Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 46

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 – merki um gæði – Oakley hjálmar, bretta- og skíðagleraugu, margar gerðir. Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is Ragga, eða Ragnhildur Þórð- ardóttir, starfar sem sálfræðingur og heilsuráðgjafi í Danmörku og á Íslandi. Hún segist í miklu betra formi í dag en fyrir tíu árum þegar hún tókst á við síþreytu og erfitt tímabil eftir vaxtarræktarkeppni. Hún segir muninn liggja í æfing- unum og ákefðinni, eða „meira crossfit og ég get hoppað hærra, lyft þyngra og hlaupið hraðar“, segir hún. Auk þess borði hún meira og þá um leið fjölbreyttari fæðu. Sjálf segist hún ætla að vera í betra formi um fimmtugt en fer- tugt. Ragga hefur vakið athygli fyrir vasklega og hreinskiptna nálgun á hlutina og hlutirnir sagðir eins og þeir eru. Hún hefur boðið upp á hefðbundna fjarþjálfun frá árinu 2007 og hjálpað þúsundum að gera heilsuna að lífsstíl, efla sjálfs- traustið og komast í betra líkam- legt form, en nú leggur hún áherslu á sálfræðimeðferð og ráð- gjöf þar sem unnið er með hugs- anir og hugarfar til að auka lík- urnar á varanlegum lífsstílsbreyt- ingum. Á heimasíðu hennar segir að flestir kúrar, mataræðisstefnur og lífsstílsbækur gangi út frá að fólk búi yfir hugrænum verkfærum Formið batnar með „Ég er í miklu betra formi sko núna, korteri í fertugt, en ég var þegar ég var þrítug,“ segir Ragga nagli í síðdegis- þættinum á K100 þegar hún lýsir tíu ára saman- burðarmynd sem hún setti á samfélagsmiðla með myllumerkinu „10yearchallenge“. K100 Ánægð Ragga nagli segist í miklu betra formi í dag en fyrir tíu árum þegar hún tókst á við síþreytu og erfitt tímabil eftir vaxtarræktarkeppni. Iðin Ragga situr ekki aðgerðarlaus. Nýlega hóf hún að taka upp hlaðvarp með sérfræðingum þar sem hún fer yfir fimm máttarstólpa góðrar heilsu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.