Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.01.2019, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Sigríður Þor- geirsdóttir var kennarinn minn frá upphafi grunn- skólagöngu minnar í Öldutúns- skóla árið 1972 og allt til loka sjötta bekkjar. Veran í skólastof- unni hjá Sigríði er sveipuð hlýj- um og björtum ljóma ljúfra minninga um kennara sem lét sér sérlega annt um nemendur sína, menntun þeirra og velferð. Ég varð löngu síðar þess heið- urs aðnjótandi að fá að kenna með henni í sama skóla sem var einstök upplifun því þá sá ég að hún annaðist nemendur sína af sömu alúð og umhyggju og okk- ur sem vorum hjá henni áratug- um fyrr. Og hún naut einstakrar virðingar og aðdáunar í skólan- um sem ekki kom á óvart. Ég fann sömu hlýju straum- ana fara um mig þegar við hitt- umst við kennslu og þegar ég mætti í skólann til hennar dag- lega alla skóladaga æskunnar. Sem dæmi um það hve vel mér hafði liðið í Öldutúnsskóla þessi fyrstu sex ár skólagöngunnar má nefna að þótt við fjölskyldan flyttum yfir í vesturbæinn, á Hraunbrún og bjuggum þá við hliðina á Víðistaðaskóla, kom aldrei neitt annað til greina í mínum huga en að halda áfram í Öldutúnsskóla. Og þá var ekki verið að skutla börnum hingað og þangað heldur var gengið alla þessa leið alla skóladaga og það- an í tónlistarskólann og þaðan í íþróttahúsin, út og suður. En það skipti engu. Öldutúnsskóli skyldi það vera. Sigríður var að mínu mati ein- stakur fræðari og hreinræktaður mannvinur – sannkölluð fyrir- mynd og holdgervingur allra þeirra eiginleika sem prýða hinn fullkomna kennara. Hún lagði Sigríður Ingibjörg Þorgeirsdóttir ✝ Sigríður Ingi-björg Þorgeirs- dóttir fæddist 29. júlí 1937. Hún lést 28. desember 2018. Útför Sigríðar fór fram 8. janúar 2019. sérstaka rækt við móðurmálið og ég man að þar lágu leiðir okkar einstak- lega þétt saman því ég hafði mikinn metnað fyrir þeim hluta námsins og ég trúi því að Sigríður hafi verið meðal helstu áhrifavalda minna varðandi ljóðagerð. Það er síðan algjörlega á mína ábyrgð hversu misjafnlega mér hefur tekist upp á þeim vettvangi. Mig langar þess vegna að láta hér fylgja örlitla tilraun til þess að þakka Sigríði fyrir allar góðar stundir, nú þegar komið er að leiðarlokum, með nokkrum ljóð- línum sem urðu til þegar hún lét af störfum við Öldutúnsskóla eft- ir 54 ára starf þar árið 2015 og birt var í Fjarðarpóstinum af því tilefni. Það má í raun tileinka um leið öllum góðum kennurum eins og Sigríði sem skilja eftir sig fal- legar og góðar minningar um vellíðan og fróðleiksfýsn sem fólk eins og hún vekur meðal nemenda sinna og leiðir af sér viljann til að breyta rétt og vera góður samfélagsþegn. Þá fróðleiksþorsti fyllir ungar sálir og fagrar vonir bærast létt í hjörtum: Vaknar þráin eftir vinarljóðum í verndarhjúpi ljúfum, sólarbjörtum. Þar gleðin býr er glitra tærir vetur og glæðist von um líf í fögrum heimi. Er mótar gangan börn á mennta- vegi, mildi kærleikans ei nokkur gleymi. Svo dýrmæt þá er dásemd góðra kynna og djúpt er snortið barn af námsins meiðum. Við leiðarenda lifna þakkarskuldir sem lífið allt með breytni okkar greiðum. (JGR) Með einlægri þökk fyrir allt og allt. Jóhann Guðni Reynisson. Í dag sendi ég mína hinstu kveðju til kærrar vinkonu. Vinkonu sem ég var svo lán- samur að eignast þegar ég var barn. Vinkonu sem var indæl og hlý. Vinkonu sem ræktaði með mér vinskap sem entist. Vinkonu sem verður sárt saknað. Elsku fjölskylda og vinir, ég sendi ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur á þessum erfiðu tímum, vegna fráfalls Ingu, blessuð sé minning hennar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Kári Magnús Ölversson. Á svona tímum þjóta um hug- ann minningar um góða konu, hana Ingu móðursystur mína. Ingveldur Teitsdóttir ✝ IngveldurTeitsdóttir fæddist 19. sept- ember 1959. Hún lést 17. janúar 2019. Útför Ingveldar fór fram 30. janúar 2019. Inga studdi mig í hverju sem ég tók mér fyrir hendur. Pantaði af mér mál- verk þegar henni fannst ég eitthvað rýr á námsárunum og mætti með samlokugrill í inn- flutningsgjöf þegar ég flutti að heiman. Nota það ennþá 20 árum seinna. En sterkustu minningar mín- ar um Ingu eru frá unglingsár- unum, því þá átti ég það til að hjóla vestar í Kópavoginn og kíkja við á Sæbólsbrautinni þar sem fjölskyldan bjó lengstum. Þar var yfirleitt eitthvað gott í kæliskápnum fyrir stækkandi pilt. Kókópöffs og kjúklinga- afgangar. Þar var líka hægt að horfa á sjónvarpið um hábjartan dag í gegnum örbylgjuloftnetið sem Gunni hefur væntanlega verið einn af þeim fyrstu til að kaupa. Þrátt fyrir allt hangsið í sjón- varpssófanum og tómar matar- kistur fann ég aldrei annað en að ég væri velkominn á heimilið. Eitthvað hefur þó iðjuleysið í unglingnum – já og átið væntan- lega – farið fyrir brjóstið á þeim hjónum. Ég man í það minnsta að Ingu þótti ég sérlega latur til að finna mér sumarvinnu og fann því oft lítil verkefni fyrir letingjann og gaukaði að smá vasapeningi fyrir. Stundum var það að líta eftir litlum frændum en líka alls kyns erindi og snudd í kringum húsið. Einhvern tíma var mér afhent málningarrúlla og ég látinn mála veggi. Ekki kunni ég mikið fyrir mér í húsamálun og veit ekki hvort helgidagarnir eða máln- ingin höfðu yfirhöndina að því verki loknu en ekki rekur mig minni til þess að hafa verið beð- inn um að mála meira innan- stokks. Ég er þakklátur fyrir tímana með frænku minni og hún mun alltaf eiga sess í hjartanu mínu. Haraldur (Hari). Margaretha var nunna í Karmelklaustrinu í Hafn- arfirði í um 30 ár og hét þá systir Mikaela. Hún kom til Íslands árið 1947. Árið 1973 ákvað hún að yf- irgefa klausturlífið og flutti til heimalands síns Hollands og tók aftur upp skírnarnafn sitt Marg- aretha og vann við umönnunar- störf þar til hún fór á eftirlaun. Á þeim tíma sem ég var að alast upp í Hafnarfirði var algeng sjón að sjá eina eða tvær Karmelsystur ganga um bæinn. Önnur hét systir Rafaela en hin systir Mikaela sem hér verður minnst. Þær voru svo- kallaðar útisystur sem sinntu ver- aldlegum erindum klaustursins. Fyrstu nunnurnar komu frá Hollandi árið 1939 til að stofnsetja klaustur í Hafnarfirði. Breski her- inn og síðan sá bandaríski lagði undir sig klaustrið á stríðsárun- um. Þess vegna fóru nunnurnar til Bandaríkjanna en komu aftur Margaretha de Zeeuw ✝ Margareth deZeeuw fæddist 31. janúar 1927. Hún lést 9. janúar 2019. Útför hennar fór fram frá St. Pancratiuskerk Castricum í Hol- landi 16. janúar 2019. 1946. Þá voru klaustrið og kapellan blessuð og Karmel- systur héldu áfram sínu starfi. Hol- lensku nunnurnar hættu starfsemi klaustursins 1983 og fluttu aftur til Hol- lands, m.a. vegna þess að þær voru orðnar aldraðar og nýliðun í reglu þeirra var lítil sem engin. Árið 1984 fluttust 16 Karmelsystur frá Póllandi í klaustrið og eru þar enn. Móðir mín, Sigurveig Guð- mundsdóttir, var vinkona Marg- aretha og þær skrifuðust á. Þar til móðir mín lést árið 2010. Þá bað Margaretha mig að halda áfram að senda sér fréttir frá Íslandi og Kaþólska kirkjublaðið því hún vildi gjarna fylgjast með vinum sínum á Íslandi. Mikaela hafði einstaklega hlýtt viðmót, og laðaði fólk að sér með elskulegri og gamansamri fram- komu. Einu sinni í viku kom hún heim til okkar með egg í körfu á handleggnum sem hún seldi okk- ur. Þá spjallaði hún stutta stund við mömmu og heimilisfólkið. En hún settist aldrei niður og mátti ekki þiggja veitingar. Systurnar áttu ekki bíl og fóru gangandi allra sinna ferða og þurftu útisyst- urnar að bera allt sjálfar. En oft held ég þó að kaupmenn, bakarar og sjómenn bæjarins hafi komið færandi hendi til klaustursins með mat til þeirra og fengu fyrirbænir systranna í staðinn. Margir sem áttu um sárt að binda leituðu til systranna og báðu þær um að biðja fyrir sér. Við systkinin eig- um margar og góðar minningar um systur Mikaelu. Engan verald- legan auð átti hún en naut þess að gefa okkur gjafir sem henni voru sendar um jólin, frá ættingjum í Hollandi. Það var tilhlökkunarefni að fá pakkann úr Karmelklaustr- inu á jólunum. Í pakkanum var m.a. súkkulaði, kex, kakó. Hol- lensk myndablöð voru líka í pakk- anum og vorum við nokkuð vel að okkur um hollensku konungsfjöl- skylduna sem mikið var fjallað um í þessum blöðum. Jólakortið frá henni kom eins og venjulega um síðustu jól. Hún lét sæmilega af sér en sagðist vera með krabbamein en sér liði ekki illa og hún vonaðist eftir að Guð gæfi sér lengra líf. Í janúar síðast- liðnum fékk ég annað kort frá henni með kveðjum og þökkum fyrir kirkjublaðið. Utan um það kort var umslag og í því tilkynning frá ættingja hennar um andlát Margaretha og fyrirhugaða jarð- arför 16. janúar síðastliðinn. Blessuð sé minning mætrar konu. Margrét Hrefna Sæmundsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLMA STEINARS SIGURBJÖRNSSONAR stýrimanns, Sléttuvegi 31. Ólafía Guðlaug Þórhallsdóttir Halla Bergþóra Pálmadóttir Björn Steinar Pálmason Johanna E. Van Schalkwyk Ariadne Líf, Embla Elizabeth og Harpa Emilía Shelagh Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÚLFAR GARÐAR RANDVERSSON, fyrrverandi vörubílstjóri í Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 22. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 1. febrúar klukkan 13. Þórir Úlfarsson Sigríður Einarsdóttir Guðlaugur Jón Úlfarsson María Pálsdóttir Gyða Úlfarsdóttir Erlingur Kristensson Jóna Sigríður Úlfarsdóttir Úlfar Randver Úlfarsson Berglind Þorleifsdóttir Matthildur Úlfarsdóttir Haraldur Sigurðsson Sæunn Magnúsdóttir Geir Sigurðsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ELLERTSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ási 21. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum innilega samúð og hlýhug. Helgi Birgisson Tone Birgisson Kristján Fr. Birgisson Ólafía Valgerður Kristjánsd. Guðmunda H. Birgisdóttir Snæbjörn Sigurgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR, Lambastekk 1. Erla Hermína Þorsteinsdóttir Sarah Bertha Þorsteinsd. Kristinn Hilmarsson Sigríður H. Þorsteinsdóttir Páll Ásgeir Pálsson Sigurður Þorsteinsson Caroline Tayar Lilja Þorsteinsdóttir Sverrir Ágústsson Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR E. GUÐMUNDSSONAR, sem lést á Landspítalanum 6. janúar 2019. Einlægar þakkir flytjum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki Landspítalans fyrir umönnun hans. Einnig þökkum við samstarfsmönnum hans og vinum fyrir elskusemi og aðstoð í hans garð. Guðrún Helga Sigurðard. Friðrik Friðriksson Benedikt Sigurðsson Kjartan Emil Sigurðsson Aldís Eva Friðriksdóttir Dagur Páll Friðriksson Emelía Rut Viðarsdóttir Innilegar þakkir og hlýhugur til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR HELGU SIGURÐARDÓTTUR BREKKAN, tannlæknis. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Grund fyrir alveg einstaklega faglega og kærleiksríka umönnun. Friðrik Brekkan Jóhanna Jóhannsdóttir Elísabet Brekkan Þorvaldur Friðriksson Hólmsteinn Brekkan Helga Brekkan Hanna Brekkan barnabörn og langömmubörn Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS DAN ÓSKARSSONAR, Ísafirði. Fyrir hönd aðstandenda, Rannveig Hestnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.