Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Á fyrirsjáanlegum tíma, þegarkjaradeilur hafa lamað marga þætti viðskipta vegna óvissu, birtust „fréttir“ af út- gjöldum við matarkörfur ná- grannalanda, og þó vart hægt að tala um útgjöld, því í þessum ald- ingörðum Para- dísar var flest ókeypis borið sam- an við hryllinginn á Íslandi.    Og nú eins ogáður tekur tíma að upplýsa að þessi blekk- ingarleikur sé marklaus. Raun- veruleikinn sást síðar í pistli Við- skiptablaðsins: Kaupmáttur launa gagnvart mat og drykkjarvöru er 20% hærri á Íslandi en í Finn- landi, og meðal Íslendingur því fljótari að vinna fyrir matarkörf- unni en Finni.    Þetta kemur fram í tilkynn-ingu á vef Samtaka atvinnu- lífsins. Meðal barnlaus Íslendingur er sagður vera 8 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum út- gjöldum til mat- og drykkjarvara samkvæmt reiknivél velferðar- ráðuneytisins, en sambærilegur Finni 9,5 klukkustundir.    Bent er á að í þeim löndumþar sem laun séu hvað hæst sé verðlag alla jafna einnig hátt.    Því verði sanngjarn saman-burður milli landa að taka tillit til bæði launa og verðlags, þar sem kaupmáttur launa – laun leiðrétt fyrir verðlagi – gefi besta mynd af lífskjörum í við- komandi landi.“    Vonandi mun fjölmiðlafólk rísaundir nafni og starfsheiðri næst þegar skrípaleikarar banka upp á. Nóg komið STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn er ábyrgt fyrir því að greiða 3.000 kr. danskar, um 55.000 kr. íslenskar, vegna útkalls slökkviliðs á þorrablót félagsins á dögunum. Gjaldið er 6.000 kr. danskar fyrir „falska“ út- kallið en stjórn hússins tekur á sig helminginn. Þorrablótið var haldið í sal á 5. hæð í byggingunni, þar sem íslenska sendiráðið er á Norðurbryggju. Það var hin besta skemmtun og hélt áfram eftir að fólk kom aftur inn í kjölfar rýmingar hússins. Sveinbjörg Kristjánsdóttir, gjald- keri félagsins, segir að upp úr mið- nætti hafi brunavarnarkerfið farið í gang og öllum gert að fara út. Fljót- lega hafi komið í ljós að reykur á sal- erni hafði sett kerfið í gang. „Reykingar eru bannaðar í húsinu og við vitum hver var að reykja raf- rettu eða sígarettu,“ segir Svein- björg. Hún bætir við að þegar mað- urinn hafi komið út af salerninu hafi konur fyrir utan orðið varar við mik- inn reyk og spurt hann hvað hann væri að hugsa, en ekki fengið nein svör. Sveinbjörg segir að Íslendinga- félagið hafi sloppið við að greiða allt gjaldið, þar sem ekki hafi verið kveð- ið á um það í samningnum um leigu á salnum. steinthor@mbl.is Dýrkeyptur reykur á þorrablóti  Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn þarf að borga fyrir útkall slökkviliðs Ljósmynd/Sveinbjörg Kristjánsdóttir Þorrablót Konráð Stefánsson legg- ur síðustu hönd á veisluborðið. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála (ÚUA) hafnaði kröfu Nes- fisks ehf. í Garði um ógildingu á ákvörðun heilbrigðisnefndar Suður- nesja frá 17. maí 2018 um að synja umsókn Nesfisks um endurnýjun á starfsleyfi til heitloftsþurrkunar fiskafurða. ÚUA barst kæra Nesfisks 18. júní 2018. Fyrirtækið krafðist þess að ákvörðun heilbrigðisnefndar yrði felld úr gildi og að lagt yrði fyrir hana að veita hið umbeðna tíma- bundna starfsleyfi. ÚUA fékk svo tölvupóst frá Nesfiski 2. nóvember 2018 um að ákvörðun hefði verið tek- in upp og heilbrigðisnefndin sam- þykkt tímabundið starfsleyfi. Kæra í málinu væri afturkölluð samhliða því að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gæfi út umrætt starfsleyfi. ÚUA taldi því málinu lokið. ÚUA fékk tölvupóst frá Nesfiski 11. desember 2018 um að Heilbrigð- iseftirlit Suðurnesja hefði ekki enn gefið starfsleyfið út og væri óvíst hvenær það yrði formlega gert. Nes- fiskur sagði að afturköllun kær- unnar hefði verið bundin því skilyrði að formlegt starfsleyfi yrði gefið út. Því ætlaði fyrirtækið ekki að aftur- kalla kæruna og óskaði eftir því að fá úrskurð í málinu. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitti Nesfiski tíma- bundið starfsleyfi 12. desember 2018 að kynningarferli loknu. Fram kemur að kvartað hafði ver- ið yfir lyktarmengun sem fylgdi heitloftsþurrkuninni. Starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins staðfestu ítrekað lyktarmengun frá verk- smiðjunni, m.a. í nærliggjandi íbúða- hverfi. Auk þess höfðu kvartanir borist frá íbúum í nálægum íbúðar- húsum. Til stendur að færa starf- semina fjær íbúðabyggð en ný verk- smiðja á Reykjanesi verður tilbúin um mitt þetta ár. gudni@mbl.is Ákvörðun heilbrigðis- nefndar stendur  Deilt um starfs- leyfi til heitlofts- þurrkunar á fiski Morgunblaðið/Sigurður Bogi Garður Íbúar kvörtuðu yfir lykt frá heitaloftsþurrkuninni. Ylströndin Nauthólsvík Sími: 411 5000 • www.itr.is Mánudagar – Föstudagar 11-14 og 17-20 Laugardagar 11-16 Lengri afgreiðslutími á ylströnd Verið velkomin í Nauthólsvík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.