Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
✝ Júlíus Sigurðs-son fæddist 8.
ágúst 1922 í Hafn-
arfirði. Hann lést á
Landspítalanum 24.
janúar 2019.
Foreldrar Júlíus-
ar voru Sigurður
Þorláksson, tré-
smiður í Hafnar-
firði, f. 23. mars
1891 í Þorláksbæ í
Hafnarfirði, d. 10.
maí 1974, og Ólöf Sesselja Rós-
mundsdóttir, húsmóðir í Hafnar-
firði, f. 14. nóvember 1896 á Gull-
húsaá, Snæfjallahreppi,
N-Ísafjarðarsýslu, d. 31 janúar
1975.
Systkini Júlíusar: Gústaf, f.
1921, d. 1980, Þorlákur, f. 1923,
d. 2005, Rósmundur, f. 1924, d.
2010, Ingibjörg, f. 1925, d. 2012,
Ragnar, f. 1927, Páll, f. 1928, d.
1928, Anna, f. 1931, d. 2006, og
Ragnheiður, f. 1932.
Árið 1945, hinn 12. janúar,
kvæntist Júlíus eftirlifandi eigin-
konu sinni, Ástu Sigurhildi
Magnúsdóttur, f. 3. nóvember
1924 í Móakoti í Grindavík. For-
Barnabarnabörn þeirra Júl-
íusar og Ástu eru 24 og barna-
barnabarnabörnin eru þrjú.
Júlíus bjó alla tíð í Hafnarfirði
og var síðast til heimilis á Hraun-
vangi 3.
Júlíus byrjaði snemma til sjós
og fékk skipstjórnarréttindi
1948. Hann starfaði sem skip-
stjóri og stýrimaður á togurum
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar í
mörg ár. Júlíus var einnig skip-
stjóri á Bjarna riddara í nokkur
ár. Þegar hann hætti sem skip-
stjóri á togurum tók hann við
skipstjórn á humarbátum Bæj-
arútgerðarinnar. Seinna var
hann stýrimaður á Héðni frá
Húsavík. Hann tók síðan við
verkstjórn í fiskvinnslu Hreyfa í
Hafnarfirði eftir að hann hætti á
sjó. Síðustu árin vann hann hjá
Áhaldahúsi Hafnarfjarðar og
hætti þar störfum 1992, sjötugur
að aldri.
Júlíus sinnti ýmsum trúnaðar-
störfum og sat um tíma í hafn-
arstjórn fyrir Óháða borgara í
Hafnarfirði. Hann var félagi og
heiðursfélagi í Verkstjórafélagi
Hafnarfjarðar og mörg ár ritari í
stjórn þess.
Útför Júlíusar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 31.
janúar 2019, klukkan 15.
eldrar hennar voru
Magnús Magnússon,
f. 19. júní 1896 á
Bakka í Grindavík,
d. 15. mars 1978, og
Helga Ágústa Ás-
mundsdóttir, f. 13.
ágúst 1888 í Þor-
kelsgerði, Selvogs-
hreppi, Árnessýslu,
d. 25. nóvember
1986.
Börn Júlíusar og
Ástu eru: 1) Guðrún, f. 1944, gift
Finni Sigurðarsyni, þeirra börn:
Júlíus, Gísli Már og Ásrún Halla.
2) Bára Alla, f. 1946, d. 1995, gift
Geir Sigurðssyni, þeirra börn:
Harpa, d. 2016, og Davíð. 3)
Drengur, f. 1947, d. 1947. 4)
Magnús Már, f. 1949, kvæntur
Hildi Sigurbjörnsdóttur, þeirra
börn: Ívar Már og Ásta María. 5)
Ólöf Helga, f. 1952, gift Berg-
mundi Ella Sigurðssyni, þeirra
börn: Valur og Elín. 6) Hafrún
Dóra, f. 1957, gift Þórði Sverr-
issyni, þeirra börn: Sverrir Örn,
Kári Freyr, Brynjar Geir, f. 1985,
d. 1985, Tómas Ingi og Sólveig
Helga.
Elsku pabbi okkar, margar eru
minningarnar.
Þakklæti er okkur efst í huga
fyrir að fá að hafa þig svona lengi
hjá okkur.
Við munum eftir því þegar við
systkinin vorum að bíða eftir að þú
kæmir heim af sjónum eftir langa
útivist.
Við munum eftir öllum fallegu
gjöfunum sem þú keyptir í útlönd-
um. Við munum eftir glettni og
húmor þínum alls staðar sem þú
komst. Við munum eftir öllum
ferðalögunum innanlands sem ut-
an. Við munum eftir að geta sett
kaldar hendur í heitan handar-
krikann þinn. Við munum eftir
veðuráhuga þínum og skrásetn-
ingu til margra ára. Við munum
eftir göngutúrunum og heilsu-
ræktun þinni í hvaða veðri sem
var. Við munum eftir hlýjunni og
góðu viðmóti við alla. Við munum
eftir sterku minni þínu. Við mun-
um eftir hvað brúðkaupsdagurinn
var alltaf mikilvægur í þínum
huga öll 74 skiptin og aldrei
gleymdust blómin þann dag hvort
sem þú varst úti á sjó eða í landi.
Elsku pabbi, þú varst klettur-
inn og fyrirmyndin í lífi okkar.
Minning um yndislegan föður
lifir.
Guðrún (Rúrý), Ólöf Helga,
Magnús Már og Hafrún Dóra.
Mér fannst Júlli tengdapabbi
vera eilífur. Hugsaði eiginlega
ekki út í það að einn daginn ætti
hann eftir að hverfa úr þessari
jarðvist eins og við öll.
Júlli var kjölfestan í fjölskyld-
unni; sá sem allir horfðu til og sáu
sem staðfastan, óumdeildan for-
ingja. Ég kynntist honum áður en
leiðir okkar Hafrúnar Dóru, dótt-
ur hans, lágu saman. Þá var ég
stráklingur að menja skip við
bryggju í Hafnarfjarðarhöfn og
Júlli var þá verkstjóri hjá útgerð-
arfélaginu Hreyfa. Kominn í land
eftir farsælan feril sem sjómaður
og skipstjóri í áratugi.
Þegar ég lít til baka minnist ég
þess hvað hann virkaði strax vel á
mig. Ákveðinn, en ljúfur og vina-
legur maður. Hann leiðbeindi fólki
en skipaði ekki fyrir. Hann náði
sínum markmiðum með því að
nálgast alla með lagni og um-
hyggju að leiðarljósi. Sem skip-
stjóri á þeim tíma hefur hann
örugglega verið óvenjulegur með
þessa nálgun sína. Ímyndin um
kallinn í brúnni var að þar fór yfir-
maður allra, sem skipaði mönnum
hart í bak og engar refjar.
Vissulega gat Júlli verið fastur
fyrir og stundum þver, en hann
gleymdi aldrei að manngæska
skipti öllu máli.
En það var líka annar þáttur í
fari Júlla sem einkenndi allt hans
fas. Það var húmorinn. Gaman-
semi var honum í blóð borin.
Hnyttin tilsvör augnabliksins
vörpuðu oft óborganlegu ljósi á
aðstæður og þeir sem á hlýddu
engdust af hlátri. Þetta voru ekki
brandarar, heldur hæfileiki Júlla
til að sjá hið skoplega við aðstæð-
ur og læða inn nettum athuga-
semdum. Þessi húmor Júlla litaði
því einnig allt hans viðmót, kom
sér vel þegar hann var skipstjóri
og gerði hann að manni sem öllum
líkaði við. Hvar sem hann fór, alla
sína tíð, vatt sér að honum sam-
ferðafólk, sem heilsaði honum
með glampa væntumþykju í aug-
um.
Og Júlli var ekki bara „venju-
legur“ tengdapabbi; hann var
miklu frekar vinur minn. Líklega
festi þessi vinskapur traustar ræt-
ur þegar þau hjónin dvöldu hjá
okkur Hafrúnu á Sólbakkanum í
Kaupmannahöfn um árið. Ekki
bara færði þessi samvera okkur
saman sem vini, heldur uppgötv-
uðu þau hjónin marga hluti sem
þeirra kynslóð hafði varla upplifað
í byrjun níunda áratugarins; eins
einfalda hluti og að borða ham-
borgara og pítsur. Þarna naut
Júlli þess að upplifa nýja hluti sem
alla tíð einkenndi hans viðhorf.
Hann hlustaði af einlægri athygli
á ferðasögur, smakkaði spenntur
á nýjum réttum og lifði sig inn í
frásagnir af draumum, þrám og
væntingum samferðafólks.
Öllum fannst gott og gefandi að
heimsækja Júlla og Ástu, þar sem
faðmurinn var stór og hlýjan mik-
il. Því ekki er í raun hægt að tala
um Júlla nema Ásta Sigurhildur
sé með í þeirri mynd. Hvernig á
annað að vera eftir 74 ára hjóna-
band?
Ég er þakklátur fyrir að hafa
átt Júlla Sig. sem tengdaföður og
vin. Mann sem ég mun minnast
með hlýju, virðingu og þakklæti,
en einnig með bros á vör.
Vertu sæll, kæri Júlli, og takk
fyrir samferðina.
Þórður.
Ég ætla með fáum orðum að
minnast afa míns og nafna.
Ég er svo lánsamur að hafa átt
hann afa minn í yfir 55 ár.
Fyrstu árin mín var afi á sjó, og
man ég eftir spennunni við að fá
að fara niður á bryggju til að taka
á móti honum. Seinna fór afi svo
að vinna í fiskverkun Hreyfa og þá
var stutt fyrir mig að skjótast yfir
götuna frá Hólabrautinni og
fannst sjálfsagt að fá alla hans at-
hygli, þó svo í seinni tíð hafi ég
gert mér grein fyrir að ekki hafi
það alltaf passað á miðjum vinnu-
degi að taka á móti stráknum. En
afi lét aldrei í ljós að hann hefði
ekki tíma fyrir strákinn sinn
hvernig sem á stóð.
Við nafnarnir brölluðum margt
saman og kenndi afi mér mikið.
Margar eru minningarnar um
samverustundir með afa sem
koma til með að fylgja mér og ylja.
Takk afi minn fyrir allt það
góða sem þú gafst mér.
Það var góð stund sem við átt-
um saman þegar ég var á Íslandi
nú um jólin. Við kvöddumst, vit-
andi báðir að þetta yrði okkar síð-
asta samvera. Það var yndisleg
stund.
Bless afi, ég kem til með að
sakna þín. Þinn nafni,
Júlíus Finnsson.
Elsku afi, nú ertu farinn.
Eftir sitja góðar minningar um
þig í mínu hjarta, minningar um
afa sem passaði upp á allt sitt fólk
af mikilli ástúð og umhyggju og
afa sem fylgdist vel með sínu fólki.
Eftir að þú hættir til sjós og
fórst að vinna í landi var vinnan
þín nánast við hliðina á heimili
mínu. Ófá voru þau skipti sem ég
kom til þín í vinnuna og fékk að
bralla ýmislegt, ég var ekki nema
um 10 ára gamall þegar ég fékk
fyrst að vinna og fékk útborgað,
það var mikill gleðidagur fyrir
mig. Mér þykir vænt um það að þú
hafir verið með mér í veiði þegar
að ég fékk maríulaxinn í Flóka-
dalsá í Borgarfirði. Ég held að þú
hafir ekki verið minna glaður en
ég þá. Þessi fyrsta alvöru veiðiferð
var ein af mörgum sem á eftir
komu og alltaf var jafn gaman hjá
okkur og þeim sem voru með okk-
ur. Umhyggjan og hjálpsemi þín
var mikil og það var ekkert sem
gladdi þig meira en að fá að vera
með þínum nánustu, enda segir
það mikið að ef þú hélst upp á
stórafmæli fyrir fjölskylduna þá
komu undantekningarlaust allir.
Þér fannst alltaf gaman að
hlusta á það sem ég hafði að segja,
áhuginn var mikil. Ég hafði einnig
mikið dálæti á því að sitja með þér
og hlusta á sögurnar þínar um það
sem hafði drifið á daga þína um
ævina, sérstaklega sögur frá sjó-
mennskunni því hún var oft erfið
og áhættusöm á þeim árum. Á
sjónum var allra veðra von þar
sem veðrið óútreiknanlega gat
skollið á með ísingu og öðrum
erfiðleikum.
Þú varst skipstjóri góður og
dugnaðarforkur, það heyrði ég frá
mörgum sem voru með þér til
sjós. Ekki varstu síðri verkstjóri
þegar þú komst í land. Það fékk ég
sjálfur að upplifa enda vann ég hjá
þér í góðan tíma. Þú lofaðir ömmu
að koma í land þegar þú yrðir 50
ára, þú stóðst við það að undan-
skilinni einni vertíð þegar vinur
þinn bað þig um að koma með sér
og þú sagðir honum að spyrja
ömmu um leyfi því þú færir ekki
án hennar samþykkis. Segir það
mikið um hvað þú varst sam-
kvæmur sjálfum þér, hvað þú
elskaðir ömmu mikið, hvað hún
var þér kær og þú hugsaðir vel um
hana.
Hef ég sjaldan séð hjón sem
voru jafn samrýnd og þið, gift í 74
ár og nokkra daga, það segir mik-
ið um ykkur bæði. Ég veit að allt
þitt fólk passar upp á elsku ömmu
og skal ég ekki láta mitt eftir
liggja í því.
Ég gæti haldið áfram að skrifa
frábærar minningar en ekki einu
sinni margar síður myndu duga
svo ég læt hér við sitja.
Elsku afi, takk fyrir allt og allt,
hvíl í friði.
Þinn afastrákur,
Gísli Már.
Elsku afi Júlli minn. Nú ert þú
farinn á annan stað og allar minn-
ingar okkar saman eru ógleyman-
legar. Þegar ég kom í heimsókn
tóku alltaf skælbrosandi hjón á
móti mér og þegar ég kom inn
varst þú ekki lengi að bjóða mér
brjóstsykur og kókómjólk. En ég
er svo stolt af þér og ég þakka
guði fyrir það hvað þú lifðir löngu
og góðu lífi. Ég er svo ánægð og
þakklát fyrir það að hafa kynnst
þér og getað kallað þig langafa
minn. Ég hefði ekki getað hugsað
mér betri langafa. Takk fyrir allt!
Þín verður sárt saknað.
Þín langafastelpa
Eva Lind Harrýsdóttir.
„Einstakur“ er orð sem notað er
þegar lýsa á því sem er engu öðru
líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða
manni sem veitir ástúð með brosi
eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta og
hefur í huga hjörtu annarra. „Ein-
stakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður
aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem
best lýsir þér!
(Teri Fernandez)
Elsku afi Júlli. Það eru mörg orð
sem koma upp í hugann þegar við
hugsum um þig. Þrautseigja,
ábyrgð, traust, nákvæmni, hlýja
og kærleikur eru bara nokkur orð
sem lýsa þér vel. Með þessum eig-
inleikum þínum hefur þú sýnt
okkur systkinum að ekkert er
ómögulegt. Þú og amma Ásta haf-
ið alltaf verið í takt við tímann og
tekið á móti nýjungum og tækni
með forvitni og áræði, sem er
bæði aðdáunarvert og til fyrir-
myndar.
Með söknuði hugsum við til þín
og erum svo þakklát fyrir að hafa
verið hluti af þínu lífi. Við tökum
með okkur sem veganesti til fram-
tíðar styrk þinn og þann kærleik
sem bæði þú og amma hafið sýnt
öllum í gegnum tíðina. Allar góðu
minningarnar sem við eigum um
þig munu lifa með okkur um
ókomna tíð.
Elsku amma, hugur okkar er
hjá þér.
Ívar og Ásta.
Í dag kveð ég elsku afa minn,
sem var mér svo kær. Það er alltaf
sárt að kveðja þann sem manni
þykir vænt um og mjög erfitt að
hugsa til þess að geta ekki hitt
hann aftur.
Ljóðið hér fyrir ofan lýsir hon-
um vel. Hann var einstakur, hlýr,
traustur, ljúfur og góður, mikill
húmoristi, hann var líka skemmti-
lega stríðinn. Það eru góðar og
ljúfar minningar sem ég á um
hann afa minn sem ég geymi í
hjarta mínu, þær ylja mér í sorg-
inni og áfram um ókomin ár.
Það var alltaf vel tekið vel á
móti okkur hjá afa og ömmu.
Notalegt að koma og setjast niður
í kaffi, spjall um daginn og veginn,
fá fréttir af fjölskyldumeðlimum
og ræða gamla daga. Sem betur
fer eigum við elsku ömmu sem er
yndisleg og einstök, alltaf gott að
koma til hennar í knús og spjall.
Afa tókst að borða síðustu máltíð-
ina heima með ömmu, börnum
þeirra og mökum þann 12. janúar
sl. á 74 ára brúðkaupsafmælinu
hans og ömmu. Það sem þau voru
heppin að kynnast hvort öðru.
Yndislegt að fá að upplifa ástina,
samheldnina og væntumþykjuna
á milli þeirra. Hugsuðu svo vel
hvort um annað. Eignuðust saman
frábæra fjölskyldu sem þau héldu
svo vel utan um og er samheldin.
Afi var afar stoltur af stóra hópn-
um sínum. Afi og amma eru mér
mjög dýrmætar fyrirmyndir.
Við Harrý, Finnur Ingi og Eva
Lind erum endalaust þakklát fyrir
að hafa átt þig, elsku afi, tengdaafi
og langafi. Kveðjum þig með mikl-
um söknuði, en söknuðurinn verð-
ur mestur hjá elsku ömmu og við
lofum að hugsa vel um hana.
Takk fyrir allt!
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sig.)
Þín
Ásrún Halla Finnsdóttir
(Adda).
Elsku afi Júlli var glaður og
góður afi. Hann var alltaf glaður
að sjá okkur og tók vel á móti okk-
ur. Þegar við komum í heimsókn
til hans og ömmu sagði hann:
„Nei, eruð þið komnar, stelpurnar
hans afa?“ Og svo faðmaði hann
okkur. Afi sagði skemmtilegar
sögur, sagði frá skipunum sínum
og sýndi okkur gamlar myndir.
Við vorum heppnar að eiga þig,
afi. Núna ertu fallegasta stjarnan
á himnum. Við söknum þín mikið.
Þínar langalangafastelpur,
Rakel Birna og Arndís Soffía.
Fallinn er frá í hárri elli ástkær
fjölskylduvinur, Júlíus Sigurðs-
son. Júlli, eins og hann var jafnan
kallaður, var í miklu uppáhaldi hjá
okkur í fjölskyldunni enda sannur
öðlingur og sómamaður. Þau hjón-
in Ásta, ömmusystir mín, og hann
voru alla tíð nátengd okkar fjöl-
skyldu og voru þátttakendur á
mikilvægustu stundum lífsins í
gleði og sorg.
Frá barnæsku á ég yndislegar
minningar um glettinn og góðan
mann sem reyndist jafnan sem
besti afi. Ég er þakklát fyrir allar
samverustundirnar og að hafa átt
þau hjónin að. Þau voru einstakar
fyrirmyndir um trúfesti, æðru-
leysi og virðingu.
Ástu frænku minni, sem nú
kveður ástkæran lífsförunaut
sinn, bið ég guðs blessunar og
votta henni og fjölskyldunni allri
innilega samúð.
Valdís Inga Kristinsdóttir.
Nú hefur hann Júlli kvatt á ní-
tugasta og sjöunda aldursári.
Hann var kvæntur móðursystur
minni, Ástu Magnúsdóttur, sem
nú er rúmlega 95 ára. Hún er
fædd og uppalin í Grindavík en
hann var sannur Hafnfirðingur og
bjuggu þau í Firðinum alla tíð.
Hann var gamall togaraskipstjóri
en eins og allir vita var það fremur
harðneskjuleg atvinnugrein.
Það er ekki hægt að minnast
Júlla án þess að nefna Ástu líka.
Þau hjónin voru einstaklega sam-
hent og voru okkur öllum góð fyr-
irmynd, voru alltaf jákvæð, þolin-
móð, fordómalaus, umhyggjusöm,
alltaf til í að fara eitthvað innan-
lands og utan. Eiginlega var ekki
hægt annað en öfunda þau pínulít-
ið.
Júlli var húmoristi og gerði
góðlátlegt grín að hlutunum en
var ekki að baknaga fólk.
Hann hafði ekki verið að
íþyngja heilbrigðiskerfinu, aldrei
lagst á spítala fyrr en í nokkra
daga í banalegunni.
Ég og fjölskylda mín þökkum
að lokum alla tryggð og væntum-
þykju og sendum Ástu og afkom-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
(Valdimar Briem)
Helga Hrönn Þórhallsdóttir.
Fallinn er frá einn af þeim sem
rétt nefndir eru hetjur hafsins,
Júlíus Sigurðsson skipstjóri, sem
ungur hóf sjómennsku frá Hafn-
arfirði á vályndum tímum síðari
heimsstyrjaldar. Hann var farsæll
skipstjóri, mikill mannkostamað-
ur og vel látinn af samstarfsmönn-
um.
Ég átti því láni að fagna á
námsárum mínum að vera á
gamla Júlí, þar sem hann var
stýrimaður, og kynntist honum
vel. Minningar sem vörpuðu ljúfu
ljósi á lífsins veg, báðir kappsamir
ungir menn sem litu björtum aug-
um til framtíðar á uppgangsárum
hins unga lýðveldis, nýir tímar og
viðhorf og tækni í uppsiglingu og
ekki síst síðari heimsstyrjöldin að
baki, þó enn lægju í leyni ógnir í
hafinu af hennar völdum.
Þegar ég fyrir nokkrum árum
flutti í samfélag aldraðra í fallega
íbúðablokk við Hrafnistu í
Hafnarfirði, var Júlíus af tilviljun
sá fyrsti sem ég hitti af íbúum
hússins og bauð mig velkominn,
en hann og hans elskulega eigin-
kona Ásta S. Magnúsdóttir höfðu
komið sér þar upp fallegu heimili.
Þarna í anddyrinu varð fagnaðar-
fundur og áttum við ánægjulegt
samtal og rifjuðum upp m.a.
gamla sjómannstíð. Hann hvatti
mig til að njóta þess sem staður-
inn hefði upp á að bjóða og fann
sem forðum að honum var annt
um velferð mína.
Eftir þennan óvænta endur-
fund hittumst við oft, ýmist á viku-
legum kaffisamkomum hússins,
eða hátíðum Hrafnistu, en oftast í
anddyri hússins og tókum þá
gjarnan aftur upp samtalsþráð-
inn, þaðan sem frá var horfið.
Við Bryndís minnumst Júlíusar
Sigurðssonar með virðingu, hlýju
og þakklæti og sendum eiginkonu
hans Ástu og fjölskyldu þeirra
hjóna okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðmundur H. Garðarsson.
Júlíus Sigurðsson
Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, systir,
mágkona og tengdadóttir,
JÓNÍNA HELGA ÞÓRÓLFSDÓTTIR,
andaðist á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 27. janúar. Útförin fer fram
frá Seljakirkju föstudaginn 8. febrúar
klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarkort Ljóssins.
Orri Hallgrímsson
Loftur Snær Orrason
Lena Líf Orradóttir
Þorbjörg Júlíusdóttir Þórólfur Magnússon
Júlíus Björn Þórólfsson Rebekka Rós Þorsteinsdóttir
Aðalheiður Dóra Þórólfsd. Ásgeir Freyr Ásgeirsson
Guðrún Ófeigsdóttir Hallgrímur Arason
Lena Hallgrímsdóttir Einar Steinsson
Ari Hallgrímsson Rut Viktorsdóttir
Högni Hallgrímsson Perla Konráðsdóttir
og börn