Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 55
um verið á sviði efnafræði tannfyll-
ingarefna, endingar tannfyllinga og
tíðni tannátu meðal barna og ung-
linga á Íslandi. Einnig á tannheilsu
Íslendinga til forna. „Það er athygl-
isvert að tennur í ungum Íslend-
ingum fyrir 1.000 árum eru með gler-
ungseyðingu svipaða og hjá ung-
lingum í dag sem drekka of mikið gos,
en þá var líklega súrmeti og mysu-
drykkju um að kenna.
Mitt starf hefur semsagt fyrst og
fremst verið kennslan í tannlækna-
deildinni og svo rak ég tannlækna-
stofu sem var nauðsynlegt til að geta
verið klínískur kennari og fram-
kvæmt það sem ég var að kenna.“
Sigfús hefur skrifað margar grein-
ar í fræðirit bæði heima og erlendis
og sat í ritstjórn Operative Dentistry
2000-2018. Þá er hann félagi í mörg-
um fag og vísindafélögum heima og
erlendis. Einnig hefur hann haldið
fyrirlestra á ráðstefnum víða um
heim. Sigfús var hvatamaður að
stofnun Tannverndarráðs Íslands og
fulltrúi Tannlæknadeildar frá stofnun
1986-2004.
„Við hjónin eigum sumarbústað
fyrir austan fjall. Í fyrstu var maður
að planta trjám í gríð og erg en nú
stendur maður í skógarhöggi til að
sjá út, og grætur hvert tré sem fellur.
Einnig hef ég haft gaman af því að
fara í silungs- og laxveiði, og við hjón-
in höfum líka ferðast töluvert. Konan
mín segir reyndar að það sé alltaf
ráðstefna með í pakkanum! Svo er ég
í Frímúrarareglunni og hef tekið
töluverðan þátt í því mannrækt-
arstarfi sem þar er unnið og eignast
marga góða félaga.“
Fjölskylda
Eiginkona Sigfúsar er Ólafía Guð-
rún Ársælsdóttir, f. 11.11. 1956, tann-
tæknir og húsmóðir, fædd og uppalin
á Akranesi. Foreldrar hennar eru
hjónin Erla Hansdóttir, f. 19.9. 1938,
d. 23.2. 2018, húsmóðir og Ársæll Ey-
leifsson, f. 6.3. 1929, d. 2.3. 2001, sjó-
maður á Akranesi.
Börn Sigfúsar Þórs eru: a). Heið-
rún Ósk f. 27.11. 1979, viðskiptafræð-
ingur, maki: Kjartan Gunnsteinsson;
b) Elías Þór, f. 17.3. 1988, endurskoð-
andi, maki: Ásdís Svava Hallgríms-
dóttir; c) Sævar Þór, f. 26.6. 1992,
nemi í tölvunarfræði, maki: Hildur
Eva Ómarsdóttir. Börn Ólafíu úr
fyrra sambandi eru: d) Eyþór Guð-
jónsson (uppeldissonur Sigfúsar) f.
20.9. 1982, löggiltur endurskoðandi,
maki: Lilja Erlendsdóttir; e) Eng-
ilbert Guðjónsson, f. 23.5. 1978, d.
23.8. 2010. f) Ársæll Þór Bjarnason f.
26.3. 1973, framkvæmdastjóri, maki:
Kamilla Sveinsdóttir. Sigfús og Ólafía
eiga samtals ellefu barnabörn.
Systkini Sigfúsar eru Einar Pálm-
ar, f. 20.7. 1935, iðnrekandi og stjórn-
arformaður Röraverksmiðjunnar
SET á Selfossi; sammæðra er Sigur-
bergur Hávarðsson f. 12.11. 1927, d.
30.8. 2015, útvarpsvirki í Vestmanna-
eyjum og síðar iðnskólakennari í
Reykjavík; samfeðra eru Ágúst f.
29.9. 1927, d. 4.11. 1948, sjómaður í
Vestmannaeyjum, og Erna Kristín, f.
27.3. 1926, húsmóðir á Egilsstöðum
og síðar í Kópavogi.
Foreldrar Sigfúsar Þórs eru hjónin
Guðfinna Einarsdóttir f. 22.7. 1906, d.
16.10. 1999, húsmóðir og verkakona í
Vestmannaeyjum, og Elías Sigfússon
f. 17.3. 1900, d. 7.5. 1997, verkamaður
og fyrrverandi formaður Verkalýðs-
félags Vestmannaeyja og síðar
starfsmaður í Kassagerð Reykja-
víkur.
Sigfús Þór Elíasson
Vilborg Jónsdóttir
húskona á Kaldbak
á Rangárvöllum
Magnús Árnason
vinnumaður á Rangárvöllum og í Fljótshlíð
Þórhildur Magnúsdóttir
verkakona í Hafnarfirði
Elías Sigfússon
verkamaður og fv. form.
Verkalfél. Vestmannaeyja
Sigfús Þórðarson
sjómaður í Hafnarfirði
Þórunn Ólafsdóttir
húsfr. í Móhúsum
Þórður Sigurðsson
sjómaður í Móhúsum á Miðnesi
Bergsteinn
Einarsson
forstjóri SET
Einar Pálmar
Elíasson eigandi
röraverksmiðjunnar SET
á Selfossi
Magnús Sigfússon sjómaður
og fiskmatsmaður í Hafnarfirði
Aðalheiður
Árnadóttir
kaupmaður í
estmannaeyjumV
Kári Birgir Sigurðsson
fv. vélstjóri og
útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum
Ragna Árnadóttir
aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar
og fv. ráðherra
Pálína
Árnadóttir
húsfreyja í
Rvík
Árni Björn
Jónasson
verkfræð-
ingur
Sigríður
Árnadóttir
húsfreyja
á Norðfirði
Óskar Óskarsson
viðskiptafræðingur og fv.
sendiherra Noregs íAfríku
Vilhjálmur Árnason
frkvstj. Straums
og Þvottahúss
Vestmannaeyja
Þór Vilhjálmsson
fv. formaður ÍBV
Guðjón
Sigurðsson
formaður MND
félagsins
Helga
rnadóttir
húsfreyja
Dölum í
Eyjum
Á
í
Árnný
Guðjónsdóttir
fv. skrifstofu-
maður í Rvík
Sigurbjörg Sigurðardóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Guðfinna Árnadóttir
húsfreyja á Stuðlum
Sigurður Finnbogason
bóndi og sjómaður á Stuðlum í Norðfirði
Úr frændgarði Sigfúsar Þórs Elíassonar
Guðfinna Einarsdóttir
verkakona og húsmóðir í Vestmannaeyjum
Oddbjörg Sigurðardóttir
húsfreyja á Bjarnastöðum
Einar Einarsson
sjómaður á
Bjarnastöðum á
Álftanesi
Einar Einarsson
sjómaður á Mjóafirði
ÍSLENDINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Slípivélar í úrvali
95 ára
Guðlaug Lovísa Ólafsdóttir
90 ára
Rannveig Guðbjörg
Magnúsdóttir
85 ára
Guðrún R. Guðjohnsen
Sæmundur Ingólfsson
80 ára
Ólafía Bjarnveig
Matthíasdóttir
75 ára
Hadda Guðmundsdóttir
Reynir Reimarsson
70 ára
Einar Þorvaldsson
Elín H. Jónsdóttir
Fredericus Marinus Emiel
Schalk
Kristófer Emil Þorgrímsson
Ósk Magnúsdóttir
Samúel Guðmundsson
Sigrún Björk Kristjánsdóttir
Vilhelm Frímann
Frímannsson
Þuríður Jónsdóttir
60 ára
Árni Sigfinnur Þorgeirsson
Ásdís Guðnadóttir
Elín Kristjánsdóttir
Gunnar Bjarni Ólafsson
Gunnar Freyr Stefánsson
Lúðvík Jóhann Ásgeirsson
Páll Elíasson
Páll Heiðar Hartmannsson
Páll Lúðvík Einarsson
Páll Skúlason
Stella Dröfn Guðjónsdóttir
Sturla Janus Aðalsteinsson
Svanhildur Óskarsdóttir
Unnur Lilja Elíasdóttir
Þorvaldur Friðþjófsson
50 ára
Erikas Peciauskas
Guðbjörg Þura
Gunnarsdóttir
Guðjón Sæberg
Finnbogason
Jolanta Maria Arendarska
Kristín Hrönn Hafþórsdóttir
Kristjana Halldórsdóttir
Kristófer Heiðarsson
Magnús Árni Skúlason
Magnús Kristinsson
Marta Martin
Ólína Fjóla Þorkelsdóttir
Ólöf Einarsdóttir
Valborg Inga Guðjónsdóttir
40 ára
Benedikt Brynleifsson
Eiríkur Jónsson
Herdís Elísabet
Kristinsdóttir
Inga Birna Barkardóttir
Margrét Nilsdóttir
Marín Manda Magnúsdóttir
Nura G. Silva Sarmiento
Sigurlaug Rúna Rúnarsd.
Sólveig Dögg Jónsdóttir
30 ára
Agata Popko
Birkir Eyþór Ásgeirsson
Bjarki Vigfússon
Dóra Hrund Gísladóttir
Hildur Kathleen Harðard.
Jóhann Páll Kulp
Karl Sigurðsson
Lena Gunnlaugsdóttir
Margrét Herdís Jónsdóttir
Mirjana Mudresa
Ryan Andrew Tomei
Sigríður Guðrún Elíasdóttir
Sigurður Páll Jósteinsson
Vedad Babic
Þorleifur Andri Harðarson
Til hamingju með daginn
40 ára Margrét ólst upp í
Höfðahverfi en býr á
Akureyri. Hún er listmál-
ari og nemi í sálfræði við
Háskólann á Akureyri.
Maki: Daníel Gunnarsson,
f. 1979, nemi í félags-
vísindum við Háskólann á
Akureyri.
Dóttir: Elísabet, f. 2008.
Foreldrar: Nils Gíslason,
f. 1943, hugvitsmaður, og
Þóra Zophoníasdóttir, f.
1952, húsmóðir. Þau eru
bús. á Akureyri.
Margrét
Nilsdóttir
30 ára Birkir er Garðbæ-
ingur og er grafískur
hönnuður hjá RÚV. Hann
er menntaður flugmaður,
bifreiðasmiður og útskrif-
aðist úr Margmiðlunar-
skólanum.
Maki: Guðlaug María
Sveinbjörnsdóttir, f. 1994,
meistaranemi í sálfræði
við Háskóla Íslands.
Foreldrar: Ásgeir Þor-
valdsson, f. 1947, og Hall-
dóra Lára Ásgeirsdóttir, f.
1958, bús. í Garðabæ.
Birkir Eyþór
Ásgeirsson
30 ára Bjarki er úr Kópa-
vogi en býr í Reykjavík.
Hann er hagfræðingur að
mennt og er sérfræðingur
hjá Fjármálaeftirlitinu.
Maki: Sigríður Erla
Sturludóttir, f. 1992, laga-
nemi við Háskóla Íslands.
Foreldrar: Vigfús Hall-
grímsson, f. 1960, sér-
fræðingur á skólaskrif-
stofu Hafnarfjarðar, og
Sigríður Þórisdóttir, f.
1961, kennari í Snælands-
skóla.
Bjarki
Vigfússon
Kevin Tanguy Elian Dini hefur var-
ið doktorsritgerð sína í eðlisfræði
við Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir
Ljósfræðileg stýring leiðnieiginleika
tvívíðra Dirac-kerfa.
Andmælendur voru dr. Polina
Kuzhir, stjórnandi við NanoElectro-
Magnetics Laboratory, Belarusian
State University, og dr. Andre Xue-
reb, dósent við University of Malta.
Leiðbeinandi var Ivan Shelykh, pró-
fessor við raunvísindadeild Háskóla
Íslands, og einnig í doktorsnefnd
sátu dr. Hafliði Pétur Gíslason, pró-
fessor við raunvísindadeild Háskóla
Íslands, dr. Viðar Guðmundsson,
prófessor við raunvísindadeild Há-
skóla Íslands, og dr. Andrei Mano-
lescu, prófessor við Háskólann í
Reykjavík.
Víxlverkun milli ljóss og efnis er
umræðuefni innan eðlisfræðinnar
sem hefur stækkað ört undanfarna
áratugi og orðið að einu mikilvæg-
asta rannsóknarsviði. Sviðið blandar
saman áhrifum úr þéttefnisfræði og
skammtaljósfræði og hefur sína ein-
stöku eiginleika. Það að skoða
hvaða eiginleika þessara tveggja
sviða er best að setja saman getur
leitt til nýjunga og betri skilnings.
Í þessari rit-
gerð var rann-
sakað fræðilega
hvaða áhrif
skautað rafseg-
ulsvið hefur á
einn þekktasta
klasa tvívíðra
kerfa: Dirac-
efni. Til að ná
markmiðinu
voru fyrst skoðuð áhrif svokallaðs
klæðningarsviðs á einfaldasta efnið,
eitt lag af grafíni. Síðan var farið í
flóknari kerfi sem eru Dirac-efni
með orkugeil eins og hliðarmálma-
díkalkógeníðar (e. transition metal
dichalcogenides) og grafín sem hef-
ur vaxið á undirlagi úr bóron-nítriði
eða rafeindir sem hafa massa í
tveggja laga grafíni. Loks var skoð-
uð aðferð til að stýra eiginleikum
rafeinda með ljósi í grafíni og að sía
rafeindir þar eftir dalavísi þeirra. Til
þess að framkvæma þessa vinnu
var notast við tvö verkfæri til að
meðhöndla kerfi sem eru lotubundin
í tíma. Eitt er Floquet-Magnus
formalisminn og hitt er hermun raf-
einda í Dirac-kerfum með
Gauss-bylgjupökkum.
Kevin Dini
Kevin Tanguy Elian Dini er franskur ríkisborgari sem hefur klárað fyrstu tvö stig
háskólanáms við Blaise Pascal-háskólann í Clermont Ferrand, Frakklandi. Eftir að
hafa lært öreindafræði fyrst um sinn, ákvað hann að breyta um stefnu og læra
þéttefnisfræði.
Doktor