Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 31.01.2019, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 ✝ Alfa Guð-mundsdóttir fæddist hinn 31. janúar 1933. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Hömrum í Mosfellsbæ 8. jan- úar 2019. Móðir Ölfu var Birna H. Þorsteins- dóttir, f. 23. janúar 1914, d. 29. maí 1985, og faðir hennar Guðmundur Maríusson, f. 14. desember 1912, d. 9. desember 1994. Systir sammæðra var Sigrún Þórmundsdóttir, f. 2.1. 1935, d. 16. júní 1992. Systkini samfeðra: María Jónína, f. 1934, Gíslína Sigurbjörg, f. 1935, d. 2015, og Brynjólfur, f. 1937. Alfa bjó sem barn og ungling- ur í Grafarholti í Mosfellsbæ en þar komu hún og móðir hennar til dvalar og myndaðist ævilöng vinátta milli þeirra og fjölskyld- unnar í Grafarholti. Alfa og börn þeirra eru Ágúst Þór, Freydís Sara og Gísli Freyr. 4) Freyja, f. 10. maí 1986, maki Tómas Þór Þorsteinsson, þeirra barn er Alfa Fanney. Auk þess átti Alfa ömmu- stelpuna Ölfu Magdalenu Birnir, f. 24. febrúar 2004, móðir henn- ar er Jórunn Elídóttir, dóttir fóstursystur Ölfu sem dvaldi oft hjá Ölfu og Ormi gegnum árin. Alfa lærði hárgreiðslu á Akureyri ung að árum og út- skrifaðist úr Iðnskólanum á Akureyri 1952 og sinnti hún því starfi síðan heima og í heima- húsum þegar hún flutti aftur Reykjavíkur. Hún starfaði lengi á leðurverkstæðinu Víðimel 35 og eftir það á dvalarheimili aldraðra við Dalbraut. Alfa tók í áratugi mikinn þátt í störfum Kvæðamannafélagsins Iðunnar með Ormi og á síðari árum var hún einnig virk í kirkjustarfi Ás- kirkju í Reykjavík. Alfa og Ormur bjuggu lengst af í Safamýri en eftir lát Orms flutti hún á Eirhamra í Mosfells- bæ og síðar á hjúkrunarheimilið á sama stað. Alfa verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, 31. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. Guðrún Magdalena Birnir frá Grafar- holti tengdust fóstursysturbönd- um og fléttaðist líf þeirra saman alla þeirra ævi. Eiginmaður Ölfu var Ormur Ólafs- son, f. 10. apríl 1918, d. 22. ágúst 2012, en þau gengu í hjónaband 17. október 1954. Synir Orms eru Ólafur, f. 1943, og Ágúst Þór, f. 1951. Ágúst Þór er kvæntur Ingibjörgu Kristinsdóttur og börn þeirra eru 1) Gunnlaugur Óskar, f. 9. jan. 1973, maki Anna Heiður Heiðarsdóttir, börn þeirra eru Kolbrún Birna, Jó- hann Darri og Heiðrún Inga. 2) Sveinn Fjalar, f. 9. sept. 1977, maki Jóna Rún Gísladóttir, synir þeirra eru Róbert Sölvi, Bjarki Rafn og Gísli Freyr. 3) Sverrir Rafn, f. 10. sept. 1977, maki Hrefna Fanney Matthíasdóttir, Elsku besta Alfa mín. Tilveran er mikið breytt án þín. Það er skrítið að vera ekki lengur að sinna því sem þú þurftir með og að eiga von á símtali sem oftar en ekki hin síðari ár var tilkynning um byltu eða annað áfall. Þau voru ófá skiptin sem þú brotnaðir og var ég þá eyrun þín í sjúkra- og læknisferðum. Ávallt reistir þú þig við og af óbilandi þraut- seigju og kjarki náðirðu þér upp úr hverju áfallinu á fætur öðru. En nú kom það síðasta og þú varst tilbúin að yfirgefa þessa jarðvist, þetta var orðið gott og þú þráðir hvíldina. Ég mun minn- ast þín sem einnar fallegustu og bestu konu sem ég hef kynnst, ávallt tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd og umhyggja þín fyrir fjölskyldunni var takmarka- laus. Þú gafst af þér án skilyrða, hafðir upplyftandi áhrif á alla sem þú umgekkst og geislaði af þér sú innri gleði sem kom frá hjartanu og skein úr augunum, sem voru græn og þú sagðist sjá í myrkri. Gústi fær ekki lengur grátsúkkulaði fyrir lánið á mér eftir bæjarstússið að versla í mat- inn eða allar afmælis- og jólagjaf- irnar sem var svo gaman að velja með þér. Þú hafðir svo næmt auga fyrir fegurð og svo smekk- vís með allt hjá þér. Síðan var endað á því að setjast niður á veitingastað að gæða sér á kræs- ingum og hafa það huggulegt, því þú kunnir líka að njóta. Ég vil þakka þér samfylgdina og þína nærandi samveru. Börnin mín hefðu ekki getað fengið betri ömmu. Og svo gaman að fylgjast með hve litlu langömmustýrin veittu þér mikla gleði. Megi al- mættið umvefja þig blessun og ljósi. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Ingibjörg (Inga). Til ömmu. Gekk ég dimmunni í nóttin björt og þögul. Á himninum sáust engin ský en stjörnurnar skinu skært. Ég settist niður á grasið og horfði á himininn margt var þar fallegt að sjá, tunglið og stjörnuhrap. Allt í einu sveif stjarna til mín varð að skæru ljósi ég vissi ekki að það var stjarnan þín, en þú birtist mér. Í fjólublárri blússu og með varalit settist þú hjá mér. Saman horfðum við upp til himna en sögðum ekki neitt. Svo sagðir þú mér frá staðnum þar sem draumar rætast, bentir út í blámann og ég vissi að þér liði vel. Við lögðumst niður og lokuðum augum, þú tókst mig á fjarlæga staðinn. Áttum þar gleðistund og tíminn skipti engu máli. Þegar ég fór til baka komst þú ekki með. Ég horfði upp og sá stjörnuna þína á himninum. Alfa Magdalena (Malla). Vináttan er dýmæt gjöf og vin- áttan var það fyrsta sem Alfa og mamma mín gáfu hvor annarri þegar þær kynntust á barnsaldri í Grafarholti og þær tengdust upp frá því órjúfanlegum systra- böndum sem aldrei bar skugga á. Þær voru hvor annarri stoð og stytta og þakklæti okkar fjöl- skyldunnar er mikið fyrir að hafa átt hana Ölfu okkar að. Þegar ég var lítil stelpa krafð- ist ég þess að Alfa yrði önnur mamma mín og það var sjálfsagt vegna þess að hún var hreinlega ein besta manneskja sem ég þekkti og þar að auki verður að segjast að hún dekraði okkur systkinin töluvert. Alfa var líka glæsileg kona með sitt svarta hár og grænu augu sem hún sagði vera augu kattarins og þess vegna sæi hún í myrkri, sem mér fannst auðvitað ævintýralegt. Alfa og mamma gátu spjallað um allt milli himins og jarðar tímunum saman og það var alltaf notalegt að sitja á eld- húsbekknum og fylgjast með þeim á meðan Alfa setti rúllur í hárið á mömmu með kaffi í bollum. Það eru kannski þessar hlýju minningar frá daglegu lífi sem manni þykir vænst um að eiga. Alfa átti mun auðveldara með að hjálpa öðrum en að þiggja að- stoð, hún talaði ávallt vel um um alla en lét sem hún heyrði ekki þegar henni sjálfri var hælt og henni þótti svo sannarlega sælla að gefa en þiggja. Ég hef oft í gegnum árin hugs- að hvað heimurinn væri miklu betri ef fleiri hefðu til að bera alla góðu eiginleika Ölfu. Ljúfar minningar fylgja okkur alla tíð og með þakklæti í hjarta kveðjum við elsku Ölfu. Helga Elídóttir. Alfa Guðmundsdóttir Með söknuð í huga kveðjum við Einar Gylfason, dótturson minn og frænda okk- ar. Allt frá bernsku hefur verið mikill og góður sam- gangur milli fjölskyldnanna, sem hefur haldist alla tíð enda systk- inabörnin á svipuðu reki. Reglu- lega hittumst við á heimili afa og ömmu í Kópavogi þar sem allir smituðust af brennandi áhuga afa á náttúrunni og fuglalífi. Var Einar þar ekki undanskilinn eins og ljósmyndir sem hann tók í seinni tíð bera fagurt vitni. Ein- ar var hjartahlýr og einlægur og lét sér umhugað um fjölskyld- una. Einar dvaldi löngum erlendis hin seinni ár og þó oft hefði langt liðið milli þess sem við hitt- umst heilsaði hann alltaf með hlýju faðmlagi og brosi sem náði til augnanna. Elsku Einar, við biðjum góðan Guð að varðveita þig og sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Svövu, Gylfa, Ernu Kristínar og Ragnheiðar Þórdísar og fjölskyldna. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Einar Gylfason ✝ Einar Gylfasonfæddist 19. júní 1974. Hann lést 31. desember 2018. Útför Einars hefur farið fram í kyrrþey. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kristín Árnadóttir, Jóhanna Kristín og Ingibjörg Ásta. Við Einar erum jafnaldrar og frændur sem fylgst hafa að frá fyrsta degi. Það var alltaf stutt á milli okkar, hann úr Árbænum og ég í Breiðholti auk þess sem við vorum saman um tíma í Versló. Einar var fluggáfaður, skemmtilegur og með sterkar skoðanir. Áhugasviðið var breitt og hann sökkti sér á bólakaf í það sem á annað borð kveikti áhuga hans. Í æsku eru mér minnisstæð ýmis tímabil hjá Einari, t.d. þegar hann vissi allt um risaeðlur, varð öflugur skák- maður, fróður um náttúruna og frá fyrstu tíð fljótur að tileinka sér allar tækninýjungar. Þó hann hafi búið yfir þeim verð- mæta eiginleika að geta sökkt sér djúpt í hugðarefni sín sveim- aði hugurinn líka oft fljótt burtu í eitthvað annað og meira spenn- andi. Það fylgdi honum því ákveðið rótleysi en kappsemin og metnaðurinn minnkaði ekkert með árunum. Hann fékk áhuga á hreyfingu og hlaupum. Þar stóð árangurinn ekki á sér og vann hann m.a. það frábæra afrek að hlaupa maraþon á rétt um þrem- ur klukkustundum. Svo fékk hann mikinn áhuga á ferðalögum og ferðaðist víða um heim og tók fallegar myndir á ferðalögum sínum. Í seinni tíð hittumst við sjaldnar en það skipti aldrei máli þó stundum hefði liðið langt á milli, alltaf var eins og við hefð- um hist í gær. Hann hafði frá mörgu að segja enda víðförull og stöðugt að lesa og pæla í nýjum hlutum. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með Einari þegar hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki fyrir nokkrum árum. Honum var sölumennska í blóð borin og þeir hæfileikar sam- tvinnaðir við gáfur, vinnusemi og frjótt hugarfar voru einfaldlega uppskrift að velgengni. Á stutt- um tíma náði hann undraverðum árangri í sölu, markaðssetningu og rekstri fyrirtækisins. Eftir þau farsælu viðskipti var spenn- andi að fylgjast með hvað hann tæki sér næst fyrir hendur því næg tækifæri og möguleikar voru í boði. Í haust frétti ég síðan af Ein- ari þar sem hann var búinn að afla sér menntunar í nýju með- ferðarúrræði og var fullur bjart- sýni með áætlanir um að nýta það til að hjálpa öðrum. Þá gríp- ur lífið skyndilega svona óþyrmi- lega í taumana. Allir hafa sína djöfla að draga og Einar var þar ekki undanskilinn. En eftir standa góðar minningar um kæran frænda og vin sem verður sárt saknað. Árni Claessen. Einar frændi minn er nú far- inn á nýjar slóðir – þangað sem ég get ekki hitt á hann í efninu. Ég hefði gjarnan viljað hafa hann með mér áfram – í þessum heimi. Ég hefði viljað geta hitt hann í sundi – eða heyrt í honum í gegnum Skype frá Víetnam. Ég naut þess að vera í kringum hann. Hann hafði lag á að um- vefja mann með nærveru sinni – var hvetjandi og kærleiksríkur. Það var heldur ekki annað hægt en að hrífast af drifkraftinum. Hann var svo fróðleiksfús og með eldmóð fyrir því sem greip huga hans. Það eru þekktir sketsar með Pétri Jóhanni úr Svínasúpunni sem gengu út á að karakterinn hans Péturs gat toppað allar sögur sem hann heyrði. Hann sagði alltaf: „Iss, það er ekkert. Einar frændi minn gerði miklu meira …“ Og þannig frændi var Einar frændi minn. Hann gat einhvern veginn allt. Nú við andlát Einars finn ég svo sterkt fyrir orku hans og krafti. Því þótt hann sé ekki hér í efninu – þá er hann með mér í anda. Öll þau fallegu áhrif sem hann hafði á mig – geymi ég í hjarta mér. Ég er svo þakklátur fyrir hvað hann hefur gefið mér. Á sama tíma og ég sakna hans – stendur hann ljóslifandi í huga mér. Þannig skrifa ég ekki nú til að kveðja Einar. Ég kalla til hans með einni hugsun og hann er hjá mér. Ég finn fyrir honum – og tilfinningin er mjúkt þakklæti fyrir allt sem hann gaf – og gef- ur mér enn. Takk fyrir allt, frændi. Helgi Jean Claessen. Ydda, smíða, lita, öll búum við til okk- ar eigin mynd, sjálfsmynd. Við hin sem horfum á yddum, smíðum og litum þá mynd sem við horfum á, hver með sínum skilningi og skilgrein- ingu á lífi og fegurð. Við viljum alltaf fegra allt okkur nákomnara fólk og ástvini, svo eðlilegt, vegna þess að þau skipta máli. Við horf- um á sjálfsmyndina, yddum, smíðum og litum til að nálgast þá sem okkur þykir vænt um. Túlk- andinn og áhorfandinn eru kannski ekki alveg sammála en sköpunin er á báða bóga. Það eru Halldór Guðmundsson ✝ Halldór Guð-mundsson fæddist 16. sept- ember 1945. Hann lést 19. desember 2018. Útför Halldórs fór fram 4. janúar 2019. engar myndir full- komnar, fullt af litlum örðum, illa frágengnum endum á bakhliðinni eða bara málað yfir. Það gerir sköpunar- verkið. Mín mynd af Halldóri er af ást- ríkum, skemmtileg- um, gjafmildum, skapmiklum höfð- ingja, hún er falleg og geymist með þakklæti fyrir svo margt og mikið. Takk kærlega fyrir mig. Þetta á að vera kveðja, en eins og fjölskyldan er ég svo þrjósk og vil því ekki kveðja endanlega, heldur segja sjáumst seinna. Minningin lifir og orðstír deyr aldregi. Mínar innilegu samúðar- kveðjur til Önnu, Kristins, Arn- alds, systkinanna og fjölskyldu. Rúna Þorkelsdóttir, Amsterdam. ✝ JóhannesÁgústsson fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 24. september 1955. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 15. des- ember 2018. Foreldrar hans voru Ólöf Jóhanna Vilhjálmsdóttir, f. 13. september 1931, d. 27. febrúar 2012, og Júl- íus Ágúst Jóhannesson, f. 23. nóvember 1930, d. 16. maí 1963. Systkini Jóhannesar eru Ragna Ágústsdóttir, f. 20. mars 1957, gift Aðalsteini Bernharðs- syni, Guðmundur Ágústsson, f. 30. ágúst 1958, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, og Berglind Garðarsdóttir, f. 11. ágúst 1966, gift Þórarni Gunnarssyni. Jóhannes kvæntist Elísabetu Jasínu Guðmundsdóttur, f. 3. september 1953, hinn 22. ágúst 1997. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Bjarnadóttir, f. 20. september 1923, d. 29. nóvem- ber 2000, og Guðmundur Benja- mín Árnason, f. 27. október 1926, d. 17. apríl 1979. Jóhannes og El- ísabet eignuðust tvo syni, þá Guð- mund Benjamín, f. 24. ágúst 1980, og Júlíus Ágúst, f. 1. júní 1986, kona Júl- íusar er Elínborg Elísabet Guðjóns- dóttir, f. 22. ágúst 1983. Synir þeirra eru Benjamín Bjarki, f. 17. september 2010, og Gunnar Jóhannes, f. 11. febrúar 2013. Jóhannes gekk í Breiða- gerðisskóla og síðar Réttar- holtsskóla. Á fullorðinsárum bjó Jóhannes lengst af í Vesturbæ Reykjavíkur. Jóhannes vann meirihluta starfsævi sinnar hjá Togara- afgreiðslunni og Faxamark- aðnum í Reykjavík. Síðustu starfsár sín vann hann hjá Norðuráli en lét af störfum vegna veikinda árið 2012. Útför Jóhannesar fór fram 27. desember 2018. Góður vinur, Jói Gústa, eins og við kölluðum hann alltaf, hefur fengið hvíldina. Hann átti við erf- ið veikindi að stríða hin síðustu ár og dagana fyrir jólahátíðina var ljóst í hvað stefndi. Jói Gústa kveinkaði sér aldrei, með bjart- sýnina að vopni barðist hann við veikindi sín uns hann varð að láta í minni pokann eftir hetjulega baráttu. Hann bjó yfir ótrúlegri jákvæðni sem fleytti honum langt í lífinu. Það sem á hann var lagt var með ólíkindum en hann barð- ist gegn mótvindi af hógværð. Alltaf var stutt í brosið og létt- leikann og þessir kostir léttu undir til að komast í gegnum erf- iðleikana. Það var aðdáunarvert að sjá eiginkonu hans, Elsu, hvernig hún umvafði mann sinn í veikind- um hans. Hún stóð þétt við hlið hans og veitti alla þá hjálp sem í hennar valdi stóð. Hún var stoð og stytta í hans lífi. Samband þeirra var sterkt og byggðist á virðingu hvors til annars. Fyrstu kynni okkar við Jóa Gústa voru í sumarvinnu okkar til margra ára hjá Togara- afgreiðslunni. Þar hófust vina- bönd sem héldust alla tíð. Þar var hann alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Hann var af gamla skólanum, þekkti lífsbaráttuna út í ystu æsar. Það var gaman að setja niður með Jóa Gústa í mat- ar- og kaffitímum en hann hafði oft frá mörgu skemmtilegu að segja. Hann hafði skoðanir á hlutunum, fylgdist alltaf vel með því hvað var að gerast í þjóðmál- unum á hverjum tíma. Íþróttir áttu samt hug hans allan. Ekkert fór framhjá honum á þeim vett- vangi, slíkur var áhuginn. Hann ólst upp í Smáíbúðahverfinu en Valur var hins vegar það félag sem hann studdi alla tíð í gegnum súrt og sætt. Hann fylgdist vel með enska boltanum og Tottenham var lið sem hann studdi fram í fingur- góma. Hann hafði gaman af ferðalögum, bæði innanlands og utan, og þar nutu hjónin sín vel og áttu góða tíma saman. Jói Gústa naut þess að sjá börnin sín vaxa úr grasi og koma sér fyrir í lífinu. Með barnabörn- unum fylgdist hann vel og vildi hag þeirra sem mestan. Við kveðjum góðan vin sem við munum ætíð minnast af hlýhug. Megi góður Guð umvefja þig og vernda. Við sendum eiginkonu hans, Elsu, sonum hans Guð- mundi Benjamín og Júlíusi Ágústi, systkinum, barnabörnum og öðrum vandamönnum sam- úðarkveðjur og megi góður Guð gefa þeim styrk í sorginni. Kristján og Stefán. Jóhannes Ágústsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.