Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
30-60%
afsláttur
af öllum
útsöluvörum
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Síðustu dagar
útsölu
Undirföt • Sundföt
Náttföt • Sloppar
15% aukaafsláttur
Það fer ekki fram
hjá neinum að miklar
framkvæmdir standa
yfir við Austurvöll.
Haldi þær áfram með
sama hætti fer hluti
gamla Víkurkirkju-
garðs undir hót-
elbyggingu.
Kirkjugarðurinn
skiptist 1883 í tvo
hluta. Schierbeck
landlæknir fékk stærri hlutann
þar sem Víkurkirkja stóð eitt sinn.
Krüger apótekari fékk sneið af
garðinum að austan. Þeir landar
Schierbeck og Krüger settu upp
girðingu á milli sín og landlækn-
irinn girti garðinn af að sunnan,
vestan og norðan. Landlæknishlut-
inn var því skýrt afmarkaður og
fékk seinna nafnið Fógetagarður
og nú síðast Víkurgarður. Inn í
eystri partinn var opið beint frá
apótekarahúsunum sem stóðu á
horni Thorvaldsensstrætis og
Kirkjustrætis. Engin girðing var
sett upp á milli húsanna og þess
hluta sem tilheyrði Víkurkirkju-
garði.
Af hálfu bæjarins var á þessum
tíma lögð áhersla á að Víkur-
kirkjugarður yrði aldingarður og í
honum mætti ekki byggja. Það
gekk eftir báðum megin grind-
verksins. Þetta urðu fegurstu
garðar borgarinnar. Svo leið tím-
inn og margt gerðist í báðum
görðum. Löngu síðar í skipulags-
vinnu borgarinnar gleymdist að
apótekarahlutinn væri kirkjugarð-
ur. Upp úr honum tíndu fornleifa-
fræðingar fjölda af
kistum og beinagrind-
um 2016 og fluttu í
geymslur.
Lilja Alfreðsdóttir
menntamálaráðherra
hefur nú friðlýst land-
læknishluta kirkju-
garðsins sem nær að
útlínu hins fyrirhug-
aða hótels og skyndi-
friðun hefur verið sett
á apótekarahlutann en
samkvæmt teikningum
hyrfi hann undir hótelbygginguna.
Eftir fáeinar vikur þarf Minja-
stofnun og síðan Lilja að taka
ákvörðun um hvort skyndifrið-
uninni verði breytt í friðlýsingu
eða kirkjugarðinum verði raskað
enn frekar. Það þarf þor til að
standa storminn af sér því sterk
öfl vilja hótelið upp sama hvað er.
Í Víkurkirkjugarði eru ekki að-
eins nafnlaus bein og beinagrindur
heldur fólk sem eitt sinn var af
holdi og blóði. Þarna er saga okk-
ar. Við verðum að bera virðingu
fyrir henni og varðveita þá bletti
sem minna okkur á hana. Við eig-
um ekki að láta þá hverfa undir
hótel.
Kirkjugarðurinn
sem gleymdist
Eftir Jón
Hálfdanarson
Jón Hálfdanarson
» Í Víkurkirkjugarði
eru ekki aðeins
nafnlaus bein og
beinagrindur heldur
fólk sem eitt sinn var
af holdi og blóði.
Höfundur er eðlisfræðingur.
Lyfsalahjónin Christensen Í júní 1912 í apótekarahluta Víkurkirkjugarðs.
Í gærkvöldi sá ég fallega mynd í
sjónvarpinu. Þetta voru tvö pálmatré
inni í glerhjúpum sem kannski mætti
fremur nefna glerturna ef tekið er
mið af fólkinu á myndinni. Þar sem
ég þekki dálítið til plantna vöktu
þessar jurtir forvitni mína. Það eru
til fjölmargar tegundir af pálmum.
Hafa þær hver fyrir sig þróast við
mismunandi lífsskilyrði og þarf að
búa þeim önnur eins ef þær eru flutt-
ar út fyrir heimkynni sín. Ekki kom
fram í fréttinni hvaða tegund væri
um að ræða þarna í Vogabyggðinni,
en hönnuðurinn hefur
vafalaust hugsað fyrir
því. Það er margt sem
taka þarf tillit til.
Pálmar hafa þróast í
hlýju loftslagi þar sem
árstíðasveiflur eru
ekki miklar. En við Ís-
lendingar höfum
mikla reynslu í að hita
upp híbýli okkar svo
vafalaust getum við
hitað upp gler-
turnana. Pálmarnir
hafa líka rætur og
jarðvegurinn þarf að hafa viðunandi
hitastig svo líklega þurf-
um við að ganga frá ein-
hverri hitaveitu neð-
anjarðar. Þá er það
birtan, ef til vill nægir
hún yfir sumarmán-
uðina, ef hún verður ekki
of sterk. Í flestum gróð-
urhúsum þarf að skyggja
með gardínum eða máln-
ingu á glerið yfir hásum-
arið en á veturna er varla
nokkur gróður sem
þrífst án þess að hafa
aðra birtugjafa en sólar-
ljósið. Eins og aðrar plöntur þurfa
pálmar að anda. Það er nóg af súrefni
á Íslandi en þeir anda frá sér koltví-
sýringi og raka. Eldra fólk minnist
þess að áður en farið var að hafa tvö-
falt gler í gluggum skrýddust
gluggar skrautlegum frostrósum á
veturna en vafalaust hafa hönnuðir
séð lausnir á öllum þessum vanda-
málum.
Arkitektar hér á landi og víðar á
Norðurlöndum hafa löngum leitast
við að gera ráð fyrir pálma- og trjá-
lundum inni í stórum rýmum í bygg-
ingum sem þeir hanna. Vildu þeir
með því gera umhverfið hlýlegra.
Sjaldan hafa liðið nema örfá ár fyrr
en búið var að skipta þessum
plöntum út fyrir einhvers konar
plastplöntur. Ég held því að örugg-
ara væri að skipta þessum fyrirhug-
uðu pálmum út fyrir pálma úr plasti
eða einhverju öðru strax í byrjun. Nú
ef efniviðurinn væri nógu traustur
mætti sleppa glerhjúpnum og spar-
aðist mikið með því og pálmarnir
sæjust betur. En ósköp held ég nú
samt að tveir pálmar geri lítið á stóru
torgi.
Pálmar í Vogabyggð
Eftir Jóhann Pálsson
Jóhann Pálsson
» Pálmategundir hafa
hver fyrir sig þróast
við mismunandi lífsskil-
yrði og þarf að búa þeim
önnur eins ef þær eru
fluttar út fyrir heim-
kynni sín.
Höfundur er grasafræðingur og fyrr-
verandi garðyrkjustjóri Reykjavíkur.
Atvinna