta hvíldarstað hér Gunn- laugur Oddsson dómkirkjuprestur, sá sem vígði viðbótina árið 1828, og var plata á gröf hans eitt fárra minningarmarka sem voru í garð- inum. Hér hefur aðeins verið brugðið upp örfáum myndum úr sögu elsta kirkjugarðs Reykvíkinga. Svæðið í kring geymir líka forvitnilegar minjar frá fyrri tíð, sem tengjast sögu Reykjavíkur og þeirra kyn- slóða sem hlutu leg í þessum garði, en menningarborgin Reykjavík tel- ur þessari arfleifð gerð best skil með því að koma þar fyrir kjallara lúxushótels í eigu manna sem virð- ast taka peningasjónarmið og stundarhagnað fram yfir flest ann- að. Arfleifð í Víkurgarði Eftir Jón Torfason Jón Torfason »Menningarborgin Reykjavík telur þessari arfleifð gerð best skil með því að koma þar fyrir kjallara lúxushótels. Höfundur er skjalavörður. grenimelur31@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.