Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Sæl Elínrós.
Mig langar að falast eftir upplýs-
ingum tengdum meðvirkni á vinnu-
stöðum. Tekur þú að þér að skoða
slíkt?
Málið er að ég vinn á frábærum
vinnustað þar sem mikils er ætlast til
af manni, verkefnin eru frekar skýr
og endurgjöf góð. Hins vegar hef ég
grun um að það sé undir niðri rosa-
leg meðvirkni í gangi hér.
Það er mjög margt ekki sagt upp-
hátt, heldur liggur í loftinu. Fólk
vinnur hér löngum stundum, þó að
við fáum einungis greitt fyrir átta
stundir á dag. Einhvers staðar erum
við öll í leik, til að þóknast yfirmanni
okkar. Við dönsum í kringum einn
millistjórnanda sem er að þróa með
sér áfengisfíkn að ég held. En eng-
inn segir neitt.
Sem dæmi þá fórum við öll út sam-
an nýverið og þessi millistjórnandi
missti sig alveg í drykkju. Hann
byrjaði að ýta við okkur sem störf-
um með honum, sagði hluti sem ég
skil ekki alveg hvaðan koma og þar
fram eftir götunum.
Síðan mætum við öll í vinnu eftir
helgina og enginn segir neitt. Ég sé
að mannauðsstjórinn er að reyna að
taka á þessu af sínum veika mætti.
En hvernig get ég sem vinn með
honum látið í ljós að hann sé að fara
yfir mörkin mín? Hvernig get ég
tekið þátt í að vera ekki meðvirk
með þessu ástandi?
Þetta er góður starfskraftur, en
hann er ekki heiðarlegur þegar
kemur að vinnu eða einkalífi sínu.
Hvað myndir þú gera til að að-
stoða okkur? Hvað myndir þú gera
sem stjórnandi fyrirtækisins í þessu
máli?
Kærar, ein meðvirk.
Sæl og takk fyrir að senda þessa
spurningu.
Það sem þið þurfið er utanaðkom-
andi einstaklingur sem kann að tak-
ast á við fíknivanda og meðvirkni.
Fíkn er sjúkdómur sem fer
vanalega versnandi með tím-
anum. Hægt er að þróa með
sér fíkn í mat, áfengi, vímuefni
og fólk (ástarfíkn) svo eitthvað
sé nefnt. Einn af hverjum tíu
körlum í landinu hefur leitað
sér aðstoðar á Vogi vegna
áfengis- og/eða vímuefnaneyslu.
Mörg hjónabönd upplifa stjórn-
leysi og talsvert margir í þessu
landi eru í basli með þyngd sína. Af
þessum sökum verðum við að gera
ráð fyrir því að hluti fólks á vinnu-
stöðum sé í vanda og sumir jafnvel að
byrja að þróa með sér fíkn.
Af því að þú spyrð mig beint
hvað ég myndi gera til að aðstoða
ykkur og hvaða ráð ég myndi
gefa stjórnanda ykkar þá myndi
ég gera eftirfarandi:
Stjórnandi ykkar þarf að vita
hvernig hann getur orðið hluti af
lausninni. Ég veit að ef hann fær
aðstoð frá fagaðila til að taka það
sem kallast „intervention“ fengi
hann fræðslu um fíknisjúkdóminn,
hvernig best er að taka á honum og
hvernig hann getur orðið hluti af bata
þess sem er að þróa með sér fíknina.
Meðvirkni er að láta sem ekkert
hafi gerst. Það þarf hugrekki í þessa
aðgerð. Samtalið er vanalega gert
undir handleiðslu og fer fram á þann
hátt að stjórnandi sest niður með
starfsmanni og bendir á að hann telji
að um vandamál sé að ræða.
Best er að hafa samtalið hlýlegt
og þægilegt. Eins er mikilvægt að
vera með hugmynd að lausn í sjón-
máli.
Flottustu leiðtogarnir bjóða upp á
nokkrar lausnir í samtalinu. En það
þarf góðar upplýsingar til þess að
vita næstu skref og þau ættu að vera
leidd áfram af fagfólki.
Ég er á því að minnsta inngripið
sé alltaf best, en mjög oft er nauð-
synlegt að viðkomandi starfsmaður
fari í meðferð.
Ef stjórnandinn getur leitt starfs-
mann sinn í áttina að bata, mun hann
án efa vera með afar þakklátan ein-
stakling í vinnu til frambúðar.
Mikilvægast er að gera samninga
í þessum viðtölum.
Það sem vinnustaðurinn þarf að-
stoð með að skilja er að það velur sér
enginn að vera ekki með stjórn á því
sem hann borðar, hvern hann elskar
eða hvað hann drekkur mikið. En
það er alltaf staður og stund til að
taka ábyrgð og gera eitthvað í hlut-
unum.
Að takast á við meðvirkni á vinnu-
staðnum er áhugavert verkefni.
Starfsmenn sem ná tökum á með-
virkni eru opnari og ánægðari í
vinnunni en þeir sem eru meðvirkir.
Hægt er að vera með vinnustofur,
einstaklingsfundi og fræðslu um
heilbrigð samskipti og meðvirkni.
Rithöfundurinn Norman Vincent
Peale sagði að hluti af því að vera lif-
andi væri að vera með vandamál og
verkefni að leysa.
Heilbrigðustu vinnustaðirnir að
mínu mati gera ráð fyrir því.
Kær kveðja, Elínrós Líndal.
Meðvirkni á vinnustaðnum
Lesandi sendir bréf
vegna þess að einn
millistjórnandi í fyr-
irtækinu þar sem hún
vinnur er að þróa með
sér áfengisfíkn. Hún
veltir fyrir sér hvernig
hún geti orðið hluti af
batanum og ekki verið
meðvirk með ástandinu.
Meðvirkni Vinnustaður getur
haft mikil áhrif á ánægju
starfsmanna í vinnunni.
Ráðgjafi Elínrós Líndal
Ljósmynd/Thinkstockphotos