Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 10
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Skipverjar á Grindavíkurbátnum
Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út
hafa rótfiskað að undanförnu og
slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski
og nú bregður svo við að mikið
veiðist af þorski hér austur með suð-
urströndinni. Það nær alveg frá
Vestmannaeyjum og austur að Ing-
ólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er
þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ seg-
ir Ólafur Óskarsson skipstjóri.
Hinn 4. febrúar kom Ólafur í land
og var þá var óslægður afli Sighvats
GK eftir sjö daga á sjó 165 tonn; að
stærstum hluta óslægður þorskur .
Er þetta mesti afli sem vitað er að ís-
lenskur línubátur hafi nokkru sinni
komið með að landi eftir einn túr.
Aflaverðmæti eftir túrinn var 37,5
milljónir kr. og hásetahluturinn
nærri 700 þúsund kr.
Síðastliðinn þriðjudag kom svo
hinn skipstjórinn á bátnum, Óli
Björn Björgvinsson, í land með 143
tonna afla óslægðan. Sá fiskur var í
bland þorskur og ýsa sem veiddist
undir Snæfellsjökli og djúpt vest-
norðvestur af Garðskaga; á slóð sem
sjómenn kalla gjarnan BÚR-bank-
ann. Strax á þriðjudagskvöldið fóru
Óli Björn og áhöfn hans svo aftur á
sjó og sömu mið. Voru þar síðdegis í
gær og fiskuðu grimmt á línuna, en
lögnin er um 30 sjómílur og krók-
arnir um 44.000 talsins.
Mest á Meðallandsbugtinni
„Það er gaman þegar veiðist
svona vel,“ sagði Ólafur Óskarsson
þegar Morgunblaðið hitti þá skip-
stjórana um borð í Sighvati GK í
Grindavíkurhöfn nú þriðjudaginn.
„Síðustu árin hafa menn ekkert
mikið verið að fiska hér austur með
suðurströndinni. Það var eitthvað
reynt í fyrra svo ég ákvað að prófa
aftur nú og gekk svona ljómandi vel.
Var þá mest á Meðallandsbugtinni,
það er milli Skarðsfjöruvita og Ing-
ólfshöfða. Þangað er fínt að fara ef
menn sækjast helst eftir þorski.“
Veðrátta réði því mest og helst að
Óli Björn skipstjóri hefur haldið sig
á vesturmiðum síðustu daga. Þar er
einnig frekar en annars staðar von
um ýsu eins og Vísismenn þurftu að
fá í vinnsluna. „Það er mjög æskilegt
að hlutföllin séu kannski 55% þorsk-
ur og á móti ýsa og annar meðafli. Ef
maður er bara í þeim gula gengur
hratt á kvótastöðuna og slíkt skapar
ójafnvægi í öllum rekstri. Þó erum
við á Vísisbátunum nokkuð vel settir
með kvóta, í þorski jafnt sem öðru.
Og aldrei gengi þessi sjósókn nema
við hefðum frábæran mannskap, en
á hverjum tíma eru fjórtán í áhöfn,“
segir Óli Björn.
Forréttindi skipstjórans
Fiskast hefur vel á hinn nýja Sig-
hvat alveg frá upphafi. Í október og
nóvember síðastliðnum var skipið á
miðunum fyrir norðan og austan
land, þar sem línubátaflotinn er jafn-
an mikið á haustin. Var lagt upp á
Sauðárkróki og seinna Djúpavogi í
nóvember og í þeim mánuði veiddust
alls um 580 tonn á bátinn. Slíkt er
dágott.
Sighvatur GK 57 kom inn í skipa-
Stíft er sótt á Sighvati
Aflamet á línubát 165 tonn eftir sjö daga Lögnin er
30 sjómílur og 44.000 krókar Endursmíðaður reynist vel
Skipstjórar Ólafur Óskarsson til vinstri og Óli Björn Björgvinsson í brúnni á Sighvati þegar stund var milli stríða.
Ljósmynd/Óli Björn
Sjómaður Björn Guðsteinsson með gogginn á lofti úti á miðunum í gær.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Verð 8.990.000 kr.
Verð með aukabúnaði áður 10.040.000 kr.
Afsláttur 1.050.000 kr.
· Innfellanlegt dráttarbeisli
· Leðurklætt aðgerðastýri með hita
· Rafmagn í framsætum
· Milano leðuráklæði
· Rafdrifin opnun á afturhlera
· Nálgunarvarar að framan & aftan
· Bakkmyndavél
· Audi Sound System 180W
· 10 hátalarar
· Dökkar rúður
· LED aðalljós
· 18” álfelgur
· Mjóbaksstuðningur
· Þriggja svæða tölvustýrð
loftkæling
Audi Q5
Design quattro
Brauðostur
á tilboði
Nú færðu Brauðost 26% í sérmerktum
umbúðum í næstu verslun!
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Str.
38-58
Ný netverslun www.tiskuhus.is