Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 4. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  38. tölublað  107. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS ENN ÁSKOR- UN AÐ STANDA SIG ELDEY STEFNIR Á HLUTAFJÁR- AUKNINGU JOHN SCOFIELD Á ÍSLANDI 64 VIÐSKIPTAMOGGINN8 SÍÐNA SÉRBLAÐ Stillanleg HEILSURÚM Ertu örugglega í besta rúminu fyrir þínar þarfir? Verð frá 264.056 Með einni snertingu geturðu komið rúminu í þá stellingu sem hentar þér best hverju sinni. Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri Landsbankans var kveðið á um það í ráðningarsamningi að laun yrðu endurskoðuð sama ár. Nánar tiltekið þegar launin hættu að heyra undir kjararáð. Þetta fékkst staðfest hjá Lands- bankanum vegna fyrirspurnar um launahækkanir bankastjóra. Ákvæðið gekk eftir með því að launin hækkuðu í tvígang og eru nú 3,8 milljónir á mánuði. Við það bæt- ist framlag í lífeyrissjóð. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum munu launin ekki hækka frekar í ár. Sam- tök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa í um 20 ár kannað laun fé- lagsmanna sinna. Yfir 300 með yfir 1,2 milljónir Bendir síðasta könnun sem gerð var í haust til að ríflega 300 svar- endur af tæplega 2.800 hafi þá haft yfir 1,2 milljónir í mánaðarlaun. Til samanburðar höfðu þjóðkjörn- ir fulltrúar að meðaltali 1.166 þúsund í heildarlaun í júní í fyrrasumar. Hafa þær tölur ekki verið uppfærðar á vef stjórnarráðsins. Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri SSF, segir meðal- launin fara hækkandi eftir því sem sérfræðingum fjölgar í greininni. Innan Landsbankans gætti óánægju með launakjör Steinþórs Pálssonar en hann lét af störfum sem bankastjóri síðla árs 2016. Birtist sú óánægja í greinargerð- um bankaráðs en bent var á að bank- inn þyrfti að bjóða samkeppnishæf laun, án þess að vera leiðandi. Samanlagt höfðu bankastjóri og sex framkvæmdastjórar Lands- bankans um 290 milljónir í heildar- laun í fyrra. Meðalárslaun þessara sjö voru rúmar 40 milljónir. Átti að fá hækkunina  Launahækkanir voru boðaðar við ráðningu bankastjóra LÍ  Hundruð fjármálamanna hafa yfir 1,2 milljónir í laun MHækkun hluti af... »6  Fyrir 60 árum lenti togarinn Þor- kell máni í miklum hrakningum í ofsaveðri sem geisaði á Nýfundna- landsmiðum 7. til 9. febrúar. Ísing var mikil og öllu var hent sem hægt var af ísilögðu skipinu. Átta tonn af davíðum voru brenndar af togar- anum og hent í sjóinn. Margir skip- verjanna börðust hetjulegri baráttu í 72 klst. við að halda togaranum á floti. Togarinn Júlí fórst á sama tíma með 30 skipverjum. »28-30 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hetjur Skipverjar á Þorkeli mána hittast. 60 ár frá Nýfundna- landsveðrinu  Fjárfestingarfélagið Eldey TLH hf. hefur fest kaup á 51 prósents hlut í Sportköfunarskóla Íslands, Dive.is. Fyrirtækið gerir út köf- unarferðir í Silfru á Þingvöllum. Í samtali við Viðskiptamoggann í dag segir Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Eldeyjar, að lúkning kaupanna eigi eftir að fara fram um leið og ákvörðun Samkeppniseftirlitsins liggur fyr- ir. Stefnt er að hlutafjáraukningu á Eldey á næstunni en félagið hefur fjárfest fyrir tæplega þrjá millj- arða í afþreyingartengdri ferða- þjónustu frá árinu 2015. „Mörg tækifæri liggja í þeim verkefnum sem við erum þegar í og kaup- tækifæri á markaði eru allt önnur í dag en þau voru 2015,“ segir Hrönn. Eldey kaupir meiri- hluta í Dive.is Veðrið á Suðvesturlandi var afar fallegt í gær. Sólin lét sjá sig og gerði heiðarlega til- raun til að bræða snjóinn sem hefur fallið í vetur. Hins vegar dugar sólin ein ekki alltaf til að greiða vegi landsins eins og sjá má á myndinni. Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður áfram úrkomulítið í dag en skýjað með köfl- um. Lægir smám saman á Austurlandi og má samt búast við slyddu þegar fer að kvölda. Smá él gætu fallið á Vesturlandi. Heldur kóln- andi, en hiti verður áfram nálægt frostmarki. Morgunblaðið/Hari Snjóblásari hreinsar Suðurlandsveg við Bláfjallaafleggjara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.