Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 4. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 38. tölublað 107. árgangur
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
ENN ÁSKOR-
UN AÐ
STANDA SIG
ELDEY STEFNIR
Á HLUTAFJÁR-
AUKNINGU
JOHN SCOFIELD Á ÍSLANDI 64 VIÐSKIPTAMOGGINN8 SÍÐNA SÉRBLAÐ
Stillanleg
HEILSURÚM
Ertu örugglega í besta
rúminu fyrir þínar þarfir?
Verð frá 264.056
Með einni snertingu geturðu komið rúminu
í þá stellingu sem hentar þér best hverju sinni.
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar Lilja Björk Einarsdóttir var
ráðin bankastjóri Landsbankans var
kveðið á um það í ráðningarsamningi
að laun yrðu endurskoðuð sama ár.
Nánar tiltekið þegar launin hættu að
heyra undir kjararáð.
Þetta fékkst staðfest hjá Lands-
bankanum vegna fyrirspurnar um
launahækkanir bankastjóra.
Ákvæðið gekk eftir með því að
launin hækkuðu í tvígang og eru nú
3,8 milljónir á mánuði. Við það bæt-
ist framlag í lífeyrissjóð. Samkvæmt
upplýsingum frá bankanum munu
launin ekki hækka frekar í ár. Sam-
tök starfsmanna fjármálafyrirtækja
(SSF) hafa í um 20 ár kannað laun fé-
lagsmanna sinna.
Yfir 300 með yfir 1,2 milljónir
Bendir síðasta könnun sem gerð
var í haust til að ríflega 300 svar-
endur af tæplega 2.800 hafi þá haft
yfir 1,2 milljónir í mánaðarlaun.
Til samanburðar höfðu þjóðkjörn-
ir fulltrúar að meðaltali 1.166 þúsund
í heildarlaun í júní í fyrrasumar.
Hafa þær tölur ekki verið uppfærðar
á vef stjórnarráðsins.
Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri SSF, segir meðal-
launin fara hækkandi eftir því sem
sérfræðingum fjölgar í greininni.
Innan Landsbankans gætti
óánægju með launakjör Steinþórs
Pálssonar en hann lét af störfum
sem bankastjóri síðla árs 2016.
Birtist sú óánægja í greinargerð-
um bankaráðs en bent var á að bank-
inn þyrfti að bjóða samkeppnishæf
laun, án þess að vera leiðandi.
Samanlagt höfðu bankastjóri og
sex framkvæmdastjórar Lands-
bankans um 290 milljónir í heildar-
laun í fyrra. Meðalárslaun þessara
sjö voru rúmar 40 milljónir.
Átti að fá hækkunina
Launahækkanir voru boðaðar við ráðningu bankastjóra LÍ
Hundruð fjármálamanna hafa yfir 1,2 milljónir í laun
MHækkun hluti af... »6
Fyrir 60 árum lenti togarinn Þor-
kell máni í miklum hrakningum í
ofsaveðri sem geisaði á Nýfundna-
landsmiðum 7. til 9. febrúar. Ísing
var mikil og öllu var hent sem hægt
var af ísilögðu skipinu. Átta tonn af
davíðum voru brenndar af togar-
anum og hent í sjóinn. Margir skip-
verjanna börðust hetjulegri baráttu
í 72 klst. við að halda togaranum á
floti. Togarinn Júlí fórst á sama
tíma með 30 skipverjum. »28-30
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hetjur Skipverjar á Þorkeli mána hittast.
60 ár frá Nýfundna-
landsveðrinu
Fjárfestingarfélagið Eldey TLH
hf. hefur fest kaup á 51 prósents
hlut í Sportköfunarskóla Íslands,
Dive.is. Fyrirtækið gerir út köf-
unarferðir í Silfru á Þingvöllum.
Í samtali við Viðskiptamoggann
í dag segir Hrönn Greipsdóttir,
framkvæmdastjóri Eldeyjar, að
lúkning kaupanna eigi eftir að
fara fram um leið og ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins liggur fyr-
ir.
Stefnt er að hlutafjáraukningu á
Eldey á næstunni en félagið hefur
fjárfest fyrir tæplega þrjá millj-
arða í afþreyingartengdri ferða-
þjónustu frá árinu 2015. „Mörg
tækifæri liggja í þeim verkefnum
sem við erum þegar í og kaup-
tækifæri á markaði eru allt önnur
í dag en þau voru 2015,“ segir
Hrönn.
Eldey kaupir meiri-
hluta í Dive.is
Veðrið á Suðvesturlandi var afar fallegt í
gær. Sólin lét sjá sig og gerði heiðarlega til-
raun til að bræða snjóinn sem hefur fallið í
vetur. Hins vegar dugar sólin ein ekki alltaf
til að greiða vegi landsins eins og sjá má á
myndinni.
Samkvæmt spá Veðurstofunnar verður
áfram úrkomulítið í dag en skýjað með köfl-
um. Lægir smám saman á Austurlandi og má
samt búast við slyddu þegar fer að kvölda.
Smá él gætu fallið á Vesturlandi. Heldur kóln-
andi, en hiti verður áfram nálægt frostmarki.
Morgunblaðið/Hari
Snjóblásari hreinsar Suðurlandsveg við Bláfjallaafleggjara