Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 4

Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Veður víða um heim 13.2., kl. 18.00 Reykjavík -1 heiðskírt Hólar í Dýrafirði -3 skýjað Akureyri 0 alskýjað Egilsstaðir 2 skýjað Vatnsskarðshólar 2 skýjað Nuuk -7 heiðskírt Þórshöfn 9 rigning Ósló 6 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 7 alskýjað Dublin 10 skýjað Glasgow 10 alskýjað London 10 skýjað París 8 heiðskírt Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 8 súld Berlín 7 súld Vín 7 heiðskírt Moskva -2 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 15 heiðskírt Róm 12 heiðskírt Aþena 5 súld Winnipeg -17 snjókoma Montreal -4 snjókoma New York 4 skýjað Chicago -8 snjókoma Orlando 14 rigning  14. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:27 17:58 ÍSAFJÖRÐUR 9:43 17:52 SIGLUFJÖRÐUR 9:26 17:34 DJÚPIVOGUR 8:59 17:24 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Vestlæg eða breytileg átt og 3-10 m/s og víða él. Frost 0 til 7 stig og kaldast í innsveitum. Á laugardag Hæg austlæg eða breytileg átt og tals- vert frost um morguninn, hægt vaxandi austanátt. Lægir smám saman A-lands, norðaustan 8-13 á Vestfjörðum, en annars suðlæg eða breytileg átt, 5-13. Él, en víða bjart NA-til. Hiti 0 til 5 stig S- og A-lands, en annars vægt frost. Heldur kólnandi. str úð . n Íslendingar eru ofarlega á blaði yfir þær Evrópuþjóðir þar sem íbúar geta reiknað með að búa lengi við góða heilsu. Samkvæmt nýbirtum tölum Eurostat, hag- stofu Evrópusambandsins, má sjá að meðallífslíkur fólks við góða heilsu í álfunni eru 64,2 ár hjá konum en 63,5 ár hjá körlum. Sé þessi árafjöldi skoðaður sem hlut- fall af lífslíkum almennt, óháð heilsufari, er það 77% hjá konum en 81% hjá körlum. Tölurnar eru frá árinu 2016, en tölurnar frá Ís- landi eru reyndar frá 2015. Íslenskar konur eru í tíunda sæti í álfunni yfir lífslíkur við góða heilsu. Hver kona getur reiknað með 66,2 árum að meðal- tali sem er nokkuð yfir meðaltali í álfunni. Íslenskir karlar eru hins vegar sprækari mun lengur sam- kvæmt þessum tölum. Hver karl á Íslandi getur reiknað með því að lifa í 71,5 ár við góða heilsu. Að- eins Svíar og Norðmenn lifa leng- ur við góða heilsu. Sérstaka athygli vekur að lífs- líkur íslenskra karla við góða heilsu eru talsvert hærri en ís- lenskra kvenna. Munurinn er rúm fimm ár. Þetta er þveröfugt við meðaltalið í Evrópu sem er hærra meðal kvenna en karla. Hið sama gildir um einstök lönd á borð við Svíþjóð, Þýskaland og Danmörku. Í Noregi eru hins lífslíkur karla við góða heilsu betri en kvenna, rétt eins og hér, þó ekki muni eins miklu. Í 20 ríkjum Evrópusambandsins voru lífslíkur kvenna við góða heilsu hærri en karla, til að mynda í Búlgaríu, Eistlandi og Póllandi. Í sjö Evrópusambands- ríkjum voru sömu líkur hærri hjá körlum, til að mynda í Hollandi og Finnlandi. hdm@mbl.is Lífslíkur við góða heilsu í Evrópulöndum* Meðalfjöldi ára frá fæðingu sem einstaklingar lifa við góða heilsu *T öl ur fr á 20 16 n em a Ís la nd e r f rá 2 01 5 H ei m ild : E ur os ta t 73,3 72,4 69,8 68,8 67,8 67,5 67,3 67,2 66,5 66,2 64,7 64,6 64,2 64,1 64,0 63,8 63,1 60,3 60,2 59,4 59,0 59,0 58,9 58,7 57,9 57,8 57,7 57,4 57,1 57,0 57,0 54,9 73,0 72,0 71,5 71,1 67,6 67,5 67,3 65,9 65,3 64,0 63,8 63,7 63,5 63,0 62,8 62,7 62,6 61,4 61,3 61,0 60,3 59,9 59,8 59,5 59,1 58,7 57,1 57,0 56,4 56,2 54,4 52,3 Svíþjóð Malta Írland Kýpur Noregur Búlgaría Þýskaland Ítalía Spánn Ísland Grikkland Pólland ESB meðaltal Frakkland Tékkland Belgía Bretland Danmörk Ungverjaland Litháen Rúmenía Eistland Lúxemborg Króatía Slóvenía Holland Sviss Portúgal Austurríki Finnland Slóvakía Lettland Svíþjóð Noregur Ísland Malta Ítalía Kýpur Írland Spánn Þýskaland Búlgaría Grikkland Belgía ESB meðaltal Bretland Holland Tékkland Frakkland Lúxemborg Pólland Sviss Danmörk Portúgal Rúmenía Ungverjaland Finnland Slóvenía Króatía Austurríki Slóvakía Litháen Eistland Lettland KONUR KARLAR Karlmenn lengur sprækir hér en konur  Nýjar tölur um lífslíkur í Evrópu Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna al- varlegs flugatviks á Reykjavíkur- flugvelli 11. janúar 2018. Einkaþota af gerðinni Cessna 525A, með þrem- ur um borð, tók á loft frá flugbraut 19 án heimildar frá flugturni. Þegar flugvélin hóf sig á loft rétt fyrir flug- brautarmót 19/13 fór hún yfir sönd- unarbíl sem var að sanda flugbraut 13 að beiðni flugturns. Í skýrslunni er tekið fram að al- varleg árekstrarhætta hafi skapast við þetta. Eftir skoðun á atvikinu kom í ljós að fjarlægð milli flugvél- arinnar og söndunarbílsins er talin hafa verið innan við einn metri. Fékk ekki leyfi til flugtaks Flugmaður vélarinnar segir í skýrslunni að hann hafi heyrt flug- turninn segja að hann hafi fengið leyfi til flugtaks. Samkvæmt rann- sókn nefndarinnar á samskiptum milli flugvélarinnar og flugturns virðist ljóst að vélin hafi ekki fengið leyfi til flugtaks. Áhöfnin vissi ekki að verið væri að sanda flugbrautina. Hafði hún heyrt einhverjar skipanir á íslensku á annarri tíðni sem hún skildi ekki. Þau samskipti voru milli flugturnsins og annarrar flugvélar á leið til lendingar. Metri skildi að flugvél og tæki  Alvarlegt flugatvik á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/RAX Flugvöllur Ekki mátti miklu muna á Reykjavíkurflugvelli í fyrra. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Strætó er að bjóða út kaup á fimm strætisvögnum sem ganga fyrir vetni. Þeir munu væntanlega verða teknir í notkun undir lok árs eða í byrjun þess næsta og leysa þá af hólmi elstu dísilbíla fyrirtækisins. Strætó gerði tilraun með kaup og rekstur vetnisvagna fyrir áratug. Jóhannes Svavar Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó, segir að tæknin hafi þá verið frumstæð. Strætó hefur í samvinnu við Nýorku tekið þátt í verkefni ESB sem snýst um að vetnisvæða almennings- samgöngur. Jóhannes Rúnar segir að styrkir standi undir umfram- kostnaði. „Það er mikilvægt að hafa mælikvarða á hvað það kostar að reka vagna með mismunandi vist- vænum orkugjöfum,“ segir Jóhann- es. Karen Halldórsdóttir, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó, sat hjá við ákvörðun um útboð vetnisvagna, taldi vetnisverkefnið ekki tímabært. Hún minnti á að enn væri verið að vinna að könnun á kostum og göllum þess að reka 14 rafmagnsvagna sem keyptir voru sem umhverfisleg ný- breytni. Ýmsan lærdóm megi af því draga ásamt vangaveltum um inn- viðauppbyggingu til að nota vist- væna orkugjafa á allan flota Strætó. Spurður um innviði til að reka vetnisvagnana bendir Jóhannes á að Skeljungur reki vetnisstöð á Vest- urlandsvegi, skammt frá athafna- svæði Strætó, og þar verði komin aðstaða til að afgreiða stóra bíla síð- ar á árinu. Þá sé Orka náttúrunnar að undirbúa framleiðslu á vetni í Hellisheiðarvirkjun þannig að inn- lend framleiðsla verði notuð á vagn- ana. Strætó hefur á undanförnum ár- um keypt nokkra rafmagnsvagna. Jóhannes Svavar segir að þeir hafi reynst vel. Þeir gangi eins og klukka og hleðslustöðvarnar virki vel. Ekki hafi komið til teljandi vandræða í vetur þótt vissulega dugi hleðsl- urnar skemur í kulda. Fyrirtækið hefur einnig hug á því að metanvæða hluta af vögnum sínum þegar jarð- gerðarstöð Sorpu verður farin að skila nægu og tryggu eldsneyti. Strætó býður út kaup fimm vagna sem ganga fyrir vetni  Vagnarnir ganga fyrir vetni frá Hellisheiðarvirkjun Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjung Tveir vetnisvagnar voru teknir í notkun við hátíðlega athöfn við Ráðhús Reykjavíkur á árinu 2003. Vandamál voru við reksturinn. Bandalag háskólamanna hefur hvatt Vinnumálastofnun til að grípa til sérstakra aðgerða til að taka á vanda háskólafólks sem er án atvinnu. Samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vefsíðu BHM hefur atvinnu- leysi meðal háskólafólks aukist og fjöldi háskólamenntaðra á atvinnu- leysisskrá ekki verið meiri frá því í mars árið 2015. Fram kemur að í janúar á þessu ári voru samtals 1.447 háskólamenntaðir ein- staklingar skráðir án atvinnu, sam- kvæmt nýjum tölum frá Vinnu- málastofnun. Í janúar 2018 voru 1.095 háskólamenntaðir án atvinnu og hefur þeim því fjölgað um 352 milli ára eða tæplega þriðjung. Leita samstarfs um úrræði Vinnumálastofnun hyggist leita samtarfs við fyrirtæki og stofnanir um að fjölga starfstækifærum fyrir háskólamenntaða í samráði við bandalagið og efna einnig til nám- skeiðahalds fyrir þennan hóp. Aukið at- vinnuleysi háskólafólks  BHM hvetur til sérstakra aðgerða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.